Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 92

Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 92
60 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Þjóðverjinn Stephan Bodzin, sem er einn þekktasti techno-plötusnúður heims, ætlar að gera allt vit- laust á Nasa í kvöld. Bodzin spilaði síðast hér á landi árið 2007 í einkapartíi CCP-tölvuleikjaframleiðand- ans á Nasa og tók hann vel í að kom hingað aftur og spila. Í síðustu heimsókn sinni snæddi Bodzin á Fisk- markaðinum og hefur hann óskað eftir því að borða þar á nýjan leik ásamt konu sinni sem verður með honum í för. Bodzin er sérlega hrifinn af íslenskum fiski og ætlar greinilega að njóta hans út í ystu æsar í heimsókn sinni. „Það er búið að panta borð fyrir hann og konuna,“ staðfestir Helgi Már Bjarnason hjá Party Zone sem skipuleggur tónleikana. Hann lofar hörkutónleikum á Nasa. „Það má gera ráð fyrir að það fjölmenni margir frá CCP til að endur- upplifa dæmið. Hann er þekktur fyrir að vera með öfluga sviðsframkomu og er með mikið af græjum með sér,“ segir hann. Meðal annars verða þrjú risa- stór breiðtjöld sett upp fyrir tónleikana þar sem Bodzin sýnir myndband sitt. Karíus & Baktus, Hjalti Casanova, Biggi Veira (GusGus) og Oculus munu sjá um að hita dansþyrsta Íslendinga upp áður en Bodzin stígur á svið. -fb Plötusnúður vill íslenskan fisk Nú um helgina verða Hjalta- lín, Retro Stefson og Ólafur Arnalds fulltrúar Íslands á By: Larm tónlistarhátíðinni í Ósló. Þarna koma fram um tvö hundr- uð listamenn og hljómsveit- ir frá öllum Norðurlöndunum. Sum nöfnin eru meira að segja orðin nokkuð þekkt alþjóðlega, til dæmis norsku poppstelpurn- ar Annie og Hanne Hukkelberg og The Whitest Boy Alive sem er aukaband Erlendar Øya úr Kings of Convenience. Hátíðin skiptist í tónleika og ráðstefnu. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er gítarleikari Bruce Springs- teen, Steve Van Zandt, sem einn- ig er þekktur sem útvarpsmað- urinn Little Steven. Þrennt íslenskt á By:Larm ÓSLÓ UM HELGINA Högna í Hjaltalín spilar á tvennum tónleikum á By:Larm. „Ég hlakka meiriháttar til,“ segir Herbert Guðmundsson, sem kemur fram með sonum sínum tveimur á kvöldvöku í Fella- og Hólakirkju á sunnudagskvöld klukkan 20. Tveir kórar verða þeim til halds og trausts, eða kórar Fella- og Hóla- kirkju og Grafarvogskirkju. Kór- stjóri fyrrnefnda kórsins verður Hilmar Agnarsson, fyrrverandi meðlimur í hljómsveitinni Þeyr. „Þetta er önnur nálgun. Lögin fá öðruvísi fíling,“ segir Herbert en spiluð verða fimm lög af nýj- ustu plötu hans, Spegill sálarinn- ar. „Við hvetjum alla til að mæta. Það er frítt inn og síðan verður boðið upp á kaffi og kökur á eftir,“ segir hann. Herbert hefur verið dugleg- ur að syngja í kirkjum að undan- förnu og ætti því að kunna vel við sig í Fella- og Hólakirkju. Meðal annars söng hann í poppmessu í Hafnarfirði og á fjáröflunartón- leikum fyrir börn í Keníu í Njarð- víkurkirkju. - fb Með tveimur kórum FEÐGAR Herbert ásamt Svani og Guð- mundi. Þeir spila í Fella- og Hólakirkju á sunnudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Næsta mynd leikstjórans Roberts Rodriguez verður framtíðartryll- irinn Nerverackers, sem verður frumsýndur á næsta ári. Nerve- rackers gerist árið 2085 og fjall- ar um Joe Tezca sem er meðlim- ur sérsveitar sem reynir að stöðva glæpamenn í „fullkomnu“ framtíð- arsamfélagi. Rodriguez er þekktastur fyrir Sin City, Spy Kids, From Dusk Till Dawn og Desperado. Síðasta mynd hans var Planet Terror, annar hlut- inn af Grindehouse-verkinu. Hann undirbýr einnig Sin City 2 og 3 sem margir bíða spenntir eftir. Rodriguez leikstýrir NerverackersSTEPHAN BODZIN Þýski plötusnúð- urinn, sem spilar á Nasa í kvöld, er sérlega hrifinn af íslenskum fiski. Óskarsverðlaunin verða afhent aðfaranótt mánu- dags. Stöð 2 verður ekki með beina útsendingu. Íslendingar geta fylgst með á þýsku stöðinni Pro Sieben. „Í þessu árferði er útilokað að halda úti margmilljóna útsendingu um miðja nótt, það ætti að vera flestum ljóst,“ segir Pálmi Guð- mundsson, sjónvarpsstjóri Stöðv- ar 2. Hann viðurkennir að honum þyki þetta leitt enda eigi hátíðin sér dygga aðdáendur hér á landi. Þeir geta þó huggað sig við beina útsendingu afþreyingarstöðvar- innar E! frá rauða dreglinum en hún sýnir ekki beint frá verðlauna- afhendingunni sjálfri. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst mun þýska stöðin Pro Sieben sýna beint frá hátíðinni um nótt- ina en þá verða áhorfendur vænt- anlega að sætta sig við þýskt tal alla nóttina. Þeir sem eru þýsku- mælandi Óskarsaðdáendur setja það væntanlega ekki fyrir sig en áskrifendur Skjásheims geta nálg- ast Pro Sieben á sinni fjarstýr- ingu. Aðrir verða bara að bíta í það súra epli að nýta netið eða fylgjast grannt með fréttastöðvum CNN og Sky. Óskarinn á þýsku fyrir Íslendinga LÍKLEGUR TIL AFREKA Mickey Rourke þykir nánast öruggur um verðlaun fyrir frammistöðu sína í The Wrestler. Hinn látni Heath Ledger ætti að hljóta Óskarinn fyrir Jókerinn. Besta myndin: Slumdog Millionaire The Curios Case of Benjamin Button Milk The Reader Frost/Nixon Besti leikstjóri: Danny Boyle - Slumdog Milli- onaire Stephen Daldry-The Reader David Fincher - The Curios Case of Benjamin Button Ron Howard - Frost/Nixon Gus Van Sant - Milk Besti leikari: Richard Jenkins-The Visitor Frank Langella - Frost/Nixon Sean Penn - Milk Brad Pitt - The Curious Case of Benjamin Button Mickey Rourke - The Wrestler Besta leikkona: Anne Hathaway- Rachel Getting Married Angelina Jolie - Changeling Melissa Leo - Frozen River Meryl Streep - Doubt Kate Winslet - The Reader HELSTU TILNEFNINGAR ROBERT RODRIGUEZ Framtíðartryllir- inn Nerverackers er næstur á dagskrá hjá þessum vinsæla leikstjóra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.