Tíminn - 16.01.1988, Side 8

Tíminn - 16.01.1988, Side 8
8 Tíminn Laugardagur 16. janúar 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason IndriöiG. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Notum tímann vel Alþingi er komið í árvisst jólaleyfi sitt á allóvenju- legum tíma, enda þinghaldið með óvenjulegu sniði að því leyti að þingfundir stóðu í vikunni milli jóla og nýárs og hófust þegar í stað eftir áramótin þar til hlé var gert í fyrradag á þingstörfum. í sjálfu sér er ástæðulaust að fjasa mikið út af því þótt fyrir komi á 30 ára fresti að Alþingi standist ekki áætlun um æskilegt jólahlé. Alþingi er enginn almennur vinnustaður eða verksmiðja sem hægt er að skipuleggja af ýtrustu nákvæmni. Aðstæður verða að ráða því hvernig háttað er vinnuhraða og verklagi á löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Hins vegar er alþingismönnum nauðsyn að hlé sé gert á störfum Alþingis, svo að þeir fái tækifæri til þess að fara um kjördæmi sín, halda fundi með kjósendum, kynnast viðhorfum þeirra og kynna þingmál og almenn viðhorf í stjórnmálum. í rauninni er tveggja vikna þinghlé í styttra lagi miðað við íslenskar aðstæður um hávetur. Þótt þinghlé sé gert, dregur það á engan hátt úr önnum ráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild. Þvert á móti ber ríkisstjórninni að nota tímann til þess að undirbúa ný þingmál og um fram allt að ákveða hverjar skuli verða ráðstafanir hins opinbera í efnahagsmálum. Það hefur legið fyrir um langt skeið að ríkisstjórnin yrði að grípa til efnahagsaðgerða í upphafi þessa árs, og eins og nú er komið er hver stund dýrmæt í því efni. Þjóðin öll á þá kröfu á ríkisstjórnina að slíkar aðgerðir verði ekki dregnar á langinn. Fyrirhugaðar aðgerðir verða í rauninni að liggja fyrir eftir tæpan hálfan mánuð, þegar Alþingi kemur saman að nýju. Ástandið í ýmsum greinum atvinnu- og efnahags- mála um þessi áramót er með þeim hætti að utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, hefur leyft sér til áherslu orðum sínum um nauðsyn efnahagsaðgerða að minna á hina fornfrægu setningu að Róm standi í björtu báli. Vonandi tekur enginn ábyrgur maður slíkri áminn- ingu með léttúð. Sérstaklega er nauðsynlegt að ríkisstjórnin öll og þeir flokkar sem að henni standa, láti slík varnaðarorð sér að kenningu verða um að flýta þeim aðgerðum í efnahagsmálum sem nú eru brýnastar. Þau efni verður að ræða ítarlega í þinghléi. Þá skal minnt sérstaklega á þau orð Steingríms Hermannssonar á fundi í Reykjavík í fyrrakvöld, að ríkisstjórninni beri að hafa sem nánust samráð við launþegasamtökin um aðgerðir í efnahagsmálum, fyrst og fremst þann þátt þeirra sem varðar launa- og kjaramál og þróun kaupgjaldsmála yfirleitt. Eins og hamrað hefur verið á í Tímanum og forystumenn Framsóknarflokksins telja hið brýnasta mál, ber forsætisráðherra að hafa forgöngu um slík samráð. Sú skylda hvílir reyndar á forystu launþegasam- takanna að hafa að sínu leyti frumkvæði um slík samráð, enda augljóst að í lýðræðislandi með viður- kenndri valddreifingu, eru launþegasamtökin áhrifa- aðili í sjálfu sér og hafa skyldur gagnvart almennum þjóðarhagsmunum og heildarstjórn efnahagsmála. Áhrifaöflum þjóðarinnar ber að nota tímann vel. F JLyr .YRIR SKÖMMU birtist út- tekt í virtu bandarísku vikuriti á árinu 1968. Þetta ár hefur verið að bögglast svolítið fyrir nokkr- um kynslóðum af íslendingum, sem með leikrænum tilburðum hafa verið að telja sig til „týndra kynslóða“ hvað sem það nú þýðir. í vikuritinu var eðlilega fjallað mest um sérvandamál bandarískra þegna, sem Ientu í Víetnam stríðinu, eða tóku þátt í því heima í stofu og umhverfð- ust í eitthvert allt annað fólk en það, sem sett hafði svip sinn á bandarískt þjóðfélag, þrifnað þess og einlægni. í staðinn kom andrúm uppreisnar gegn einu og öllu, og rótleysi. Segir í þessari merku úttekt að umbyltingin hefði haft í för með sér glatað tímaskyn, og boðun nýrra tíma’ án þess nokkur hefði haft fyrir því að móta umgjörð slíks tíma. Þetta átti bara að verða eitthvað. í þessari úttekt kemst vikuritið að þeirri þýðingarmiklu niður- stöðu, að ártal kynslóða, sem kenndar hafa verið við árið 1968 hafi hafist með atómsprengjunni 1945. Þessi kenning á við allt það unga fólk sem geystist fram á sjónarsviðið um tvítugsaldur- inn árið 1968 og vildi breyta heiminum af því komin var ný vítisvél til sögunnar, sem róttæk- ir stjórnmálamenn á Vestur- löndum gerðu að pólitísku áróð- urstæki áður en ljóst var að Rússar höfðu líka náð taki á vopninu. Af þessu tilefni kom út bók á íslandi, sem hét Atóm- stöðin, sem hefur orðið mikil biblía týndra kynslóða hér. Það var þó varla að hún næði að koma út fyrir hið nýja tímatal. Hvar er Atómstöðin? Pólitískt par gaf út bók nú fyrir jólin, sem hét Týnda kyn- slóðin, og var einskonar leikgerð yfir það unga fólk á íslandi, sem lét sér vaxa hár og spilaði á gítar árið 1968, en stendur nú uppi vegalaust og áttavillt og gott ef það hefur ekki sagt sig úr Al- þýðubandalaginu. Ekki er nema von að því finnist að það hafi týnst. En það hefur gerst með snöggum hætti á stuttu æviskeiði heimsins þ.e. frá 1945. Atóm- tími þess hefur varla enst til mikils meira en ljúka sæmilega löngu námi og síðan umþenking- um um hvernig fólk fer að því að týnast í samtíma sínum þótt stuttur sé. í sterkri trú á orð, án þess að vita um gjörðir, halda þessar týndu kynslóðir fast um sinn atómtíma. Nú eru þeir gleðiríku dagar að ganga í garð, þegar tveir valdamestu menn veraldar eru að byrja að semja um atómsprengjuna sín í milli, af því hvorugur vill fá hana í hausinn. Er þó annar þeirra, Ronald Reagan, þeirrar trúar að sögn, að skammt sé þess að bíða að heimurinn hljóti sín endalok. Hér á íslandi tók týnda kynslöðin, sem byrjar ártal sitt 1945 biblíu sína og kvikmyndaði hana. Urðu út af því miklar væntingar í útlöndum af því þar höfðu menn ekki heyrt um jafn stór viðfangsefni og Atómstöð. Kannski var týnda kynslóðin loksins að koma fram með um- talsvert innlegg í mál, sem eng- inn hafði vitað hvað var. Nafnið lofaði a.m.k. góðu. Svo fóru þeir, hinir eftirvæntingarfullu útlendingar, að horfa á sína Atómstöð, en skildu þá ekki alltof mikið í kvikmyndinni, sem var um einhverja landssölu, mann sem spilaði á saltfisk og bein úr skáldi, sem gátu allt eins verið úr bakara. Hin sjónræna Atómstöð var hvergi sjáanleg, og það var náttúrlega galli á kvikmyndinni. En þannig fer nú stundum fyrir bestu fyrirætlun- um. Tímatal hinna týndu í raun má segja að varla hafi í bráð verið gerð merkari upp- götvun en sú að kynslóðin 1968 miði tímatal sitt við árið 1945, þegar fyrsta atómsprengjan var notuð í hernaði. Við slíkt fólk þýðir auðvitað lítið að ympra á atburðum, sem gerst hafa fyrir 1945, sé kenning vikuritsins rétt. Það hefur líka sannað sig, að týnda kynslóðin á íslandi hefur einkum velt fyrir sér hernaði og atómsprengjum eins og þetta hefur blasað við eftir árið 1945. Fyrir þann tíma var jörðin auð og tóm eins og allir vita. Dæmi um þetta er viðureign nokkurra skólamanna við íslandssöguna hér um árið, þegar henta þótti að umskrifa hana. Að vísu er lítið í henni að finna um hvatann að hinu nýja tímatali, en það mátti reyna að sveigja hana undir hinn nýja hugsunarhátt, þar sem orð eru þýðingarmeiri en staðreyndir. Það merkilega við endurskoðun íslandssögunn- ar var sú staðreynd, að lítið var gert úr vopnaburði og átökum, ártölum og merkum mönnum. Má vera að slíkt sé skiljanlegt hjá þeim, sem aðeins þekkja eitt ártal, ártal atómsprengjunnar, aðeins ein átök, þessi milli aust- urs og vesturs, og fáa menn merkilegri en Bítlana. Þeir sem ekki eru eins og biluð tölva, sem stansar alltaf við tölurnar 1945, og verður ekki í minni sínu þokað aftur fyrir þá tölu, vita náttúrlega ekki að á eftir sverðum, öxum og Iensum komu byssur, án þess að nokkurri kynslóð dytti í hug að miða upphaf heimsbyggðar við þær, fallbyssur sem drógu hundrað og tuttugu kílómetra og vélbyss- ur sem voru eitthvert hrikaleg- asta manndrápstæki fyrra heims- stríðs 1914-18. Það var ekki svo lítið búið að ganga á í heiminum áður en atómsprengjunni var beitt árið 1945. Hin stóru útspil Auðvitað hafa kynslóðir sín einkenni, en ekki hefur fyrr svo vitað sé verið það helst einkenni á kynslóðum eins og þeim, sem kenndar eru við 1968, að taka aftan af svona tæp tvö þúsund ár af núverandi tímatali, og segja að það hafi verið ómark af því engin atómsprengja var sprengd um Kristsburð. Menn geta svo velt fyrir sér tilurð tímatals okkar, en það er önnur saga og kemur hvorki við hern- aði eða tortímingu. Hér gengur mikið á hjá nýjum kynslóðum og hefur það einkum komið fram í fjölmiðlabyltingu, þar sem þær hafa búið sér til vett- vang án forsögu og án stórra tilvísana aftur fyrir ártal atóm- sprengju. Einnig hefur ýmislegt verið að gerast í leikhúsum og sönglist, sem ber keim fjölmiðl- unar. Það er látið sem útspilin séu stór, en árangurinn verður minni en ætlað var, og svo berast upplýsingar um að þrátt fyrir allt gamanið þá leiðist fólki jafn mikið og áður ef ekki meira. Hvernig má þetta nú vera? Hér hefur verið komið á fót óperu af miklum myndarskap og hér hafa verið flutt fræg verk óperubók- mennta heimsins. En óperan, sem stofnað var til af stórhug og með ríflegum gjöfum ber sig engan veginn, svo ríkið verður að koma til sögunnar með stór- um fjárframlögum án þess að ríkið eða Alþingi hafi nokkru sinni óskað eftir óperu. Þá eru tvö leikhús starfandi í Reykja- vík, annað rekið sem ríkis- stofnun, en hinu haldið úti af Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að leikritaval á síðari árum hafi að mestu leyti mótast af vilja og viðhorfum atómkyn- slóða, það er þeirra kynslóða sem miða upphafið við 1945. Aðgöngumiðar á þessar sýning- ar eru stórlega niðurgreiddir, og kemst kindakjöt og aðrar nauð- synjar hvergi í hálfkvisti við þær niðurgreiðslur, þótt hljótt fari. íslenskt leikritaval byggir á eins- konar sjálfsunun og pólitískum speglasjónum, og eigi að sýna ástaratriði verður að nota konur yfir fimmtugu í fangbrögðin vegna fastráðningar. Mikið er byggt á ævisögulegum fjöl- skylduvandamálum, og næstu viðfangsefni verða væntanlega kaup og kjör fóstra, og erfiðleik- ar hjúkrunarfólks á að stunda vinnu sína fyrir launafundum á vinnustað. Þetta eru verðug við- fangsefni leikhúsa, sem fyrir löngu hafa losnað við að hafa áhyggjur af rekstri sínum. Geð- veiki í fjölskyldum er líka talin til efniviða sem þjóna nýju tíma- tali. Sönghöll sem rís Nýlega var efnt til mikillar tónlistarhátíðar í Háskólabíói, sem áhugafólk um tónlist sótti vegna þess að það vildi styrkja byggingu tónlistarhúss í Reykja- vík. Margir áhugamenn um tónlist hafa lagt sig fram um að hrinda þessari byggingu í framkvæmd, látið teikna og síð- an gengið til samninga við óró- legu öflin um breytingar á bygg- ingunni, svo allt komist nú fyrir í henni, sem þar á að vera. Tónlistarhús eða sönghöll er mikil framkvæmd og kostnaðar- söm, og á endanum verður Al- þingi að taka við henni í mynd fjárframlaga, vegna þess að list er nú einu sinni þannig, að hún skilar ekki miklu rekstursfé.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.