Tíminn - 21.01.1988, Síða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 21. janúar 1988
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Simi
Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195
Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195
Garður Brynja Pétursdóttir Einholti 3 92-27177
Keflavlk GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883
Sandgerði Davíð Á. Guðmundsson Hjailagötu 1 92-37675
Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261
Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Hellissandur Ester Friöþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629
fsafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541
Bolungarvlk Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366
Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673
Patreksfjörður JónaAlexandersdóttir Strandgötu 15 94-1336
Bfldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122
Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131
Hólmavik ElísabetPálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132
Hvammstangi BaldurJessen Kirkjuvegi 95-1368
Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772
Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311
Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555
Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940
Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Dalvik Brynjar Friðleifsson Ásvegi 9 96-61214
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir HrannarbyggðS 96-62308
Húsavík Ásgeir Guðmundsson Grundargarði 7 96-41580
Reykjahlíð lllugiMárJónsson Helluhraun15 96-44137
Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157
Vopnafjörður Einar Ólafur Einarsson Hamrahlíð 32 97-31124
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350
Seyðisfjörður Sigriður K. Júlíusdóttir Botnahlíð 28 97-21365
Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167
Eskifjörður Björgvin Bjarnason Eskifjörður
Fáskrúðsfjörður ÓlafurN. Eiríksson Hlíðargötu8 97-51239
Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839
Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317
Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 99-4389
Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 99-3813
Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 99-3198
Stokkseyri FriðrikEinarsson Iragerði6 99-3211
Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimar 99-8172
Vík Pétur Halldórsson Sunnubraut5 99-7124
Innkaupastofnun
Rey kjavíku rborgar
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Bygg-
ingardeildar, óskar eftir tilboðum í byggingu þjónustu-
húss fyrir tjaldbúðir í Laugardal. Húsið er að flatarmáli
223 m2 að rúmmáli 595 m3.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10.
febrúar kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Fiskeldi
Staða sérfræðings í fiskeldi við Bændaskólann á
Hólum er laus til umsóknar. Verkefni: Kennsla,
rannsóknir og leiðbeiningar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauð-
arárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar n.k.
Upplýsingar um starfið gefur Jón Bjarnason,
skólastjóri, í síma 95-5961.
Landbúnaðarráðuneytið
19. janúar 1988
POST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða að Gufuskálum flokks-
stjóra rafeindavirkja
Boðið er upp á þjálfunarnámskeið í
Bandaríkjunum að reynslutíma
loknum.
Húsnæði ásamt húsgögnum er til
reiðu á staðnum.
Upplýsingar hjá stöðvarstjóra Gufu-
skálum í síma 93-66604.
Ferskfisksölur erlendis:
110 krónur fyrir
kílóið af ýsunni
Þau voru fjögur skipin sem seldu
afla sinn í Bretlandi í síðustu viku,
þrjú þeirra lönduðu í Hull og eitt í
Grimsby. Þetta voru Engey RE,
Sveinn Jónsson KE, Haukur GK og
Hjörleifur RE.
Engey seldi rúm 148 tonn og fékk
fyrir 12,5 milljónir, sem gerði meðal-
verð upp á 83.98 krónur. Sveinn
Jónsson seldi rúm 90 tonn, fékk fyrir
rúmar 7,5 milljónir eða meðalverð
upp á 83.54 krónur. Haukur seldi
rúm 73 tonn, fékk fyrir tæpar 6
milljónir og meðalverð upp á 80.87
krónur. Hjörleifur seldi svo rúm 82
tonn, fékk fyrir tæpar 5,5 milljónir,
eða meðalverð upp á 66.55 krónur.
Samtals seldu þessi fjögur skip
rúm 394 tonn og fengu fyrir 31,5
milljónir. Heildarmeðalverðið var
79.67 krónur. Rúm 176 tonn voru
þorskur, 166 tonn ýsa og 25 tonn
voru af grálúðu. Meðalverð þorsks
var 75.64 krónur, ýsu 87.96 krónur
og grálúðunnar 79.66 krónur. Fyrir
þorskinn fengust 13,3 milljónir, ýsu
14,6 milljónir og grálúðuna 2 millj-
ónir.
Þá voru seld tæp 186 tonn af fiski
í gámum til Bretlands í síðustu viku
og fengust 15,8 milljónir fyrir það
magn. Meðalverðið var 84.97
krónur. Af þessum 186 tonnum,
voru 135 tonn af þorski, 23 tonn af
ýsu, 8 tonn af ufsa, 4 tonn af karfa,
hálft tonn af kola og blandaður afli
var upp á tæp 15 tonn. Meðalverð
þorsksins var 84.60 krónur, ýsu
109.76 krónur, og geri aðrir betur,
og 41.00 króna á kílóið af ufsa.
Tvö skip seldu afla sinn í Þýska-
landi í vikunni sem leið. Vigri RE
seldi rúm 155 tonn í Bremerhaven,
fékk fyrir 14,3 milljónir, eða meðal-
verð upp á 91.75 krónur. Snæfugl
SU landaði einnig í Bremerhaven,
seldi 182 tonn, fékk fyrir 13 milljón-
ir, eða meðalverð upp á 71.58
krónur. Skipin seldu samtals 40 tonn
af þorski, 71 tonn af ýsu og 154 tonn
af karfa. Meðalverð þorsks var 62.33
krónur á kílóið, ýsu 69.96 krónur og
karfa 98 krónur. -SÓL
Ungmennafélag íslands ályktar:
Harmar vinnubrögð
við endurskoðunina
Stjórn Ungmennafélags íslands
ályktaði á fundi sínum nýlega að
skora á Alþingi að fresta afgreiðslu
lagasetningar um Félagsheimilasjóð
og íþróttasjóð, enda var ekki haft
samráð við þá aðila sem mest um
varðar, svo sem ÍSÍ, UMFÍ, íþrótta-
nefnd og íþróttafulltrúa ríksins.
Ennfremur segir í ályktun Ung-
mennafélagsins:
„Stjórnin varar við því að sjóðirnir
verði lagðir niður án þess að tryggt
sé hvernig að áframhaldandi upp-
byggingu verði staðið. Þrátt fyrir að
sjóðirnir hafi ekki haft úr miklum
fjármunum að spila, hafa þeir gert
mörgum félögum kleift að koma upp
eigin aðstöðu og hefur framlag
þeirra oft ýtt undir það að ráðist
hefur verið í þessar framkvæmdir."
Þá skorar stjórn UMFÍ á Alþingi
að fresta afgreiðslu þessa máls og
undirbúa það betur í nánu samstarfi
við alla hagsmunaaðila. -SÓL
Hlíf í Hafnarfirði:
Heimilar stjórn
boðun verkfalls
Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar-
firði hefur heimilað stjórn og trúnað-
armannaráði félagsins, að boða
vinnustöðvun, ef þörf krefur, til að
knýja fram samninga.
Þetta var samþykkt á almennum
fundi í Hlíf 14. janúar s.l. í ályktun
fundarins er lögð áhersla á að lág-
markslaun megi ekki vera undir
42.000 krónum á mánuði. Fram
kemur að allt tal um að þjóðfélagið
þoli ekki svo mikla hækkun lág-
markslauna, sé hræsni þeirra manna
sem á árinu 1987 stóðu að miklum
hækkunum á launum betur settra
launþega. í lok ályktunar Hlífar
segir að þjóðfélaginu sé fyrst veru-
lega hætt þegar frjálshyggjustefna
atvinnurekenda og stjórnvalda ætli
fólki sem vinnur framleiðslustörf
undirmálslaun. óþh
Geir Geirsson, lögg. endursk.
Endurskoðendur
sameinast
Geir Geirsson, löggiltur endur-
skoðandi, sameinaði endurskoðun-
arskrifstofu sína nú um áramótin
fyrirtækinu Endurskoðunarmiðstöð-
in hf. N. Manscher. Geir hefur um
árabil verið einn helsti endurskoð-
andi fyrirtækja samvinnumanna í
landinu. Meðal annars er hann
endurskoðandi Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, Samvinnubankans,
nokkurra dótturfyrirtækja Sam-
bandsins og allmargra kaupfélaga.
f samtali við Tímann sagði Geir
að hann teldi að hann gæti með
þessari breytingu veitt viðskiptavin-
um sínum betri þjónustu en ella.
Þróunin í endurskoðunarþjónustu
stefndi nú öll í þá átt að menn slægju
sér saman og sköpuðu sér þar með
aukna möguleika á sérhæfingu og
verkaskiptingu. Hann kvaðst gera
ráð fyrir að vinna áfram fyrir alla
sömu aðila og áður, þrátt fyrir þessa
breytingu, og sagðist myndu verða
áfram persónulega í forsvari gagn-
vart öllum viðskiptavinum sínum.
-esig
Utvegsbankinn hf.
NYIR ADSTOÐ
AR BANKA-
STJÓRAR
f tengslum við endurskipulagn-
ingu Útvegsbankans hefur
bankaráð Útvegsbankans ákveð-
ið að fulltrúar bankastjóra, þau
Kristín Steinsen og Jakob Ár-
mannsson skuli hér eftir bera
starfsheitið aðstoðarbankastj óri.
Kristín Lilja Steinsen er 30 ára
viðskiptafræðingur. Hún lauk
viðskiptafræðinámi við Hf árið
1982, en meistaraprófi MBA frá
London Business School 1986.
Kristín Lilja var deildarstjóri
verðdeildar Kaupþings hf. 1982-
1984, en starfaði hjá Morgan
Stanley Int. í London og New
York þar til hún hóf störf sem
fulltrúi bankastjóra hjá Útvegs-
banka íslands hf.
Jakob Ármannsson hefur starf-
að um langt skeið sem sérfræðing-
ur í erlendum viðskiptum á veg-
um Útvegsbankans. Hann er 48
ára kvæntur Signýju Thoroddsen
sálfræðingi. -HM