Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminij
Fimmtudagur 21. apríl 1988
Verður állinn fluttur út, sem íslenskir athafnamenn og þingmenn vilja flytja inn?
Svíar vilja kaupa
íslenskan glerál
Sænskt álaeldisfyrirtæki hefur sent
Búnaðarfélagi íslands fyrirspurn um
kaup á gleráli frá íslandi til ræktunar
í Svíþjóð. Þessi fyrirspurn berst á
sama tíma og rætt er á Alþingi um
að flytja inn glerál til íslands til að
hefja álaeldi. Gleráll er ungviði, sem
vex og dafnar fangaður mun hraðar
en villtur í náttúrunni. Áll er munað-
arvara mjög víða og talinn lostæti,
en íslendingar hafa almennt ekki
lært að meta hann. Þó eru hér
fyrirtaks aðstæður til álaeldis vegna
heita vatnsins, en kjörhiti vatns, sent
állinn er alinn í, er 25°C.
„Fyrirspyrjandi veit, að áll gengur
til íslands, og hann er að kanna
hvort við getum útvegað glerál. En
það er ekki hægt að svara því að svo
stöddu, því að það hefur ekki verið
athugað að ráði, - aðeins kákað
lítillega í því,“ sagði Óskar ísfeldt
Sigurðsson, fiskeldisfræðingur hjá
Búnaðarfélaginu. „Fé, sem veitt er
til slíkra rannsókna er afar lítið.
Tvímælalaust bæri að athuga þetta
og það hefði átt að gera fyrir löngu. “
Fisksjúkdómar
fáir við ísland
Óskar sagði ástæðu þess, að Svíar
leituðu fyrir sér um glerál á íslandi
vera helst þá, að hætta væri á því, að
innflutningur til Svíþjóðar yrði
stöðvaður frá þeim löndum, sem
fyrirtækið hefur verslað við til þessa
vegna sjúkdóms, sem hefur tekið sér
bólfestu í álnum.
Á Norðurlöndum eru yfirvöld
mjög á varðbergi gegn hvers konar
smithættu, sem kann að berast með
innfluttum varningi, - ekki síst lif-
andi dýrum, - en Óskar segir, að
lítið sé vitað um heilbrigði íslenska
álsins. Það er þó alkunn staðreynd,
að fisksjúkdómar eru fáir hér við
strendur.
Steingrímur Viktorsson, eigandi
reykhússins Bröndu á Selfossi, hefur
reykt ál upp á síðkastið, en hann fær
hann hjá bændum á Suðurlandi, sem
leggja álagildrur. Hann segir að
álaeldi hafi mikla framtíð fyrir sér
hér á landi, en hann telur óþarft að
flytja glerál inn að utan, líkt og
Tíminn hefur greint frá, að hlutafé-
lagið ísáll hyggist gera. Glerálinn
megi fanga hér við land. Þá yrði dýr
einangrun og dauðhreinsun vatns,
sem frá eldisstöðinni færi, óþörf, en
ísáll hf. hefur boðist til, að láta bresk
heilbrigðisvottorð fylgja innfluttum
glerál, geyma hann vikum saman í
sóttkví í Vestmannaeyjum og færa
hann þá loks til Þorlákshafnar, þar
sem sjálft eldið færi fram.
„Það er merkilegt, að menn vilji
endilega flytja inn glerál til landsins,
áður en farið hefur fram almennileg
könnun á íslenskum ál,“ segir Magn-
ús Jóhannesson í útibúi Veiðimála-
stofnunar á Selfossi. „Manni finnst
að frumkvæði að slíkri rannsókn ætti
að vera hjá þeim, sem myndu Ieyfa
slíkan innflutning." þj
Lánskjaravísitalan:
Upp um 1,56%
Lánskjaravísitala maímánaðar
er 2020 stig, sem þýðir 1,56%
hækkun frá vísitölu aprílmánað-
ar. Samkvæmt útreikningum
Seðlabankans svarar sú hækkun
til 20,4% verðbólgu á heilu ári.
Árshækkunin, frá maí 1987, er
21,5%, sem þýðir að ein verð-
tryggð milljón í maí 1987 (inneign
eða skuld) hefur nú í maí hækkað
í 1.215 þús. krónur.
Þótt lánskjaravísitalan eigi að
hækka í takt við meðalhækkanir
almenns verðlags og byggingar-
kostnaðar er hún, samkvæmt al-
mannarómi, illræmd fyrir að
hækka meira en flest annað og
a.m.k. meira en kaupið. Vegna
þessa getur verið fróðlegt að rifja
upp að í maí 1980 kostaði 75
fermetra 3ja herbergja blokkar-
íbúð um 272 þús.kr. (27,2 millj.
gamlar) aðmeðaltali. Til að halda
í við lánskjaravísitöluna þyrfti
hún nú í maí að seljast fyrir 3.590
þús. kr. Lán Húsnæðisstofnunar
til kaupa á notuðum íbúðum var
um 25 þús. kr. að meðaltali árið
1980, sem svara mundi til um 330
þús. kr. lánsupphæðar nú átta
árum seinna. Virðist það m.a.
dágott dæmi um það af hverju
fljótlega varð svo miklu auðveld-
ara að borga af óverðtryggðum
lánunum og á hinn bóginn smá
sýnishorn af því hve óverðtryggð-
ar fjárupphæðir eru fljótar að
verða að litlu sem engu. -HEI
Sumardagurinn fyrsti í dag:
Sumri fagnað í
skjóli skafía
Hafi menn ekki enn litið á alm-
anakið, skal það hér með upplýst
að í dag er árlegur gleðidagur
landsmanna, sumardagurinn fyrsti.
Að venju cr deginum fagnað víða
um land í dag, með ýmsum hætti,
skrúðgöngum, ýmiskonar leikjum
og samkomum. Gárungarnir hafa
látið þau orð falla að skrúðgöngur
á Norður- og Austurlandi verði
með mjög óvenjulegum hætti í ár,
því að í stað þess að ganga fylktu
liði í stígvélum eða Act-skóm,
spenni menn á sig gönguskíði og
gangi þannig fylktu liði. Hætt er þó
við að lúðrasveitinni gangi illa að
stilla sína strengi undir þessum
kringumstæðum. Annars er búist
við skaplegu veðri til hátíðahalda
um mestallt land, hæglát norðaust-
an og austan átt verður á landinu.
Gert er ráð fyrir björtu veðri um
allt land, nema á Austurlandi. Hiti
verður um eða yfir frostmarki,
hlýjast á Suður- ogSuðvesturlandi,
um 5 stig.
Svo virðist sem kuldakastið að
undanförnu sé nú loks í rénun,
landsmönnum til óblandinnar
ánægju. Veðurfræðingar þykjast
sjá einhverjar breytingar liggja í
loftinu um eða upp úr helgi. Ekki
mun vcita af einhverjum hlýindum,
a.m.k. fyrir norðan og austan, til
að vinna á þeim mannhæðarháu
sköflum, sem hlaðist hafa upp
síðustu dægur.
Ef einhverjir lesendur Tíntans
velkjast í vafa um að sumarið verði
gæfu- og sólríkt, skal slíkri bölsýni
hér með kollvarpað, því að vetur
og sumar frusu saman í ár. Og
samkvæmt fornri og góðri trú er
það góðs viti um komandi sumar.
Tíminn vill beina því til fólks að
trúa staðfastlega á þessi gömlu
góðu sannindi, a.m.k. þangað til
annað kemur í ljós. óþh
Lofsamleg gagnrýni í Melody Maker:
Lagið Deus með
þeim langbestu
í Siýútgefnu eintaki breska popp-
'Moðsins Melody Maker, sem er
jMjmö tveggja stærstu tónlistartíma-
rit# á Öretlandi, er farið mjög lof-
samlcgum orðum um nýjustu „litlu/
stóru plötuna" frá Svkurmolunum,
sem reyndar er fjallað um á blaðsíðu
10 í Tímanum í dag.
Gagnrýnandi Melody Maker segir
skífuna í heild, og þá sérstaklega
lagið Deus, eitthvcrja bestu afurð
sem gefin hefur verið út, a.m.k. í
Bretlandi.
Deus er aðra vikuna í röð í
toppsæti óháða listans og er nú í 46.
sæti á almenna listanum, og á hraðri
uppleið.
Sykurmolarnir virðast því vera á
hraðri leið yfir þröskuld frægðarinn-
ar og virðast ætla að ná meiri frægð
en nokkur önnur íslcnsk hljómsveit
hefur náð.
Sykurmolarnir gerðu fyrir
skömmu góðan samning við banda-
rískt plötuútgáfufyrirtæki, sem
hljóðar upp á forkaupsrétt á fimm
plötum. Sykurmolarnir hafa náð
mikilli spilun í bandarískum há-
skólaútvarpsstöðvum, en það var
einmitt þar sem írska hljómsveitin
U2 náði fyrst að slá í gegn í Banda-
ríkjunum. -SÓL