Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. apríl 1988 Tíminn 11 Dómsmálaráðherra mælir fyrir aðskilnaði dóms- og umboðsvalds á Alþingi: Andsnúnir sýslumenn lásu frum- varpid illa Jón Sigurðsson, dómsmálar- áðherra, mælti fyrir stjórnar- frumvarpi á Alþingi á þriðjudag um aðskilnað dómsvalds og um- boðsvalds í héraði, vegna þess, að „enginn er dómari í eigin sök, - ekki einu sinni sýslu- menn,“ svo sem ráðherra orðar það, en deilt hefur verið um að sami maður, þ.e. sýslumaður, sé yfírmaður lögreglu og dómstóls. Níu manna nefndin, sem vann að tillögum um gerð frumvarps- ins, styður það einróma í endan- legri mynd þess, en nokkur ágreiningur hefur ríkt innan hennar um ákveðin atriði, sem greint hefur verið frá áður. I nefndinni áttu sæti tveir sýslu- menn, en Sýslumannafélag Is- lands hefur andmælt frumvarp- inu. Samkvæmt frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að alls 8 héraðsdóms- tólar fari með dómstörf, hver í sínu umdæmi, í opinberum málurn og einkamálum, þar á meðal við skipti, fógetaaðgerðir og uppboð. Umdæmi héraðsdóma verða í Reykjavík, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norður- landi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Reykja- nesi. í Reykjavík verði 21 héraðs- dómari, 7 á Reykjanesi, 3 á Norður- landi vestra og Suðurlandi en einn í hverjum hinna. í frumvarpinu er kveðið á um, að lögsagnarumdæmum héraðsdóm- stóla sé skipt í einstakar þinghár og verði fastur þingstaður í hverri þeirra. Er gengið út frá að þinghár fylgi að mestu umdæmaskiptingu sýslumanna og með því móti yrðu þinghár að mestu óbreyttar frá því sem nú er. Dómarar úr héraðsdóm- stólum halda regluleg þing héraðs- dóms og ferðast því á milli innan umdæmisins. Þannig myndi t.d. hér- aðsdómari frá Héraðsdómi Reykja- ness þinga reglulega í Kópavogi, en þar hafa óánægjuraddir með hið nýja frumvarp verið háværastar, og sagt að Kópavogur yrði sviptur varn- arþingi. „Það er misskilningur," seg- ir dómsmálaráðherra, sem kynnti frumvarpið á borgarafundi í Kópa- vogi á þriðjudag, þar sem hart var deilt á frumvarpið. Dæmi um þing- hár og flökkudómara má t.d. finna í Skotlandi og í norðurhéruðum Kan- ada. Héraðsdómarnir verða mannaðir með tilfærslum frá núverandi em- bættum sýslumanna, bæjarfógeta og héraðsdómara. í framtíðinni er gert ráð fyrir að umsóknir um embætti héraðsdómara verði lagðar fyrir sérstaka nefnd sem metur hæfni umsækjenda. Jón Sigurðsson segir þetta gert svo geðþótti ráðherra ráði ekki um ráðningu dómara. Gert er ráð fyrir að sýslumenn fari, hver í sínu umdæmi, með stjórnsýslu ríkisins, eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Þar á meðal fara þeir með lögreglustjórn, tollstjórn og innheimtu opinberra gjalda, að því leyti sem hún er ekki falin öðrum, en auk þess verður þeim falið aukið sáttavald. Til þeirra má eftir sem áður leita með ráðgjöf um lögfræðileg málefni, því að þeir Jón Sigurðsson, dómsmálaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um aðskilnað dómsvalds og umboð- svalds á Alþingi í gær. (Timinn: Pjelur) verða allir lögfróðir, en ráðgjöf þeirra ylli þeim aldrei vanhæfi, þar sem þeir dæma ekki í málum, svo sem nú er. Fjöldi sýslumannsem- bætta í landinu yrði óbreyttur og stefnt er að því að sýslumannsem- bætti verði alhliða þjónustumið- stöðvar framkvæmdavaldsins í hverju héraði. Talið er að rekstrarkostnaður dómkerfisins í heild aukist um 35 milljónir króna á ári með gildistöku laganna 1. júlí 1990. Jón Sigurðsson sagði í gær að sér þætti ólíklegt að frumvarpið næði fram að ganga á þingi í vor, því að sumir þingflokkanna hefðu vara á, eftir andmæli Sýslumannafélags ís- lands við frumvarpinu. Afstöðu fé- lagsins telur hann vera á misskilningi byggða. „Þeir hafa ekki lesið frum- varpið nógu vel,“ segir hann. Þrátt fyrir líkur á því að frumvarpið nái ekki fram að ganga nú í vor, telur ráðherra óþarft að breyta dagsetn- ingu gildistöku laganna, - að nægur tími verði til stefnu, þótt frumvarpið verði ekki afgreitt fyrr en á næsta þingi. þj AÐSETUR HÉRAÐSDÓMA OG SÝSLUMANNA skv. frumvarpl til laga um aðskílnaö dómsvalds og umboósvalds ( héraöl Egllsstaölr v T Neskaupstaöur SQ'* sklljöröur '(r, % Reykjavlk ^ ^jí Kópavogur 'S' vjÍ&)r Hafnarfjöröur ‘ Keflavlk . , K Keflavlkurflugvöliur Hvolsvöllur Vestmannaeyjar r£, ^V^^VIk I Mýrdal ' Sýslumenn Sendum öllum félagsmönnum okkar og öðrum viðskiptavinum bestu óskir um rgleðilegt sumar KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.