Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 21. apríl 1988
^Húsnæðisstofnun ríkisins
___________TÆKNIDEILD__________
m Simi 696900
ÚthoÓ
Blönduóshreppur
Stjórn verkamannabústaða í Blönduóshreppi ósk-
ar eftir tilboðum í byggingu fjögurra íbúða í tveimur
steinsteyptum parhúsum. Verk nr. U.20.05 úr
teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar
ríkisins.
Brúttórúmmál hvors húss 194 m2
Brúttórúmmál hvors húss 695 m3
Húsin verða byggð við götuna Mýrarbraut 18-20
og 22-24, Blönduósi, og skal skilafullfrágengnum,
sbr. útboðsgögn.
Afhending útboðsgagna fer fram á sveitarstjórn-
arskrifstofu Blönduóshrepps, Hnjúkabyggð 33,
540 Blönduósi, og hjá tæknideild Húsnæðisstofn-
unar ríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík, frá mánu-
deginum 25. apríl 1988 gegn kr. 10.000,- skila-
tryggingu.
Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en
þriðjudaginn 10. maí 1988 kl. 11.00 og verða þau
opnuð að viðstöddum bjóðendum.
F.h. stjórnar verkamannabústaða,
Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins
o^Húsnæðisstofnun ríkisins
Ætlunin er að bjóða út byggingu síðari áfanga
Hugvísindahúss Háskóla íslands, Odda, við
Sturlugötu. Húsið er um 300 m2 að grunnfleti,
kjallari og 3 hæðir. I verkáfanga þeim sem út
verður boðinn skal steypa upp húsið og ganga frá
því að utan, leggja hita-, hreinlætis- og raflagnir,
múra húsið að innan og fullgera það undir tréverk.
Einnig skal leggja loftræsilagnir og fullganga frá
lóðundirtrjágróður. Áætlaðurverktímierum 1 ár.
Til undirbúnings útboði er ákveðið að fram fari
könnun á hæfni þeirra verktaka sem bjóða vildu í
verkið, áður en útboð fer fram. Er því þeim, sem
áhuga hafa, boðið að taka þátt í forvali og munu
4-5 verktakar fá að taka þátt í lokuðu útboði, ef
hæfir þykja.
Forvalsgögn verða afhent í Innkaupastofnun ríkis-
ins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000,- kr.
skilatryggingu. Útfylltum gögnum skal skilað á
sama stað eigi síðar en föstudaginn 29. apríl kl.
15:00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Kaupfélagsstjóri
Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Dýrfirðinga á
Þingeyri er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k.
Á vegum kaupfélagsins er rekin verslun á Þingeyri,
útgerð og fiskvinnsla og er kaupfélagsstjóri jafn-
framt framkvæmdastjóri hennar.
Skriflegar umsóknir er grein aldur, menntun og
fyrri störf sendist formanni félagsins, Valdimar
Gíslasyni, Mýrum, Mýrarhreppi, 471 ÞINGEYRI,
eða starfsmannastjóra Sambandsins, sem veitir
upplýsingar, ásamt kaupfélagsstjóra.
Kaupfélag Dýrfirðinga
Þingeyri
PLÖTUR
llllllllllll
llllllllllilllllliii
Prefab Sprout - From Langley Park to Memphis:
Fastur fylgihlutur
hvers plötuspilara
Stjörnugjöf frá einni til fimm: ★★★★
Snillingurinn Paddy McAloon,
forsprakki og hreinn og beinn aðal-
uppistöðumaður í Prefab Sprout,
lætur ekki deigan síga. Enn eitt
meistaraverkið lítur dagsins ljós!
From Langley Park to Memphis
(hér eftir nefnd From Langley... ),
er önnur plata hljómsveitarinnar
og kom mér heldur betur á óvart.
Ég var eldheitur aðdáandi hennar
eftir fyrstu plötuna, Steve McQu-
een, og bjóst því við öðru hvoru af
tvennu; Annað hvort yrði hér um
að ræða n.k. eftirhermu af S.M.
plötunni, til að halda í vinsældirn-
ar, eða þá að farið yrði á nýjar,
mjög svo hálar brautir, bara til að
endurtaka sig ekki.
Ég bið Paddy McAloon innilega
afsökunar, því platan var hvorki
misheppnuð endurtekning eða
misheppnuð nýjung. Platan er
meistaraverk!!
Þrjú lög af From Langley... hafa
orðið nokkuð vinsæl hér á landi.
The King of Rock 'n‘ Roll, Cars
and Girls og I remember that.
Þessi þrjú, auk hinna sjö laganna
eru öll samin af McAloon, en
tæpan helming laganna (4 stk.)
„pródúserar" Thomas Dolby,
meðan McAloon „pródúserar" af-
ganginn, ýmist einn eða í stærri
hópum. Auk þess nýtur hljóm-
sveitin aðstoðar ekki ófrægari
manna en Stevie Wonder, Pete
Townshend og Luis Jardim, auk
sönghópsins The Andrae Crouch
singers.
Lög plötunnar eru eftirfarandi:
1. The King of Rock ’n‘ Roll, Cars
and Girls, I RememberThat, Enc-
hanted, Nightingales.
2. Hey Manhattan, Knock on
Wood, The Golden Calf, Nancy
(Let your Hair Down for me), The
Venus of the Soup Kitchen.
Fyrstu þrjú lög A-hliðar, eru öll
samin á Steve McQueen tímanum,
og sverja sig í ættina, án þess þó að
til nokkurra endurtekninga komi.
Hin lögin eru öll í sama gæða-
flokki.
Haft var á orði við mig á heimili
mínu, þar sem platan var til stans-
lausrar spilunar, að B-hliðin væri
slakari. Ég er því ósammála, hún
er þyngri, en síður en svo slakari.
HEILDARNIÐURSTAÐA:
Enn eitt meistaraverkið frá meist-
ara McAloon. Hvert lagið öðru
betra, fátt sem klikkar. Auðvitað
er þetta ekki tímamótaverk í tónl-
istarsögu mannkyns, en platan ætti
að vera fastur fylgihlutur plötuspil-
ara á hverju heimili. Þetta er
gripur sem ég get ekki gert annað
en að mæla með af fullum krafti.
KAUPTU HANA! -SÓL
Sykurmolarnir/The Sugarcubes - Deus:
Hvað maður getur
verið alvitlaus!
Stjörnugjöf frá einni til fimm: ★★★
Ég hef aldrei verið ýkja hrifin af
Sykurmolunum. Mérfannst gaman
að Purrkinum, Lojpippus og Spoj-
pippus, en leiddist hins vegar Kukl-
ið og Sykurmolarnir, ef satt skal
segja frá. Ég var ekki á móti þeim,
en ég var heldur ekki með þeim.
Þeir voru bara ekki til staðar í huga
mínum.
Hvað maður er vitlaus! Molarnir
hafa nú sent frá sér 45 snúninga
„stóra“ plötu með þremur lögum.
Deus, Luftgitar og Organic
prankster.
Ég setti plötuna á fóninn, hik-
andi þó, hellti Diet Pepsi í glas og
fór að raða plötunum mínum í
stafrófsröð, en eftir síðasta partý
var allt komið í rugling. Molarnir
áttu síðan bara að óma í bakgrunn-
inum, því ég bjóst við því sama og
venjulega.
Hvað maður getur verið alvit-
laus! Deus er núna mitt uppáhalds-
lag og Molarnir á hraðri uppleið í
huga mínum, þegar komnir inn á
topp tíu, fyrir þetta lag.
Dcus er samið af Molunum í
heild og hef ég eftir Þór Eldon að
líklega verði lagið bannað í BBC
og sjónvarpinu. Það er í lagi mín
vegna, en ég vona heitt og innilega
að Molarnir græði á því, eins og
Frankie Goes To Hollywood gerðu
á sínum tíma.
Lagið er gott og textinn er snilld.
Þeir verða bara að gera það gott
með þessu lagi, þeir eiga það svo
innilega, ofsalega, hræðilega
skilið.
Klámlagið Luftgitar, eftir Mol-
ana og Johnny Triumph, er löngu
orðið vinsælt hér á landi og er
sungið á ylhýra móðurmálinu. Ég
.■rAN
vona að það falli vel í „úglending-
ana“. Lagið er hér í 12“ útgáfu og
lukkast bara vel.
Síðasta lagið á litlu, stóru plöt-
unni er síðan Organic Prankster,
og mér fellur það ekkert ofsalega
vel. Það sleppur samt alveg fyrir
horn.
HEILDARNIÐURSTAÐA:
Molarnir eru nú orðnir mínir
menn. Ég vona bara að þeir séu
ekki reiðir út í mig fyrir að hafa
verið hreinskilinn í umræðunni um
fortíð þeirra í mínum huga. Deus
er mitt lag og verður mitt lag.
Platan er og verður mín plata,
þ.e.a.s. þó að ég sé ekki dolfallinn
yfir hinum tveimur lögunum, þá
dýrka ég og dái Deus, hvort sem
hann er til eða ekki. -SÓL
London Symphony Orchestra - Classic Rock, Countdown:
CLASSIC ROCK
Ég á ekki til
eitt einasta...
Stjörnugjöf frá einni til fimm: 0
mm.
COUNT DOWH
Það er ekki margt öruggt í henni
veröld. En það er öruggt, og raun-
verulega vitað fyrirfram, hver út-
koman verður þegar lög á borð við
It‘s a sin með Pet Shop boys, The
Final Countdown með Europe,
Dont Give Up með Peter Gabriel,
You can call me AI með Paul
Simon og Abbey Road Medley,
byggð á verkum Lennon og
McCartneys, er gefin út á hljóm-
plötu í flutningi London Symphony
Orchestra. Útkoman er hreinn
skandall.
Hver getur verið tilgangurinn
með slíkri útgáfu? Að platan sé
spiluð í partýum? Nei! Að platan
sé spiluð á köldum vetrarnóttum
við arineld? Nei! Að platan sé
spiiuð af þeim unnendum klass-
ískrar tónlistar sem vilja kynnast
heimi popptónlistar? Nei!
Ég held að ástæðan fyrir útgáf-
unni sé ekki nein!
Þetta er hrein og bein misþyrm-
ing á annars ágætum lögum. Út-
setningamar eru fyrir neðan allar
hellur, lagavalið hefði varla getað
verið óheppilegra og umslagið kór-
ónar allt. (Hinn brynjuktæddi ridd-
aratöffari).
HEILDARNIÐURSTAÐA:
Ég á ekki til eitt einasta...
-SÓL