Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 27

Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 21. apríl 1988 Tíminn 27 SPEGILL llllllll: Tilvonandi þýskir geimfarar. Konurnar tvær eru: Renate Briimmer veðurfræðingur (önnur frá hægri, dökkhærð) og sú ljóshærða er doktor Heike Walpot Gullhetjan heima Ólympíugullhetjan Pirmin Zur- briggen er kominn heim í Alpa- bæinn sinn í Sviss, eftir mikla frægðarför til Calgary. Foreldrar hans og unnustan Monica Julen tóku á móti honuni, ásamt fjölda heimamanna. Ljóshærða fjallaljónið er nú aft- ur farið að vinna... við að renna sér á skíðum. Hann fer upp á hverjum morgni milli sex og sjö, eftir að hafa fengið sér nokkrar stórar smurbrauðssneiðar og musl. Svo rennir hann sér niður. Pað er flestum mönnum ráðgáta, að maður í blóma lífsins skuli ekki bila á geðsmunum af að renna sér á skíðum daginn út og inn og gera helst aldrei neitt annað. Sjálfur gefur Zurbriggen ofur einfalda skýringu: - Mér finnst gaman á skíðum. ÖIl skapskipti frá útrás í bröttum brekkum, þar sem stundum er beinlínis horfst í augu við dauðann. Á myndum og viðtölum, sem tekin eru í skíðabrekkunum, virðist Pirmin ósköp Ijúfur náungi. En hann er þögull sem gröf og þver sem múrveggur, þegar hann er spurður um peningamál sín. Þeir sem nenna að reikna út og fylgjast með, vita þó að hann hefur að minnsta kosti 70 milljónir í tekjur árlega. Um framtíðina segir hann það sama og Ingemar Stenmark á sín- um tíma: - Ég verð á skíðum svo lengi, sem mér finnst það gaman. Pirmin Zurbriggen og nýbökuð unnusta hans, IVIonica Julen. - Það trúir því víst enginn, fyrr en ég er kvæntur, en það er alveg satt, ég ætla að kvænast í sumar, segir Warren Beatty og hefur líklega aldrei tekist betur við að ganga fram af vinum sínum og kunningjum. Warren hefur löngum verið talinn einn allra mesti kvenna- bósi í heimi og setti sér einu sinni forðum daga það takmark að sænga hjá öllum fegurstu og frægustu konum heims. Að því kunnugir segja, hefur honum gengið aldeilis prýðilega við það og listinn mun vera orðinn geysi- langur. En nú er Warren sem sagt orðinn leiður á þessu og ekki er laust við að hann sé líka smeykur við eyðni, á þessum síðustu og verstu tímum. Nú hefur hann sem sé tilkynnt, að hann muni ganga inn kirkjugólfið í sumar og bindast hinni fögru, þrítugu leik- konu Joyce Hyser, fyrrum vinkonu Bruce Springsteen. Þessa ákvörðun segist Warren eiga Dustin Hoffman, vini sínum að þakka. Það kom öllum á óvart, að Joyce flutti inn til Warrens í desember, en fólk nánast missti andlitið af undrun, þegar hann lýsti yfir, að þau ætluðu að gifta sig í júní. - Ég elska hana og við giftum okkur í sumar, sagði Warren nánum vini. - Hún er mér félagi, vinur og ástmær, ekki bara fliss og tilgerð. Mér líður eins og nýjum manni, er ánægður með Joyce, sjálfan mig og tiiveruna. Þau Joyce kynntust í fyrrasumar, en vinir hans segja, að hann hafi ekki farið að hugsa alvarlega um að Tvær þýskar konur æfa fyrir geimför í Þýskalandi eru fimm í þjálfun fyrir geimskot, - í þeim hópi eru tvær konur, önnur er veöurfræðingur en hin læknir. Það er ströng þjálfun sem tilvon- andi geimfarar ganga í gegnum í Þýskalandi um þessar mundir, en þar eru 5 manns í geimþjálfun. Líklega verða tveir af þeim í D-2 European Spacelab-ferðinni sem fyrirhuguð er haustið 1991.En þó að aðeins tveir af þýsku geimförun- um fari í þá ferð, þá getur verið að aðrir fari í ferðir með Nasa-geim- förum. Af fimm þýsku geimförunum eru tvær konur, það er Renate Brúmmer veðurfræðingur og Heike Walpot læknir. Karl- mennirnir eru þeir: eðlisfræð- ingarnir Hans Schlegel, Gerhard Thiele og Ulrich Walter. Þau fimm voru valin úr 1800 umsækjendum, eftir margs konar próf og skoðanir á líkamlegu og andlegu ástandi þeirra. Auk vís- inda- og rannsóknastarfa sem geimfararnir verða að fá þjálfun í er ætlunin að þau fái sömuleiðis kennslu í flugi og fjarskiptum. Þau yröu áhrifamestu forsctahjwn í sögu Bandaríkjanna. Stórkostleg forsetahjón E/lizabeth Taylor sem forsetafrú Bandaríkjanna og Ted Kennedy sem forseti. Þetta er draumur, sem margir Bandaríkjamenn vilja fyrir hvern mun sjá rætast. Allt getur gerst og það er góð byrjun, að Liz og Ted eru einkar góðir vinir og eiga sér baráttumál, sem þau vilja leggja mikið á sig til að nái vel fram að ganga. Þau kynntust í tengslum við baráttu Liz fyrir hagsmun- um eyðnisjúklinga. - Þú er eini maðurinn í öllum Bandaríkjunum, sem getur stöðvað útbreiðslu sjúkdómsins og ef þú býður þig fram til forsetakjörs, skal ég gera allt sem í mínu valdi stendur, á Liz að hafa sagt við Ted. Sömu heimildir segja að Ted hafi fljótt verið með á nótunum og nú bíði hann þess eins að demókratar snúi sér til hans, sem síðustu vonar til að ná völdum í Hvíta húsinu. Liz og Ted yrðu til samans ósigrandi, segja ákafamenn. Vinir Liz hafa látið hafa eftir sér í bandarískum tímaritum, að nú sé hún búin að reyna svo margt í skemmtanaútveg- inum, að ekkert hcilli lengur. Hún vilji nota líf sitt til einhvers allt annars eðlis og hvaða takmark gæti verið æðra en feta í fótspor Nancy Reagan? { þeim sporum ætti hún að geta gert heilmikið fyrir eyðnisjúklinga. Warren Beatty stefndi eitt sinn að því að sænga hjá öllum fegurstu og frægustu konum heims. Ef til vill er hann búinn að því, því nú ætlar hann að gifta sig. eignast fjölskyldu, fyrr en hann fór að vinna með Dustin Hoffman að myndinni „Ishtar". - Ég hef kynnst Dusty náið á tveimur árum, segir Warren. - Það er ekki nokkur vafi á, að hann er yfir sig hamingjusamur í hjónabandinu og með börnin. - Ég gerði mér ljóst, að ég hafði mikils misst. Annar vinur hefur eftir Warren: - Dustin var með konuna og börnin við upptökurnar í Marokkó og Dust- in sagði hreykinn, að hann tæki þau með sér, hvert sem hann færi. - Þau eru hamingja mín. sagði hann við mig. - Til hvers í ósköpunum ertu að leika þér um allar jarðir? Þú ert Joyce Hyser. Vonandi gerir hún sig ánægða með fimmtugan og útlifaðan eiginmann. ekkert barn. Sjáðu mig - mesta hamingja, sem ég hef notið, er að kvænast og eignast börn. Ætlarðu að halda svona áfram fram að níræðu? Ekkert nema loftið og láta stelpurn- ar hlæja að þér? - Warren varð ástfanginn af börn- um Dustins, heldur vinurinn áfram. - Hann sagðist aldrei hafa séð jafn hamingjusaman mann og Dusty með börnunum sínum. Einmitt, þcgar hann var farinn að hugsa svona, varð Joyce á vegi hans. Þá sagði hann sem svo: - Joyce er upphaf nýs lífs fyrir mig. Hún er falleg og greind og uppfyllir allar kröfur, sem ég geri til þeirrar konu, sem á að verða móðir barnanna minna. Það er eins gott að þið trúið því strax, að ég ætla að kvænast henni í sumar. Warren Beatty kvænist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.