Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. apríl 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR ■ lillllllll lllllllllllllllllll llllllllllllllllllllll Halldór Kristjánsson: Orð af orði Ég sé að Tíminn flytur fréttir af bulli Jóns Oddssonar hrl. um það að kaupfélög sem tilheyra SÍS geti heimtað til sín hlut úr öllum eigum Sambandsins. Jón Oddsson ætti að sjá að væri þetta rétt þá gæti það þó ekki verið nema skammvinn hjálp fyrir einstök kaupfélög, - og naumast nokkur hjálp. Þá er þetta allt persónuleg eign okkar félagsmanna en kaupfélagið sjálft á ekki neitt fremur en Sambandið. Mér finnst að frá blautu barns- beini hafi ég heyrt talað um „óskiptanlegar eignir" samvinnu- félaga. Það er sú félagseign sem einstakir félagsmenn geta ekki gert tilkall til og ekki verður skipt. Mér virðist að sagnfræðingur nokkur nánast taki undir við Jón Oddsson í Morgunblaðinu. Ég hef hingað til borið virðingu fyrir sagn- fræði og sagnfræðingum og því er það áfall að heyra þau orð lögð við svona bull. Hitt er ekki nýtt að lagamenn leggi á vafasamar brautir í málflutningi. Ég hef lengi vitað að verslun er misjafnlega arðvænleg eftir því m.a. hvar er verslað og með hvað er verslað, og enn mætti nefna við hverja er verslað. Hér mun ég ekki frekar ræða erfiðleika einstakra kaupfélaga, sem er þó mjög alvar- legt umhugsunarefni. Ég sé ekki betur en viðfangsefni kaupfélag- anna séu enn í dag hin sömu og þegar þau hófu störf sín fyrst: Vöruútvegun og að koma fram- leiðslu félagsmanna í verð. Til þess þurfti að vanda vöruna og síðan að selja hana. Til eru menn sem kunnadálítið í deilingu en eiga erfitt með að skilja félagsmál. Hvert kaupfélag er sérstök eining innan Sam- bandsins. Þar er ætl- unin að engin deild sé útilokuð frá áhrifum. Húnskaleigasinnfull- trúa með málfrelsi og atkvæðisrétti. Þetta var sjálfsbjargarviðleitni, - ekki góðgerðastarfsemi. Vera má að þess að varast skuldasöfnun hafi ekki verið gætt í seinni tíð jafnvel og innan pönt- unardeilda fyrstu kaupfélaganna eða af hálfu Sambandsins undir stjórn Hallgríms Kristinssonar eftir verðfallið mikla 1920. Einhver var að mæðast yfir því að ekki væri jöfn tala félagsmanna bak við hvern fulltrúa á aðalfund- um SÍS. Það fanns honum ekkert lýðræði vera. Þarna kæmi fulltrúi með atkvæðisrétti frá fámennasta félagi. Til eru menn sem kunna dálítið í deilingu en eiga erfitt með að skilja félagsmál. Hvert kaupfélag er sérstök eining innan Sambands- ins. Þar er ætlunin að engin deild sé útilokuð frá áhrifum. Hún skal eiga sinn fulltrúa með málfrelsi og atkvæðisrétti. Þetta sjónarmið, að virða rétt sjálfstæðra eininga þó smáar séu, liggur til grundvallar því að ísland hefur atkvæði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Lýðræðis- hetjum eins og hér er um að ræða finnst það að sjálfsögðu óhæfa og ljótur blettur á félagsskap þjóð- anna. Við teljum annað, meðan við höfum tilfinningu fyrir því að við erum sjálfstæð eining í samfé- lagi þjóðanna. Sú tilfinning verður aldrei fundin með deilingu. Þar reynir á skilninginn. H.Kr. Boris Pasternak: Sívagó læknir, 2. prentun, Skúll Bjarkan íslenskaði, Almenna bókafélagið, 1988. Það má svo sem meir en vera að nú orðið sé eilítið farið að fyrnast yfir nafnið Boris Pasternak í hugum ýmissa, einkum af yngri kynslóðinni. En þessi rússneski rithöfundur varð nafnkunnur fyrir einum þrjátíu árum fyrir skáldsöguna sem hér var verið að gefa út að nýju. Fyrri útgáfu hennar á íslensku gaf Almenna bókafélagið út árið 1959. Bókin um Sívagó lækni fékkst á sínum tíma ekki gefin út í Ráðstjórn- arríkjunum, en handritið barst þó úr landi og frumútgáfa bókarinnar mun hafa verið ítölsk þýðing sem kom út 1957. Bókin vakti gífurlega athygli og var næstu árin þýdd á flestar heimstungurnar. Líka var hún seinna kvikmynduð með miklum glæsibrag eins og margir munu enn minnast. Þá hlaut Pasternak Nóbels- verðlaunin árið 1958 fyrir verkið, en varð að afsala sér þeim vegna þrýst- ings heima fyrir. Hann lést svo 1960, sjötugur að aldri. Það fer vitaskuld ekki á milli mála að frægð sína á Vesturlöndum átti Pasternak að hluta til því að þakka hve starfsbræður hans og yfirvöld í Sovétríkjunum tóku harkalega af- stöðu gegn honum og þessari bók hans heima fyrir. Kalda stríðið var þá enn í fullum gangi, og ofsóttur rithöfundur þar eystra var vissulega áhugaverður í augum andstæðinga sovétskipulagsins vestan járntjalds. En pólítískar ástæður hefðu þó naumast dugað hér einar sér ef bókin hefði verið léleg. Hvað sem líður skoðunum manna á rússneskri pólitík fyrr og síðar þá leynist það engum sem les, að bókin um Sívagó lækni er mikið listaverk, þótt raunar sé hún ekki gallalaus fremur en önnur mannanna verk. Út á hana má meðal annars setja fyrir lang- dregnar og orðmargar lýsingar, og líka fyrir tilfinningasemi sem hvort tveggja dregur á köflum óneitanlega nokkuð úr hnitmiðun frásagnarinn- ar. Að formi til má samt segja að í heild gefi bókin töluvert víðtæka lýsingu á þjóðfélagsþróun í Sovétr- íkjunum á fyrstu áratugum aldarinn- ar, nánar til tekið fyrir, um og eftir byltingu og fyrri heimsstyrjöld. En þessi lýsing er þó fyrst og fremst gefin í gegnum mynd sögunnar af Júrí Sívagó lækni, og frásögn hennar af því sem hann mætir á hrakningum sínum í öllu byltingarumrótinu í Rússlandi á þessum árum. En aðaleinkenni sögunnar er þó hvað áhersla hennar er í rauninni Iítið á pólitískum eða öðrum félags- legum efnum. Hún er fyrst og fremst saga um einstakan mann og fjallar um líf hans, hugsanir, tilfinningarog ástir. Viðfangsefni hennar er miklu fremur þessi tiltekni einstaklingur heldur en samfélagið og þróun þess, og má sem best vera að í því sé að finna skýringuna á því hve illa hún féll í kramið á sínum tíma þar eystra. Vestantjalds hafi menn þá hins vegar verið opnari fyrir slíkum yrkisefnum, sem þá skýri aftur mis- muninn á vinsældum hennar á sínum tíma sitt hvoru megin járntjaldsins. Og er þetta sett fram með fullum fyrirvara um að sá er hér ritar er síður en svo sérfróður um pólitískar menningarhræringar í Sovétríkjun- um á tímum kalda stríðsins. En með tilliti til átakanna í kring- um þessa bók á sínum tíma er því ef til vill ástæða til þess, í tilefni af þessari endurútgáfu, að hvetja les- endur dagsins í dag til nokkurrar pólitískrar varkárni við lestur hennar. Þess er að gæta að fyrir einum þrjátíu árum vakti þessi bók töluverðan stjórnmálalegan úlfaþyt víða um heim. Þá keyptu andstæði- ngar Sovétmanna hana unnvörpum og lásu sem sönnunargagn fyrir vonsku kommúnistanna þar eystra, og gott ef ekki á sama hátt fyrir ágæti lýðræðisskipulagsins fyrir vestan. í dag ætti hins vegar að vera farið að fyrnast dálítið yfir þessar gömlu deilur. Þess vegna ætti núna að vera orðið óhætt að taka sér þessa gömlu bók í hönd til lestrar í þeim tilgangi einum áð kynnast þar vonum og vonbrigðum rússneska læknisins sem hún segir frá. Með öðrum orðum að lesa hana sem hverja aðra skáldsögu, án pólitískra gleraugna. Og í leiðinni að upplifa það hvernig stórsnjall höfundur tekur á þeim flókna og margþætta efniviði sem alltaf hlýtur að felast í mannlegu sálarlífi. Af þeim sökum er þessi endurútgáfa Almenna bókafélagsins á bókinni um Sívagó lækni tímabær. -esig Ovanaleg barnabók Angela Sommer-Bodenburg: Litla vampíran, myndir eftir Amelie Glienke, Ingibjörg Pétursdóttir íslenskaði, Bókaútgáfan Nálin, Rvk. 1987. Vampírur eru ekki þekkt fyrirbæri úr hérlendri þjóðtrú, en eftir því sem lesa má í þessari bók þá er þar um að ræða afturgöngur látinna manna sem leggjast á lifandi fólk og sjúga úr því blóð. Sli'kar persónur mætti kannski að óreyndu ætla að væru ekki beinlínis þeirrar ættar sem best hentar í lestrarefni handa börnum. En sannast sagna er þó að hér er haldið þannig á þessu efni að engu barni ætti að þurfa að valda hugarangist eða standa því fyrir svefni. Þessar persónur koma hér fram með þeim hætti að þær verða þvert á móti vinalegar, þrátt fyrir þann óhugnað sem ekki getur farið hjá að fylgi þeim eðli málsins samkvæmt. Þetta er barnabók eftir vestur- þýskan höfund, og í henni segir af ungum dreng sem elst upp einn með foreldrum sínum. Hann er talsvert einn á báti og virðist í fljótu bragði ekki eiga mikið sálufélag við föður sinn eða móður. Svo að löng saga sé gerð stutt þá kynnist hann systkinum af ætt og tegund vampíranna. Þau eru bæði tvö vægast sagt heldur ófrýnileg og blessunarlega laus við að vera aðlaðandi við fyrstu kynni. En bæði sækja þau mikið í félags- skap drengsins og leggja það meðal annars á sig til þess að ná vináttu hans að bæla niður alla löngun sína í mannsblóð, sem annars er helsta næring þeirra. Úr þessu verður hið mesta ævin- týri, þar sem víða er komið við og ýmsir atburðir gerast. En í stuttu máli sagt þá tekst höfundi hér býsna vel að bæla niður allan óhugnaðinn sem fylgir þessum verum óhjá- kvæmilega og þvert á móti að gera þær bara töluvert vinalegar í bók sinni. Einna helst er þó aðheimsókn- ir drengsins til þessara félaga sinna niður í gamla grafhvelfingu í kirkju- garðinum séu þess eðlis að þær gætu vakið ugg hjá ungum börnum. Og myndirnar í bókinni eru vissulega líka bæði raunsæjar og töluvert óhugnanlegar, þannig að ekki er óhugsandi að þær gætu haft svipuð áhrif. En þessi bók er þannig talsvert frábrugðin því sem hér á landi hefur hvað mest tíðkast að bera á borð fyrir börn. Og vissulega er hætt við að ýmsum muni þykja hér vera á ferðinni efni sem gæti orkað tvímælis hvort henti þeim. Hugsa mætti sér þó að í öðrum löndum, þar sem trú á vampírur er raunverulega út- breidd, geti bók sem þessi orðið til þess að draga úr slíkri trú og róa börnin. Þar má gera því skóna að bók af þessu tagi, sem dregur upp vinalega og jákvæða mynd af óhugn- anlegum verum sem þessum úr fornri þjóðtrú, geti orðið til þess að draga úr hræðslu barna við þessar annars heims verur og þar með þjónað ákveðnum tilgangi. En þar sem vampírutrú er ekki slíkt vandamál hér á landi þá getur ekki talist að þess háttar þörf sé hér fyrir hendi. En á móti kemur að ekki verður annað sagt en að þessi bók sé góð tilbreyting á barnabókamark- aðnum hér hjá okkur. Hún er hvað sem öðru líður talsvert ólík öllu sem við eigum þar helst að venjast og nýjung sem slík. Og jafnframt má þá leiða að því hugann hvort bók sem þessi geti ekki líka orðið fyrirmynd fyrir þá höfunda sem hér á landi fást við að skrifa bækur fyrir börn. Á sama hátt og Þjóðverjar eigum við ríkan arf af þjóðsögum og töluvert umfangs- mikla trú á yfirnáttúrlegar verur. Það skyldi þó ekki vera að við ættum eftir að sjá hér nýjar barnabækur frá hendi íslenskra höfunda unt stráka og stelpur úr álfabyggðum eða úr hópi afturgangna? Þarværi vissulega söguefni sem á sinn hátt gæti verið sambærilegt við það sem hér er á boðstólum. Þýðing Ingibjargar Pétursdóttur á bókinni er lipur og hnökralaus. Frá- gangur er líka með ágætum, að því frátöldu að á baksíðu bókarinnar er meinleg stafsetningarvilla, sagt er að „nýji“ kirkjugarðsvörðurinn trúi á vampírur. En þessi villa er þó ein á báti, því að um fleiri slíkar hnaut ég ekki í bókinni. -esie

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.