Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. apríl 1988 Tíminn 3 RLR rannsakaöi í gær vettvang tveggja dauösfalla á Vopnafirði: Ein byssa - tveir menn Tveir menn fundust látnir af skotsárum á Vopnafiröi á þriðju- dag. íbúar Vopnafjarðar voru óhug slegnir, en fréttin barst sem eidur í sinu um bæinn. Annar hinna látnu. Tryggvi Við- ar Gunnþórsson. 45 ára gamall smiður, fannst á vinnustað sínum um hádegisbil og bendir allt til að hann hafi svipt sig lífi. Haglabyssa iá við hlið hans. Hinn, Gunnar Ingólfsson, 33 ára gamall bóndi, fannst síðdegis í stássstofu á heimili sínu, - bæ, sem er 16 kílómetra leið frá Vopnafirði. Hann hafði verið skotinn í brjóstið með hagla- byssu. Skothylkið hefur ekki fundist, en Rannsóknarlögregla ríkisins telur sig hafa vísbendingu um, að sama skotvopn hafi verið notað í bæði skiptin. Ásetningarmaður, sem ráðinn er til að líta eftir heyforða í sveit- um, fann líkið og tilkynnti þegar lögreglu. Sigurður Helgason, sýslumaður í Norður-Múlasýslu, óskaöi þá eftir aðstoð RLR við rannsókn málsins. Rannsóknarlögreglumenn flugu austur á Vopnafjörð þegar á þriðjudagskvöldið og sendu lík mannanna tveggja um hæl til Reykjavíkur til krufningar. Þeir hafa lokið frumrannsókn og gáfu Þóri Oddssyni, vararannsóknar- lögreglustjóra, skýrslu seint í gærkvöld. „Rannsóknarlögreglumennirnir eru komnir í bæinn og hafa með- ferðis ýmisleg sýnileg sönnunar- gögn, sem á eftir að skoða betur," sagði Þórir. „Hugsanlega orsök þess. sem þarna átti sér stað, get ég ekki látið uppi. Því er vart að treysta, þegar enginn er til frásagn- ar, en uppi er ákveðin tilgáta um undirrót þessa atburðar." Sýnileggögneru t.d. framburður vitna, sönnunargögn af vcttvangi og annað, sem Ijósi getur varpað á atburðinn. Enginn sjónarvottur að því, hvort Tryggvi Viðar hafi átt leið til eða frá heimili Gunnars Ingólfssonar á þriöjudag um það leyti sem atburðirnir áttu sér stað, hefur gefið sig fram við lögreglu. Mikill snjór er á þessum slóðum og fáar leiðir, sem liggja frá Vopna- firði að býlinu. RLR mcð aðstoð lögreglu og sýslumanns á staðnum hafa leitað uppi þá, sem áttu leiö um þessar sióöir og hefðu mögu- lega orðið varir mannaferða á þess- um tíma. Talið er, að frumrann- sókn lokinni, að enginn hafi séð til mannanna tveggja. Vitað er, að mennirnir tveir hafi þekkst, því að Tryggvi Viðar Gunnþórsson hafði unnið að endurbótum á bæ Gunnars Ingólfs- sonar árið 1985. Rannsókn er ólokið og ekki er vitaö hvort nauðsynlegt sé, að senda rannsóknarlögreglumenn öðru sinni til Vopnafjarðar. Rann- sókn hefurekki leitt í ljos, að þriðji aðili tengist verknuðunum. Báðir hinir látnu voru einhleypir. þj Sverri Stormsker finnst hin Eurovisionlögin hræðileg: Hvert laganna blind- fyllir mann bjartsýni Seint í gær var loks tekin ákvörðun um hvers lags fötum íslensku Eur- ovisionkeppendurnir munu íklæðast í keppninni sjálfri. „Við fórum milliveginn á fyrirsögn Tímans. Þetta verða nvorki smók- ingar eða sundskýlur, heldur „alveg ljómandi fín og snyrtileg" jakkaföt, eins og húsmæðurnar segja, dökkgrá og glansandi svo við sjáumst á svið- inu,“ sagði Sverrir Stormsker í sam- tali við Tímann í gær. Fjórmenning- arnir í bakgrunninum verða síðan í svipaðri lt'nu. Þá hafa átt sér stað mannabreyt- ingar meðal íslenska Eurovision liðsins, en Eyjólfur Kristjánsson, sem átti að syngja bakdraddir og þykjast spila á hljómborð, mætir ekki til keppni, en í hans stað mætir hljómborðsleikari Greifanna, Kristján Viðar Haraldsson. Eyjólfur fékk ekki frí frá störfum, þannig að ná þurfti í varamann. „Það verður því meiningin að Viddi „mæmi“ bassa á hljómborð, meðan Edda Borg er með þúsund trompeta og fiðlur á sínu. Maður hafði ekki nema 5-10 mínútur til að þefa uppi einn góðan „mæmara", sem hafði t.d. lært það í bréfaskóla eða eitthvað. Hann þykir sæmilega lunkinn hljómborðsleikari og er orð- inn söngvari Greifanna eftir að Felix „Telex" Bergsson hætti," sagði Sverrir og bætti við að ekki hefði mátt fá vanari söngvara, því að bakraddirnar eru aðeins í uppklöpp- unarkaflanum og sá kafli ætti að vera rónalegur eða alþýðlegur. „Þetta hefði því orðið of atvinnu- legt ef Þuríður Pálsdóttir eða Garðar Cortes hefðu verið með,“ sagði Sverrir. Lagið hefur verið lækkað um hálftón, þar sem Stefán Hilmarsson vill meina að hann verði öruggari á sviðinu við það. Sverrir vill hins vegar meina að það sé misskilningur í Stefáni, þar sem hann nái hærra en venjulegt píanó. „Er þetta ekki öfugsnúin ósk- hyggja hjá fólkinu að vera alltaf að spá í hvort ég ætla að „skandilesara" þarna úti? Ef það verður einhver skandall, þá verður það bara hrein uppákoma og verður ekki ákveðið fyrirfram. Ég hef aldrei ákveðið fyrirfram að vera Ieiðinlegur eða koma fólki í „panik“. Það getur svo sem vel verið að ég leggi hneturnar í bleyti og upphugsi einhver góð brögð til að láta þessar siðprúðu blævængjafrúr fá hjartaslag, en það er ekki ákveðið. Ég ákveð það kannski í flugvélinni á leiðinni út,“ sagði Sverrir. Aðspuröur um hvernig honum lítist á hin lögin, svaraði Sverrir: „Hvert laganna blindfyllir mann óneitanlega bjartsýni. Þetta eru hræðileg lög og mikil pína að sitja undir þessu. Það allraversta er svo eftir, að hitta alla þessa hörmulegu Stormskerið blindfullt bjartsýni. flytjendur. Maður getur þó slökkt á sjónvarpinu. Ég vildi bara óska að ég hcfði fjarstýringu á þetta lið, ef það er jafn drepleiðinlegt og það kemur manni fyrir sjónir.“ -SÓL Eitthvað kvikt? Tímamynd: Eggert Norðmenn og íslend- ingar veiddu í Mývatni Landskeppni í dorgveiði Landskeppni í dorgveiði milli Norðmanna og íslendinga fór fram á Mývatni á sunnudaginn var, á vegum Ferðamálafélags Mývatns- sveitar. Þetta er þriðja árið í röð sem ferðamálafélagið stendur fyrir slíkri keppni og hefur íslenska sveitin borið sigurorð af Norðmönnum í öll skiptin. Veiðin var frekar dræm að þessu sinni, en sá sem fékk verðlaun fyrir fallegustu fiskana var Helgi Vatnar Helgason á Grímsstöðum. Landskeppnin er hluti af stærri dorgveiðikeppni sem ferðamálafé- lagið stendur fyrir. Ætlunin hafði verið að halda dorgveiðikeppni fyrir almenning á laugardeginum, en sök- um veðurs varð að fresta henni til laugardagsins 23. apríl mæstkom- andi. Keppt er í kvenna- og karla- flokkum og barnaflokki og verðlaun veitt í hverjum flokki fyrir fjölda fiska og þá fallegustu. Áhuginn fyrir keppninni hefur verið stigvaxandi undanfarin ár og ætla aðstandendur keppninnar að allt að 80 þátttakendur vísvegar af landinu komi til Mývatns, til að taka þátt í dorgveiðikeppninni. -ABÓ Rannsóknarverkefni á vítamínbúskap: Vantarfólksem ekki tekur lýsi Lýsi hf. auglýsir nú eftir sjálf- boðaliðum á aldrinum 45-65 ára, sem áhuga hefur á að taka þátt í tilraun á vegum bandarísks há- skóla, Lýsis og íslenskra vísindam- anna. Tilraunin er liður í rannsóknar- verkefni á vítamínbúskap fullorð- ins fólks sem hefur tekið inn lýsi daglega um árabil. Leitað var eftir fólki sem tekið hefur inn lýsi í 5-10 ár, a.m.k. eina matskeið á dag, og svo fólki sem ekki hefur tekið inn neitt lýsi í viðmiðunarhóp. Viðbrögðin voru vægast sagt góð, en að sögn Ingibjargar Hall- dórsdóttur hjá Lýsi hf. var ætlunin að hafa um 30 manns í hvorum hópnum. Yfir 50 manns hafa skráð sig í þann hóp sem hefur tekið lýsi, en ekki nema 6 í þann hóp sem ekki hefur tekið það. Því lýsir Lýsi eftir lýsislausu fólki. í rannsókninni verður kannað samspil lýsistöku og vítamínbú- skapar og eru rannsóknirnar gerð- ar í samvinnu við Hjartavernd og háskólann í Wisconsin. Eins og kunnugt er er hollusta lýsis talin mikil og hafa rannsóknir leitt í ljós að lýsi vinnur gegn kransæða- og hjartasjúkdómum, auk annarra kvilla, eins og liðagigt. Niðurstöður úr rannsókninni verða birtar í erlendu vísindatíma- riti, en Tíminn mun að sjálfsögðu fylgja þessu máli eftir. Ef þú ert á aldrinum 45-65 ára og hefur áhuga á að taka þátt í tilrauninni, hafðu þá samband við Lýsi í síma 28777. Það eina sem þú þarft að gera er að hafa ekki tekið lýsi, og fara í blóðprufu. Niðurstöðu úr rannsókninni er að vænta í sumar eða haust. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.