Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 21. apríl 1988 Ttmiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Horfur um sumarmál Pað er gamall og þjóðlegur siður á íslandi að fagna sumardeginum fyrsta. Að því er best er vitað er ekki að finna sams konar venju í öðrum löndum, enda ekki um það að ræða að aðrar þjóðir hafi gert sér tímatal með sama hætti og íslendingar, þar sem árinu er skipt svo greinilega til helminga milli vetrar og sumars. Þótt hið sama eigi við nú sem jafnan áður að íslendingar kveðja vetur og fagna sumri með óskum um farsæld hverjum manni til handa, þá stafar hátíðaskapið ekki af því að hvergi beri skugga á í þjóðlífinu eða að framtíðin sé öll ljósi vafin. Sumarið er látið hefjast með því að fjölmennar stéttir starfandi manna leggja niður vinnu í einu fjölmennasta verkfalli, sem hér hefur verið um langt skeið. Þetta verkfall verslunar- og skrifstofu- fólks lamar þjóðlífið og raskar venjulegum lífshátt- um fólksins í landinu. Svo víðtækt verkfall leiðir auðvitað til þess að atvinnulíf til lands og sjávar ber ékki sitt bárr, enda þótt svo heiti í sumra munni að það fólk, sem nú er í verkfalli, taki ekki þátt í „framleiðslustörfum“ eins og sagt er. Aldrei finna menn það bétur en þegar slík ósköp gerasf eins og víðtæk verkföll, hversu þjóðlífið allt og atvinnustarfsemi þess er mörgu háð, og þó fyrst og fremst það að þjóðfélag nútímans er marggreint starfsstéttaþjóðfélag þar sem ómögulegt er að setja óhagganleg mörk á milli mikilvægustu starfanna og þeirra sem eiga að vera minna verð. Verslunar- og skrifstofufólk vinnur jafn þjóðnýt störf og aðrir vinnandi menn í landinu. Vinnuframlag þess er einn hlekkurinn í framleiðslukeðjunni. E*ó verður að harma það að verslunar- og skrifstofufólk skyldi sjá sig knúið til þess að hafna þeim samningum, sem forystumenn þeirra og trúnaðarmenn höfðu gert við vinnuveitendur. Ekki er auðvelt að sjá að þessir samningar hafi verið gerðir á öðrum nótum en kjarasamningar launþega í öðrum starfsstéttum. Auk þess fer ekki milli mála að ákvörðunin um að hafna samningun- um er víða í rauninni alger minnihlutaákvörðun eins og í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, þar sem samningarnir voru felldir með lágmarksþátt- töku í allsherjaratkvæðagreiðslu af miklum minnihluta skráðra félagsmanna. Erfiðleikar steðja að atvinnulífi landsmanna. Það er ljóst að grundvöllurinn undir rekstri útflutningsframleiðslunnar er ótraustur. Flugrekst- ur þjóðarinnar á við mikla erfiðleika að stríða, og þar stefnir í verulegan samdrátt. Þrátt fyrir mikil umsvif í verslun og viðskiptum og glæst yfirborð þeirrar starfsemi á sumum sviðum, þá er hitt nær sanni að mikið af verslunarrekstri í landinu berst í bökkum. Um leið og blaðið sendir landsmönnum innilega sumarkveðju minnir það á, að þjóðin á mörg vandamál óleyst. Þau verða ekki til lykta leidd nema með víðtækri samstöðu þjóðarinnar. GARRI II Landsbyggðarverslun í sambandi við umræðuna nú sjálft að vörurnar í þessum pokum metra tii þess að kaupa sér nauð- undanfarið um vanda dreifbýlisins eru ekki keyptar í búðinni heima. synlegar neysluvörur. hafa einnig vaknað ýmsar spurn- Vitaskuld verður fullt frelsi í En að því gæti þó komið ef svo ingar um landsbyggðarverslunina. verslun að ríkja hér áfram og fer fram sem horfir. Það vekur Það liggur í augum uppi að með engum dettur í hug að tala um athygli að kaupmenn þessa lands stórbættu vegakerfi og auknum skerðingu á því. En hitt er annað telja greinilegt að höfuðborgar- hrcyfanlcika fólks hafa verslunar- mál að þessar breyttu aðstæður eru svæðið sé sá landshluti þar sem hættir hér innanlands tekið gífur- farnar að skapa verslunum viða úti ekki fari á milli mála að gróðavonin legum breytingum á allra síðustu um landsbyggðina verulega erfið- sé mest. Þess vegna setja þeir sig árum. leika. Þær þurfa hvað sem öðru niður þar og halda þaðan uppi Það er löngu liðin sú tíð þegar Mður að borga margvíslegan kostn- grimmdarlegri samkeppni við alla bændur fóru í kaupstaðarferð einu að sem búðirnar í Reykjavík sleppa aðra. Hinar búðirnar, sem þrauka sinni á ári og keyptu þá inn allar við. Svo lítið dæmi sé tekið þá úti á landi, eru oftar en ekki nauðsynjar heimilisins fyrir næstu verður símakostnaður búðar úti á vanbúnar til að takast á við þessa tólf mánuði. Það er ekki aðeins að landi, sem þarf að panta allt sitt að samkeppni. Það fylgir verslun í nú skjótist fólk akandi á einum eða sunnan, alltaf töluvert hærri en hjá dreifbýlinu að velta er þar hægari tveimur klukkutímum þá vega- sams konar búð í Reykjavík. en syðra, birgðaþörfín meiri og lengd sem áður tók einn til tvo Ogútyfirtekursvo, h'ktogfrægt dýrari, og í stuttu máli sagt allur daga með klyfjahesta. Við það dæmi var um í sjónvarpinu á tilkostnaður hærri. Þær eiga því hefur bæst að nú er fólk farið að dögunum, þegar atvinnufyrirtæki ekki hægt um vik að svara öllum skreppa landshiutanna á milli á á stöðum úti á landi eru beinlínis gylliboðunum að sunnan í sömu dagspörtum. Og við þetta hafa allir farín að taka á leigu rútur undir mynt. verslunarhættir snarsnúist við. starfsfólk sitt til að fara í verslunar- Þetta endar vitaskuld ekki nema . Þetta hefur haft það í för með ferðir suður. Ekki er nema von að á þann eina veg að verslun á sér að núna má segja að allt landið í slíkum tilvikum langi verslunar- iandsbyggðinni leggst meira eða sé orðið að einu verslunarsvæði. menn heima fyrir til að bölva minna niður og færíst í staðinn Það þýðir með öðrum orðum að hressilega. Með slíku athæfí er suður. Og við slíku verður að verslanir hvar sem er á dreifbýlinu beinlínis verið að taka atvinnuna sporna. Samkcppni er nauðsynleg eru komnar í harða samkeppni við frá þeim. og neytendum í hag. En þaðgengur Kringluna og stórmarkaðina í ekki að hún fari út í þær öfgar að Reykjavík. sjálfum grundvellinum sé kippt undan alirí smásöluverslun utan Reykjavíkur. Þar verður að gæta hófs. Þjóðin þarf á marksæknum og vel skipulögðum verslanarekstri að halda, en hann verður að byggj- ast upp jafnt um landið allt. Versl- un og þjónusta eru þýðingarmikiil þáttur í atvinnulifi landsins, og að þeim þættl þarf að hlúa. Þess vegna verður að sjá til þess að versluninni allri séu búin þau skil- yrði að hún geti vaxið og dafnað eðlilega. Og það þarf að gera í landinu öllu. Garri pokum heim aftur. Og það segir sig þurfi að aka nokkur hundruð kíló- llllllllllllllllllllllllllll VlTT OG BREITT % ' Kaupmaðurinn áfram á sínu horni Ekið í markaði Núna setur fólk það ekki fyrir sig að skjótast suður til að versla, að minnsta kosti af öllu svæðinu aust- an frá Lómagnúpi og vestan frá Rifi, og að auki af nánast öllu vestanverðu Norðurlandi. Um þetta vitna bókstafirnir á bílnúmer- unum sem dagsdaglega má sjá á götum Reykjavíkur og utan við stærstu verslanirnar þar. Þessir bílar fara svo meira eða minna drekkhlaðnir af troðfullum plast- Nauðsynleg þjónusta Það er löngu liðin tíð að nokkr- um detti í hug að líta á þá sem fást við verslanarekstur og verslunar- störf sem neins konar afætur á þjóðfélaginu. Búsetu er þannig háttað hér á landi að við þurfum á að halda öflugrí og vel skipulagðrí versiunarþjónustu um allt land. Þótt vitaskuld geti verið góð til- breyting fyrir fólk að skreppa öðru hverju í aðra landshluta, raunar Reykvíkinga ekki síður en aðra, þá nær það vitaskuld engri átt að fólk Mikil tíðindi eru sögð af ótrúleg- um innkaupum matvæla í stór- mörkuðum vegna hættu á verkfalli verslunarmanna. Engu er líkara en að fólk óttist að hungursneyð fylgi í kjölfar þess að stóru allsnægta- búðunum verður lokað í einhverja daga vegna þess að fólkið sem í þeim vinnur vill fá hærri laun til að kaupa fyrir og á nú engin úrræði önnur en verkfall til að knýja fram kjarabætur. Ekkert er líklegra en að fjölmiðl- arnir hafi komið hamstursskrið- unni af stað. Þeir hafa hamrað á því síðustu dagana að verkfall væri í aðsigi og að stórmörkuðum yrði lokað og talið svo upp alls kyns atvinnugreinar sem stöðvist vegna verkfalls verslunarmanna og ýtt undir þá trú að ailt sé að fara í stikk og sto og bjargræðisvegir lokist sumardaginn fyrsta. Fremur frosinn fisk en nýjan Sannleikurinn er sá að þótt verkfall verslunarmanna hefjist á morgun, föstudag, verða flestar verslanir opnar og fyrstu dagana verður þess ekki vart nema í óveru- legum mæli að fyrirtæki séu lömuð. Kaupmaðurinn á horninu verður áfram á sínum stað innan við búðarborðið og ætti að geta haldið hungurvofunni frá í einhverja daga eða vikur að minnsta kosti, fari svo að verkfallið dragist á langinn. Tíminn sagði frá því í gær að örtröð væri í stórmörkuðum og birgðu margir sig svo upp af mat- vælum að duga mun vikum saman. Meðal þess sem hvað mest var selt af á einum stað að sögn verslunar- stjóra var frosinn fiskur. En eftir því sem bestu heimildir herma er sjómannaverkfall ekki í aðsigi og fisksalar engan veginn á þeim bux- unum að fara að loka hjá sér þótt afgreiðslufólk stórmarkaðanna boði verkfall. Samt er beinfrosinn fiskur keyptur upp úr frystikistum verslana til að setja í frystikistur heimilanna. Það er eins og fæstir kæri sig um að vita að nýr fiskur verður áfram á boðstólum í öllum þeim fiskbúðum sem eigendurnir afgreiða í sjálfir. Enginn vöruskortur í bráð Ekki liggur í augum uppi hvað veldur því að fólk þykist þurfa að birgja sig upp af matvælum til langs tíma þótt hætta sé á að stórverslan- ir loki. En það er engu líkara en búið sé að gleyma smákaup- manninum, sem þrjóskast hefur við að halda áfram að versla á horninu sínu þótt hver glæsiversl- unin annarri stærri rísi út um öll foldarból. En stóru verslanirnar með al’ vöruúrvatið eiga nú eitthvað erfítt með að borga starfsfólkinu kaup sem það getur sætt sig við. Því stefnir allt í verkfallsátök og lokun. En smákaupmennirnir sem sjálf- ir afgreiða í sínum verslunum hafa opið áfram og það verður ekki nema verkfallið dragist mjög á langinn að nokkur hætta verði á vöruskorti. Annars er það nokkuð hart að- göngu fyrir verslunarfólk að vinna við að birgja viðskiptavini kaup- manna upp af vörum til lengri tíma svo að þeir hafi engin óþægindi af verkfallinu. í raun má segja það sama varðandi eigendur stórversl- ananna. Ef þeir selja neysluvörur sem duga heimilum til margra vikna á tveimur dögum kemur verkfall starfsfólksins lítið við þá nema það standi yfir þeim mun lengur. Veltan minnkar ekki þótt opnunardögum fækki. Hamstrið í stórverslununum síð- ustu daga eru eðlileg viðbrögð í neysluþjóðfélagi sem sér fram á lokun stórmarkaða í ótiltekinn tíma. Þá verður að birgja heimilin upp svo að þau verði nánast eins og stórmarkaðir með allar hillur og frystikistur fullar af óteljandi vöru- tegundum. En undarlegt er hvað það hefur komist illa til skila að smáverslanir verða áfram opnar þrátt fyrir verk- fall og að allt hamstrið er unnið fyrir gýg. Nema náttúrlega ef svo illa fer að ekki verði samið fyrr en kemur fram á Skerplu, sem guð og aðilar vinnumarkaðarins forði, því varast verður að venja okkur af ofgnótt- inni. Það gæti dregið slæman dilk á eftir sér fyrir höfuðatvinnuveg þjóðarinnar, verslunina. OO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.