Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 21. apríl 1988 Tíminn 13 llllllllllllllllli FRÍMERKI Skoðanakönnun um fallegasta íslenska frímerkið 1987 Nýlega var efnt til skoðana- könnunar um fallegasta frímerkið 1987. Atkvæðaseðlar voru sendir þeim sem fá tilkynningar um nýjar útgáfur frá Frímerkjasölu Póst- og símamálastofnunar, einnig lágu seðlar frammi í öllum póstafgreiðsl- um landsins. Dreift var rúmlega 30 þúsund seðlum. Velja skyldi þrjú fallegustu frímerkin. Innkomnir seðlar voru 4700 (4661 gildur). Fallegasta frímerkið var valið smáörk útgefin 9. október með mynd frá Djúpavogi eftir Auguste Mayer, verðgildi 30 kr. + 15 kr. og hlaut það 2173 atkvæði. f öðru sæti var frímerki með mynd af stokkönd, útgefið 16. september, verðgildi 90 kr. Þriðja fallegasta merkið var Ólafsvík, verslunarstaður í 300 ár, útgefið 26. mars, verðgildi 50 kr. Þröstur Magnússon teiknaði merkin. Alls bárust seðlar frá 58 löndum. Flest voru atkvæðin frá Danmörku, 951, næst flest frá Vestur-Pýska- landi, 764, 620 frá Svíþjóð, 524 frá Noregi, 370 frá íslandi og frá Banda- ríkjunum 343 atkvæði. Dregið var úr öllum innsendum seðlum. Verðlaun eru 1 fyrstadags- umslag og 4 óstimpluð merki af öllum útgefnum frímerkjum 1988. 25 nöfn voru dregin út og skiptust þau milli 13 landa. Ákveðið hefur verið að hafa skoð- anakönnum um frímerki útgefin 1988 með sama sniði. Þannig er það orðinn árviss at- burður að velja fegursta íslenska frímerkið. Vekur þetta óneitanlega meiri áhuga fyrir íslenskum frí- merkjum meðal fólks víða um heim. Vonandi verður það einnig hvati til aukinnar sölu. Pá hefir verið gefin út GM 002. Þetta er gjafamappa með fuglafrí- merkjum síðasta árs og fæst hún á öllum pósthúsum og kostar krónur 250. Þarna er um einstaklega smekk- lega möppu að ræða og verulega vandað til hennar á allan hátt. Þess má ennfremur geta að fyrsta gjafa- mappan var með 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Var það tiltölu- lega einföld mappa. Ekki er mér kunnugt um að hún hafi verið seld í pósthúsum hér heima. Hana mátti hinnsvegar kaupa á erlendum frí- merkjasýningum og einnig í frí- merkjaverslunum hér heima. Nú er hinnsvegar komin sú regla að gefa þessar möppur út til al- mennrar sölu í pósthúsum og er það vel. Það fer að verða fróðlegt að fylgjast með öllum þeim aukahlutum sem gefnir eru út af opinberum aðilum í sambandi við íslensk frí- merki. Það er að segja af Póstmála- stofnum. Þarna er um að ræða árssett, gjafamöppur, maximkort með myndefni frímerkjanna, fyrsta dags umslög og frímerkjahefti. Ætl- unin er að gera öllu þessu efni nánari skil í einhverjum næstu þátta. Sigurður H. Þorsteinsson. AL-CUSrf MAYtK FERIU5TAOUR A HVÍTÁ HJÁ ICU 1*.W> mr,t!R FRÍMERK1S1NS 9. OKTÓBER X986-VERÍ) KR 30.00 AUCUSTE MAYER: FERJU5TAÐUR A HVÍtA H)A IPU«5C> DAGUR FRÍMERKISINS 9. OKTÓBER 1986-VERD KR 30.00 Ferðaþjónusta - Námskeið Námskeið fyrir þá sem taka ferðamenn í heima- gistingu verður haldið dagana 26. apríl til 19. maí. Kennslugreinar: Ferðaþjónusta (eðli, skipulagning og uppbygging), að stofna og reka lítið fyrirtæki, mannleg samskipti, gott húshald (viðhald húsa, húsgögn, hreingerningar og þjónusta, matsala, öryggismál). Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Kennsludagar: þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:00 til 20:00 og laugardaga kl. 10:00 til 16:00. Kennslustundafjöldi: 50. Kennslugjald kr. 10.000 (að meðtöldum náms- gögnum), námsgögn frá Iðnfræðslustofnun. Innritunferfram í símum 12992 og 14106 kl. 16:00 -19:00. Námsflokkar Reykjavíkur. Styrkir til háskóla- náms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa íslendingum til háskólanáms í Frakklandi á skóla- árinu 1988-89. Um er að ræða eftirtaldar náms- greinar: bókmenntir, frönsku og húsagerðarlist. Ennfremur er boðinn fram styrkur til fjögurra mánaða námsdvalar fyrir leikara eða leikstjóra. Umsóknum ásamt staðfestum afritum af prófskír- teinum og meðmælum, skal skila til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. maí n.k. Umsóknareyðuböð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 19. apríl 1988. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir marsmánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. maí. Fjármálaráðuneytið, 18. apríl 1988. Mnaðaitankiim Á aðalfundi Iðnaðarbanka íslands hf., sem haldinn var 25. mars 1988, var samþykkt að auka hlutafé bankans um 40 miUjónir króna með útgáfu nýira hlutabréfa. í samræmi við þá ákvörðun hefur bankaráðið ákveðið eftirfarandi: INúverandi hluthafar hafa forkaupsrétt til aukningar í hlutfaUi ■ við hlutafjáreign sína til 6. júní 1988. 2Sölugengihlutabréfanna verður 150, þ.e. 1,5 falt nafnverð m.v. • 1. apríl 1988. Frá 1. aprflog tillokaforkaupsréttartímans breytást | sölugengið daglega í samræmi við almenna skuldabréfavexti bankans. O Skráihluthafarsigekkifyiirallrihlutafjáraukninguimihafaaðrir 0» hluthafar ekki aukinn rétt til áskriftar. Bankaráð mun selja það sem eftir kann að standa af aukningunni á almennum markaði síðaráárinu. 4 Nánari upplýsingar veita Guðrún Tómasdóttir og Stefán Hjaltested, Lækjargötu 12,2. hæð í síma 691800. Fym auglýsing dagsett 15. aprfl 1988 er hér með felld úr gildi. Reykjavík, 18. aprfl 1988. I Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. «

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.