Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 21. apríl 1988 FRÉTTAYFIRLIT KÚVAIT - Almenningur í Kúvait hélt út á göturnar oa dansaði af fögnuði yfir því að 31 gísl í kúvaitsku farþegaþot- unni var sleppt I Alsír I morgun. Stjórnvöld í Alsírsögðu að þau hefðu ekki gefið eftir I neinu til þess að fá gíslana lausa. BAGDAD - írakar buðu írönum að hætta eldflauga- árásum á almenna borgara ef íranar gerðu slíkt hið sama. Þrátt fyrir það skutu þeir þrem- ur flugskeytum á Teheran fjór- um klukkustundum áður en vopnahléð átti að hefjast. Frá Kúvait bárust þær fréttir að íranar hefðu skotið eldflaug að bandarískri olíuhreinsunar- stöð í landinu. I Teheran skráðu þúsundir sig í herþjón- ustu og sinntu þannig kalli forsvarsmanna sinna. DAMASKUS - Rúmlega hálf milljón syrgjenda, þar með taldir háttsettir menn innan PLO, fylgdi Al-Wazir æðsta herforingja PLO til grafar I flóttamannabúðum suður af Damaskus. TEL AVIV -Einn Palestínu- maður lést og að minnsta kosti ellefu særðust þegar í brýnu sló milli palestínskra mótmæl- enda og ísraelskra hermanna við hátíðarhöld í tilefni að því að fjörutíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis. MOSKVA - Sovéskur emb- ættismaður sakaði Banda- ríkjamenn um að eyða timan- um í samningaviðræöum um samning um hefðbundin vopn en sagði að enn væri tími til að ná samkomulagi fyrir leiðtoga- fundinn í Moskvu I sumar. MOSKVA - Endurbygging fimm kjarnakljúfa sömu gerðar og þeirrasem voru í Chernobyl er nú nær lokið. Sovétmenn hafa nú sett fullan kraft í áætl- anir sínar um uppbyggingu kjarnorkuvera. RIO DE JANEIRO - Emb- ættismenn frá fjörutíu þjóðum koma nú saman í Rio de Janeiro til að ræða efnahags- mál ríkja í Rómönsku Amer- íku, en efnahagsmál þar eru víðast hvar í kaldakoli. HÖFÐABORG - Baráttu- samtök gegn aðkilnaði kyn- þátta í Suður-Afríku hafa skor- að á umheiminn að hefja kröft- uga mótmælabaráttu gegn þeim aðgerðum ríkisstjórnar Suður-Afríku að brjóta á bak aftur dagblöð sem eru and- stæ'ð aðskilnaðarstefnu. ÚTLÖND llllllllllll Dukakis vann yfirburðasigur í forkosningum demókrata í New York á þriðjudag: „I kvöld unnum við Óskar. Ég elska New York“ „f kvöld unnum við Óskar. Ég elska New York,“ sagði Mikhael Dukakis þegar ljóst var að hann hafði unnið stórsigur í forkosningum demókrata í New York á þriðjudag. Með þessum orðum sínum vísaði hann til óskarsverðlaunanna sem náfrænka hans hlaut á dögunum fyrir bestan leik í aukahlutverki. Dukakis hlaut 52% atkvæða á meðan aðalkeppinauturinn Jesse Jackson hlaut aðeins 37% atkvæða. Albert Gore sem naut stuðnings Ed Kochs borgarstjóra í New York beið afhroð í forkosningunum, hlaut að- eins 10%. Með þessum sigri sínum er Duk- akis loks kominn á beinu brautina og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að hann verði útnefndur forsetaefni Demókrataflokksins. Eftir að úrslit voru kunn ger hældi Jesse Jackson Dukakis sérstaklega fyrir að hafa rekið baráttu sína á jákvæðan og heiðarlegan máta með virðuleik að leíðarljósi. Með því var hann óbeint að punda á Ed Koch borgarstjóra í New York helsta stuðningsmann A1 Gores, en hann réðst mjög harkalega að Jackson í kosningabaráttunni. Koch er gyð- ingur og trevsti Jackson ekki í af- stöðunni til lsraelsríkis. Það sem einkenndi forkosningarn- ar öðru fremur voru kynþáttabarátta og mikil þátttaka. Megnið af hvítum kjósendum greiddi Dukakis atkvæði sitt, þar með taldir flestir þeir gyð- Mikhael Dukakis virðist nú vera komnin á beinu brautina og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að hann verði útnefndur forsetaefni demókrata. ingar sem tóku þátt í forkosningun- um. Þó Koch hafi hvatt þá til að greiða Gore atkvæði sitt töldu þeir atkvæði sínu betur varið hjá Dukak- is, þannig yrði settur steinn í götu Jacksons. Talið er að um 95% blökkumanna hafi kosið Jesse Jackson en aðeins um 10% hinna hvítu. Þrátt fyrir þetta virðist Dukakis yfir kynþátta- ágreining hafinn, enda sjálfur af grískum ættum. Næstu forkosningar verða haldnar í Pennsylvaniu og er Dukakis talinn eiga sigur þar vísan. George Bush hlaut megnið af atkvæðunum í forkosningum repú- blikana. Sagði Bush eftir kosning- arnar að hann myndi húðstrýkja hvaða forsetaframbjóðanda demó- krata sem væri. Samkvæmt skoðana- könnunum virðist mjótt vera á mun- um milli Bush og Dukakis ef forseta- kosningar færu nú fram. Borgarstjórinn í Betlehem í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá stofnun (sraelsríkis: „Aröbum og gyðingum er ætlað að lifa saman“ „Minn boðskapur til ísraels er þessi. Bæði aröbum og gyðingum er ætlað að lifa saman að eilífu í þessu heilaga landi. Báðar þjóð- irnar eiga jafnan rétt á að lifa í friði og öryggi, sem góðir ná- grannar, sem frjálsir nágrannar og sem jafn réttháir nágrannar. Ég ákalla ísrael á þessum afmæl- isdegi um að sýna göfuglyndi og sleppa úr haldi sonum okkar og dætrum sem eru í haldi af örygg- isástæðum, sérstaklega hinum ungu, og bjóða palestínsku þjóð- inni áræðnar friðartillögur." Þetta sagði borgarstjórinn í Betlehem, Elias Freij, í tilefni af því að Börutíu ár eru liðin frá stofnun Israelsríkis. Ekkert bendir þó til þess að ísraelsmenn taki þessa áskorun borgarstjórans til greina. Þvert á móti er talið að þrír róttækir gyðingar sem sakaðir eru um að hafa drepið araba fái væga dóma. Freij sagði að uppreisn Palest- ínumanna á hernumdu svæðun- um á vesturbakka Jórdan og Gazasvæðinu væri ekki beint gegn fsraelsríki, heldur gegn hin- um ofsatrúuðu landnemum gyð- inga sem sest hafa að á hernumdu svæðunum. „Landnemar gyðinga líta á okkur sem rauðskinna indjána og vilja umgangast okkur eins og landnemar í Ameríku umgengust indjánana þar,“ sagði Freij. Freij er einn fárra borgarstjóra sem kjörnir voru í kosningunum 1976 og hefur ekki verið bolað frá af hernámsliði ísraela á her- numdu svæðunum. Lengsta flugráni sögunnar lokið: Flugræningjarnir slepptu gíslunum UTLÖND UMSJÓN: Hallur Magnússon BLAÐAMAÐUR, Það var „í nafni Guðs hins ntisk- unnsama og hins heilaga mánaðar Ramadan" sem flugræningjar kúva- itsku farþegaþotunnar slepptu gísl- um sínum lausum í gærmorgun. Þá höfðu gíslarnir þrjátíu og einn verið sextán sólarhringa í haldi í flugvél- inni, lengur en áður hefur þekkst. Gíslarnir voru mjög þjakaðir en ánægðir þegar þeir gengu óstuddir niður landganginn á flugvellinum í Alsír. Þaðan voru þeir fluttir á sjúkrahús til rannsókna og aðhlynn-' ingar. Ekki er vitað hvað varð af flug- ræningjunum sjálfum né heldurhvað fólst í samningum þeirra við alsírsk yfirvöld. Þó er talið að Alsírmenn hafi lofað þeim frelsi og vernd ef þeir létu af kröfum sínum og slepptu gíslunum. Talsmaður Alsírstjórnar vildi ekkert gefa upp hvað gert yrði við flugræningjana en sagði það skipta meginmáli að friðsöm og giftusamleg lausn hefði fengist. Flugræningjarnir átta höfðu yfir- gefið flugvélina nokkru áður en gíslarnir héldu frá borði án þess að fréttamenn yrðu þess varir. Menn telja líklegt að flugræningjarnir muni dvelja einhvers staðar í Alsír næstu daga og halda síðan til írans, en sterkar líkur eru á að franar hafi aðstoðað ræningjana þegar þeir lentu flugvélinni í fran. Orðrómur er uppi um að flugræningjunum hafi verið boðið að halda til Líbanons eða frans eftir því sem þeir sjálfir kusu. Ríkisstjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna hafa lýst því yfir að óþol- andi sé að flugræningjarnir sleppi án þess að lögum verði yfir þá komið og Ieggja hart að Alsírstjórn að draga þá fyrir rétt. Þrátt fyrir það er líklegt að Alsírstjórn standi við sinn hluta samkomulagsins. Ekki er alveg ljóst hverjir flug- ræningjarnir eru í raun og veru, en talið er að þeir séu meðlimir í líbönskum trúaröfgasamtökum sem njóta stuðnings írana. Fjallað um morðið á Al-Wazir hjá SÞ Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna mun fjalla um morðið á æðsta herforingja PLO, Kahlil Al-Wazir, á fundi sínum í dag, en ríkisstjórn Túnis hafði krafist þess að öryggis- ráðið tæki málið til umfjöllunar. Ríkisstjórn Túnis hefur sakað ríkisstjórn ísraels um að hafa stað- ið að morðinu, en Al-Wazir var skotinn til bana á heimili sínu í norðurhluta Túnisborgar á laugar- dag. ísraelsstjórn hefur ekki lýst ábyrgð á hendur sér, en fáir velkj- ast í vafa um að ísraelska leyni- þjónustan og ísraelski herinn hafi staðið fyrir tilræðinu með sam- þykki ríkisstjórnarinnar. f bréfi sem Túnisstjórn sendi til öryggisráðsins segir að rannsókn málsins í Túnis hafi leitt í Ijós að yfirgnæfandi líkur væru á því að ísraelsmenn hefðu myrt Al-Wazir í bréfinu sagði einnig að Túnis hafi því enn einu sinni orðið skotmark hryðjuverka ísraela. Með því er vísað til loftárása fsraela á höfuð- stöðvar PLO í Túnis árið 1985.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.