Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 21. apríl 1988
VORUMERKI VANDLATRA
NÆRFATNAÐUR
NÁTTFATN AÐU R
CALIDA
Heikjsölubirgöir:
igurjónífowt tjf.
Þórsgata 14 - sími 24477
^IRARIK
r ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS '
Olafsvík
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar
starf skrifstofumanns á skrifstofu Rafmagnsveitna
í Ólafsvík. Um er að ræða 1/2 starf.
Umsókn er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf
sendist á skrifstofu Rafmagnsveitna Sandholti 34
Ólafsvík sem jafnframt veitir allar upplýsingar um
starfið. Einnig liggjaupplýsingarfyrirásvæðisskrif-
stofu Rafmagnsveitna ríkisins í Stykkishólmi.
Umsóknum skal skilað fyrir 3. maí næstkomandi.
Rafmagnsveitur ríkisins
Hamraendum 2
Stykkishóimi.
Þjóðarbókhlaðan
Tilboð óskast í frágang forhýsis, glugga og glerjun
aðalhúss, múrverk og frágang í stigahúsum o.fl. í
húsi Þjóðarbókhlöðunnar við Birkimel.
Verkinu skal lokið fyrir 30. apríl 1989 en þó skal
hluta þess lokið á árinu 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að
Borgartúni 7, Reykjavík, til og með 6. maí 1988
gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða
opnuð á sama stað mánudaginn 16. maí 1988 kl.
11:00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKlSlNS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Bókavörður
Bókasafn Hafnarfjarðar óskar að ráða starfsmenn
í eftirtalin störf:
1. Bókavörð í 1/2 starf
2. Aðstoðarmann í hlutastarf í tónlistardeild
3. Bókavörð í fullt starf til sumarafleysinga
Umsóknir berist til bókasafnsins fyrir 5. maí.
Upplýsingar gefur yfirbókavörður í síma 50790.
Til sölu
David Brown 995 ár. 78 65 hestöfl, með húsi og
einu drifi, lítið keyrð.
Upplýsingar í síma 99-7269.
Forval
Ætlunin er að bjóða út uppsteypu viðbyggingar við
Háskólabíó. Nýbyggingin er kjallari (1.937 m2) og
ein hæð (1.896 m2). Heildarrúmmál 15.9153.
Grafið hefur verið fyrir viðbyggingunni. Auk upp-
steypu skal verktaki ganga frá þökum hússins,
setja í og ganga frá gluggum o.fl. Áætlaður
framkvæmdatími er um 1 ár.
Til undirbúnings útboði er ákveðið að fram fari
könnun á hæfni þeirra verktaka sem bjóða vildu í
verkið, áður en útboð fer fram. Er því þeim, sem
áhuga hafa, boðið að taka þátt í forvali og munu
4-5 verktakar fá að taka þátt í lokuðu útboði, ef
hæfir þykja.
Forvalsgögn verða afhent í Innkaupastofnun ríkis-
ins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000,- kr.
skilatryggingu. Útfylltum gögnum skal skilað á
sama stað eigi síðar en föstudaginn 29. apríl kl.
15:00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26644 .__
RÍKISÚTVARPIÐ auglýsir starf fréttastjóra Sjón-
varpsins laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 8. maí n.k. og ber að skila
umsóknum til Sjónvarpsins, Laugavegi 176, eða
Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem
fást á báðum stöðum.
RÍKISÚTVARPIÐ
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
BRÉFBERA
hjá Pósti og síma Kópavogi.
Upplýsingar hjá stöðvarstjóra í síma 41225.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður hald-
inn á Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. apríl 1988 og
hefst kl. 12:00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Erlendur Sigurjónsson
Víðivölium 2
Selfossi
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 23. apríl kl. 11.
Erla Erlendsdóttir Árni Guðmundsson
Gísli Eriendsson Jónína Hjartardóttir
Jóhannes Erlendsson Auðbjörg Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Jón Ásbergsson
forstjóri Hagkaups:
„Búumstvið 10
daga verkfalli“
„Við búumst við viku til tíu daga
verkfalli," sagði Jón Ásbergsson,
forstjóri Hagkaups, í samtali við
Tímann. „En verslunin er mjög illa
í stakk búin til að fara í verkfall.
Þetta svokallaða góðæri er mjög
orðum aukið. Það þarf ekki annað
en að vísa til þess að Víðir er úr
sögunni sem verslun, KRON er
rekið með miklu tapi. Það er feiki-
lega mikil samkeppni í matvörusölu
og það verður enginn feitur af
henni.“
„Svo eru menn, Magnús L.
Sveinsson t.d., að vitna í það að
mikið hafi verið fjárfest, t.d. í
Kringlunni. En menn eru ekki að
taka útúr hagnaði ársins til að
byggja, heldur hafa kaupmenn ýmist
selt eignir eða taka lán til sjö, átta
ára,“ sagði Jón.
„Önnur hlið á þessu sem lítið er
talað um og er kannski feimnismál,
er að ef við kaupmenn gerum samn-
inga og hækkum laun, þá hækkum
við verð á okkar vöru. Að því leyti
erum við auðveld bráð því við höfum
engu að tapa. Við getum ýtt þessu
frá okkur útí verðlagið. Hins vegar
verða menn að átta sig á því að ef
laun verða hækkuð við verslunar-
menn, þá hljóta allir aðrir samningar
að taka mið af því,“ sagði Jón.
„Það er búið að bjóða VR kjara-
samninga sem gefa raunverulega
kaupaukningu. Állt annað umfram
það er bara ávísun á verðbólgu. Þar
með er búið að sprengja rammann.
Það er kannski eins gott að gefa
þeim sjálfdæmi, leyfa þeim að
ákveða hvað þeir vilja mikla verð-
bólgu.“ JIH
Skákþing Norðlendinga
hefst í dag á Dalvík:
60 þúsund
í verðlaun
Frá Erni Þórarínssyni, fréttarítara Tímans í
Fljótum
Skákþing Norðlendinga, hið 53. í
röðinni, verður sett á Dalvík í dag
og mun mótið standa í næstu fjóra
daga, en því lýkur með hraðskák-
móti, verðlaunaafhendingu og loka-
hófi síðdegis á sunnudag.
Á mótinu verður teflt í þremur
flokkum. opnum flokki, ungliða-
flokki (13-16 ára) og barnaflokki.
Til keppni eru skráðir 52 keppendur.
Teflt verður eftir Monradkerfi.
Verðlaun á mótinu eru óvenju
glæsileg, samtals 60 þúsund krónur,
þar af eru fyrstu verðlaun í opnum
flokki 20 þúsund krónur.
Það er Taflfélag Dalvíkur sem sér
um framkvæmd mótsins.
Leiðrétting
Skálinn, sem þrír Frakkar gistu í
Nýjadal og biðu björgunar, var rang-
lega sagður í eigu Slysavarnafélags
fslands í frétt blaðsins í fyrradag og
er beðist velvirðingar á því. Hið
rétta er, að hann er eign Ferðafélags
íslands.