Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. apríl 1988
Tíminn 5
Enn eitt fórnarlamb rofinnar bankaleyndar:
Hann afhenti yfirlit
allra reikninga minna
Mjög mikiö var hringt inn á
ritstjóm Tímans og hún krafin
sagna vegna fréttar í gær um brot
á bankaleynd. Ekki verður orðið
við því. Einn af þeim sem hringdi
var þó hinum megin við borðið og
verður að teljast fórnarlamb þess-
ara lögbrota. Hann var fús að segja
sögu sína þar sem hann treysti því
að nafni hans yrði haldið leyndu
hvað sem á gcngi. Nafnleyndarinn-
ar óskaði hann vcgna þess að hann
vildi ekki stofna viðskiptasam-
böndurn sínum í hættu og ekki
vildi hann heldur koma aðal við-
skiptabanka sínum í opinbert
klandur fyrir lögbrot eins af deild-
arstjórum stofnunarinnar.
„Eangað til einn vina ntinna
sýndi mér Tt'mann i morgun, hélt
ég að ég væri sá eini sem hefði lent
í jafn svívirðiicgri meðferð og
þessari,“ sagði maðurinn. „Gangur
málsins var sá að einn af sölumönn-
um fjárfestingarfélags fékk útskrift
af öllum mínum reikningum hjá
bankastofnun minni í gegrfum sam-
bönd sín við einn deildarstjór-
anna.“ Sagðist hann hafa fengið
útskrift þessa í hendur og fundið út
frá hvaða skjá bankans hún var
prentuð. Óskaði hann síðan eftir
því við bankastjórn að þessi deild-
arstjóri yrði rekinn frá störfum án
tafar. Eftir langa og stranga fundi
með yfirmönnum mannsins féllst
viðskiptavinurinn á að kæra málið
ekki til lögreglu. Fékk hann á móti
þaö ioforð bankamannanna að
undir engum kringumstæðum yrði
slíkur listi afhentur öðrum en sér
sjálfum eða borgarfógeta að sér
látnum.
Á útskriftinni, sem heimiidar-
maðurinn sýndi Tímanum, kemur
fram að hún er prentuö út skömmu
eftir lokun bankans. Samkvæmt
því scm deildarstjórinn sagði, fór
afhending upplýsinganna þannig A
fram að sölumaður fjárfestingar-
félagsins mætti í bankann skömmu
fyrir lokun og fékk listann afhentan
inni i bankanum strax eftir útprent-
un. Gekk söiumaöurinn st'ðan út
meö síðustu viðskiptavinum þessa
dags mcð lcyndar upplýsingar und-
ir höndum.
„Svo eru menn að tala um að
okurlánararnir hafi verið vondir og
óheiðariegir menn. Þessir verð-
bréfasalarcru mun verri. I’eir njóta
hins vcgar mikiltar verndar vegna
þess að þeir reka sína starfsemi í
formi hlutafélaga," sagði heimild-
armaðurinn, „Þessi aðferð við að
ná í persónulegar upplýsingar
rnanna út úr bankakerfinu er að-
eins eitt af þeim brögðum sem þeir
bcita.“ KB
Rekstrarerfiðleikar hjá Granda, „óskabarni borgarstjóra":
Helmingi starfs-
manna sagt upp
Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri og Brynjólfur Bjarnason, framkvæmda-
stjóri, kynntu í gær viðamiklar skipulagsbreytingar á rekstri Granda hf.
Meðal annars mun tæplega helmingi starfsfólk verða sagt upp störfum.
Tímamynd: Gunnar
Miklir rekstrarerfiðleikar steðja
nú að Granda hf. og hefur stjórn
fyrirtækisins ákveðið að grípa til
verulegra skipulagsbreytinga og
endurbóta á starfsemi þess.
Stærsta aðgerðin er uppsögn
starfsfólks, en nær helmingi þess
verður sagt upp störfum. Hjá fryst-
ihúsinu í Norðurgarði starfa nú 120
manns og mun 50 þeirra berast
uppsagnarbréf núna á næstu dögum.
Þá verða teknar í notkun nýjar
vinnslulínur sem tengjast beint flök-
unarvélum frystihússins. Fiskurinn
verður því unninn í einni samfelldri
skipulagsrás, allt frá móttöku til
frystingar. Þá verður tekið upp hópl-
aunakerfi, viðhalds- og viðgerðar-
kostnaður verður lækkaður, dregið
verður úr akstri starfsfólks og loks
verður mötuneytinu lokað í lok
sumars.
Brynjólfur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Granda hf., sagði á
blaðamannafundi í gær, að umskipt-
in í efnahagsumhverfinu á síðustu
vikum og mánuðum hefðu gert þess-
ar aðgerðir nauðsynlegar. Verðlag
hefði hækkað um 15% frá júlí á
síðasta ári, gengi dollars hefði lækk-
að um 2%, þrátt fyrir 6% gengisfell-
ingu, meðalverð á freðfiski hefði
lækkað um 5% frá áramótum og
samkvæmt nýjustu upplýsingum frá
Bandaríkjunum, hefði þorskblokkin
lækkað í 1,7 dollara, en þorsk-
blokkin var á 2 dollara um áramótin.
Það er því lækkun um ca 15%.
Brynjólfur sagði einnig að ef ekki
hefði verið gripið til ofangreindra
aðgcrða, hefði tap fyrirtækisins lík-
lega orðið um 70 milljónir á þessu
ári, en með skipulagsbreytingunum
væri tapið líklega komið niður í um
35 milljónir króna.
„Við höfum ekki enn verið með
tap og ætlum ekki að reka fyrirtækið
með tapi. Það var ekki stofnað til
þess. Með þessum aðgerðum gerum
við okkur vonir um að minnka tapið
niður í um 35 milljónir króna,“ sagði
Brynjólfur.
Sett verður á laggirnar vinnu-
miðlun til að aðstoða það starfsfólk,
sem sagt hefur verið upp, við að fá
önnur störf, en Pétur Árnason, va-
raformaður starfsmannafélags
Granda, sagði að það væri allt annað
en auðvelt verk. Félagið ætlaði sér
ckki að skilja við félaga sína atvinnu-
lausa, en aðstoðar stjórnvalda væri
þörf.
Áætlað er að nýju vinnslurásirnar
muni kosta um 30 milljónir króna,
en mcð þeim mun launakostnaður á
hvern starfsmann hækka verulega
og afköstin aukast.
Tíminn hafði samband við Alfreð
Þorsteinsson, borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins, í gær, en hann
hefur áður vakið athygli á slæmri
stöðu fyrirtækisins á fundum borgar-
ráðs. Tíminn greindi í gær frá bókun
hans á borgarráðsfundi varðandi
rekstrarstöðu fyrirtækisins
Fréttirnar koma mér ekki á óvart.
Fyrirtækið hefur staðið á brauðfót-
um frá upphafi, skuldirnar hafa
verið alltof miklar. Síðan bætast
utanaðkomandi erfiðleikar við,“
sagði Alfreð.
„Áframhaldandi skuldasöfnun á
eftir að leiða fyrirtækið í glötun. Það
er því spurning hvort Reykjavíkur-
borg verði ekki að hlaupa undir
bagga með fyrirtækinu. Þetta var
mikið kosningamál á sínum tíma.
Borgarstjóri þóttist hafa fundið ein-
hverja „patent“ lausn á málefnum
Bæjarútgerðar Reykjavíkur og full-
yrti að hér eftir þyrfti borgin ekki að
hafa áhyggjur af útgerðarmálunum.
Nú er það spurning hvort við lendum
ekki í nákvæmlega sömu sporunum.
Eða hvort meirihluti sjálfstæðis-
manna f borgarstjórn hafi hugsað
sér að láta Granda hf. fara á hausinn,
sem væri mjög í samræmi við hug-
myndafræði flokksins."
„Upplýsingum um stöðu fyrir-
tækisins hefur vísvitandi verið haldið
leyndum því þetta er óskabarn borg-
arstjóra.
Ég hef ekkert út á þessar aðhalds-
aðgerðir að setja, þó auðvitað sé•
alltaf sárt að þurfa að segja fólki
upp. Athyglisvert er, að uppsagnir
beinast ekki að yfirstjórn fyrirtækis-
ins, en yfirbygging Granda er óeðli-
lega mikil. En það eru kostnaðar-
samar endurbætur sem þarf að gera
á togurum Granda. T.d. er verið að
tala um að breyta einum í frysti-
togara. Ég sé bara ekki hvernig
fyrirtækið ætlar að standa undir
því.“ -SÓL/JIH
Verslunarmannadeilan í hnút:
Verkföll!
Þeir höfðu ekki undan við að fylla í kæliskápana. Tímamynd: Gunnar
Ekki er búist við stórtíðindum af
fundi verslunarmanna og atvinnu-
rekenda hjá ríkissáttasemjara í dag.
Því er fastlega gert ráð fyrir að
verkfall skelli á frá og með morgun-
deginum hjá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur og öðrum sex félögum
verslunar- og skrifstofufólks víðs-
vegar um land. Síðan má búast við
að á mánudag bætist önnur fjögur
félög í hóp verkfallsfélaga, að því
tilskildu að samningar hafi ekki
tekist fyrir þann tíma.
Á fundi sambandsstjórnar VSÍ í
gær var samþykkt að veita fram-
kvæmdastjórn þess heimild til að
leggja verkbann á þau félög verslun-
armanna sem boðað hafa verkföll
hjá aðildarfélögum Vinnuveitenda-
sambandsins. Ekki er Ijóst hvenær
framkvæmdastjórn VSÍ kemur sam-
an til að fylgja eftir þessari samþykkt
sambandsstjórnarinnar.
Magnús E. Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasamtak-
anna, sagðist í gær ekki sjá neitt
framundan nema harðvítug verk-
fallsátök. „Það er sýnt að verslunar-
menn hafa ætlað sér að fara í
verkföll til að knýja fram eins miklar
launahækkanir og þeim frekast er
unnt. En það er bara ekki staða til
þess að semja um eitt eða neitt,“
sagði Magnús. Hann sagði að versl-
unin væri misjafnlega illa í stakk
búin til að standa af sér löng verkföll.
Matvöruverslunin þyldi t.d. ekki
almennt áföll af þessu tagi. Magnús
sagðist aðspurður ekki vilja spá um
lengd verkfalls, ef af því yrði, það
ylti á mörgu ófyrirséðu.
Verkfallsnefnd VR sat á rökstól-
um í gær og afgreiddi fjölmargar
beiðnir um undanþágu frá verkfalli.
Áður hafði fjölmiðlum og ýmsum
sjúkrastofnunum verið veitt undan-
þága frá verkfalli.
ÓÞH