Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 21. apríl 1988 Tíminn 23 Að festa upp Ijós Ef um nýtt húsnæði er að ræða, skulum við gera ráð fyrir því, að rafverktakinn hafi skilað verki sínu þannig, að hann hafi lokað öllum dósum, sett krók í loftdósir, til að hengja Ijósin á, tekið vírana í gegn um lokið og sett á þá tengi, eins og sést á myndinni. Ef ekki er gengið frá dósum á þennan hátt, er nauð- synlegt að fagmaður annist frágang a.m.k. að þessu þrepi. (Krókurerað sjálfsögðu óþarfur, ef ljósafesting er fyrirhuguð með öðrum hætti). Pessu næst er að útbúa lampasnúr- una, ef lampinn á að hanga frá lofti. Komið togfestu fyrir á snúrunni og stillið hæðina. Klippið af, það sem umfram er. Afeinangrið taugaend- ana og snúið upp á þræðina, losið upp á tengjunum á vírunum sem koma út úr dósinni, stingið endunum í og herðið að. Ef þrír þræðir koma út úr dósinni, er einn þeirra gul- grænn og ætlaður til jarðtengingar. Ef ekki er gert ráð fyrir því að lampinn sé jarðtengdur, er þessi vír látinn eiga sig. Annars þarf að gæta þess vandlega, að hann sé tengdur á réttan stað. Ef taka þarf lampann lengra út á loftið, þarf snúran að vera lengri sem því nemur, og þá þarf togfestan að vera þannig, að hægt sé að skrúfa hana upp í loftið, eða festa á krók, þar sem Iampinn á að hanga. Á Iampanum á að vera merking, sem segir til um gerð og hámarks- stærð peru. Pegar settir eru upp Ijóskastarar, hvort heldur er í loft eða á veggi, gefið þá gaum að tákni, sem sýnir minnstu fjarlægð sem kastarinn má vera frá brennanlegu efni, oft 0,5 eða 0,8m. Ljóðabók eftir Sverri Pál Sverrir Páll Erlendsson á Akur- eyri hefur sent frá sér Ijóðabókina Þú og heima. Petta er fyrsta bók hans, ef frá eru taldar kennslubækur fyrir framhaldsskóla. Höfundur er íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri og hefur einnig unnið töluvert við Ríkisútvarpið. Hann hefur áður þýtt tvær bækur, Kæri herra Guð þetta er hún Anna, sem kom út hjá ísafold 1982, og Önnu- bók, sem ísafold gaf út um nýliðin jól. Bókin Þú og heima er gefin út af höfundi í nafni fyrirtækisins Umsjón sf. sem hann á sjálfur. Sverrir Páll. Öskum öllum landsmönnum gleðilegs sumars Mjólkurbú Flóamanna VOR ’88 KVERNELAND DISKAHERFIN, þau hafa verið ein vinsælustu herfin á íslandi mörg undanfarin ár,24 og 28 diska. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf., Andakílshr. S. 93-51252 Ólafur Guðmundsson Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191 Guðbjartur Björgvinsson Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S. 41475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bílav. Pardus. Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi, Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540 Víkurvagnar, Vik S. 99-7134 Ágúst Ólafsson Stóra-Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840 G/obus/ Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 TILKYNNING FRÁ VERZLUNARMANNA- FÉLAGI REYKJAVÍKUR Verslunar- og skrifstofufólk, sýnum samstöðu í komandi verkfalli, sem hefst á miðnætti aðfaranótt föstudagsins 22. apríl. Mætið því til verkfallsvörslu á föstudags- morguninn, í Húsi verslunarinnar, 9. hæð. Hringið í síma 687100 og látið skrá ykkur til verkfallsvörslu. Mikilvægt er að algjör samstaða ríki í þessum aðgerðum. Stöndum saman í kjarabaráttunni. Síminn er 687100. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR VERKFALLSSTJÓRN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.