Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.04.1988, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 21. apríl 1988 Tíminn 19 Lóuþræll Grágæs Hettumáfur Lóa FUGLASKOÐ- UNARFERÐ Fuglaverndarfélag íslands efnir til fuglaskoðunarferðar sunnudag- inn 24. apríl n.k. Ætlunin er að huga að farfuglakomum við Stokkseyri og í grennd. Sé veður hagstætt, má sjá stóra hópa far- fugla koma af hafi og er það ógleymanleg sjón. Auk þess bjóða Stokkseyri og nágrenni uppá fjölbreytt fuglalíf á þessum árstíma, en þar má sjá ýmsar tegundir gæsa, anda, vað- fugla, máfa o.fl. Lagt verður upp frá Umferðarmiðstöðinni að vest- anverðu kl. 10.00 og áætlaöur komutími er milli 18 og 19. Þátt- tökugjald er 600 kr., frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Öllum er heimil þátttaka. Hafið sjónauka meðferð- is. Leiðsögn verður í höndum reyndra fuglaskoðara. Sinubrunar hafa áhrif á varp í Vatnsmýrinni Sinueldar hafa verið kveiktir á mörgum stöðum víðsvegar um Reykjavík og nágrenni á síðustu dögum. Á öllum helstu varpstöð- um innan borgarinnar hefur verið kveikt í sinu og ef svo heldur áfram fram á vorið, þá gæti það haft veruleg áhrif á varp fugla á höfuð- borgarsvæðinu. Að sögn Ævars Petersen dýra- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun eru sem stendur sárafáir fuglar farnir að undirbúa varpið á þeim stöðum þar sem sina er, þannig að hættan er ekki mikil hvað því viðkemur, en þegar líður fram á vorið eru fleiri og fleiri fuglar farnir að verpa og þá gæti það haft alvarleg áhrif, ef menn kveikja í sinu. Fuglar eins og endurnar á tjörn- inni, grágæsin, lóuþræll, stelkurog hrossagaukur fela sig í sinutopp- um, þannig að ef allt er bert, þá munu þeir ekkert verpa á þeim stöðum þar sem öll sina er brunnin, t.d. eins og nú er komið með Vatnsmýrina, þannig að vissulega hefur það áhrif á þann hátt líka, sagði Ævar. Flestir farfuglanna eru nú komn- ir til landsins. Þeir sem þegar eru komnir eru sílamáfur, sem var fyrstur farfuglanna til að taka land á þessu vori, hettumáfur, skógar- þröstur, lóa, álft, grágæs, hrossa- gaukur, grafönd, gargönd, lóu- þræll, steindepill, sandlóa, jaðraki og á allra síðustu dögum bættist margæsin í hópinn. Þær halda með- al annars til í Arnarnesvoginum og Lambhúsatjörninni við Bessastaði, þannig að ekki er langt fyrir íbúa á suð-vesturhorninu að fara og líta á þá. Einnig er talið líklegt að ein- hverjar 'máríerlur séu komnar, þó að ekki hafi sést til þeirra ennþá, svo vitað sé. - ABÓ Grafönd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.