Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 21. maí 1988 Utboð SAMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA 3 108 REYKJAVlK SlMI (91)681411 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Fiat Uno 45 árgerö 1987 Subaru 1800 st. 4x4 árgerð 1987 Lada 2105 árgerð 1987 Ford Sierra 1600 árgerð 1986 Daihatsu Charade 1000 árgerð 1986 Skoda 120 L árgerð 1986 Lada 1500 árgerð 1985 Ford Fiesta árgerð 1985 Mazda 929 st. árgerð 1984 Daihatsu Charade árgerð 1983 Citroén Visa Club árgerð 1982 Volvo 244 árgerð 1982 Daihatsu Charade árgerð 1981 BMW316 árgerð 1980 VW Golf st. árgerð 1979 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, þriðjudaginn 24. mars 1988, kl. 12-16. Á sama tíma: Á Hvammstanga: Lada 1500 st. árgerð 1988 í Vestmannaeyjum: Honda Accord árgerð 1980 Á Bíldudal: Toyota Cressida árgerð 1988 í Keflavík: ToyotaTercel árgerð 1984 Á Sauðárkróki: Toyota Landcruiser árgerð 1987 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanns fyrir kl. 12, miðvikudaginn 25. mars 1988. Samvinnutryggingar g.t. Bifreiðadeild FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Læknaritari óskast til starfa á Lyflækningadeild, í hlutastarf. Nánari upplýsingar veitir læknafulltrúi. Umsóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 1. júní n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sími 96-22100 Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritun nýnema í Öldungadeild fer fram í skólanum 24., 25. og 26. maí kl. 15-19 gegn greiðslu 1.000.- kr skilatryggingargjalds. Rektor Bújörð óskast Óska eftir að kaupa góða fjárjörð í skiptum fyrir einbýlishús í Reykjavík. Upplýsingar í síma 91 -78685 eftir kl. 19 á kvöldin. Útlitsteiknari óskast sem fyrst á Tímann. Framtíðarstarf. Vaktavinna. Upplýsingar gefur tæknistjóri í síma 686300. Tíminn Stjórnarflokkarnir náðu Viðamiklar Eftir mikil og stíf fundahöld stjórnarflokkanna um efnahags- pakka í kjölfar 10% gengisfellingar á dögunum, leit hann dagsins Ijós aö afloknum ríkisstjórnarfundi á sjöunda tímanum í gær- kvöldi. Bráðabirgöalög um aðgerðir í efnahagsmálum öðluðust síðan gildi með undirritun í gærkvöldi. Það er óhætt að segja að mikið hafl gengið á í herbúðum stjórnarflokkanna áður en endanleg niðurstaða fékkst. Mikil fundahöld þingflokka og formanna flokkanna hristu saman þennan málamiðlunarkokteil. I tillögunum má fljótt á litið greina svipmót allra stjórnarflokkanna. Sjálfstæðismenn komu í veg fyrir fjárfestingarskatt sem hinir flokkarnir vildu halda inni. Framsókn náði inn í þessar aðgerðir ákvæðum um gráa markaðinn svokallaða og Alþýðuflokkurinn náði fram þeim megináherslup- unkti að hreyfa ekki að svo kjarasamningum. Að sögn formanna Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks var algjör sam- staða í þingflokkum þeirra um þessar aðgerðir. Sama verður hins vegar ekki sagt um Framsóknar- flokkinn. Eins og greint er frá hér á síðunni voru viðbrögð Ólafs Þ. Þórðarsonar við efnahagsaðgerð- unum á þann veg að hann hcfur nú látið af stuðningi við ríkisstjórnina. Guðmundur G. Þórarinsson lét í Ijós, með harðorðri bókun á þing- flokksfundinum í gær, miklar efa- semdir með að aðgerðirnar gengju nægilega langt til að tryggja af- komu undirstöðuatvinnugrein- anna. Þessara efnahagsaðgerða var beðið með eftirvæntingu í Karp- húsinu í allan gærdag vegna yfir- vofandi lagasetningar ríkisstjórnar Álversdeilunni. Síðast þegar Tím- inn hafði spurnir af í gærkvöldi var verið að yfirfara nýtt tilboð atvinnurekenda og jafnvel búist við að starfsmenn Álversins skrif- uðu upp á það. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- stöddu við rauðu strikunum í herra, sagðist telja, að afloknum ríkisstjórnarfundi í gær, að mikil- vægum áfanga væri náð fyrir ríkis- stjórnina. Hann sagði að með þess- um aðgerðum væri tryggt samræmi í launaþróun. Einnig hefði tekist með þessu að verja lægstu laun í landinu. Það mikilvægasta í þess- um aðgerðum, sagði Þorsteinn vera að með þeim tækist að draga úr verðbólguáhrifum gengisbreyt- ingar. Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, sagðist telja þetta viðunandi niðurstöðu fyrir Framsóknarflokkinn, enda væru mörg þcirra atriða sem flokkurinn hefði lagt áherslu á að undanförnu, komin þarna inn. Sem dæmi nefndi Steingrímur að ákveðið hefði verið að lækka vexti af verðtryggðum lánum og að komast út úr láns- kjaravísitölu. „Ég er sérstaklega ánægður með ákvæði um hert verð- lagseftirlit og að binding bankanna í Seðlabanka sé ekki aukin. Ég er og ánægður með þær undirtektir sem landbúnaðurinn hefur fengið, Ólafur Þ. Þórðarson kominn í stjórnarandstöðu: Aðgerðir líktog hjá Thatcher Það dró heldur betur til tíðinda á þingflokksfundi Frainsóknar í gær, því Ólafur Þ. Þórðarson hvarf um tíma af fundi og hripaði á blað bókun þar sem hann lýsir yfir því að hann hafi látið formlega af stuöningi við ríkisstjórnina. Bókunin er eftirfarandi: „Það staðfestist hér með að ég hef látið af stuðningi við þessa ríkis- stjórn. Ástæðan fyrir því er ábyrgð- arleysi í stjórn efnahagsmála landsins. Við þær aðstæður sem eru komnar upp hefði gengisfelling þurft að vera 20%. Jafnframt hefði þurft að koma á kreppulánum til að fækka nauðungaruppboðum. Beita hefði þurft ríkissjóði til aðgerða er dragi úr verðbólgu. Frá- leitt er að stinga höfðinu í sandinn eins og nú er gert og kalla yfir sig efnahagsaðgerðir á fjögurra mánaða fresti. Þetta er aðför að landsbyggð- inni og hvorki í þágu þjóðarinnar eða Framsóknarflokksins.“ í samtali við Tímann sagði Ólafur að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar væri einungis málamiðlun þriggja flokka en hinsvegar engin lausn á efnahagsmálum landsins. Upp á slíkt gæti hann ekki skrifað og því hefði hann tekið þessa ávörðun. Aðspurður um hvað þessi ákvörð- un þýddi um hans pólitísku framtíð sagðist Ólafur hafa gert samflokks- mönnum sínum grein fyrir því að það væri algjörlega þeirra ákvörðun hvort hann viki úr þingflokknum. Hann sagðist ekki hafa íhugað úr- sögn úr Framsóknarflokknum á þessari stundu, en þessa ákvörðun myndi hann kynna sínum umbjóð- endum á Vestfjörðum á næstunni. Ólafur Þ. Þórðarson. „Þessi ríkisstjórn beitir svipuðum aðgerðum og Thatcher. Stefna hennar, eins og hún hefur birst er á þann veg að hér eigi að grisja úr íslensku atvinnulífi með gjaldþrot- um. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skrifað undir þennan vopna- burð og ég á eftir að sjá að forystu flokksins verði liðið að standa þann- ig að málum," sagði Ólafur Þ. Þórð- arson. óþh t.d. 80 milljónir í Framleiðnisjóð og að erfiðleikar í útflutningi land- búnaðarafurða verði leystir með flutningi á milli ára í gegnum bankakerfið," sagði Steingrímur Hermannsson. Aðspurður um hvort ríkisstjórn- in væri með þessum aðgerðum komin á beinu brautina, sagði Steingrímur að vissulega væri þetta áfangi en hættumerkin næstu vik- urnar væru augljós. Til dæmis hefði lítið verið að gert til að stemma stigu við þenslunni. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, virtist heldur ánægður með þessa niðurstöðu ríkisstjórnarinnar. Hann sagði eðlilegt að menn spyrðu sig þeirrar spurningar hvort með þessum að- gerðum væri verið að beita harka- legri svipu á gerða kjarasamninga. „Hér eru sett lög sem varða ógerða kjarasamninga fyrir lítinn hluta launþega, sem hefði getað sprcngt launastefnu og -ramma með miklu hærri kröfum í kjölfarið. Þetta er gert til þess að varðveita þessa Iaunastefnu og koma í veg fyrir að þeir sem hafa sterkari markaðsað- stöðu nýti sér tækifærið á kostnað þeirra sem ruddu brautina í vetur,“ sagði Jón Baldvin. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er viðamikið plagg í sjö meginköfl- um. Fyrst er getið aðgerða sem miða að því að treysta afkomu atvinnu- Asmundur Stefáns- son, forseti ASÍ: Mótmæli lögbindingu „Það er ljóst að ríkisstjórnin hefur ákveðið í fyrsta lagi að lögbinda þá samninga sem ófrágengnir eru og jafnframt að lögbinda meðferð rauðu strikanna í sumar, ef ég skil það sem ég hef heyrt rétt. Því hlýt ég að mótmæla. Ég tel það óskynsamlega ráðstöfun vegna þess að ég hef ekki fyrir mér annað en að þeir samningar sem ógerðir eru hafi stefnt í það að vera í samræmi við það sem gerst hefur á vinnumark- aði að undanförnu. Ég fæ ekki komið því heim og saman að það sé af neinum ástæðum nauðsynlegt eða skynsamlegt að banna samningaviðræður í sumar ef verðlag fer frarn úr rauðu strikunum. Ég fæ ekki séð að slíkt samningsbann geti verið neinum til hagsbóta nema atvinnurekendum. Um aðgerðirnar að öðru leyti er lítið að segja fyrr en maður hefur skoðað þær en mér sýnist að það sé ákaflega veikurn tökum tekið á fjár- magnsmarkaðinum. Mér heyr- ist bindiskylda vera afmörkuð við verðbréfasjóðina sem eru minnstur hluti verðbréfamark- aðar. Því má segja að „grái markaðurinn" gangi áfram nánast hömlulaus.** -jih

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.