Tíminn - 21.05.1988, Side 8

Tíminn - 21.05.1988, Side 8
8 Tíminn Laugardagur 21. maí 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Synir íhaldsins Synir íhaldsins eru orðnir næsta ráðamiklir í ríkisfjölmiðlunum, og er svo sem ekkert við því að segja, beiti þeir völdum sínum af skynsemi. Vegna athugasemda frá Starfsmannafélagi Sjón- varps hefur Morgunblaðið gert sér tíðrætt um útboð á verkefnum fyrir sjónvarp. Af því tilefni var rætt við dagskrárstjóra Sjónvarps, sem lætur mikið yfir því hagræði að geta boðið út verk. í framhaldi af því sagði dagskrárstjóri: „Sjónvarpið er eign allra landsmanna, og á að þjóna þeim en ekki haga sér eins og klúbbur.“ Þetta kemur ekki alveg heim og saman við vinnubrögð við dagskrár- gerð. Þau hafa á sér yfirbragð klúbbsins, og er ekki nema von að starfsmenn telji ástæðu til að mótmæla útboðum á verkefnum, sem oftar en hitt hafa fallið innan seilingar kunningjahóps. Það er að vísu hárrétt metið að útboð á verkefnum fyrir sjónvarp gæti orðið til mikils sparnaðar fyrir Sjónvarpið og aukið fjölbreytni í efnisvali. Og eflaust hafa útboðin orðið til þess. Hins vegar ber forráðamönnum Sjónvarps að varast að það orð komist á, að ekki sé hægt að sækja eftir útboðum nema í fáa staði, sem þykja merkilegir fyrir það eitt að þar er talið að unnin sé merkileg vinna á sama tíma og talið er að aðrir jafngóðir aðilar vinni ómerkilega vinnu. Slíkur orðrómur er ekki sá kompás, sem ríkissjónvarp getur unnið eftir. Ljóst er að vitundariðnaður í vídeóheimi er nýr af nálinni hérlendis, og hann er enn að mestu í höndum á mönnum, sem halda að þeir séu bestir í heimi bara af því að geta axlað tökuvél. Þetta er ekki svona einfalt. Þá ríkir hrein geðveiki hér í tækjakaupum, og auglýsingastofur telja sig ekki geta skipt við myndver nema þau geti flett myndum í auglýsingum, sem er það nýjasta. Menn gera sér jafnframt grein fyrir því að sú tíska varir aðeins skamma stund. Fyrirbærið kostar á fjórðu milljón. Erlendis er flettingin varla komin í gagnið. En neytandinn þarf auðvit- að að borga fyrir þetta eins og annað. Það væri æskilegt að þeir sem við myndiðjuna vinna lærðu að fara sér hægar. Þeir eru ekki að vinna á Times Square í New York, heldur fyrir pínulítinn íslenskan markað, sem kannski passar ekki fyrir stórmennin, en verður að berast uppi af íslenskum neytendum. Umræðan um útboð Sjónvarpsins er gagnleg, en hún hefur ekki enn fært neinum heim sanninn um sparnað vegna þess að kunningjaþjóðfélagið ræður nokk sínum prísum, einkum ef þörfin er mikil vegna tækja- fyllirís og flettinga. Það mun svo sannast er tímar líða, og Sjónvarpið hefur lært að ganga frá tilboðum með venjulegum hætti, þannig að vitað sé hver býður hvað, hver flettir hvern að lokum. En á meðan eiga synir íhaldsins að reyna að þróa þetta mál af skynsemi. Fræg er sagan af því þegar þeir ortust á Kolbeinn jöklaskáld og Kölski á Þúfubjargi forðum. í því kvæðakappi var barist um sál og sálarheill. Sá, sem ekki gæti botnað vísu hins, skyldi steypast ofan af bjarginu og vera þaðan í frá á valdi hans. Lífsþróttur tungumála Margir láta nú í ljós ótta um framtíð íslenskrar tungu. Ýmsir þykjast finna fyrir því að íslensk- an standi á tímamótum, þótt e.t.v. sé þeim ekki öldungis ljóst í hvaða átt leið íslenskrar tungu liggur fram í tímann eða hvers konar mál íslenskan verður þeg- ar fram í sækir. Áhrifamaður í íslensku menntalífi hefur látið uppi þann grun sinn við góðvini sína að íslenska verði aflögð sem þjóðtunga íslendinga eftir 40-50 ár, hreinlega af hag- kvæmnisástæðum. Aðrir eru allt eins þeirrar trúar, að eftir nokkra áratugi geti svo farið að menntamönnum og tæknikröt- um þyki ekki ómaksins vert að nota íslensku þegar þeir fjalla um sérgreinar sínar í ræðu eða riti. Þótt svo kunni að fara, þarf það ekki endilega að merkja, að þessir menn hætti að tala ein- hvers konar íslensku við sitt eigið fólk heima fyrir eða sam- landa sína á förnum vegi. ís- Ienska yrði m.ö.o. heimilismál eins og dalamállýskur í Sviss eða staðbundið talmál af svipuðu tagi í öðrum löndum. Hana mætti hafa til staðbundinna nota í þröngum skilningi. Hversu lengi slíkt mál gæti enst, fer eftir ýmsu. Miðað við nútímaaðstæð- ur er lang líklegast að slíkt mál þornaði upp á nokkrum áratug- um. Verði áhugaleysið um þró- un móðurmálsins svo útbreitt og vanræksla þess svo megn að ekki sé hirt um að hugsa á því skapandi hugsanir, þá visnar það og deyr. Að útrýma þjóðtungum Nú er best að viðurkenna það strax að svona svartsýnishug- myndir um framtíð íslenskunnar eru ekki vel rökstuddar. E.t.v. eiga þær sér enga stoð. Satt er það að engin tillaga hefur komið fram um að takmarka íslensku- notkun neins staðar í þjóðlífinu. Að því leyti til er íslenskan vel á vegi stödd. Almenningsálitið er áreiðanlega andstætt þeirri hugsun að rýma í neinu fyrir erlendri málnotkun. Meðan al- menningsálitið er svo sterkt sem raun ber vitni að þessu leyti, þá er óþarfi að óttast um framtíð tungunnar. Það er aðeins tvennt sem heldur lífi í tungumálum og lætur þau þróast eðlilega frá kyni til kyns: Vilji almennings til þess að eiga sitt mál og hugverk skálda og annarra sem nota málið til þess að hugsa á því. Ef þróun tímans gengur í þá átt að drjúgur hluti vinnandi fólks fer að nota eitthvert stór- þjóðarmál í daglegum störfum og markaðshyggjan nær þeim tökum á orðlistarmönnum, að þeir sjái sér ekki hag í því að semja fyrir þröngan markað, þegar stærra markaðssvæði er í boði, þá dregst íslenskan upp sem sú þjóðtunga sem hún nú er. Málþróun af þessu tagi gæti sem hægast fylgt þeirri stefnu, sen nú er boðuð og margir telja eðlilega, að allar Evrópuþjóðir (svo dæmi sé tekið af kunnu afbrigði nútímaalþjóðahyggju) renni saman í eina ríkisheild, að allar vestrænar þjóðir og vel það búi undir stjórnarhatti eins stór- ríkis. Slíku stórríki er nauðsyn- legt að koma sér upp yfirtungu- máli, sem smám saman mundi útrýma mállýskum og smáþjóð- armálum. Tungumálaþróun sem þessi á sér ótal dæmi. Nærtækt er að líta til írlands. Frumtunga íra má heita útdauð nema hveð hún lifir á vörum fámennis á eyjum og útskögum vestast í landinu. Þó segir í stjórnarskrá lýðveldisins írlands að írska (gelískt mál) sé þjóðtunga íra. í raun er hún það ekki. Enska er það mál sem Irar nota, heima og heiman. Þetta stjómarskrárákvæði er einungis táknrænt, einhvers konar róm- antísk yfirbót fyrir menningar- lega hrösun íra í tímans rás. írskan leið ekki undir lok af því að hún væri fáskrúðugt hvers- dagsmál og skollaþýska. Hún var öldum saman blómlegt bók- menntamál, sterk og lifandi þjóðtunga. Hún varð að vísu fyrir barðinu á allsvakalegum útrýmingaraðferðum af pólitísk- um ástæðum. Það er auðvitað ekki ljóst hverjar útrýmingarað- ferðir verða notaðar í framtíð- inni þegar stjórnmálaástæður gera það nauðsynlegt að fækka tungumálum í heiminum. En dæmið af írskunni sannar að öllum tungumálum er hætt, þau geta öll dáið. Þar ráða ýmis atvik, stjórmálaþróun, stjórn- kerfi, efnahagsstefnur og við- horf til menningarmála, þ.e.a.s. þjóðmenningarmála. Finnskur stórmeist- ari í Norræna húsinu í sýningarsölum Norræna húss- ins í Reykjavík er að finna þessa daga fróðlega sýningu á bóka- skreytingum eftir frægasta myndlistarmann Finna, Akseli Gallen-Kallela, sem fæddur var 1865, en andaðist 1931. í sýning- arskrá segir að Gallen-Kallela sé kallaður „þjóðlistamaður“ vegna þess hve fjölþættur og mikilvægur aflvaki hann var og er í þjóðlegri, finnskri menn- ingu. Kolbeinn og Kölski í sögunni segir að þeir Kol- beinn og Kölski hafi sest út á bjarg nótt eina, þegar tungl óð í skýjum og brim gekk sem hæst við klettinn. Var svið þessarar kvæðarimmu all kynngimagnað. En fyrirkomulag keppninnar var þannig að Kölski skyldi fyrst ljóða fyrripörtum á Kolbein hálfa nóttina og hann botna, en síðari hluta nætur átti Kolbeinn að kveða fyrripartana og Kölski að botna vísurnar. Kvæðaskylm- ingar þessar gengu liðlega fram undir morgun. Var þar mörg stakan kveðin, og mátti ekki á milli sjá hvor gerði betur, enda mikil skáld sem í hlut áttu. Staðan í næturskák þeirra Kol- beins og Kölska var því lengst af jafnteflisleg. En í hetjusögum er ekkert aumara en að viðfangs- menn séu jafnir. Enda lék nú jöklaskáldið leik, sem Kölski var óviðbúinn. Tekur Kolbeinn upp hníf úr vasa sínum og heldur honum fyrir framan glyrnurnar á Kölska, svo að egg hnífsins bar við tunglið og kveður við raust þennan draugslega fyrri- part: Horfðu í þessa egg egg undir þetta „túll“ „túll“. „Þá varð Kölska orðfall“, segir í samtímaheimild af þessum við- burði. En sá gamli tók sig þó á og mælti hálf-hneykslaður: „Þetta er ekki skáldskapur, Kol- beinn!“ Fljótt á litið sýnist auð- velt að samsinna þessum bók- menntasmekk Kölska. Hefði fleirum getað farið sem honum að gefast upp við að botna slíkan fyrripart. En Kolbeinn hafði hugsað leikinn til enda. Hann kyrjaði yfir Kölska eftir- farandi botn, sem er eitthvert hið lífseigasta ljóðastef í gervöll- um bókmenntum íslendinga: Ég steypi þér þá með legg legg, sem liðurinn hrærir „úll“ „úll“. Við þetta féll Kölski í ómegin og var þó ekki yfirliða gjarnt. Steyptist hann ofan af bjarginu í sjó niður. Hann raknaði auðvit- að úr rotinu í brimskaflinum og bjargaði sér á sundi til síns heima. Mun satt vera sem segir í samtíma frásögn að Kölski hafi ekki boðið Kolbeini til vísna- keppni eftir þetta. Hversdagsmál og bókmenntamál Þótt ekki sé annað, þá minnir þessi saga á þann þjóðlega sið, sem einkenndi tómstundagaman og afþreyingarframtak Islend- inga um aldir að kveðast á eða senda hver öðrum orðahnútur í gamni og alvöru með frumortum vísum. Eitthvað bar á því að menn tækju vísur alvarlega, ekki síst ef þær voru ortar í níðvísna- stíl, þótt tilefni þeirra væri eins oft ekki annað en það, að sá sem vísuna fékk hefði pantað hana á sig hjá vini sínum að gamni sínu. Ekki fer milli mála að kveð- skaparíþróttin, áhugi á bragar- háttum og hrynjandi, var til þess fallin að þroska málkennd manna, auka orðaforðann, við- halda tungunni sem bókmennta- máli á vörum alþýðunnar. Þann- ig varð íslenskan langt ofan við það að vera hversdagsmállýska til heimabrúks eins og þær þús- und skollaþýskur og golfrönsk- ur, sem fylla hvem afdal í Evrópu og engum er neitt metnaðarmál að dugi fram yfir það að menn geti talað við heimafólk sitt og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.