Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Laugardagur 21. maí 1988
H1 Félagsstarf aldraðra
T í Reykjavík
Orlofsdvöl
Eins og undanfarin sumur efnir Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar í samstarfi við íslensku Þjóð-
kirkjuna til orlofsdvalar að Löngumýri í Skagafirði.
í sumar hafa eftirfarandi tímabil verið ákveðin.
1. hópur 30. maí til 10. júní.
2. hópur 4. júlí til 15. júlí.
3. hópur 18. júlí til 29. júlí.
4. hópur 15 ágúst til 26. ágúst.
5. hópur 5. sept. til 16. sept.
Innritun og allar upplýsingar eru veittar skriístofu
félagsstarfs aldraðra í Hvassaleiti 56-58 símar:
689670 og 689671 frá kl. 9.00-12.00.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
Auglýsing
um starfslaun til listamanna
Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar auglýsir
eftir umsóknum um tvenn starfslaun til listamanna.
Annars vegar eru starfslaun til 12 mánaða hið
lengsta og fer úthlutun þeirra fram í júnímánuði,
en hins vegar eru starfslaun til þriggja ára og fer
úthlutun þeirra fram hinn 18. ágúst.
Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun
starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík og að
öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir um úthlutun, sem
ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf.
Listamenn skulu skuldbinda sig til þess að gegna
ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfs-
launa.
Umsóknarfrestur er til 10. júní 1988.
Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar,
Austurstræti 16
Auglýsing
um lausar stöður veiðieftirlitsmanna
Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir að ráða veiði-
eftirlitsmenn.
Umsækjendur sem til greina koma þurfa að
uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Hafa lokið fiskimannaprófi II. stigs.
2. Hafa starfað sem yfirmenn á fiskiskipi.
3. Hafa þekkingu á öllum algengustu veiðum og
veiðarfærum.
4. Æskilegur aldur 30-50 ára.
Umsóknir þurfa að hafa borist ráðuneytinu fyrir 15.
júní n.k. og skal þar greina aldur, menntun og fyrri
störf.
Sjávarútvegsráðuneytið, 18. maí 1988
Kennarar -
Sláist í hópinn
Framhaldsskólinn á Húsavík er enn í mótun.
Spennandi verkefni bíða þín ef þú kennir stærð-
fræði, tölvufræði, íslensku, þýsku, ensku, frönsku,
dönsku eða viðskiptagreinar. Kannið hvað er í
boði. Sími 96-41344.
Skólameistari
MINNING ...... .. : : .-....':!ííilíil!;ill!l!lllllll[;iiiS!llii!ií!:i'!
Steinn Sigurgeir
Kristjánsson
Ólafsvík
Fæddur 13. ágúst 1912
Oáinn 11. maí 1988
í dag verður jarðsettur frá Ólafs-
víkurkirkju einn af eldri borgurum
Ólafsvíkurkaupstaðar, Steinn S.
Kristjánsson.
Við fráfall hans er horfinn af
sjónarsviði merkur samferðamaður,
einn þcirra mörgu harðgerðu
manna, sem ólust upp í fátækt og
erfiðleikum fyrri kreppuára, ekki
síst í sjávarþorpum.en meðeljusemi
og dugnaði unnu bug á erfiðleikum
og áttu ríkan þátt í að hefja fram-
farasókn og byggja upp myndarlega
útgerðarstaði, eins og Ólafsvík er í
dag.
Þess vegna er bjart yfir minningu -
slíkra manna.
Ævi Steins S. Kristjánssonar var
viðburðarík, hann lifði og tók virkan
þátt í harðri lífsbaráttu þjóðarinnar
á tímaskeiði mestu erfiðleika og
fátæktar til velmegunar nútímans.
Hann var glaður og stoltur yfir
framförum í sínu kæra byggðarlagi,
þar sem hann lifði og starfaði alla
sína ævidaga og unni af alhug.
Steinn var að eðlisfari lífsglaður
maður og viðmótsgóður, hann var
því vinsæll og vinfastur - drengur
góður í þess orðs fyllstu merkingu.
Steinn S. Kristjánsson fæddist í
Ólafsvík 13. ágúst 1912. Foreldrar
hans voru hjónin Kristján Vigfús-
son, sjómaður, og Guðmunda Eyj-
ólfsdóttir, sæmdar- og dugnaðar-
fólk. Börn þeirra voru 9; eru nú tvö
þeirra á lífi, Eyjólfur og Guðný.
Á þessu tímabili var mikil fátækt
í byggðum á Snæfellsnesi og lífsbar-
áttan hörð, ekki síst í sjávarþorpun-
um. Þessu fékk Steinn að kynnast í
sínum uppvexti í stórum barnahóp,
en meðfædd bjartsýni og þrautseigja
tiuðkcnndi allt þetta fólk og með
samstilltum kröftum, verklagni og
dugnaði tókst að sigrast á erfiðleik-
um.
Steinn stundaði jöfnum höndum
sjómennsku og landvinnu, eftir því
sem til féll. Hann var eftirsóttur til
allra starfa, kraftmikill, glaðsinna og
hafði góð áhrif á vinnufélaga, enda
sérlega vinsæll á vinnustað.
Hann var dugmikill sjómaður og
eftirsóttur beitningamaður, eins og
bræður hans, sem voru sérlega af-
kastamiklir í þeirri grein sjó-
mennsku, sem á þeim árum var
þýðingarmikið, þar sem línuveiðar
voru aðaltegund fiskveiða.
Aðalstarfsvettvangur hans varð
síðan fiskvinnslan til verkloka, þar
sem hann var jafnvígur á öll störf,
hvort sem var í saltfiskverkun eða
frystihúsavinnu.
Hann tók þátt í félagsstörfum,
ekki hvað síst í verkalýðsfélaginu og
í samtökum sjómanna í Ólafsvík.
Hann var góður liðsmaður. ávallt
tilbúinn til starfa í félagsmálum.
Hann og kona hans Dagbjört höfðu
mikla ánægja af að gleðjast með
öðrum og taka þátt í fagnaði.
Þáttaskil urðu í lífi Steins S.
Kristjánssonar 1935 er hann gekk í
hjónaband með Dagbjörtu Nönnu
Jónsdóttur frá Arnarbæli á
Fellsströnd. Dalasýslu. Hófu þau
búskap í Ólafsvík sama ár.
Sarnbúð þeirra hefur ávallt verið
einlæg og traust og þau samhent um
alla hluti. Heimili þeirra, fyrst í
Melabúð, síðan Ólafsbraut 48, bar
vitni snyrtimennsku, gestrisni og
hlýhug til samferðamanna.
Dagbjört var eftirminnileg kona.
Hún var hamhleypa til starfa og
velvirk. Hún var listræn, hafði yndi
af tónlist, spilaði á harmoniku heima
hjá sér fyrir vini og kunningja. Hún
lagði ávallt gott til mála og var
tilbúin að fórna sér fyrir aðra. Heim-
ili þeirra hjóna var opið fyrir alla;
þeir voru margir vinirnir sem áttu
þar góðar, eftirminnilegar stundir.
Þótt ekki væru alltaf mikil efni og
húsnæði þröngt, voru mannkostir
húsfreyjunnar slíkir, að hvorki börn-
in né hinn stóri hópur skyldmenna
og vina fundu fyrir slíku á heimili
Dagbjartar og og Steins.
Þau eignuðust fjögur börn. Þau
eru: Eygló, gift Jóni Viggóssyni,
búsett í Reykjavík; Halla, gift Birgi
Jónssyni, búsett í Reykjavík; Adolf,
giftur Erlu Þórðardóttur, búsett í
Ólafsvík; Nína, ógift, búsett í
Reykjavík.
Ennfremur ólu þau upp dótturson
sinn, Hilmar Gunnarsson, sem sinn
eigin son. Hann er giftur Áslaugu
Þráinsdóttur, búa þau í Reykjavík.
Eins og áður sagði var heimili
þeirra hjóna fullt af hlýju og velvild;
börn þeirra nutu þessa í ríkum mæli.
Heilsu þeirra hjóna hrakaði mjög
síðustu árin. Þau fluttu í nýtt Dvalar-
heimili aldraðra t Ólafsvík fyrir
tveimur árum. Dagbjört lést 18. des.
1987.
Steinn hafði um árabil átt við
erfiðan sjúkdóm að stríða, en lífsvilji
hans var sterkur og hann stóð sig
eins og hetja; hugur hans var ávallt
heima í Ólafsvík, þegar hann dvald-
ist á sjúkrastofu. Var aðalatriðið að
komast sem fyrst heim í sitt byggðar-
lag til vina. Hann var sannur „Óls-
ari“.
Það er bjart yfir minningu Steins
S. Kristjánssonar. Þrátt fyrir erfið-
leikatímabil var hann gæfumaður.
Hann var vel látinn af samferða-
mönnum, viðurkenndur dugnaðar-
forkur og fjölhæfur til verka, lífs-
glaður og léttur í lund og fljótur að
svara fyrir sig. Hann naut þess að
fylgjast með framförum og uppbygg-
ingu og elskaði byggðarlag sitt.
Hann helgaði líf sitt fyrst og
fremst ástvinum sínum; heimilið,
eiginkonan og velferð barnanna var
aðalmarkmið lífs hans. Börn hans
og barnabörn bera merki umhyggju
hans - það var hans hamingja.
Ég og mitt fólk munum minnast
Steins S. Kristjánssonar með hlýhug
og þakklæti fyrir samfylgdina - og
trausta vináttu alla tíð.
Við flytjum börnum hans og öðr-
um ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að blessa
þeim minninguna um góða foreldra.
Alexander Stefánsson
Útboð
Klæðingar á Vesturlandi 1988
Vegagerðríkisinsóskareftirtilboðum í ofangreint
verk. Nýlagnir og yfirlagnir á sjö köflum samtals
30 km.
Verki skal lokið 1. september 1988.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í
Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 24. maí n.k.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00
þann 6. júní 1988.
Vegamálastjóri
Viðskiptafræðingur
Fræðslustarf og umsjón starfsþjálfunar við Sam-
vinnuskólann á Bifröst er laust til umsóknar.
Viðskiptafræðimenntun eða önnur sambærileg
menntun og reynsla í atvinnulífinu áskilin.
Góð launakjör, mikil tengsl við atvinnulífið, at-
vinnumöguleikar fyrir maka og fjölskyldu. íbúð á
Bifröst fylgir starfi.
Umsóknir sendist skólastjóra Samvinnuskólans á
Bifröst og hann veitir upplýsingar í síma 93-50000.
Samvinnuskólinn
fFélagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
Fjölskyldudeild
Fósturheimili óskast fyrir þroskaheft börn.
Nánari upplýsingargefurÁslaug Ólafsdóttir félags-
ráðgjafi í síma 685911 e.h. alla virka daga.
'V/V/M
V
V
VEGAGERÐIN