Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 21. maí 1988 Vorsýning Myndlista- skólans á Akureyri Vorsýning Myndlistaskólans á Akur- eyri verður opnuð í dag, laugardaginn 21. maí í salarkynnum skólans, Glerárgötu 34,4. hæð ogGallerí Glugganum á 1. hæð í sama húsi. Á sýningunni verða verk sem nemend- ur hinna ýmsu deilda skólans hafa unnið í vetur. Starfsemi skólans er einkum tvíþætt. Annars vegar er það síðdegis- og kvöldnámskeið fyrir börn og fullorðna í hinum ýmsu greinum myndlista, og hins vegar dagskóli, fornámsdeild, þar sem fram fer listrænn og tæknilegur undirbún- ingur undir nám í sérnámsdeildum, mál- unardeild, sem er þriggja ára sérnám. Einnig annast skólinn hinn faglega þátt myndlistarbrautar Menntaskólans á Ak- ureyri. Á sýningunni um helgina gefur að líta allgott yfirlit yfir hið margþætta starf sem unnið er í skólanum á námskeiðum og dagdeildum. „Það er von nemenda og kennara, að sem flestir bæjarbúar auki á lit hvíta- sunnuhelgarinnar með því að koma á sýninguna að skoða og kynnast starfsemi skólans," segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Nemendur Myndlistaskólans á Akur- eyri voru 200 á hvorri önn í vetur, og kennarar 12. Sýningin verður opin kl. 14:00-22:00 yfir helgina, og henni lýkur á mánudags- kvöldið. Kristinn Morthens listmálari að störfum. Kristinn Morthens sýnir íHveragerði Kristinn Morthens listmálari hefuropn- að myndlistarsýningu í Félagsheimili Ólf- usinga í Hveragerði. Kristinn hefurverið í fremstu röð íslenskra alþýðumálara og málað íslcnska náttúru í hálfa öld. Hann málar einkum myndir frá æskustöðvum sínum við Heklu og fleiri stöðum á Suður- og Vesturlandi. Á þessari sýningu mun Kristinn sýna 30 myndir, málaðar með olíu- og vatnslitum og eru þær allar til sölu. Sýningin verður opin kl. 14:00-22:00, en síðasti sýningardagur er mánud. 23. maf. Á meðan á sýningu stendur mun Kven- félag Hveragerðis vera með kaffi- og kökuveitingar. ICsther Helga Guðmundsdóttir og David Knowles. Söngtónleikar að Kjarvals- stóðum á annan í hvítasunnu Esther Helga Guðmundsdóttir hcldur sína fyrstu einsöngstónleika hér á landi að Kjarvalsstöðum á annan í hvítasunnu, 23. maí kl. 20:00. Hún lýkur prófi í söng og tónlistarfræðum frá Háskólanum í Indiana, Bandaríkjunum, í lok þessa árs. Esther hefur sungið tvö hlutverk við Óperuna í Indiana, auk þess hefur hún ferðast sem einsöngvari með kórum til Ítalíu og komið fram við ýmis tækifæri hér heima og erlendis. Undirleikari er David Knowles. David Knowles útskrifaðist sem pían- óundirleikari frá Royal Northern College of Music í Manchester árið 1980. Hann hefur verið búsettur hér á landi um árabil og starfar sem undirleikari við Söngdeild Garðabæjar og Söngskólans í Rcykjavík. David hefur komið fram sem undirleikari víða um land. Efnisskráin verður fjölbreytileg. Dramatískar aríur úr óperum eftir G.H. Gluck ogG. C. Menotti, Sigaunalög eftir A. Dvorák, þrjú Ijóð eftir R. Strauss, Ljóðaljóð Páls lsólfssonar og Ijóðaflokk- urinn „1 Hate Music“ eftir Leonard Bernstein. Tónleikar í íslensku óperunni Þorstcinn Gauti Sigurðsson píanóleik- ari heldur tónleika í íslensku óperunni þriðjudaginn 24. maí kl. 20:30. Þetta eru þriðju tónleikarnir á vegum Styrktarfélags Islensku óperunnar. Þorsteinn Gauti hóf ungur píanónám og lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1979. Hann stund- aði framhaldsnám í Juilliard School of Music í New York og í Róm á Ítalíu og hefur komið fram víða um lönd sem einleikari með hljómsveitum og á tónleik- um. Á efnisskránni eru verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, S. Rachmaninoff, M. Ravel og F. Liszt. Miðar við innganginn (400 kr.) og er 15% afsláttur til Styrktarfélags íslensku óperunnar, ellilífeyrisþega og námsm- anna. Islenska óperan Aukasýning á Don Giovanni Islenska óperan hefur ákveðið eina aukasýningu á óperunni Don Giovanni eftir Mozart föstudaginn 27. maí kl. 20:00. Húsfyllir var á síðustu sýningar og eftirspurn mikil eftir miðum. Hljómsveit- arstjórinn, Anthony Hose, getur komið til landsins þessa helgi, svo þá þótti tilvalið að hafa aukasýningu fyrir þá sem urðu áður að hverfa frá. Þetta er því síðasta tækifærið til að sjá og heyra þessa frábæru sýningu á Don Giovanni. Hafnarfjarðarkirkja Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 á hvíta- sunnudag. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason Keflavíkurkirkja Hvítasunnudagur - guösþjónusta kl. 11:00. Kór Keflavíkurkirkju syngur og organisti er Siguróli Geirsson. Sóknarprestur Húnvetningafélagið - aðalfundur Aðalfundur Húnvetningafélagsins í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 24. maí kl. 20:00 í félagsheimilinu Skeif- unni 17. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi- veitingar. Stjómin Neskirkja Hvítasunnudagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11:00. Á annan í hvítasunnu: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00. Orgel og kórstjórn: Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson N0RRÆN MENNINGARRÁÐSTEFNA „Lífgandi menning" (Kultur sem gcr lif) er yfirskrift ráðstcfnu sem Antrópó- sófíska félagið í Svíþjóð býður til í sumar. Ráðstefnuhaldið fer einkum fram á Ru- dolf Steiner-seminaríinu í Járna ogstend- ur yfir í 3 vikur, frá 17. júlí til 5. ágúst. Til umræðu verða framtíðarleiðir í samfélaginu, á hvern hátt verði snúist til baráttu með lífinu. Meðal ræðumanna verður fólk frá Norðurlöndunum sem starfar að menningar- og náttúruverndar- málum. Má þar nefna forstöðumenn Rauða krossins í Svíþjóð og umhverfis- málaráðherra Dana. Kostur gefst á að kynnast starfi antrópósófa og þeirri lífs- sýn sem þar býr að baki. Heimsóknir verða í stofnanir og fyrir- tæki, sýningar, tónleikar og fleira á döf- inni. Ráðstefnan er öllum opin, dagskrá og nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum Rudolf Steinerseminariet, 15300 Járna. Neskirkja - Starf aldraðra Opiö hús fyrir aldraða þriðjudag og fimmtudag kl. 13:00-17:00. Á miðvikudag er „Fvrirhænamessa" kl. 18:20. TENNISMÓT Nick Dunlop tcnnismót unglinga, 16 ára og yngri, verður haldið dagana 27.- 29. maí við Kópavogsskóla. Skrásetn- ingalistar liggja frammi við tennisvelli í Kópavogi og við Víkingsvelli í Fossvogi. Þátttöku er einnig hægt að tilkynna til Páls Stefánssonar í síma 75262 fyrir kl. 20:00 fimmtudaginn 26. maí. Keppni hjá „Hár & fegurð“ Nýstárleg keppni stendur nú yfir hjá tímaritinu Hár & fegurö. Keppt er um hártískulínur fyrír veturínn ’88-’89. Keppnin er flokkuö í tvo flokka og er lögö áhersla á permanent í öörum flokkn- um og litanir í hinum. Þarna fær hár- greiðslufólk tækifæri til aö spreyta sig og láta hæfileikana njóta sín. Mynd af vinningsmódelinu verður birt á Noröurlöndunum og víðar í heiminum, einnig verður vinningsmyndin sett á plak- at sem dreift veröur víöa. Hallgrímskirkja - Starf aldraðra Næstkomandi fimmtudag, 26. maí, er fyrirhuguð ferð til Selfoss. Þar verða söfn og kirkjan skoðuð. Ekið verður að Hraungerði og þar mun frú Stefanía Gissurardóttir, síðasta prestskona staðar- ins, segja frá. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist í félagsheimilinu Skeifunni 17 laugardaginn 21. maí kl. 14:00. Kaffiveit- ingar. Allir vclkomnir. Húnvetningaf élagið ■ aðalf undur Aðalfundur Húnvetningafélagsins í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 24. maí kl. 20:00 í félagsheimilinu Skeif- unni 17. Venjuleg aðalfundarstörf kaff- iveitingar. Stjómin Þorlákskirkja opin ferðamönnum Á sfðasta sumri tók sóknarnefnd Þor- lákskirkju upp það nýmæli að hafa kirkjuna opna ferðamönnum um helgar og hafa þar staðkunnugt fólk, sem veitt gæti gcstum haldgóðar upplýsingar um kirkjuna og byggðina t Þorlákshöfn. Þessi nýbreytni gafst mjög vel. Nú hefur vcrið ákveðið að hafa sama háttinn á í sumar og hafa kirkjuna opna á laugardögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Kirkjan verður opin og Ieiðsögumenn þar staddir kl. 15:00-19:00 báða dagana. Ef þessi tími hentar ekki er hægt að hringja í símanúmer sem er uppfest við kirkjudyrnar, og fá annan tíma. Ef hópar koma í miðri viku þar að láta vita um það með fyrirvara og hringja í síma (99)3881 eða 3780 - til 10. júlí, en eftir þann tíma í síma (99) 3638 eða 3990. Minningarkort Styrktarsjóðs bamadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður barnadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minningar- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Ápótek Seltjarnarness, Vesturbæjar- apótek, Hafnarfjarðarapótek, Garðsapó- tek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Ár- bæjarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavíkurapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsapótek, Lyfjabúðin Iðunn. Blómaverslanirnar Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjarnarnesi og Blómaval Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrif- stofu og barnadeild Landakotsspítala. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardagaogsunnudagakl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla dagafrá kl. 11:00-17:00. ÚTVARP/SJÓNVARP lllllllllllllllllllllllllllllllllllli Laugardagur 21. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Karl Sigurbjömsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Pét- ursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónlist. 9.30 Saga barna- og unglinga: „Drengirnir á Gjögri“ eftir Bergþóru Pálsdóttur. Jón Gunnars- son les (7). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Vikulok. Brot úr þjóðmálaumræðu vikunnar, fréttaágrip vikunnar, hlustendaþjónusta, viðtal dagsins og kynning á helgardagskrá Útvarps- ins. Tilkynningar lesnar kl. 11.00. Umsjón: Einar Kristjánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.10 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Porgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Páttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.30 Leikrit: „Bláklædda konan“ eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Erlingur Gíslason, Ragnheiður Steindórsdóttir, ívar örn Sverrisson, ísold Uggadóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Jón Gunnars- son, Baldvin Halldórsson, Ellert Ingimundarson og Klemenz Jónsson. (Einnig útvarpað nk. þriðjudagskvöld kl. 22.30). 17.05 „öskubuska", balletttónlist eftir Sergei Prokofiev. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; André Previn stjórnar. 18.00 Gagn og gaman. Umsjón: Sigrún Sigurðar- dóttir. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 Kvöldmálstónar. Ella Fitzgerald syngur lög eftir Jerome Kern. Nelson Riddle útsetti og stjórnar hljómsveitinni sem leikur. (Af geisla- diski, hljóðritað í Los Angeles 1963). 20.00 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl. 14.05). 20.30 Maður og náttúra - Útivist. Þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar. 21.30 Danslög 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Útvarp Skjaldarvík. Leikin lög og rifjaðir upp atburðir frá liðnum tíma. Umsjón: Margrét Blöndal. (Frá Akureyri) 23.20 Stund með Edgar Allan Poe. Viðar Eggerts- son les söguna „Dularfull fyrirbrigði”. (Áður útvarpað í júní í fyrra). 24.00 Fréttir. 24.10 Um lágnættið. Sigurður Einarsson kynnir sígilda tónlist. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 02.00 Vökulógin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi.Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson tekur á móti gestum í morgunkaffi, leikur tónlist og kynnir dagskrá Ríkisútvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Léttir kettir. Jón Ólafsson gluggar í heimilis- fræðin... og fleira. 15.00 Við rásmarkið. Sagt frá íþróttaviðburðum dagsins.Umsjón: íþróttafréttamenn og Gunnar Svanbergsson. 17.00 Lög og létt hjal. Svavar Gests kynnir innlend og erlend lög og tekur gesti tali um lista- og skemmtanalíf um helgina. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á Iffið. Eva Albertsdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 21.. maí 13.30 Fræðsluvarp. 1. Garðar og gróður. Garð- yrkjuþáttur, gerður í samvinnu við Garðyrkju- skóla ríkisins. í þættinum er fjallað um jarðveg og áburð. 2. Skákþáttur. Umsjónarmaður Áskell örn Kárason. 3. Hvað vil ég? Mynd unnin á vegum námsráðgjafar Háskóla íslands og Fræðsluvarps og fjallar um þau atriði sem liggja til grundvallar náms- og starfsvali. Mynd sem á erindi til alls námsfólks í grunnskólum og framhaldsskólum. 14.40 Hlé 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies) Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.25 Staupasteinn (Cheers) Bandarískur gam- anmyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður 20.35 Lottó 20.40 Landið þitt - ísland Umsjón Sigrún Stefáns- dóttir. 20.50 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 21.20 Óðal feðranna. Islensk kvikmynd frá 1980. Höfundur og leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Aðalhlutverk: Jakob Þór Einarsson, Hólmfríður Þórhallsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Guðrún Þórðardóttir. Eftir andlát föður síns ákveður Helgi að halda á eftir bróður sínum Stefáni til Reykjavíkur í framhaldsnám. Hvorugur bræðr- anna hefur áhuga á búskap og þeir ákveða að telja móður sína á að bregða búi, selja jörðina og flytja suður ásamt systur þeirra. Þessi áform verða að engu. Sænska kvikmyndaakademían útnefndi Óðal feðranna eina af úrvalsmyndum ársins 1981. Á undan sýningu myndarinnar ræðir lllugi Jökulsson við Hrafn Gunnlaugsson. 23.05 Nancy Wake (Nancy Wake) Seinni hluti áströlsku myndarinnar um blaðakonuna Nancy Wake sem gegndi mikilvægu hlutverki í frönsku andspymuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöld- inni. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Laugardagur 21. maí 09.00 Með afa. Þáttur með blönduðu efni fyrir yngstu börnin. Afi skemmtir og sýnir bömunum stuttar myndir: Skeljavík, Kátur og hjólakrílin og fleiri leikbrúðumyndir. Emma litla, Lafði Lokka- prúð, Yakari, Júlli og töfraljósið, Depill, í bangsa- landi og fleiri teiknimyndir. Solla Bolla og Támína, myndskreytt saga eftir Elfu Gísladótt- ur. Myndir: Steingrímur Eyfjörð. Gagn og gaman, fræðslumynd. Allar myndir sem bömin sjá með afa, eru með íslensku tali. Leikraddir: Elfa Gísladóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson, Kolbrún Sveins- dóttir, Randver Þorláksson og Saga Jónsdóttir. 10.30 Kattanórusveiflubandið. 11.00 Hinir umbreyttu. Teiknimynd. Þýðandi Ást- ráður Haraldsson 11.25 Henderson krakkarnir. Leikinn myndaflokk- ur fyrir börn og unglinga. Systkini og borgarbörn flytjast til frænda síns upp í sveit þegar þau missa móðursína. Þýðandi: Gunnar Þorsteins- son. 12.05 Hlé. 13.50 Fjalakötturinn. Tim. Tim. Áströlsk mynd um hálffertuga konu er verður ástfangin af sér yngri manni, sem er þroskaheftur. Kynni þeirra takast þegar hún ræður Tim til garðyrkjustarfa, en upp frá því fer vinátta þeirra að þróast. I fyrstu beinist áhugi hennar að því að kenna Tim að lesa, mála og skilja það sem hann hafði ekki haft tækifæri til að læra vegna rangs uppeldis og utanaðkomandi áhrifa. Samband þeirra verður að heitu tilfinningasambandi, þar sem Tom á ekki síður þátt í að fylla líf þeirra hamingju. Aðalhlutverk: Piper Laurie og Michael Gibson. Leikstjóri: Michael Pate. Framleiðandi: Michael Pate. Ástralía 1979. Sýningartími 90 mín. 15.35 Ættarveldið. Dynasty. Framhaldsþáttur um ættarveldi Carringtonfjölskyldunnar. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 20th Century Fox. 16.30 Nærmyndir. Nærmynd af Friðrik Ólafssyni. Umsjónarmaður: Jón Óttar Ragnarsson. Stöð 2. 17.00 NBA-körfuboltinn. Einhverjir snjöllustu íþróttamenn heims í hörðum leik. Umsjón Heimir Karlsson. ___________________ 18.30 íslenski listinn. Bylgjan og Stöð 2 kynna 40 vinsælustu popplög landsins. Vinsælirhljómlist- armenn koma fram hverju sinni. Þátturinn er gerður í samvinnu við Sól hf. Umsjónarmenn: Felix Bergsson og Anna Hjördís Þortáksdóttir. Stjómandi upptöku: Valdimar Leifsson. Stöð 2/Bylgjan. 19.1919.19 Fréttir og fréttatengt efni ásamt veður- og íþróttafréttum. 20.10 Hunter. Hunter og MacCall komast á slóð harðsnúinna glæpamanna. Þýðandi: Ingunn Ingólfsdóttir. Lorimar.________________________ 21.00 Silverado. Silverado. Myndin segirfráfjórum ólíkum mönnum sem mætast fyrir tilviljun á leið til Silverado hver í sínum erindagjörðum. Leik- stjórinn, Kasdan, sem hefur m.a. leikstýrt mynd- unum Body Heat og The Big Chill, hefur eftirfarandi að segja um Silverado: „Hetjumar í Silverado hafa hver sína ástæðu til ferðalagsins og allir eru með ákveðið markmið í huga. Þegar líður á myndina myndast sterk tengsl milli ferðalanganna, sem öllum eru sameiginleg, leitin að einhvers konar fjölskyldulífi“. Aðalhlut- verk: Kevin Klein, Scott Glenn, Rosanna Arqu- ette, John Cleese, Kevin Costner, Jeff Goldblum og Linda Hunt. Leikstjórn: Lawrence Kasdan. Framleiðandi: Lawrence Kasdan. Columbia 1985. Sýningartími 130 mín. 23.20 Skrifstofulíf. Desk Set. Ungum eldhuga er falið það verkefni að endurskipuleggja deild sjónvarpsstöðvar með það fyhr augum að hún verði nútímalegri. Meðal breytinga hyggur hann á tölvuvæðingu en deildarstjórinn, sem er íhaldssöm kona, er lítið gefin fyrir nýjungar og uppivöðslusama menn. Þessi frábæra gaman- mynd á eflaust eftir að kynda undir góða skapið. Aðalhlutverk: Spencer Tracy og Katherine Hepbum. Þýðandi: Ástráður Haraldsson, 20th Century Fox. 01.00 Þorparar. Minder. Spennumyndaflokkur um lífvörð sem á oft erfitt með að halda sér réttu megin við lögin. Þýðandi: Björgvin Þórisson. Thames Television. 01.50 Líf og dauði í L.A. To Live and Die in L.A. Leyniþjónustumaður kemst á snoðir um dval- arstað peningafalsara nokkurs, en áður en hann getur borið hönd yfir höfuð sér, er hann myrtur á hroðalegasta hátt. Félagi hans sver þess dýran eið að leita hefnda og ná sér niðri á sökudólgnum. Aðalhlutverk: William L. Peter- son, Willem Dafoe og John Pankow. Leikstjóri: William Friedkin. Framleiðandi: Irving H. Levin. Þýðandi: Bjöm Baldursson. United Artists 1985. Sýningartími 116 mín. Ekki við hæfi barna. 03.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.