Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 21. maí 1988 Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Egilsstöðum, veitt frá 1. september 1988. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Ólafsvík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina á Þórshöfn. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina í Kópavogi. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina í Asparfelli, Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. maí 1988 Forval vegna hugbúnaðarútboðs Á næstunni verður leitað tilboða í lokuðu útboði í bókhaldskerfi, fjárhags- og viðskiptabókhald fyrir sjúkrahús og fleiri stofnanir. Notaður verður bók- haldslykill svipaðurlykli ríkisbókhalds. Deildaskipt- ing og hvers konar sundurliðun á mismunandi svið lykilsins þarf að vera auðveld. Viðskiptabókhald er ekki stór þáttur, en þarf að vera þjált í meðförum. Kröfur verða gerðar um öryggi gagna, að kerfið uppfylli kröfur um endurskoðun, um skjölun og lipurt notendaumhverfi. Reiknað er með að notað- ar verði einmenningstölvur, en notkun á neti eða í annars konarfjölnotendaumhverfi kemurtil greina. Þar sem tími til kerfisgerðar er stuttur verður sérstaklega litið á þann möguleika að aðlaga kerfi, sem þegar hefur fengist reynslá á í notkun. Fyrirtæki, sem óska að taka þátt í forvali þessu sendi vinsamlegast upplýsingar um fyrirtækið og kerfi, sem þau hafa að bjóða til Fjárlaga- og hagsýslustofnunar, Arnarhvoli, í síðasta lagi 26. maí. Upplýsingar gefa Jóhann Gunnarsson í síma 25000 eða Erna Bryndís Halldórsdóttir í síma 27888. Dráttarvél óskast Vantar notaða dráttarvél, 40-70 hestafla, með drifi á öllum hjólum, þarf að vera vel gangfær. Upplýsingar í símum: 667475, 667576 (Björn) og 672322 (Hermann). Frá Fósturskóla íslands Innritun fyrir næsta skólaár lýkur 1. júní. Skólastjóri SAMVINNUMÁLl llllllllllllllli Verðbólgan hér og þar nóu. 87 H 2.6 5.5 6.9 7.6 7.9 6.5 Uinstrí súla: 7 markabs- og samkeppnislönd Hægri súla: ísland Löndin 7 eru Bandaríkin, Japan, Bretland, Frakkland, Uestur-Þýskaland, Noregur og Kanada. Heimild: 0ECD og Hagtölur mánabarins „Verðbólgan hér og þar“ Á aðalfundi Félags Sambandsfiskframleiðenda gerði Sigurður Markússon frkvstj. verðbólguna hér á landi og í nokkrum öðrum löndum að umtalseíni í lokaorðum skýrslu sinnar til fundarins. Þennan kafla tóku fundarmenn upp í sérstaka ályktun sem þeir samþykktu og gerðu þar með orð Sigurðar að sínum. Þessi kafli úr skýrslu hans, sem dagsett er 7. maí, er svohljóðandi: „Þegar þetta er ritað er staða fiskvinnslunnar - og þá einkanlega frystingar - með því erfiðasta sem þekkst hefur um langt skeið. Þeir sem gerst mega vita telja að tap framleiðenda sé einhvers staðar á bilinu 10 til 20% af tekjum. Flestir munu nú sammála um að við svo búið megi ekki lengur standa og því sé þörf skjótra úrbóta. Við mat á þessari stöðu gleymist því miður oft það, sem telja verður meginástæðu fyrir síendurteknum þrengingum út- flutningsatvinnuveganna, en það er misræmið á milli verðhækkana hér á landi annars vegar og í markaðs- og samkeppnislöndum okkar hins vegar - þetta er sem sagt spurningin um verðbólguna hér og þar, spurningin um „umframverðbólguna" á íslandi. Þetta misræmi kemur ljóslega fram í töflunni hér á eftir, sem unnin er upp úr gögnum frá OECD, Efna- hags- og þróunarstofnuninni í París. Löndin sjö, sem hér er vitað til, eru Bandaríkin, Japan, Vestur-Pýska- land, Frakkland, Bretland, Kanada og Noregur. Tvö hin síðast nefndu mætti kalla samkeppnislönd, en hin fimm markaðslönd. Prósentutölurn- ar sýna hækkun á neysluvöruverð- um, þ.e. smásöluverðum, á hinum tilgreindu tímabilum. 1965-74 Verðbólga Í71öndum (meðaltal) 5,9% 1974-83 8,9% 1984 4,5% 1985 4,2% 1986 2,8% 12mán. tilnóv.87 3,6% Sigurður Markússon framkvæmda- stjóri. Verðbólga Hve mörgum sinnum meiri áíslandi á íslandi? 15,6% x2,6 48,8% x5,5 30,9% x6,9 31,9% x7,6 22,2% x7,9 23,5% x6,5 Þess má svo geta til viðbótar að frá apríl 1987 til apríl 1988 hækkaði neysluvöruvísitalan hér á landi um 25,9%. Ástandið er því ekki að lagast; það heldur áfram að versna. Útflutningsgreinunum hér á landi verða aldrei búin viðunandi skilyrði fyrr en ráðin er bót á því hrikaíega misræmi í verðbólgustigi sem hér hefur verið lýst. Bjóðum útflutnings- greinunum upp á svipað verðbólgu- stig og er í löndunum sjö, og þær munu spjara sig. Bjóðum þeim upp á verðbólgu, sem er allt að átta sinnum meiri en í umheiminum, og við munum áfram búa við síendur- teknar gengisfellingar. Menn ættu ekki að blekkja sig á því að hér sé um fleiri kosti en þessa tvo að ræða. Það er fróðlegt að bera saman kanadíska fiskverkendur og íslenska á síðustu misserum. Báðir áttu sinn þýðingarmesta markað í Bandaríkj- unum, báðir nutu mikilla verðhækk- ana á þeint markaði, heimamynt beggja hækkaði nokkuð gagnvart bandaríkjadollar. Kanadísk fisk- vinnslufyrirtæki blómstruðu, flest þeirra réttu vel úr kútnum eftir margra ára erfiðan rekstur, sum þeirra eru talin hafa bjargað sér frá gjaldþroti. Við komum aftur á móti á hnjánum út úr þessu mikla góðæri. Og hvað skilur svo hér á milli feigs og ófeigs? Svarið er verðbólgan. í Kanada var hún 4,2% árið 1986 og 4,2% frá nóv. 1986 til nóv. 1987. Þetta er raunar mjög svipað verð- bólgustig og í Bandaríkjunum sjálf- um á þessum tíma. Á sama tíma var verðbólgan á íslandi á milli 20 og 25%. Nú skyldi enginn kenna öðrum um verðbólguna á fslandi. Hún er summan af ákvörðunum og aðgerð- um ótalmargra aðila í öllum greinum þjóðlífsins. Þar eru fiskverkendur ekki undanskildir. Ekki heldur stjórnmálamenn. Og allra síst fjöl- miðlar. Þeir gætu gert mikið gagn með því að hjálpa þjóðinni okkar að skilja að þeirri „umframverðbólgu", sem einu sinni er orðin að veruleika, verður aðeins eytt með gengisbreyt- ingu.“ -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.