Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. maí 1988 Tíminn 9 Karl ísfeld þýðandi Kalevala kunningja um búskapinn og veðrið. Mállýskur af þessu tagi drukkna hver af annarri í haf- sjóum lögskipaðra yfirtungu- mála stórþjóðanna (enda smá- þjóðir og minnihlutahópar illa séðir) og þessar bókmennta- lausu mállýskur gersamlega við- námslausar gagnvart ofurvaldi þeirra, sem auk þess er ýtt á eftir með miðstýrðri menningar- og fræðslumálastefnu. Pessi sýning er engin heildar- kynning á þessum stórvirka finnska meistara, enda mun þurfa meira til en kjallaraplássið í Norræna húsinu, svo að gera mætti list hans og lífsstarfi full skil. Innan sinna marka er sýn- ingin í Norræna húsinu bæði skemmtileg og fróðleg. Tak- mörk hennar eru þau að þarna er aðeins um að ræða bóka- skreytingar, sem ekki er nema hluti þess sem listamaðurinn fékkst við, og að allar þessar skreytingar eru bundnar sama meginefni, Kalevala-ljóðunum, víðfrægustu bókmenntaverkum Finna. Fullyrða má að Kalevala-ljóð- in hafi átt ómetanlegan þátt í að vekja þjóðarvitund Finna og gera þá að þeirri merku menningar- og framtaksþjóð sem heimurinn þekkir. Um aldaraðir lutu Finnar yfirráðum erlendra þjóða og þjóðhöfð- ingja, lengst Svía og síðar Rússa- keisara, sem kallaði sig stórher- toga af Finnlandi. Sænska og rússneska voru svo og svo lengi opinber mál embættismanna og þau mál, sem menntamenn not- uðu öldum og árum saman. Finnskan var alþýðumál, mál bænda og búaliðs, en einnig mál kirkjunnar, því að án þess gat kirkjan ekki náð til almennings. Biblían var þýdd tiltölulega snemma á finnsku, en að öðru leyti verður finnskan ekki bók- mál að neinu ráði fyrr en á 19. öld. Svo stutt er sú saga. Þarf varla að efa að söfnun og útgáfa Kalevala-ljóða hafði mikil áhrif á að efla finnska tungu og ryðja henni til rúms í opinberu lífi og á menningarsviði eins og henni bar. Bókmenntaarfur smáþjóða Þjóðleg endurreisn Finna á 19. öld átti sér auðvitað hlið- stæður í öðrum löndum, þ.á m. íslandi. Ekki er að efa að það var flestu öðru fremur bók- menntaarfurinn, sem vakti ís- lendingum og Finnum þjóðern- iskennd, gerði þá meðvitaða um sjálfa sig og sögu sína. Málið og bókmenntirnar eru lífið í menningu íslendinga og Finna og kveikjan að manndómi þeirra. í dæmum þeirra sannast það, sem oft hefur verið haldið fram, að iðkun bókmennta, ekki síst skáldskapar í Ijóðum og sögum, sé öruggasta leiðin til að þroska hugsun sína og vitsmuni og standast ásókn hvers kyns forheimskunar. Síst er réttmætt að gera lítið úr samtíma bók- menntum og sköpunarstarfi skálda á líðandi stund. En fyrir þjóðir sem eiga langa skáldskap- arhefð og miklar fornbókmennt- ir, er það menningarleg nauðsyn að rækja vel hinn sígilda arf, lesa miðaldarit og fornan skáldskap. f*ær þjóðir sem voru svo gæfu- samar að öðlast frelsi og lifa þjóðlega endurreisn í máli og menningu, eins og Finnar og íslendingar, ættu jafnan að vera minnugar þess, sem þeim er gefið, og láta það ekki glatast. Þá þurfa þær ekki að harma það sem írar hljóta að gera, sem glötuðu máli sínu og þekkja bókmenntaarf sinn mest af ensk- um þýðingum. Það eru hugleiðingar af þessu tagi, sem vakna við það að ganga um sali Norræna hússins og skoða sýningu á verkum finnska myndlistameistarans Gallens- Kallela. Þessi verk hans eru dæmið um það hvernig kvæða- safnið Kalevala verður kveikja að myndverkum og vísbending um að fleiri listgreinar kunni að sækja sér efnivið þangað, enda er það svo. Annar finnskur meistari, tónskáldið Sibelius, samdi ýmis tónverk eftir Kale- vala. Óg hvað skyldi þá ekki vera um rithöfundana og skáldin finnsku? Skyldi ekki þessi klass- iski fornkveðskapur vera nokk- urs virði fyrir skapandi orðlista- menn enn í dag? Kalevala á íslensku íslendingar eru svo heppnir að eiga myndarlegt úrval úr Kalevalaljóðum á sínu máli. Kalevalasafnið er mikið að vöxtum, 50 löng ljóð eða kviður. Það er því ekkert áhlaupaverk að þýða allt safnið á önnur mál. Hefur það þó verið gert, svo að Kalevalakvæði eru aðgengileg milljónum manna um víða veröld. Karl ísfeld, blaðamaður og skáld, þýddi mikinn hluta Kalevala á íslensku. Menningar- sjóður gaf út þýðingu Karls í tveimur bindum 1957 og 1962. Karl ísfeld lifði það ekki að sjá verk sitt allt á prenti, því að hann lést 1960, 53ja ára að aldri, tveimur árum áður en síðara bindið kom út. Hann hafði reyndar ekki fulllokið verkinu, þegar hann dó eða þeim hluta þess sem hann hafði í hyggju að færa í íslenskan búning. Þýðing Karls ísfelds á Kale- vala er snilldarrit. Svo mjúk er kveðandin og hagmælskan hnökralaus, að fágætt er í þýð- ingum. Þótt ekki væri fyrir ann- að en hagmælskuna og kveðand- ina, væri þessi þýðing hollur lestur hverjum manni á hinum síðustu og verstu tímum vísna- skáldskapar og söngljóða. Eitt er gagnrýnisvert við sýn- inguna í Norræna húsinu á verk- um Gallens-Kallela. Það er sú skrýtna framkvæmd að tengja myndskreytingarnar ekki á neinn hátt þýðingu Karls ísfelds á Kalevalakvæðunum. Manni liggur við að segja að hér séu svik í tafli, ekki aðeins við minningu Karls ísfelds, heldur rétt íslenskra sýningargesta til þess að fá notið sýningarinnar sem best. Nær hefði verið að lesa úr þýðingum Karls af seg- ulbandi - þó ekki væri annað - en að hafa í gangi þá síbylju á sænsku, sem látin er kveða við í einu horni salarins í kjallaranum og fer fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum sýningargesti, þótt ætlað sé að vera kynning á ævi listamannsins. Um það efni var nægilegt prentmál á boðstólum, m.a. í sýningarskrá. Kvæðarimma í Kalevala I upphafi Tímabréfs var minnst á gamansama þjóðsögu af vísnakeppni Kolbeins jökla- skálds og Kölska. Ef dæma má eftir Kalevalakvæðum, þá hefur kvæðakeppni verið tíðkuð með- al Finna til forna og fram eftir öldum ekki síður en á íslandi. Er ljóst að skáldmæltir menn í Finnlandi hafa kveðist á í gamni og alvöru. Ein kviðan í Kalevalaljóðum segir frá kvæðakeppni tveggja góðskálda, skáldmæringsins gamla, sem nefndur er Váinámöinen, og ungs skálds sem nefnist Joukahainen. Þessi kvæðarimma hefst með árás ungskáldsins á gamla óðarsmið- inn og er þar mikill atgangur í orðum og beitt römmum göldrum. Orðasennu þessari lýkur með því að skáldið gamla kveður ungskáldið í kútinn, kveður það reyndar í jörð niður, svo að aðeins stóð höfuð þess eitt upp úr. Eða eins og segir í Kalevala með orðum Karls ísfelds: Jouka, ungur óðarsmiður, angri mœddur varð og skelfdur, er hann stóð í aur til höku, efja huldi skeggið dökka, hafði fullan munn af mosa, móalyngið tennur huldi. Unga skáldið fékk að lokum leyst höfuð sitt með því að heita gamla skáldinu að gefa því syst- ur sína, unga og fagra, sem eiginkonu. Það er svo önnur saga, hvernig fór um það hjú- skaparheit. Mærin Aino vildi heldur bíða hel en gefast göml- um manni. Því var það að móðir hennar eftirlifandi, sem syrgði mjög dóttur sína, gaf mæðrum heimsins þetta heilræði: Heyrið, mœður, orð mín allar, aldrei látið böl það henda, að þið veljið ungum dætrum eiginmann gegn sjálfra vilja. Þannig væri hægt að tína upp hvert söguminnið eftir annað úr Kalevalaljóðum, svo læsileg sem þau eru í þýðingunni. Fyrra bindi Kalevalaljóða kom út í tilefni heimsóknar Kekkonens Finnlandsforseta 1957. Ekki var það nein viðhafnarútgáfa, þótt skreytt væri myndskrauti eftir Gallen-Kallela, sem ekki naut sín vegna ófullkominnar prent- tækni. Engin aðfararorð um verkið eða finnska menningu fylgdu fyrra bindinu, og hefur útgáfuna greinilega borið brátt að. Útgáfa síðari bindis var sýnu álitlegri, enda fylgdi henni ágæt- ur kynningarkafli á efni og sögu ljóðanna eftir Sigurð A. Magn- ússon rithöfund. Miðað við fátæklegan ytri búning snilldarþýðingar Karls ísfelds, eins og bókagerðarmenn gengu frá því verki, var þess tæpast von, að bókum þessum væri hossað á sýningunni í Norræna húsinu. Og ekki munu bækumar til í bókasafni Norræna hússins. Væri nú ekki við hæfi að gefa Kalevalaþýð- ingu Karls út að nýju í vandaðri útgáfu með myndskreytingum eftir Gallen-Kallela, þannig prentuðum að ekki sé minnkun að því að sýna þær. Hitt skal endurtekið að ljóðmál Karls ísfelds, eins og það birtist í Kalevalaþýðingu hans, er til sæmdar íslenskri skáldskapar- íþrótt. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.