Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 21. maí 1988
Tíminn 23
SPEGILL
llillllllll
Stand
í Sápu-
landi
Nú er víst farið að ganga illa fyrir
stóru framhaldsþáttunum, Dallas,
Ættarveldinu og fleiri slíkum.
Áhorfendum fækkar óðum og þar
með minnka auglýsingatekjurnar
líka. Þrátt fyrir þetta hafa bæði
Joan Collins og John Forsythe
farið fram á umtalsverðar launa-
hækkanir og fáist þær fram, hafa
þau skötuhjú hvorki meira né
minna en rúmar sex milljómr króna
fyrir hvern þátt af Ættarveldinu.
Linda Evans er hins vegar ekki
mcð í spilinu, því ef rétt er sem
sagt er, á hún von á barni með
haustinu. Á meðfylgjandi mynd er
ekki annað að sjá, en þeim komi
vel saman, sem þó er sjaldgæft þar
á bæ.
Hvorki fyrstur ne
síðastur
Eitthvað er Jean-Paul Belmondo
einkennilega klæddur hér á mynd-
inni, en það á sína skýringu. Hann
hefur nefnilega einkar gaman af að
hjóla og dreymir um að taka ein-
hverntíma þátt í hjólreiðakeppni
umhverfis Frakkland.
Hann hefur stundað íþróttina
árum saman og þrátt fyrir að hann
er ekki unglamb lengur, stendur
hann sig með mestu prýði. -Ég
sigra aldrei, en ég hef heldur aldrei
verið seinastur, segir hann hreyk-
inn. -Hjólreiðar eru fyrirtaks þjálf-
un og gera tvöfalt gagn í starfi eins
og mínu, því við kvikmyndatökur
situr maður mikið og stendur uppá
endann, en það er lítil hreyfing í
því.
Hvern ætlar
Brigitte
að bíta ?
Þetta er áreiðanlega ekki besta
myndin af henni Brigitte (Stallone
fyrrv.) Nielsen, en óneitanlega er
myndin þó sérstök á stna vísu.
Ef einhver hefði áhuga á að vita
hvað Brigitte er að gera á mynd-
inni, þá er hún að líkja eftir
geimverunni E.T., sem margir
muna eftir úr samnefndri mynd.
Við nánari athugun er munn-
svipur Brigitte ekki ósvipaður og á
honum Choo-Choo, sem er York-
shire terrier-hundur. Það var mynd
af honum á sömu blaðsíðu og
Brigitte og bæði hafa þau fallegar
hvítar tennur, - en Choo-Choo er
slæmur með að bíta fólk, en það
hefur ekki heyrst um Brigitte.
Choo-Choo sýnir tennurnar
... Það gerir líka hún Gitte, - en bítur þó ekki.
Lán í óláni
Tony Curtis hefur meira upp úr
því að mála myndir en leika þessa
dagana og því er kannske ekki
furða, þó hann hafi fokreiðst, þeg-
ar flugfélag eitt tilkynnti honum,
að pakki með tíu málverkum hans
væri týndur. Tony hafði sent pakk-
an frá Los Angeles til Hawaii, þar
sem hann býr raunar. í ljós kom,
að málverkin höfðu hafnað hjá
ungri stúlku að nafni Toni Curtis.
Hún var svo heiðarleg, að hún tók
pakkann og ók sjálf með hann heim
til Tonys. Fyrir vikið bauð hann
henni að mála mynd af henni -
meira að segja ókeypis.
Alltafversnarþað
Nú er sagt að Michael Jackson
sé farinn að súpa seyðið af því
hvernig hann hefur farið með
andlitið á sér á undanförnum árum.
Hann kvað þjást mjög öðru hvoru,
enda er húðin öll úr lagi gengin og
eitthvað hlaut að verða undan að
láta. Andlitshúðin er svo strengd á
köflum, að hann á erfitt með að
hlæja og skurðaðgerðirnar um-
hverfis augun gera að verkum, að
hann grætur stundum blóði