Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 21. júlí 1988 Ótrúlegur næmleiki hallamæla Norrænu eldfjallamiðstöðvarinnar: Kröf lumælar nema hreyfingar sjávar Tölvan sem hallamælirinn er tengdur við. Tíminn: Gunnar íslenskir hallamælar eru notaðir til mælinga á breyt- ingum sem eiga sér stað á yfirborði landsins í því um- róti sem nú ríkir á Kröflu- svæðinu. Mælarnir eru gíf- urlega næmir, jafnvel svo að þeir mæla hreyfingu sé þrýst á steinvegg sem mælir- inn er festur við. Mælarnir eru byggðir upp á þann veg að meters langir pendúlar hanga inni í röri, í olíu til að drepa allar sveil'lur. Þegar jörðin breytir um halla færist pendúllinn til. Hallamælirinn sjálfur cr svo tcngd- ur við tölvu sem safnar gögnum frá honum á tveggja mínútna frcsti og geymir þau. Að sögn Ægis Þórs Jónssonar verkfræðings hjá Norrænu eld- fjallamiðstöðinni skynjar mælirinn auðveldlega hreyfingu á pcndúln- um upp á einn míkrómctcr, scm cr einn milljónasti úr mcter. Norræna eldfjallamiðstöðin cr til húsa í Jarðfræöihúsi Háskóla íslands. „Það er því töluvcrt crfitt að eiga við niælana því aö þeir eru svo nákvæmir. Tilraun var gcrð til að festa mæli á einn vegg hcrna í húsinu. Það sýndi sig hins vegar að hann var alls ekki nógu stöðugur því ef sólin skein á húsið þá breytti það sér, en vcggirnir þenjast út skíni sól á þá,“ sagði Ægir. „Núna erum við með mælir í holu hcrna niðri í kjallara sem vcriö er aö prófa og á honum sjást grcinilcga allar ölduhrcyfingar úti við ströndina," bætti hann við. Smíði mælanna hófst fljótlcga cftir lok Kröfluclda árið 1975 en eftir að þeir hófust varð Ijóst að miklar hallabrcytingar urðu á jarð- skorpunni innan Kröfluöskjunnar. Þá vaknaði áhugi á að mæla halla- breytingar sem orðið höföu á jarð- skorpunni með síritandi hallamæl- um, en í Ijós kom að slíkir mælar voru ekki á hverju strái ogerlendir mælar gífurlega dýrir. Starfsmenn Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar hófu því athugun á smíði slíkra mæla og eftir þróun og miklar endurbætur urðu til þeir mælar sem notaðir eru í dag. IDS Ægir Þór Jónsson vil mælinn í kjallara Norrænu eldfjallamiðstöðvarinnar. Listahátíð: Hvorki gróði nétap Ekki liggur fyrir endanlegt upp- gjör á 1 istahátíö fyrr en sýningu á verkum Marc Chagall lýkur um miðjan ágúst næstkomandi, að sögn , Jóns Þórarinssonar framkvæmda- stjóra hátíðarinnar. Að sögn Jóns er þó hægt að segja fyrir víst að hvorki liafi veriö umtals- veröur gróöi né umtalsvcrt tap á listahátíð að þessu sinni. IDS Engin veiði í augsýn Mikill meirihluti þcirra 60-80 norsku og færeysku loðnubáta sem hafa leitað að loðnu norður við Jan Mayen hefur snúið aftur heim á leið, eftir árangurslitla leit. Aðeins ein lítil loðnutorfa fannst, austan megin við miðlínuna milli íslands og Grænlands. Örfáir bátar voru skildir eftir vestan megin í von um að torfan gengi vestur eftir. Það er því ekki útlit fyrir að íslensku loðnubátarnir haldi á miðin á næstu vikum, þar sem þeir hefja ekki veiðar fyrr en norsku bátarnir hafa fundið eitthvert magn af loðnu. Sjórinn fyrir norðan er nú kaldari en venjulega, og munar um tveimur gráðum. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar hjá Hafrannsóknastofnun hefur ver- ið mikill rekís á svæðinu og lítur út fyrirað hann hafi aukist frá því í vor. „Það er svo að sjá að loðnan hafi ekki gengið eins ákveðið norður á leið í ætislcit eins og undanfarin ár og lent undir ísnum í norðvestan- og vestanáttinni" sagði Hjálmar. Þessi torfa sem Norðmenn fundu var nokkrar sjómílur innan við mið- línuna, skammt norðvestur af Kol- beinsey. -SÓL íslenska unglingalandsliðið í skák. Unglingalandsliðið í skák: Fjögurra landa keppni í dag hófst í Tjele Efterskole í Hammershöj í Danmörku skák- keppni milli unglingalandsliða fslands, Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur. Keppt er á 10 borðum, fyrstu sex borðin eru ætluð skák- mönnum f. 1968 og síðar, en á fjórum neðstu borðunum verða skákmenn f. 1972 og síðar. íslenska liðið hefur verið valið og er það þannig skipað: 1. Þröstur Þórhallsson, T. R. Eló- stig 2455 2. AndriÁssGrétarsson.T.R. - - 2265 3. DavíðÓlafsson.T.R. - - 2250 4. TómasBjörnsson.T.R. - - 2220 5. SnorriBcrgsson.T.R. - - 2150 5. TómasHermannsson.S.A. - - 2125 Varam. Magnús Pálmi Örnólfsson.U.M.F.B. - 2090 7. HannesH.Stefánsson.T.R. - - 2430 8. SigurðurDaðiSigfúss.,T.R. - - 2195 9. ÞrösturÁrnason.T.R. - 2195 10. RúnarSigurpálsson.S.A. - 1900 Fararstjórar verða Ólafur H. Ólafsson og Hilmar Thors. Þetta er í annað sinn, sem keppni af þessu tagi fer fram. í fyrra sigruðu Svíar naumlega eftir harða og tví- sýna baráttu við íslendinga. Öll löndin tefla fram öflugum skák- mönnum að þessu sinni og má búast við, að alþjóðlegir skákmeistarar verði á 1. borði. Það stefnir því í tvísýna og spennandi keppni og er ógerningur að spá um úrslitin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.