Tíminn - 21.07.1988, Page 8

Tíminn - 21.07.1988, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 21. júlí 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavtk Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverö kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Aðlögunar- og rekstrar- vandi fyrirtækja Morgunblaðinu er ljúft sem fyrr að halda á lofti kenningu sinni um að samvinnuhreyfingin sé vand- ræðabarn með sérþarfir. Það er enn sem fyrr háttur þess blaðs að kynna starfsemi samvinnufélaganna á þann hátt að hún hafi verið byggð upp í áranna rás með ódýru lánsfé þar sem eðlilegar arðsemiskröfur hafi ekki verið gerðar til starfseminnar. Gildi þannig önnur lögmál um uppbyggingu samvinnufélaganna en önnur at- vinnufyrirtæki á þessu tímabili. í þessari fullyrðingu er svo meinleg blekking að Morgunblaðinu er hún ekki sæmandi, ef það vill láta taka rnark á orðum sínum og halda uppi rökheldum málflutningi. Það stenst ekki, sem Morgunblaðið heldur að lesendum sínum, að samvinnufyrirtækin í landinu, þ.á m. kaupfélögin, iðnaður samvinnu- manna og öll önnur starfsemi á þeirra vegum hafi notið sérfyrirgreiðslu hjá opinberum aðilum og lánastofnunum og náð þannig aö byggja sig upp. Samvinnuhreyfingin hefur ekki notið neinna hlunninda í „kerfinu“ umfram aðra sem atvinnu- rekstur stunda. Þaðan af síður er það rétt að samvinnuielögin hafi ástundað það sem Morgun- blaðið ber þeim á brýn, að hafa af ásettu ráði og öðrum fremur fjárfest í óarðbærum rekstri. Samvinnuhreyfingin stundar ekki annan atvinnu- rekstur en þann sem skiptir mestu máli fyrir grundvallarhagsmuni í þjóðarbúskapnum. í rekstri sínum á samvinnuhreyfingin að sjálf- sögðu við sama meginvanda að stríða og önnur atvinnufyrirtæki með sambærilega starfsemi. Að sjálfsögðu er það samkynja vandi sem veldur rekstrarerfiðleikum Einars Guðfinnssonar h/f í Bol- ungarvík og frystihúsa kaupfélaga á Vestfjörðum. I sjálfu sér er það heldur ekkert séreinkenni á samvinnurekstri, þótt þjóðfélagsaðstæður nútímans og efnahagsþróun í víðum skilningi kunni að kalla á endurskipulagningu á umdæmum kaupfélaga og rekstri þeirra yfirleitt. Slíkt hefur alltaf verið að gerast í 100 ára sögu samvinnuhreyfingarinnar. Menn skyldu minnast þess að samvinnuhreyfingin á langa og óslitna starfssögu og einkenni hennar hefur verið að aðlaga sig sífellt breytingum á þjóðfélags- gerðinni eins og þær hafa orðið örastar á þessari öld. Önnur atvinnufyrirtæki geta auðvitað staðið frammi fyrir þeim vanda að þurfa að hagræða rekstrarskipulagi sínu. Fjölmörg einkafyrirtæki, stór og smá, glíma við þess háttar vandamál. Þegar Morgunblaðið lætur hjá líða að ræða almennan aðlögunarvanda alls atvinnurekstrar í breytilegu þjóðfélagi og gera grein fyrir orsökum hans og ástæðum, en gefur í skyn að samvinnuhreyfingin rói þarna ein á báti, þá er það blekking. Hitt skal ekki undan dregið að aðlögunarvandi samvinnufyrirtækja er í sjálfu sér umfangsmikill, en að ætla honum annað „eðli“ er einum of vafasöm kenning. Henni er haldið fram til pólitískrar niðrun- ar. GARRI llllÍll LYKLAR HIMNARIKIS Það gcngur ekki björgulega fjTÍr prestustLllinni um þessar mumlir. Safnaðarmál Frikirkjunnar virðast yera i ólestri, og heyrst hefur úr Önundarfirði að þar þyki heppilegast að hafa hin geistlegu yfirvöld í fru. I’etta leiðir hugann að guðfneðideild Háskóia íslands, sem útskrifarpresta, og jafnvel er hægt að velta því fyrir sér hvort blskupsembættið þarf ekki að ganga skörulegar til verks, þegar upp koma deildar nteiningar um hina prestvígðu. Ýmist þarf að verja prcst- inn fyrir söfnuðinuni eða söfnuðinn lyrir prestinum. Hvonigt er gott, en vcrst fer þó trúariífið út úr því þegar enginn telur sig þess umkonúnn leng- ur að taka af skarið í guðsrikismálum. Fólk hlýtur að líta í spuni dl embættis bLskups við vaxandi ergelsi innan kirkjunnar og má á stundum heyra á fólki að það sakni þcirra tima, þegut biskupsvald var liarðsnúið og typtaði þjóna drottins þegar því þiitti henta, en var að sama skapi öndvert verald- legu valdi, kvennafari þess, fégræðgi og fáfengileika, þvi það var auðvitað dauðlegt, þótt það virtist ekki óttast verri staðinn fram úr hófi. Kirkja og pólitík Á tnna mikiLs sösíalisma, kjam- orkuvár og hungursneyða vill kirkjan að sjálfsögðu leggja á þá þjáðu sínar líknarhendur. Hún hefurgengið vask- lega fram í hjálp við nauðstadda í Afríku svo dæmi sé lekið og er stöðugt að minna á okkur minnstu bræður. I’essi umhyggja hefur leitt til þess að prestar, einkuni hinir yngri, liafa í auknum inæli lial't nfskipti af pólitLskum málum í ræðu og riti. Að vísu gengur það ekki þrautalaus! vegna þess að í galopnum heiini eru sannleikur og réttlæti ekki neinar fastar gnmnmúmingar, hcldur hluti af áröðursstríöi. Fjöldainorðingjar em kallaðir hryðjuverkamenn, eink- um ef þeir em af þjöðemi sem taliö er undirokaö af hvítum eða fégráðug- um iðnjöfmm og demantasölum. Er þá um leiö verið að viöurkenna að morð á bömum og konum og öðrum sakiausum aðilum, unguin sem gömlum, séu ekki morð heldur eins- konar baráttuslátran - eiga sér sem sagt afsökun. Auðvitað verður kirkj- ati ekki sökuð um þennan hugsunar- hátt. En margvLslegir fjölmiðlar hafa breytt hugsunarhættinum í þessu efni, og þessi breytti hugsunarháttur á eilaust eftir að síast inn í kirkjuna með þeim sein vilja blanda saman kirkju og pólitfk í mannúðarskyni. Skraargöt kirkjunnar En þó erfitt geti reyirst fyrir kirkj- unnar inenn að þræða hinn þriinga veghin í heimsmálum. er þó sýnu eriiöaru fyrir kirkjuna að þola marg- víslegt hnjask á prestskapnum. Fri- kirkjumálið svokallaða er eitt þeirra alriöa sem ekki gerir annaö en skaða kirkjuna úti í frá, enda er litla virðingu að hafa af því ináli. Nú hefur ný safnaöarstjóm brugðið á það ráð að skipta uni skrár aö kirkjunni, svo prcstinum notast ekki lengur sínir lyklur. Hafa ekki orðið önnur eins dæmi innan kirkjunnar á síöari ára- tugum. og raunar ekki síöan hinum stórfclldari prcstaslögum linnti á seytjándu og átjándu öld. Skal ekki farið aftar, því að fyrir siðaskipti var kirkjuvaldiö meö öðmm hætti og mikiö pólitLskara en það hefur nokkm sinni orðið síðan. Má í því efni minna á snilldannanninn Jón Arason, biskup, sem tókst á við danskt kon- ungsvald, kannski nicira til eflingar kajxiLskri kirkju en föðurlandi, jxtlt svo hafi verið látid heita oft siðan, að föðuriandið hafi verið efst á blaði. En Jón bLskup hafði vald á sínum lyklum þangað til hann var tekinn í Snóksdal. Það voro lyklar himnaríkis en ekki lyklar föðurlandsias, cnda var skrár- gat þess geymt í Kaupmannahöfn. Lyklar himnaríkis Vonandi er að deilum innan Fríkir- kjunnar linni hið bráðasta og sögum af sveitaprestum fjölgi ekki úr því sem komið er. Kirkjan er ekki deilust- aður, eða staður fyrir menn að lifa einlivem veginn LiðruvLsi lifemi en t.d. venjulegur siðsaniur verkamað- ur.’ Guðfræðideild Háskólans útskrif- ar presta. Þeir em komnir um nokk- um veg í gegnurn skólakerfið áður en þeir útskrifast. Margir trábærir menn era í Iderkastélt og hafa lengi verið. En eins og ýmLslegt annað, sem viögengst i Háskólanum, kann vel að vera að guðfræðideildin sé orðin of inikil sjáifsafgreiðslustofhun. IJm- gcngni presta við söfnuð sinn á að minnsta kosti að vera með þeim hætti að ekki konú til stórfelldra átaka við söfnuðinn. Það ætti að vera eitt af grundvallaratriðum kennslu í deild- inni. En miðað við þær deilur, sem nú hafa verið uppi við Háskólann, er ekki þess að vænta að kirkjan fái stuðning þaðan í vandamálum sínum. Og að deildinni er ekki væntanlegur neinn Hanncs Hólmsteinn i bráð, þrátt fyrir vaxandi pólifiskan áhuga innan kirkjunnar. Frá dcildinni verð- ur eflaust haldið áfram að útskrifa guðfræðinga, svona upp og ofan. Sumir fara i verslunarrekstur cða önnur verakfleg störf, aðrir snúa sér að því að gifta og grafa og boða fagnaöarcrindiö, en lyklar lúnmaríkLs ganga ckki að öllum skrám eins og dæmin sanna. Það skiptir því núklu máli að prestar séu eLskulegir sálus- orgarur scm vasist ekki í öðra cn því guðsriki sem þcim hefur verið trúað fýrir að boða hér á jörö. Garri VÍTT OG BREITT Kjur á sinni rót Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að Krafla er ekki með öllu kjur á sinni rót. Er meira að segja svo að fréttir berast af ferðamönn- um sem vilja ekki annars staðar vera en uppi við rætur eldfjallsins og neita sumir að sofa. Standa þeir rauðeygir með myndavélarnar sín- ar í samankrepptum greipum og vænta þess að eitthvað gerist. Þessar vökur minna mig óneitan- lega á hræringar þær scm verið hafa að undanförnu meðal að- standenda ríkisstjórnarinnar. Þar er því þannig varið að órólegir stjórnarliðar neita að sofa. Þeir bíða þess að eitthvað fari að gerast í efnahagsmálum. Þctta ástand á ríkisstjórnarheimilinu hefur meira að segja gengið svo langt í þá átt að líkjast bið manna eftir eldgosi á Kröflusvæðinu, að hægt er að tala um skjálftahrinur og goshættu. Samt situr stjórnin kjur á sinni rót. Brennivínssjúss Auðvitað vill enginn að ríkis- stjórnin gjósi á meðan enn er von um að hún bregði fyrir sér betri fætinum og fari að vinna að vanda þjóðarinnar á áþreifanlegan hátt. Hver vill ekki hafa ríkisstjórn í landinu? Það er bara vandi hennar að allur kraftur virðist hafa farið í að sætta menn og málefni þannig að ekki sjóði upp úr. Greipar Ijósmyndara dagblað- anna hafa oft verið krepptar um vélarnar meðan beðið hefur verið eftir því að fá að taka mynd þegar stjórnarslitin sjálf birtast í ein- hverri yfirlýsingunni. Til þessa hef- ur allur sá spenningur og undirbún- ingur verið frekar í ætt við brenni- vínssjúss að morgni sem rýkur beint til heilans og síðan ekki söguna meir. Hrinurnar hafa jafn- an liðið hjá. Engum hefur til þessa tekist að koma þessari stjórn frá þótt það hafi verið einlægur ásetn- ingur sumra. Stjórnin hefur ein- faldlega sterkan þingmeirihluta að baki og fer því hvergi. Því er það að menn hafa verið að beina kröft- um sínum að því að fá hana til að gera eitthvað af viti í efnahagsmál- um. Við hin skuldugu Það sem brennur á fjölda ein- staklinga og fyrirtækja núna er hvort eitthvað verði gert í því að endurskoða lánskjaravísitöluna, grundvöll hennareða misgengi við launaþróun. Það er eitt mesta mál- ið um þessar mundir. Einstaklingar og fyrirtæki eiga stórar skuldir, sem mestanpart eru verðtryggðar og hækka samkvæmt þeirri ein- földu reglu að féð verði að skila lánardrottnunum a.m.k. 10% ágóða umfram verðbólgu. Auðvitað er gott og blessað að tryggja sparifjáreigendum það ör- yggi að fjársjóðir þeirra rýrni ekki með tilliti til verðlagsþróunar. Á hinn bóginn verður það að segjast eins og er að við hin sem erum skuldamegin fáum að sökkva dýpra og dýpra í skuldir okkar uns brátt mun ekkert standa upp úr. Stönd- ugustu fyrirtæki í bænum eru að rúlla yfirum af þessum sömu ástæð- um. Þegar menn eru að tala um að leiðrétta beri misgengi lánskjara og launa, þýðir það á mannamáli að launin hafa lækkað og lækkað á meðan öll lánin hafa hækkað og þetta þarfnist leiðréttingar. Það hefur stöðugt verið minna aflögu til að leggja fyrir. Þakka Guði Er nú svo komið fyrir aumingj- anum mér, sem ekki er réttu megin við núllið, að ekki er nema um tvennt að gera. Annað er að þakka Guði á hverjum degi fyrir þá náð að þurfa ekki að axla þá býrði að safna veraldlegum auði hér á jörðu. Hitt er það sem við höfum hér kallað á líkingarmáli að gjósa og spýja af miklum móð á hverjum þeim vettvangi sem býðst til að úthrópa ranglæti heimsins og mis- skiptingu veraldlegra gæða. Hvers vegna eiga peningaspekúlantar að nota alla sína visku til þess eins að klifra sjálfir upp risagróðakúrfu fjármagnsmarkaðsins? Sparkað í sköflunga Nei, það er engin furða þótt fjölmargir einstaklingar og for- svarsmenn fyrirtækja í landinu láti það eftir sér að hrista fætur ríkis- stjórnarinnar og sparka í sköflunga hennar, meðan hún getur ekki leiðrétt misgengið og almenna mis- munun í þjóðfélaginu. En ég byrjaði hér að rausa um eldgosahættu við Kröflu. Það er kannski það táknrænasta við þá samlíkingu sem ég hef gripið til hér að líkast til gýs ekki í sjálfri Kröflu. Hún er löngu dauð úr öllum æðum. Það verður frekar Leirhnjúkur sem springur. Það er undir Leirhnjúk sem farið er að hitna á sama hátt og það er orðið vel heitt undir launþegum og skuldugum athafna- mönnum. Ætli það séu allir sammála því að eina úrræðið sé að ganga í kirkju og þakka Guði fyrir að þeir safna ekki fjársjóðum á jörðu? KB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.