Tíminn - 21.07.1988, Side 9
Fimmtudagur 21. júlí 1988
Tíminn 9
VETTVANGUR
lllllllllllllllllll
Ingvi Þorsteinsson:
SEINNI HLUTI
, Landnám Nýja-Sjálands og
íslands með ólíkindum svipað
Gróðurverndarlög 1941
Þar sem gróðurrýrnunin varð
mest, varð jarðvegurinn vatni og
vindum að bráð. Þar geta komið
feikileg úrfelli, svo að jarðvegurinn
skolast burt, þegar tré eru ekki til
hlífðar. Undirritaður upplifði
þarna slíkt úrfelli, sem stóð í 2-3
daga, og sá árnar verða dökkbrún-
ar af leir og eðju, svo að augljóst
er að vandamálið er ekki leyst með
öllu. En þrátt fyrir allt er gróður-
og jarðvegseyðingin orðin miklu
minni nú en hún var fyrir nokkrum
áratugum. Nýsjálendingar tóku
mjög myndarlega á þessum
málum, þó að fyrstu lög um gróður-
vernd væru ekki sett fyrr en árið
1941. Þeir gerðu sér grein fyrir
orsökum vandans og tóku saman
höndum um lausn hans með þeini
árangri, að óvíða í heiminum hefur
eins vel tekist í baráttunni við eyð-
ingaröflin og þar. Enda þótt enn hafi
ekki fyllilega tekist að binda enda
á eyðinguna og augljóst sé að
langur tímmi muni líða áður en
glötuð landgæði hafa að fullu verið
endurheimt, þá er jafn ljóst, að
vörn hefur verið snúið í sókn og
stefnir hraðbyri í rétta átt. Sérstak-
lega er eftirtektarvert. og raunar
öfundsvert frá okkar sjónarhóli,
hversu samhuga og samstíga Ný-
sjálendingar eru í þessum aðgerð-
um, og það er meginástæðan fyrir
því, að svo vel hefur tekist til sem
raun ber vitni.
Þær aðgerðir sem gripið var til,
voru fyrst og fremst fólgnar í því
að takmarka mjög lausagöngu
búfjár, alfriða stór svæði, einkum
á hálendi, áburðar- og frædreifing,
fækkun viltra dýra og skógrækt.
Stærstu manngerðu
skógar heims
Beinar aðgerðir til að hindra
frekari jarðvegseyðingu voru fyrst
og fremst á sviði skógræktar, bæði
með friðun þeirra náttúrulegu
skóga, sem eftir voru í landinu, og
með trjáplöntun. Þarna hefur verið
plantað í geysivíðáttumikil svæði
ýmsum innfluttum tegundum, sem
ekki voru fyrir í landinu, og ber þar
nú mest á ýmsum tegundum og
kvæmum af furu. Þessi trjáplöntun
hófst á fyrstu tugum aldarinnar og
hún hefur verið svo mikil að með
ólíkindum er, ekki síst þegar hatt
er í huga hversu fámenn þjóðin er
og fjarri því að geta talist auðug. Á
Nýja-Sjálandi eru nú taldir vera
stærstu samfelldu manngerðu
skógar í veröldinni, sem eru fárnir
að skila umtalsverðum tekjum í
ríkiskassann og er áætlað, að þær
margfaldist á næstu áratugum.
Skógræktin hófst sem þáttur í
landgræðsluaðgerðum eins og að
framan greinir, og plöntunin fór
einkum fram í bröttum fjallahlíð-
um þar sem gróður var að láta
undan síga eða þar sem hann var
með öllu horfinn. Það er stórkost-
legt að sjá við hve erfið skilyrði
hefur verið plantað og sýnir það
hve mikið var lagt í sölurnar til
þess að bjarga landinu frá eyðingu.
Fullvaxin nytjatré
á 30 árum
Skógar til viðarframleiðslu eru
fyrst og fremst ræktaðir á flatlendi
og í lághlíðum fjallanna þar sem
halli á landinu er ekki svo mikill,
að hann hindri notkun véltækni við
skógarhögg. Vegna þess hve lofts-
lag er hagstætt eru slíkir skógar
víða ræktaðir upp í 700-800 m hæð
yfir sjó. Fura er sú trjátegund sem
langmest er notuð í þessum til-
gangi, fyrst og fremst „geislafura"
(Pinus radiata) en einnig stafafura
(Pinus contorta) og fleiri tcgundir.
Þær voru ekki fyrir í landinu og
nýsjálenskir skógræktarmenn urðu
að fara að eins og íslenskir starfs-
bræður þeirra og leita erlendis að
trjátegundum og kvæmum. sem
gætu hentað þeirra aðstæðum. Og
þeir hafa svo sannarlega haft erindi
sem erfiði, því að furan sem þarna
er mest ræktuð verður fullvaxin til
nytja á 30 árum, þar sem skilyrði
eru best.
Ótrúlegum fjölda erlendra trjá-
tegunda hefur verið plantað á
Nýja-Sjálandi, þótt fáar þeirra séu
notaðar til timburframlciðslu.
Maður rekst á þær á ólíklegustu
stöðum, oft eins og út úr samhcngi
innan um „heimagróður" landsins,
og sumar þeirra breiðast örar út en
talið er æskilegt.
Nýsjálendingar hafa vcrið óragir
að planta sömu trjátegundinrvsam-
fellt á víðáttumikil, samfelld svæði,
enda þótt það bjóði heim hættunni
á tjóni af völdum sjúkdóma og
meindýra. Slík slys hafa þó ckki
orðið í miklum mæli hingað til.
Umhverfisverndarmenn
nöldra
Umhverfisverndarmenn á Nýja-
Sjálandi hafa haft ýmislegt viö
þessa miklu trjárækt að athuga.
Þeim hefur þótt of lítið tillit tekið
til landslags og umhverfis, þannig
að víða hafi vaxið upp skóglendi á
landi sem hefði átt að friða af
ýmsum ástæðum. Og víst cr um
það, að skógræktin hcfur þegar
víða breytt ásjónu Nýja-Sjálands.
Eins og áöur cr getiö þöktu skógar
aðcins orðið um 20% af flatarmáli
landsins, og langmestur hluti hins
skóglausa lands var graslcndi, sem
er liinn eftirskóknarvcrði bcitar-
gróður fyrir búpcning. Nú hcfur
þessari graslcndisásjónu landsins
víða veriö raskað með skipulögð-
um skógarteigum, og þráðbeinum
skógarrjóðrum í fjallahlíðum, sem
allir eru ekki jafn hrifnir af. Annað
atriði, sem bent hefur verið á cr,
að suntar þcssara crlcndu trjátcg-
unda sem aldrei hafa vaxiö á Nýja-
Sjálandi, muni hafa, og hafi raunar
þcgar haft í för með sér breytingar
á jarðveginum og öðrum þáttum
lífríkisins, sem ekki eru taldar af
hinu góða. Hægt hefur verið að
sýna frarn á að „geislafuran", sent
er langútbreiddasta innflutta trjá-
tegundin gengur nærri köfnunar-
efnisforöa jarðvegsins, og ýmsir
líffræðingar telja sig hafa sýnt fram
á, að þetta hafi leitt til ntinna
köfnunarefnismagns í hinum fjöl-
mörgu vciðivötnum Nýja-Sjálands
og að sú röskun á efnasamsetningu
þeirra hafi aftur leitt til dvínandi
fiskintagns. En þessar raddir virð-
ast ekki fá mikinn hljómgrunn, því
að hinar miklu tekjur, scm skóg-
arnir eru farnir að færa í þjóðarbú-
ið, hafa eðlilega ntiklu meira vægi
í umræðunni.
Meira timbur minna kjöt
Búfjárrækt, sem hefur verið aðal-
atvinnuvegur Nýsjálendinga frá
upphafi vcga á nú í vök að verjast
eins og annars staðar í hciminúm
vcgna minnkandi ncyslu kinda-
kjöts, lækkandi vcrðlags o.s.frv.
Einnig aö þessu leyti cru vanda-
málin á Nýja-Sjálandi og hér
svipuð, enda cr atvinnulíf þar ein-
hæft eins og hér. Þetta hcfur lcitt
til þess, að mjög hefur dregið úr
hvcrs konar styrkjum til landbún-
aðar og minni verðtryggingar á
landbúnaðarafurðum. Þess vegna
eru Nýsjálendingar nú að brcyta
áhcrslum, leita nýrra leiða og auka
fjölbreytni í landbúnaðinum. í
þeirri viðleitni erskógærkt ofarlega
á blaði, því að í timburframleiðslu
tclja þeir sig eygja mikla og trygga
tckjumögulcika.
C>rcin [jlssí vur i Arsriti Sk«Kr:cklarfclags
íslamls «j* hirtist hcr ntci> ttoilfúslcttu lcyfi
hiifundar.
LESENDUR SKRIFA
lilílí
BÆKUR
Töfrafegurð hásumar-
nætur í Árneshreppi
Ein fegursta sveit á íslandi er
Árneshreppur á Ströndum. Ef komið
er í Árnes, kirkjustaðinn sem liggur
miðsvæðis í sveitinni, blasa við
fjöllin, keik og há, á þrjá vegu en
særinn bungubreiður til norðuráttar.
í austri rís Reykjaneshyrnan sæ-
brött og formfögur (316 m) og
lækkar mjúklega til suðurs. Þar er
mesta láglendi sveitarinnar milli
Reykjarfjarðar og Trékyllisvíkur,
grösugt og gott til beitar. Næst tekur
við Örkin (634 m) og nær stendur
Finnbogastaðafjallið (548 m) með
þverhníptum blágrýtislögum og
hvössum eggjum efst. Árnesdalur
gengur beint til suðurs, grösugur og
skjólsæll, og fyrir enda hans gnæfir
hið hrikalega fjall Glifsa, (673 m)
gróðurlaust og óaðlaðandi til upp-
göngu. Næst tekur við Árnesfjallið
(397 m) meðfram dalnum endilöng-
um að vestanverðu, með hangandi
dalina (hvilftardalina) tvo, Geld-
ingadal og Þverdal, efst í hlíðum og
Árnestind (458 m) efst á nyrðri enda
fjallsins. Ut undan þessum enda
fjallsins sér yfir Norðurfjörðinn og
fjöllin bak við hann, en þar ber hæst
Kálfatinda (646 m) sem er þunnur
kambur og tilkomumikill til að sjá,
og svo Krossnesfjallið út frá þeim,
fagurmótað og með ýmsum sérkenn-
um, eins og Bröttuhlíð (373 m),
Sandfelli, Djúpadal og Svarthamri
efst í sjálfum Krossnesmúlanum.
I nágrenni Árness má sjá Árnes-
stapa sem ganga í sjó fram og vekja
mikla athygli allra sem um veginn
fara. Þar voru eitt sinn tröll á ferð,
karl og kerling og hundurinn þeirra.
En þau dagaði uppi og urðu að
þessum sérkennilegu klettadröng-
um, sem enn sér merkin um. Svo
segir gömul sögn, hvort sem hún er
nú sönn eða ekki. En jarðfræðilega
séð er hér um fornan berggang að
ræða, en leifar slíkra ganga má víða
sjá í Árneshreppi.
Árneseyja liggur fyrir landi og
tilheyrir jörðinni Árnesi. Þar er
dúntekja mikil, og mun þó hafa
verið meiri áður fyrr.
Eins og áður sagði er útsýni ákaf-
lega fagurt frá Árnesi til allra átta.
Fátt er fegurra en að horfa til hafs
að næturlagi um Jónsmessuleytið
þegar nóttin gleymir að koma á
norðurslóðir, og sólin máttug og
skínandi, sígur ekki undir bungu
sævar, en rennir sér eftir fleti hennar
í fagurskínandi geislaskrúði, uns hún
aftur lyftir sér til lofts norðanvert við
Reykjancshyrnuna, sem fyrr var
minnst á.
Sá, sem vakir um hásumarnótt í
björtu veðri, og fær heillast af þeirri
dýrð sem náttúran hefur að bjóða,
mun ekki gleyma slíkri dásemdar-
stund, heldur geyma hana í hjarta,
og þrá að koma aftur á sömu slóðir
til að njóta enn á ný þeirra miklu
töfra.
Ingvar Agnarsson
kvæði
eftir Valgarö Egilsson
Iðunn hefur gefið út nýja ljóðabók
eftir Valgarð Egilsson, og nefnist
hún Dúnhárs kvæði.
Valgarð er áður að góðu kunnur
fyrir leikrit sitt, Dags hríðar spor,
sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1980,
og Ferjuþulur, sem fluttar voru af
leikhópi árið 1985, en hefur ekki
áður sent frá sér Ijóðabók.
Útgefandi kynnir bók Valgarðs,
Dúnhárs kvæði, svo á bókarkápu:
„Lyftir sér - einstöku sinnum /
Ijóð / úr röstum / lýstur þar santan
strengjum ... Og svo sannarlega
lýstur saman strengjum í Dúnhárs
kvæðum. Sumireru svo persónulegir
og einlægir að lesandanum finnst
hann kominn að innstu hjartarótum
skáldsins. Aðrir strengir hríslast um
íslenska jörð. Þar velur hann saman
þætti úr fornum sögum, kvæðum og
náttúru. Hann sækir óhikað í smiðju
hinna gömlu meistara um ytri búnað,
en yrkisefnin standa nálægt okkur.
Af þrótti sem agaður er „við stuðl-
anna þrískiptu grein" yrkir Valgarður
Egilsson um ógnir sem steðja að
nútímamanninum. En jafnframt
kveður við í ljóðum hans þann tón
sent ekki er bundinn neinu tímabili
í sögu mannsins: Komdu með mér
Skarphugi / í Skynheim og Hryn-
heim. / Ég fer miklu hægar / en
hljóðið.“
Kristján Davíðsson listmálari
gerði kápu bókarinnar.
Árnesstapar, hinir sérkennilegu drangar. í baksýn sést hið formfagra fjall Reykjaneshyrnan og til hægri
Finnbogastaðafjallið.