Tíminn - 21.07.1988, Side 10

Tíminn - 21.07.1988, Side 10
,10 Tíminnj Fimmtudagur 21. júlí 1988 illllllllllllllllll AÐUTAN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Metnaðarfullur saksóknari í New York tekur upp baráttu við Mafíuna Rudolph Giuliani er saksóknari bandaríska ríkisins á Manhattan og hann er staðráðinn í því að nafn hans verði þekkt um Bandaríkin þver og endilöng fyrir hraustlega baráttu gegn glæpum. Hann hefur því tekið upp eitt málið á fætur öðru sem hefur verið líklegt til að koma nafni hans í fréttirnar og nú hefur hann tekist á við það mál sem engum dómsyfirvöldum í Bandaríkjunum hefur til þessa tekist að ráða við. Hann hefur lagt til atlögu við sjálfa mafíuna og meint yfirráð hennar yfir stærstu verkalýðssamtökum Bandaríkjanna, „Teamsters’ Union“. Þar fetar hann m.a. í fótspor Roberts Kennedys sem háði heilagt stríð gegn þessum illu öflum þegar hann gegndi embætti dómsmála- ráðherra en tókst ekki að ráða niðurlögum þeirra. Rudolph Giuliani hefur nú höfðað mál þar sem yfirvöld eru í raun að gera tilraun til að ieggja „Teamsters’ Union“ undir sig. Hörð viðbrögð verkalýðsfélaganna og bréfið frá Dukakis Líklcgt er talið að þessari máls- sókn fylgi fleiri atlögur saksóknara að meintum áhrifamætti mafíunnar í verkalýðsfélögum. Mcðlimir nefndarsem Reagan forseti skipaði fyrir tveimur árum til að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi hafa haldið því fram að þrenn önnur stór bandarísk verkalýðssamtök, þ.e. samtök verkamanna, hótel- starfsmanna og hafnarverka- manna, séu lítið betur sett en samtök vöruflutningabílstjóra. Ákærur Giulianis á „Teamsters’ Union" orsökuðu mikið pólitískt fjaðrafok og verkalýðsfélögin hleyptu af stokkunum auglýsinga- herferð um gjörvöll Bandartkin þar sem málssókn Giulianis var lfkt við aðgerðir yfirvalda í fylgi- ríkjum Sovétríkjanna til að kæfa frjálsa verkalýðshreyfingu eins og Samstöðu í Póllandi. Til að sýna hversu mikils verka- lýðsfélögin mega sín pólitískt hafa þau birt bréf frá Michael Dukakis forsetaframbjóðanda demókrata, þar sem hann lætur í ljós „alvarleg- Aðalskotspónn saksóknarans um þessar mundir er Jackie Presser, núverandi formaður samtaka vöru- flutningabflstjóra, sem hefur verið kærður fyrir að vera liandbendi mafíunnar. komast á framfæri í fjölmiðlum með því að halda háværa blaða- mannafundi og gefa út harðorðar yfirlýsingar. Rudolph Giuliani er sonur eig- anda pitsustaðar í Brooklyn og gefur bæði nafn og starf föður hans til kynna að hann er af ítölsku bergi brotinn. Hann er 44 ára að aldri. Um skeið velti hann því fyrir sér að verða prestur í kaþólsku kirkjunni og sýnir enn gömlu heim- kynnunum sínum og vinum tryggð. Einn nánasti vinur hans frá æskuár- Rudolph Giuliani saksóknari í New York berst harðri baráttu gegn glæpum en er umdeildur maður. unum, Alan Placa, kaþólskur prestur sem líka hefur stundað laganám. gistir í íbúð Giulianis á Manhattan a.m.k. eina nótt í viku hverri. En þveröfugt við Mario Cuomo, ríkisstjóra í New York, sem líka er af ítölskum ættum en virðist hafa forðast að vekja þjóðarathygli vegna hræðslu við að verða bend- laður við mafíuna, hefur Giuliani byggt frægð sína á því að takast á við þennan óvin sem sífellt er tengdur ítölsku þjóðerni. Embætti Giulianis lagði í rúst „pitsutengslin”, vel skipulagða áætlun mafíunnar til að dreifa heróíni frá Sikiley um Bandaríkin og nota pitsustaði sem skjól fyrir starfsemina. „Ragnarök“ Það var eftir að Giuliani las sjálfsævisögu Josephs Bonnano („Joe Bananas"), yfirmannseinnar af fimm alræmdum mafíu-„fjöl- skyldum” í New York, sem nú er sestur í helgan stein, að hann fékk hugmyndina að stríðsáætluninni um djörfustu atlögu yfirvalda fyrr og síðar að skipulagðri glæpastarf- semi. Sú atlaga leiddi til þess að yfirmenn allra mafíufjölskyldn- anna, sem gengu undir nafninu „nefndin" í mafíuhópnum, voru ákærðir fyrir samsæri í glæpastarf- semi. Rudolph Giuliani er mikill óp- eruunnandi og er þess vegna nær- tækt að líkja herferð sinni gegn mafíunni við Niflungahring Wagners. „Nú erum við stödd í 113síðna ákæruskjal Málssókn Giulianis fyllir 113síð- ur og var lagt fyrir alríkisdómstól í New York fyrir skcmmstu. Þar cr því haldið fram að „Teamsters’ Union”, 1.6 milljón manna samtök vöruflutningabílstjóra, hafi gert „samning við djöfulinn”, mcð öðr- um orðum við mafíuna. í ákærunni kemur fram að valda- miklir menn í mafíunni hafi stjórn- að kosningum tvcggja síðustu formanna samtakanna og „hafi á valdi sínu og beri mútur á“ stjórnir mikilvægra deilda samtakanna og lífeyrissjóða. í ákæruskjalinu kemur líka fram að með því að „rcka herferð óttans” hafi mafíunni tekist að ræna almenna meðlimi verkalýðs- samtakanna þcim rétti að velja sjálfir forystumenn sína, en til þessarar hcrferðar má nt.a. rekja 20 morð auk „minniháttar” mis- ferlis á borð við mútur. sprengjutil- ræði, þjófnaði og fjárkúganir. Saksóknarinn hefur lagt þá beiðni fyrir dómara að skipaður verði trúnaðarmaður stjórnvalda til að skipuleggja og hafa eftirlit með nýjum kosningum á forystu- mönnum verkalýðsfélaganna. ar efasemdir” um málssóknir yfir- valda í þeim tilgangi að ná tökum á verkalýðsfélögum sem eru undir- lögð glæpastarfsemi. Umdeildur saksóknari En það má búast við því að allt þetta pólitíska uppnám veröi að- eins til að örva Giuliani til frekari framkvæmda, en hann er þegar orðinn þekktur um öll Bandaríkin fyrir umdeildar árásir sínar á laga- legum grundvelli á skipulagða glæpastarfsemi, mútuþægni emb- ættismanna ogólöglega starfsemi í Wall Street. Hann er líka orðinn alræmdur fyrir augljósan ákafa í að upphafi síðustu óperunnar, sem ber hið táknræna heiti Ragnarök,” sagði hann þegar réttarhöldin yfir „nefnd“ mafíunnar hófust. Þó að atlögur hans við mafíuna og spillingu meðal embættismanna í New York - sem hafa hlotið gott gengi fyrir dómstólunum - hafi víða vakið aðdáun, eru ekki allir jafnhrifnir af augljósum ákafa Giu- lianis í að vekja athygli á sjálfum sér og árásargjarnri framkomu hans. Barátta saksókn- arans við fjármála- öflin í Wail Street Hann kom miklu róti á fjármála- heiminn í Wall Street þegar hann bar fram ákærur á ólöglegt athæfi braskarans Ivans Boesky og banka- mannanna Dennis Levine og Mar- tins Siegel, sem fólst í því að nýta sér þær upplýsingar úr fjármála- heiminum sem þeir síðarnefndu áttu aðgang að vegna starfa sinna. En starfsaðferðir Giulianis voru harðlega gagnrýndar þegar starfs- menn hans réðust til inngöngu í tvö mikilsmetin fjárfestingarfyrirtæki og höfðu yfirmenn þeirra á brott með sér í handjárnum. Síðar var fallið frá ákærum á verðbréfasal- ana. Miðað við hversu fyrirferðar- mikill Giuliani er í starfi sínu gerir hann sér far um að láta tiltölulega lítið á sér bera í einkalífinu. Hann fer t.d. sjaldan ferða sinna um- kringdur lífvörðum, þó að leyni- lögreglumaður aki honum til og frá vinnu, og um helgar fer hann í gönguferðir með ungum syni sín- um í grennd við heimili þeirra. Kona Giulianis, Donna Hanover, starfar við fréttalestur í sjónvarpi. Er metnaðar* gjarni saksóknarinn á leið í pólitík? Giuliani virðist ekki heldur geta ákveðið hvort hann eigi að sýna pólitískan metnað sinn í verki en oft hefur komið til tals að hann yrði frambjóðandi Repúblikanafloícks- ins til mikilvægs embættis. Giuliani hefur verið mjög hikandi í sam- bandi við þetta mál upp á síðkastið og minnir þar á Cuomo ríkisstjóra sem iðulega hefur verið nefndur í sambandi við forsetaframboð en hefur hingað til í hvorugan fótinn getað stigið í þeim málum. Það leit t.d. út fyrir á tímabili að Giuliani væri reiðubúinn að segja af sér saksóknaraembættinu fyrr á þessu ári til að taka upp baráttu um þingsæti við Daniel Patrick Moyni- han, demókrata og öldungadeild- armann frá New York, en á síðustu stundu dró Giuliani sig í hlé, sennilega vegna þess að skoðana- kannanir sýndu fram á að hann myndi fara halloka í þeirri baráttu. Nú líta margir á Giuliani sem væntanlegan keppinaut Cuomos um ríkisstjóraembættið eða Eds Koch um borgarstjóraembættið í New York en hann hefur haft betur en þeir í skoðanakönnunum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.