Tíminn - 21.07.1988, Page 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 21. júlí 1988
FRÉTTAYFIRLIT
NIKOSÍA - franska sjón-j
varpiö skýröi trá því aö músl-
ímskir pílagrímar vaeru um-
kringdir af sáudískum öryggis-
sveitum þar sem múslímarnir
héldu uppi mótmælum í hinni
heilögu borg Mekka. Haj trúar-,
! hátíöin er nú aö hefjast, en í1
'fyrra létust 400 manns, flestir,
Iranar, á þessari hátíð.
AÞENA - Grikkir segja aö.
árás hryöjuverkamanna ál
grísku farþegaferjuna í síöustu
viku hafi verið skipulögð af
Khadar Samir Mohamad, ööru
nafni Hejab Jaballa, sem einn-1
ig skipulagði morö á egypskum
fjölmiðlamanni á Kýpur, þáfyrir
öfgahóp Palestímumannsins
Abu Nidals.
JÓHANNESARBORG-
Stjórnarformaður næst;
stærstu bankasamsteypu Suö-
ur-Afríku hvatti ríkisstjórnina til
aö lina á aöskilnaöarstefnunni
til aö koma í veg fyrir meiri átök
en veriö hafa. I Höfðaborg
hvatti dagblaö sem talið er
styðja ríkisstjórnina til þess aö
Nelson Mandela, leiötogi
blökkumanna, veröi látinn
laus.
JERÚSALEM - ísraelskir
hermenn skutu þrjá Palestínu-
menn til bana og særöu átta á
hernumdu svæöunum á vest-
urbakka Jórdan. Á sama tíma
baröi óeiröalögregla á mót-
mælandi Palestínumönnum í
elsta hluta Jerúsalem.
ATLANTA - Mikil stemmn-.
ing ríkir á þingi demókrata í
Atlanta, en þar gáfu þeir Jesse.
Jackson og Edward Kennedy,
tóninn í samhentri forseta-1
kosningabaráttu. Michael Du-.
kakis var síðan formlega út-1
nefndur forsetaefni flokksins í
gærkvöldi. j
ISLAMABAD - Forseti I
Pakistans, Mohammad Zia-ul-
Haq, tilkynnti aö þingkosningar
yröu haldnar 16. nóvember.
Hann var hins vegar harðlega
gagnrýndur af Benazir Bhutto,
aðalleiötoga stjórnarandstöö-
unnar, fyrir aö seinka kosning- í
unum.
FRANKFURT - Kona sem i
ber vitni í réttarhöldunum yfir
Líbananum Mohammad Ali
Hammadi sem sakaður er um
aðild aö flugráni og moröi,
sagöi aö henni heföi verið
hótaö öllu illu ef hún bæri
kennsl á Hammadi í rétti. „Þeir
sögöu þaö betra og heilsusam-!
legra ef ég myndi ekki berai
vitni," sagði hin 25 ára Helgu'
Marx.
llllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllllllllilllllllllllllillllllllllllillllllllllllllllllilllllllllllllllllll
Vopnahlé í nándí
Persaflóastríðinu?
Vojtnahlé virðist á næstu grösum í Persaflóastríðinu þar
sem Irakar og íranar hafa barist látlaust í átta ár. Aðalfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Javier Perez de Cuellar
lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að sendinefnd frá
Sameinuðu þjóðunum væru á leið til íraks og írans til að ræða
við stjórnvöld um útfærslu vopnahlés í stríðinu, en báðir
aðilar hafa lýst yfir vilja sínum að koma á friði í anda tillagna
Sameinuðu þjóðanna.
Eftir harða bardaga í Persaflóa-
stríðinu sem urðu í kjölfar þess að
íranar ákváðu að ganga að vopna-
hlésskilmálum Sameinuðu þjóð-
anna, lögðu frakar í gær fram friðar-
áætlun í fimm liðum sem þeir sögðu
myndu skera úr um hvort friðarvilji
írana væri einlægur eður ei.
Fyrr um daginn hafði Ajatollah
Khomeini lagt áherslu á að sú
ákvörðun írana að ganga að vopn-
ahlésskilmálum Sameinuðu þjóð-
anna væri ekki liður í áróðursstríði,
né tilraun til að ná betri vígstöðu,
heldur hefði ákvörðunin verið tekin
með hagsmuni hins íslamska lýð-
veldis að leiðarljósi.
Eftir að Peres de Cuellar fékk“
friðaráætlun fraka í hendur í gær,
hélt hann fund með öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna ásamt Mahalatti
sendifulltrúa frana hjá Sameinuðu
þjóðunum. Þar var ákveðið að senda
embættismenn Sameinuðu þjóðanna
til að ræða við liina stríðandi aðila.
Bendir það til þess að íranar geti
nokkurn veginn sætt sig við friðar-
áætlun íraka, en efni hennar hefur
ekki verið birt.
Ákvörðun Khomeinis um að
ganga að vopnahlésskilmálum Sam-
einuðu þjóðanna var honum erfið ef
marka má ræðu hans í gær. „Að taka
þessa ákvörðun var banvænna en að
taka eitur. Ég beygði mig undir vilja
Guðs og drakk bikarinn í botn til að
fullnægja vilja hans,“ sagði Khom-
eini. „Ég hafði lofað að berjast til
síðasta blóðdropa og til síðasta
andartaks. Ákvörðunin í dagbyggist
einungis á hagsmunum hins íslamska
lýðveldis."
Eins og áður segir var ekkert lát á
bardögum þó íranar hafi samþykkt
skilmála Sameinuðu þjóðanna. í
fyrradag háðu ríkin harða loftorr-
ustu yfir Persaflóa og í gær gerðu
írakar loftárásir á olíumannvirki í
íran. Þá sögðu íranar að írakar
hefðu ráðist inn fyrir landamæri
írans í norðri, en að árásinni hafi
verið hrundið. Hins vegar hafa engar
fréttir borist af alvarlegum vopna-
viðskiptum eftir að Cuellar skýrði
frá fyrirhugaðri friðarför sendi-
nefnda Sameinuðu þjóðanna til ír-
ans og íraks.
Rauði krossinn hefur nú haft sam-
band við hina stríðandi aðila í því
skyni að koma á fangaskiptum milli
ríkjanna, en talið er að stríðsfangar
séu nú um 60 þúsund.
Þá hafa Bandaríkjamenn lýst því
yfir að þeir séu tilbúnir til að hafa
samskipti við írana, standi þeir við
ákvörðun sína um vopnahlé, en
segja of snemmt að ræða um stjórn-
málasamband. Samskipti ríkjanna
hafa algerlega legið niðri frá því
stuðningsmenn Khomeinis tóku
fimmtíu og tvo Bandaríkjamenn í
gíslingu í sendiráði Bandaríkjanna í
Teheran árið 1979 og héldu þeim í
eitt og hálft ár.
Hins vegar hafa Bandaríkjamenn
tekið það skýrt fram að ekki sé á
dagskrá að kalla herskip þeirra heim
frá Persaflóa á næstunni.
Skæðir bardagar
háðir í Erítreu
Skæruliðar Frelsissamtaka
Erítreu segjast hafa banað
um tvö þúsund eþíópískum
stjórnarhermönnum í bar-
dögum nærri bænum Keren í
síðustu viku. Ekki minntust
þeir á eigið mannfall. Tals-
maður samtakanna í Brussel
sagði að skæruliðar hefðu
Yngt upp
í Tævan-
■ ■ w
st|om
Róttækar breytingar hafa verið
gerðar á ríkisstjórn Tævans sem
orðin var nokkuð ellihrum. Fimnt
gamlir ráðherrar voru látnir taka
pokann sinn, en þess í stað tóku
við miöaldra tæknikratar meö ný
og fersk viðhorf í efnahags og
fjármálum, en þau hafa verið í
nokkrunt ólestri í Tævan að
undanförnu. Mcð þessum kyn-
slóðaskiptum hverfa af sjónar-
sviðinu flestir hinna gömlu kín-
versku þjóðernissinna sem flúðu
byltinguna í Kfna og komu á fót
útlegðarstjórn á Tævan.
Brcytingar þessar koma í kjöl-
far þings Þjóðernissinnaflokks-
ins, en þar misstu gömlu íhalds-
mennirnir völd sín, enda margir
hverjir orðnir nokkuö hrumir, og
nýir menn komust í valdastöður
innan flokksins.
Greinilegt að Lee Teng-hui
forseti landsins hyggst stuðla að
róttækum efnahagsbreytingum í
landinu og rjúfa þá einangrun
sem Tævan hcfur þurft að búa við
vegna tilkallsins til valda í Kína.
Lee er inníæddur Tæváni og
það eru fimm ráðherrar í stjórn-
inni einnig. Það er einnig nokkur
breyting frá því sem áður var, því
ríkisstjórnin hefur nær eingöngu
verið skipuð landflótta Kínverj-
náð að eyðileggja fimm
skriðdreka og þrjár vöru-
bifreiðar hlaðnar skotfærum.
Enn er barist á svæðinu.
Yfirvöld í Addis Ababa hafa ekki
skýrt frá átökum á þessu svæði, enda
minnast þau sjaldan á bardaga þó
þeir hafi farið fram.
Talsmaður skæruliðasamtakanna
sagði að Eþíópíuher hefði sent níu
herdeildir með um fimmtíu þúsund
mönnum norður til Keren í þeim
tilgangi að hrekja skæruliða frá hern-
aðarlega mikilvægum stöðum kring-
um bæinn.
Keren er þriðji stærsti bær Erítr-
euhéraðsins í norðurhluta Eþíópíu,
en Frelsissamtök Erítreu hafa barist
fyrir sjálfstæði héraðsins allt frá
árinu 1962. Keren liggur um 90 km
suður af Asmara, höfuðborg Erítreu
Sovétríkin:
Armeni gerður
útlægur vegna
mála Karabakh
Stjórnvöld í Sovétríkjunum hafa Tilskipun þessa cfnis var undirrit-
ákveðið að gera Paruir Airikyan uð af Andrei Gromyko forseta Sov-
útlægan, en Paruir var leiðandi í étríkjanna. Sovétmenn hafa beðið
baráttunni fyrir að Nagorno Kar- Bandaríkjamenn um að taka við
abakh segði sig úr lögunt við Azerba- Paruir.
ijan og yrði sameinað Armeníu. Paruir var handtekinn í heima-
iass fréttastofan skýrði trá þessu í borg sinni, Jerevan, þann 24. mars,
gær og sagði að Paruir heföi vcrið tveim dögum eftir að hann skýrði
sviptur sovéskum ríkisborgararétti vestrænum blaðamönnum frá fjölda-
og honum vtsað úr landi „vegna fundum Armena í Jerevan sem
athafna hans sem sköðuðu viröingu haldnir voru til stuðnings kröfu hér-
Sovétríkjanna*. Þá var þess getið að aðsstjórnar Nagorno Karabakh um
forsætisnefnd Æðsta ráðs Sovétríkj- að héraðiðyrði sameinað Armeníu.
anna hefði tekið þessa ákvörðun.
Samkomulag um
Angólu í sjónmáli
Ríkisstjórnir Angólu, Kúbu og
Suður-Afríku hafa náð samkomu-
lagi um ramma friðarsamnings í
stríðinu í Angólu og sjálfstæði Nam-
ibíu. „Þeir hafa samþykkt ramma
sem ætti að leiða til friðar,“ sagði
embættismaður í utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna í gær, en Banda-
ríkjamenn hafa tekið þátt í friðarvið-
ræðum þessara ríkja.
í samkomulaginu er gert ráð fyrir
því að blökkumenn fái stjórn mála í
Namibíu í sínar hendur, en Suður-
Afríkumenn hafa stjórnað landinu í
70 ár í umboði Sameinuðu þjóðanna
og áður Þjóðarbandalagsins. Suður-
Afríkumenn dragi einnig herlið sitt
heim frá Namibíu. Á móti kemur
það að Kúbumenn kalli 45 þúsund
manna herlið sitt heim frá Angólu.
Viðræður um það hvernig þessum
málum verður háttað munu hefjast í
byrjun ágústmánaðar.
UTLO
Þýskur eiginmaður tilkynnir lögreglunni um hvarf eiginkonunnar:
Takið góðan tíma!
Eiginmaður nokkur skrifaði lög-
reglunni í Hamborg bréf, þar sem
hann skýrir frá þvi að kona hans sé
týnd, en biður lögregluna ekkert
að vera að flýta sér að finna hana.
„Til að fullnægja lagaskyldunni
vil ég upplýsa ykkur um það að
kona mín hefur ekki sést í nokkrar
vikur. Persónulega sakna ég henn-
arekkert. Vinsamlegast takiðykk-
ur góðan tíma í þetta mál“. Þannig
var bréfið orðað.
Talsmaður lögreglunnar viidi
ekki nafngreina eiginmanninn, en
sagði að þrátt fyrir óskir hans hafi
lögreglan hafið strax leit að eigin-
konunni.