Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 2
2 TímWi :.<r.-;i .fjoö,.Ar, .<1 ■' Laugardagur 15. október 1988 Atvinnu- tryggingasjóður útflutningsgreina Auglýsir eftir: Lánsumsóknum Um er að ræða: A. Lán vegna skuldbreytinga útflutningsfyrirtækja. B. Lán v/hagræðingar, framleiðni aukningar og endurskipulagningar útflutningsfyrirtækja. Þeim fyrirtækjum sem óska eftir lánum hjá sjóðn- um er bent á að snúa sér til hans og fá sendar nauðsynlegar upplýsingar um þessi lán. Athygli skal vakin á því að aðeins þau fyrirtæki koma til greina sem hafa framleitt vörur til útflutn- ings og að útflutningsverðmæti árið 1987 hafi ekki verið undir 10 milljónum króna. Þar sem málefni fiskeldis og loðdýraræktenda eru nú til athugunar hjá öðrum aðilum koma þeir ekki til álita með lánveitingu á þessu ári. Heimilisfang sjóðsins er: Rauðarárstígur 25,105 Reykjavík. Sími 91 25133 Stjórn sjóðsins. Verkakvennafélagið Framtíðin, Hafnarfirði Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs fé- lagsins um 6 fulltrúa og 6 til vara á 36. þingi A.S.Í. liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 15. október til 19. október. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 19. október. Tillögunum þarf að fylgja minnst 100 nöfn fullgildra meðmælenda. Stjórnin Jörð - Landareign óskast Óskum eftir aö komast í samband viö jarðar- eða landeiganda meö kaup eða samstarf í huga. Sé búið á jörðinni kemur til greina að ábúandi haldi ábúðarrétti eftir nánara samkomulagi. Æskileg staðsetning er Vestur- eða Suðurland þó koma aðrir staðir á landinu vel til greina. Skriflegar upplýsingar óskast sendar auglýsingadeild Tímans merktar „Samtök áhugamanna um landvernd og skógrækt". ATH. farið verður með allar upplýsingar sem trúnað- armál. Leigubílaakstur Tilboð óskast í leigubílaakstur á höfuðborgar- svæðinu fyrir Stjórnarráð íslands. Tilboðseyðublöð eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 28.10. n.k. kl. 11.00 f.h. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26644______ Samband íslenskra viðskiptabanka mótmælir staðhæfingum Félags íslenskra iðnrekenda og Verslunarráðsins um vaxtakjör viðskiptavíxla: Rangar forsendur, niðurstöður Samband íslenskra viðskiptabanka hefur sent fjölmiðlum athugasemdir vegna staðhæfinga Félags íslenskra iðnrekenda og Verslunarráðs íslands á fréttamannafundi sl. fimmtudag um m.a. of hátt vaxtastig af viðskiptavíxlum til atvinnufyrirtækja. Frá þessum fréttamannafundi var greint í frétt á baksíðu Tímans í gær. f athugasemdum Sambands ís- lenskra viðskiptabanka segir að tölur FÍI og Verslunarráðsins um raun- vexti af viðskiptavíxlum séu rangar svo muni um tugi prósenta. Tekið er fram að fulltrúar bankanna hafi bent forráðamönnum FÍI á að ýmsir liðir í þeirra útreikningum á vaxtastigi viðskiptavíxla væru bein- línis rangir. Ennfremur segir að samanburður milli banka á þessum vöxtum sé ekki raunhæfur þar sem bankar kaupi víxla af þriðja aðila á gengi sem inni í sé allur kostnaður. Skipti þá hvorki tímalengd víxils eða upphæð máli. Aðrir kaupi víxla með hefðbundnum hætti og reikni sér- staklega vexti og kostnað. í lok athugasemda Sambands ís- lenskra viðskiptabanka er þeim stað- hæfingum mótmælt að íslenskt bankakerfi sé svo dýrt í rekstri að það hamli lækkun vaxta og kostnað- ar. Orðrétt segir: „Samband ís- lenskra viðskiptabanka er út af fyrir sig sammála um að auka megi hag- kvæmni í bankakerfinu sem og í öðrum greinum atvinnulífs. Umræð- ur og aðgerðir í þá veru hljóta þó að byggjast á tölulegum staðreyndum og athugunum en ekki órökstuddum yfirlýsingum á fjölmiðlafundum.“ óþh Guðrún Á. aðstoðar Svavar Guðrún Ágústsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður menntamála- ráðherra. Þá hefur Gerður G. Ósk- arsdóttir verið ráðin til þess að vera ráðunautur ráðherra í menntamál- um, þ.e. skóia- og uppeidismáium. Guðrún Ágústsdóttir hefur lengst af starfað við Hjúkrunarskóla íslands. Frá því í október 1987 og þar til í síðasta mánuði starfaði hún hjá Jafnréttisráði við undirbúning kvennaráðstefnunnar í Osló. Hún hefur starfað að borgarmálefnum undanfarin ár, átt sæti í stjórn SVR, verið í félagsmálaráði, skipulags- nefnd, bygginganefnd aldraðra og í stjórn og samninganefnd Starfs- mannafélags ríkisstofnana og gegnt .störfum sem varafulltrúi Alþýðu- bandalagsins í borgarráði. Gerður G. Óskarsdóttir hefur að undanförnu starfað sem kennslu- stjóri í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla íslands, auk þess sem hún hefur verið starfsm.aður kenrt= aramenntunarnefndar Háskólans. Áður starfaði Gerður sem kennari og skólastjóri við grunnskóla og framhaldsskóla og var skólameistari Framhaldsskólans í Neskaupstað. ' 1 1 1 BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF IJ Ármúla 13 - 108 Reykjavík - 0 681200 JCS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.