Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 4
4 Tímlnn
SAMVINNU
LyTXJ TRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 108 REYKJAVÍK ■ SlMI (91)681411
Útboð
Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst
hafa í umferðaróhöppum.
BMW518 i árgerð 1988
Mercury Topaz GS árgerð 1987
Subaru Justy SL árgerð 1987
MMC Lancer árgerð 1987
Renault Traffic TA 23 árgerð 1985
Seat Ibiza árgerð 1985
MMC L200 Pic-up árgerð 1984
Subaru 1800 Hatsback árgerð 1983
Mazda 626 2000 ágerð 1982
Subaru 1800 Hardtop árgerð 1982
Mazda 929 L árgerð 1981
Daihatsu Charade árgerð 1980
Daihatsu Charade árgerð 1979
GMC Vandure 2100 5 árgerð 1975
Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9,
Reykjavík, mánudaginn 17. október 1988, kl.
12-16.
Á sama tíma:í Vík í Mýrdal
Lada Sport árgerð 1988
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t.
Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl.
12, þriðjudaginn 18. október 1988.
Samvinnutryggingar g.t. - Bifreiðadeild -
Dagvist barna
Fóstrur, þroskaþjálfar,
áhugasamt starfsfólk!
Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í
gefandi störf á góðum vinnustöðum.
Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi.
Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistar-
heimila, og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277.
VESTURBÆR-MIÐBÆR
Drafnarborg v/Drafnarstíg S. 23727
Ægisborg Ægisíðu 104 S. 14810
AUSTURBÆR
Nóaborg Stangarholti 11 s. 29595
BREIÐHOLT
Bakkaborg v/Blöndubakka s. 71240
Suðurborg v/Suðurhóla s. 73023
Utboð
Snjómokstur í Vestur-
Skaftafellssýslu veturinn
1988-1989
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í
snjómokstur með vörubílum á Suður-
landsvegi frá Skógum að sýslumörkum á
Skeiðarársandi (254 km) og Klausturvegi
(1,4 km).
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð
ríkisins á Selfossi og í Vík í Mýrdal frá og
með 18. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir
kl. 14:00 þann 31. október 1988.
Vegamálastjóri
Laugardagur 15. október 1988
„Mikllvægast er að þið veljið alltaf það sem er hollt, ekki bara það sem er gott. Það er t.d. ekki æskilegt að þið
veljið að drekka gosdrykki þó svo að ykkur kunni að þykja þeir góðir. Hafið það hugfast að þeir eru óhollir.“
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, upplýsir nemendur í Ölduselsskóia um heilbrigt
líferni. Tímamynd:Árni Bjarna.
Mitt líf-ég vel:
Heilbrigt líferni!
Guðmundur Bjarnason, heil-
brigðis og tryggingamálaráðherra,
ásamt IJnni Stefánsdóttur frá heil-
brigðisráðuneytinu og Erlendi Krist-
jánssyni frá menntamálaráðuneyt-
inu, heimsóttu nemendur í Öldusels-
skóla í Reykjavík í gær og kynntu
þeim átak heilbrigðisyfirvalda til efl-
ingar heilbrigðu líferni og vellíðan
unglinga. Átak þetta kemur í beinu
framhaldi af vinnu nefndar um heil-
brigða lífshætti æskufólks sem Guð-
mundur Bjarnason, heilbrigðisráð-
herra skipaði.
Yfirskrift heilbrigðisátaksins er
„Mitt líf-ég vel“ og vísar til þess að
unglingar skuli taka sjálfstæðar
ákvarðanir um ýmsar lífsvenjur.
Nægir þar að nefna mataræði, hreyf-
ingu, kynlíf, vímuefni, vináttu og
fleiri atriði.
Nemendur í Ölduselsskóla, 11 ára
og eldri, fengu í hendur í gær
veggspjöld, barmmerki og límmiða
með ýmsum hollum ábendingum um
heilbrigt líferni. Stefnt er að því að
öll skólabörn í landinu á aldrinum
11-16 ára, alls 21 þúsund manns, fái
þetta í hendur á næstunni. óþh
Guörún Helgadóttir
um stjórnina:
Getur orð-
ið langlif
„Ég er nú ekki sérlega bjartsýn
manneskja að eðlisfari, en tel samt
að þessi ríkisstjórn hafi síst minni
lífslíkur en margar aðrar“, sagði
Guðrún Helgadóttir, forseti Samein-
aðs þings er Tíminn innti hana eftir
því hvernig henni litist á þinghald á
komandi vetri.
En hverju kemur það til með að
breyta að hennar mati að ríkistjóm
og stjórnarandstaða hafa jafn marga
menn í neðri deild ?
„Ég vona að það verði ekki til
skaða og auðvitað verða menn að
treysta því að þingmenn sem hafa
gengist undir það loforð að greiða
atkvæði samkvæmt samvisku sinni
geri það, þannig að góð mál nái fram
að ganga þrátt fyrir að stjórnin hafi
ekki meirihluta í báðum deildum.
Ég held að ef menn sem að
ríkisstjórninni standa hafa þrek og
vilja til þess að láta hana ganga þá
geti hún orðið farsæl, en sé hún
rekin eins og kosningabarátta verður
hún ekki langlíf", sagði Guðrún að
lokum. -ág
Félag stofnað um íslensku hljómsveitina:
Laus undan
skuldaklafa
„íslenska hljómsveitin hefur nú
starfað í 7 ár og hefur rekstur
hennar jafnan staðið á sléttu með
15-17% stuðningi hins opinbera.
Hljómsveitin hefur hins vegar
burðast með skuldabyrði stofn-
kostnaðar allan sinn starfstíma,
sem vaxið hefur með verðbólgu og
háum vöxtum," sagði Guðmundur
Emilsson framkvæmdastjóri.
Guðmundur sagði að nú í upp-
hafi áttunda starfsárs hljómsveitar-
inar væri þessi stofnkostnaðarkal-
eikur frá henni tekinn.
Nýlega voru stofnuð samtök
tónlistarmanna um Islensku hljóm-
sveitina sem skipuð eru tónskáld-
um, hljóðfæraleikurum, einsöngv'-
urum, fræðimönnum og öðrum
sem vilja veg hljómsveitarinnar
sem mestan.
Hin nýju samtök gengu í skulda-
málið og er það nú til lykta leitt
með aðstoð fyrrverandi fjármála-
ráðherra, menntamálaráðherra og
borgarstjórans í Reykjavík, þeirra
Jóns Baldvins Hannibalssonar,
Birgis ísleifs Gunnarssonar og
Davíðs Oddssonar.
Guðmundur Emilsson sagði að
mjög mikilsvert væri fyrir hljóm-
sveitina að vera nú komin á fjár-
hagslega réttan kjöl og kynni hún
tónlistarmönnunum og öllum sem
hlut hafa átt að máli, hinar bestu
þakkir. -sá