Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 7
nnirniY p Láugardagur 15. október 1988 Tíminn 7 Samt er það svo að helsta ástæða fyrir slæmri stöðu Sambandsins er sú að það hefur verulega miklar erlendar skuldir. Þetta eru lán sem tekin hafa verið á löngu tímabili erlendis til að mæta fjárfestingum hér á íslandi, sem því miður hafa ekki skilað nálægt því nægilegum arði. Vegna gengisstefnunnar Það má segja að vegna svokallaðrar fastgengisstefnu á undanförnum árum hafi vaxtakostnaður af þessum Iánum verið mjög hagstæður. Afkoma Sam- bandsins á undanförnum þremur til fjórum árum, eða meðan gengið var fast, hefði verið mun verri ef gengis- stefnan hefði verið raunhæfari. Núna á þessu ári tökum við skellinn í þremur gengisfellingum og talsverðu sigi á bandaríska dollarnum. Þetta þýðir að núna kemur kostnaður af þessum er- lendu lánum fram á stuttum tíma á þessu ári. Ef gengið hefði verið meira í takt við þarfir útflutningsiðnaðarins á undanförnum árum hefði gengið látið meira undan. Þá hefði kostnaðurinn af þessum lánum dreifst yfir lengra tíma- bil. Þannig hefði afkoma Sambandsins á undanförnum 3-4 árum verið þeim mun lakari, en skárri á þessu ári. Vantar enn aðgerðir Það má líka því miður segja að þrátt fyrir það sem ný ríkisstjórn hefur gert til að laga stöðu útflutningsgreinanna, vantar enn á að starfsskilyrði þeirra séu nægilega góð. Ég er ekki að gera lítið úr því sem þessi stjórn hefur gert, en starfsskilyrðin verða að vera nægilega góð til að frystingin geti komið fram með þokkalega góðan hagnað í nokkur ár til að rétta sig úr þeim kút sem hún er komin í núna. Sem betur fer held ég að við höfum séð botninn í Bandaríkjunum og að verð muni ekki lækka frekar á þeim markaði. Það er hugsanlegt og vonandi að þau geti farið að hækka eitthvað lítilsháttar. Ég vil leggja á það áherslu að fiskfrysting fái að starfa hér á landi með hagnaði um nokkurra ára bil þannig að hún nái sér aftur á strik. Þannig gætu menn öðlast aftur tiltrú á þessa atvinnugrein, sem ég held að sé og verði undirstöðuatvinnugrein á ís- landi um ófyrirsjáanlega framtíð. Vill hefja upp frystinguna Það hefur því miður verið gerð hörð hríð að frystingunni og hún hefur verið talin ómerkileg aðferð til geymslu mat- væla. Ég vil hefja hana á hæsta pall og benda á að frysting er besta leið sem þekkt er í dag til að varðveita ferskleika vörunnar og algerlega nauðsynleg leið til að tryggja farsæla og hagkvæma markaðssetningu vörunnar. Menn markaðssetja ekki ófrosinn fisk sem þarf að seljast innan fárra daga. Þá eru menn algerlega háðir ástandi viðkom- andi stundar. En með því að varðveita ferskleika vörunnar í formi frystingar skapast möguleikar til að markaðssetja og merkja vöru og vinna henni sess á markaði líkt og gert hefur verið um áratuga skeið í Bandaríkjunum. Þar hefur íiáðst árangur fyrir þjóðarbúið, sem flestir gera sér því miður ekki nægilega grein fyrir.“ Þú nefndir áðan þessar hrikalegu tölur um tíu sinnum hærri fjármagns- kostnað og óhagstæð rekstrarskilyrði í samanburði við önnur lönd. Erum við ekki að tala um neyðarástand og hvem- ig eru framtíðarhorfurnar út frá þínum sjónarhóli? „Það hefur verið bent á það af ýmsum aðilum að ástandið sé að því leyti erfiðara á íslandi í dag, heldur en í kreppum fyrri tíma, að núna sitjum við uppi með þessa miklu offjárfestingu í flestum greinum. Leiðréttingin á slíku misgengi, sem nú hefur þróast, verður því þungbær og erfið. Þess vegna segi ég að þjóðfélagið sé að fara í gegnum nokkurra ára bil þar sem menn verða hreinlega að borga fyrir mistök fyrri ára. Það má gjarnan kalla það neyðar- ástand. Sem betur fer erum við núna að flestu leyti betur búin en á fyrri tímum og því ætti neyðarástand ekki að þýða hungursneyð fyrir þjóðina í heild. Við horfum hins vegar fram á neyðarástand í þeim skilningi að við verðum virkilega að breyta til frá þeirri stefnu sem við höfum tamið okkur á undanförnum árum.“ Kreppa Erum við að tala um langvarandi kreppu? „Það sem ég hef óttast í nokkum tíma er að hér komi upp atvinnuleysi. Mér sýnist allt stefna í það og ég held að ég sé ekki að uppljóstra neinum leyndardómi, þótt ég segi frá því að í „forstjóranefndinni“ veltu menn mjög fyrir sér ástandinu í þjóðarbúinu. Þar var gjarnan vitnað í úttekt sem gerð var í maí um að nálægt 3000 manns vantaði í störf í atvinnulífinu. Ég taldi þá að umtalsverð breyting hefði orðið á þessu þegar í ágústmánuði. Ég óttaðist at- vinnuleysi þegar kæmi fram á síðari hluta ársins og í byrjun næsta árs. Menn voru almennt ekki tilbúnir til að trúa því, en því miður sýnist mér allt benda til þess að við séum að komast á þetta stig. Þá tek ég mið af þeim gjaldþrotum sem hafa verið að dynja yfir og einnig því að fjöldi fyrirtækja hefur neyðst til að skera niður starfs- kraft og leggja niður einingar. Það er því mikið verk og vandasamt fyrir stjórnvöld að stýra undanhaldi því sem nú er framundan.“ Kristján Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.