Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. október 1988 Tíminn 9 dómsmálum. Ófrelsi einstak- linga og ofstjórn valdhafa er ekki íslenskt vandamál. íslenskt réttarfar og dómgæsla þurfa ekki að valda neinum áhyggjum eða hneykslun vegna refsigleði og lögregluofsókna. íslendingar gætu þess vegna snúið sér að þeim vandamálum, sem þeir eiga raunverulega við að glíma. Stefna ríkisst j órnarinnar í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir að höfuðverkefni hennar sé að treysta grundvöll atvinnulífsins, stöðu lands- byggðarinnar og undirstöðu velferðarríkis á íslandi. Þar segir einnig að stefna ríkisstjórnar- innar byggist í senn á framtaki einstaklinga og samvinnu og samstarfi á félagslegum grunni. Á það er lögð áhersla að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lausnar efnahagsvandans miði að því að treysta atvinnuöryggi í landinu, færa niður verðbólgu og vexti, verja lífskjör hinna tekjulægstu, bæta afkomu at- vinnuveganna og draga úr við- skiptahalla. Til þess að ná slík- um árangri hefur ríkisstjórnin gripið til tímabundinna aðgerða í verðlags- og launamálum, beitt sér fyrir lækkun fj ármagnskostn- aðar og gert gangskör að því að bæta afkomu fyrirtækja í út- flutnings- og samkeppnisgrein- um. Ráðstafanir eru einnig gerð- ar til þess að tryggja kjör tekju- lágra einstaklinga og fjöl- skyldna. Verðbólga hjaðnar verra af að hljótast í stjórn landsins. Þótt út af fyrir sig mæli ýmislegt með því að alþingis- kosningar fari fram fyrr en síðar, þá er þó fleira sem styður það að ekki verði ráðist í kosningar að sinni. Allir flokkar eru sammála um að ástand efnahags- og at- vinnumála sé með þeim hætti að við því verði að bregðast með löggjafar- og stjórnvaldsráð- stöfunum. í því efni liggur fyrir mótuð stefna af hálfu ríkis- stjómarinnar og er að hluta til komin í framkvæmd. Stefna rík- isstjórnarinnar hefur meirihluta- fylgi á Alþingi, þótt það leiði af deildaskiptingu þingsins, að meirihlutinn fær ekki notið sín, eins og væri ef þingið væri í einni deild í stað þriggja sem það raunverulega er samkvæmt skipulagi sínu, því að sameinað þing er í sjálfu sér þriðja þing- deildin. Skipulagságalli Alþingis Þetta flókna þingdeildafyrir- komulag þjóðkjörins þings er að ýmsu leyti gallað. í rauninni er eðlilegra að allt löggjafarstarf fari fram í einni deild. Slíkt væri lýðræðislegra og skilvirkara í framkvæmd, ekki síst þegar af deildaskiptingu leiðir að meiri- hluti þings breytist allt í einu í minnihluta á vafasömum for- sendum, eins og hér á sér stað. Formlega er ekki hægt að finna að því, þótt stjómarandstæðing- ar neyti þeirrar aðstöðu sem einfaldur reikningur einn saman færir þeim í þessu tilfelli, en frá lýðræðislegu sjónarmiði er þetta annmarki á sicipulagi Alþingis. Af þeim sökum er hægt að gera þá kröfu til stjórnarandstæðinga að þeir beiti aðstöðú sinni með gát. Vel færi á því að deilda- skipting Alþingis væri tekin til gagnrýninnar umræðu í sam- bandi við þá endurskoðun stjórnarskrár, sem um getur í stef nuyfirlýsingu ríkisst j órnar- innar. Ágallar á skipulagi Al- þingis eiga ekki að liggja í lág- inni, þegar rætt er um endurbæt- ur á stjómskipulaginu almennt. Lýðræði og mann- réttindi í minnihiuta Þessar hugleiðingar um skipu- lag Alþingis hafa að sjálfsögðu ekki þann tilgang að æðrast yfir íslensku lýðræði og þingstjórn- arfyrirkomulagi í þeirri trú að íslendingar búi við slík lýðræðis- leg ókjör að ástæða sé til að örvænta. Þvert á móti er skylt að fagna því að grundvallarhug- sjónir lýðræðis em óvíða betur ræktar en í íslensku þjóðfélagi. Það sannast því betur sem skyggnst er víðar um í heiminum og Ktið til þess ástands sem ríkir um allar álfur, í yfirgnæfandi meirihluta ríkja og landa. Lýð- ræði og mannhelgishugsjónir eru ekki í miklum metum í heimi 20. aldarinnar og veruleg breyting þess ástands ekki í sjónmáli, þótt sitthvað sé nú í gerjun í þeim ríkjum, sem kunn eru fyrir staðnaða og ólýðræðis- lega stjórnarhætti. Þótt Sameinuðu þjóðirnar væm stofnaðar með því hátíð- lega stefnumarki að þar væri um samtök lýðræðisþjóða að ræða, þá þarf ekki að fletta aðildarskrá stofnunarinnar af mikilli ná- kvæmni til þess að komast að raun um, að lýðræðisþjóðir em þar í minnihluta, svo að þorri aðildarríkja hefur manneskju- lega stjórnarhætti og mannrétt- indayfirlýsingar að engu, ef svo býður við að horfa. Staðfesting á andlýðræðisleg- um aðferðum og mannréttinda- brotum bérst fjölmiðlum árlega og stundum oft á ári í skýrslum frá Amnesty International, sem er nafn á alþjóðlegum samtök- um til uppihalds mannréttindum og baráttu gegn pólitískum of- sóknum á hendur einstakling- um. Af u.þ.b. 160 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóð- unum eru yfir 130 ríki ásökuð um mannréttindabrot, pólitísk- ar ofsóknir, hrottaskap hers og lögreglu og alls konar líkamleg- ar meiðingar. Lýðræði sérmál örfárra þjóða Heilu heimsálfurnar eru undirlagðar af slíku framferði og valt að greina neinar breyt- ingar til batnaðar frá því sem verið hefur. Þótt stigsmunur sé á mannréttindabrotum er eðlið víðast hið sama og fyrirferðin og fjölbreytni brotanna slík að það gefur ekkert eftir því sem verst þótti gegna í grimmdaræði fyrri alda. Nútímasagan og atburðir líðandi stundar gefa ekki til kynna að mannkyninu hafi farið fram að þessu leyti. Menningar- viðhorf og pólitískt ástand í fjölda ríkja er á því stigi að ekki verður við neitt ráðið. Lýðræðis- hugsjónin er nánast sérmál ör- fárra þjóða. Þar skera Evrópu- þjóðir sig úr, enda sjaldgæft að þær verði fyrir alvarlegum ásök- unum um brot á grundvallar- mannréttindum. íslendingar eru að sjálfsögðu í hópi þeirra lýð- ræðisþjóða, sem fremst standa á sviði mannréttindamála og lýð- ræðishefðar í stjórnmálum og Þessi meginstefnuskráratriði lýsa þeim vanda, sem íslenskt efnahagslíf á við að .glíma og þeim lífskjaravanda, sem leiðir af stöðu útflutningsatvinnuveg- anna. Meginmálið er að rétta við rekstrarhagsmuni undir- stöðugreina þjóðfélagsins. Á af- komu þeirra hvíla lífskjör al- mennings og velferð þjóðarbús- ins í heild. Verðbólgustigið fer nú lækkandi. Vaxtakostnaður færist í eðlilegra horf. Þetta tvennt mun skila heillavænleg- um árangri, ef ráðamenn þjóð- arinnar, utan þings og innan, sameinast um að styðja þær aðgerðir, sem til þess leiða. Án alls efa er það hagur almennings að verðbólgan komist á það stig, sem algengast er í nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Slík verðlagsþróun er óumdeilanlega mesta hagsmunamál atvinnulífs- ins. Hvað sem öðrum pólitískum og félagslegum ágreiningi líður, þarf að nást þjóðarsamstaða í baráttunni við verðbólguna. Eins og er sýnist þróunin tiltölu- lega hagstæð, hvað varðar verð- bólguhjöðnun. Þá þróun þarf að styðja og gera að viðvarandi ástandi í íslensku efnahagslífi. Langvarandi óðaverðbólga gref- ur grunninn undan efnahagslíf- inu og rýrir lífskjör almennings. Stöðugt verðlag og hæg verð- bólga styrkir atvinnuvegina og tryggir almenningi að öðru jöfnu góð lífskjör.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.