Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 15. október 1988 Tíminn 17 brenna meiri orku? frábæran árangur í íþróttum, og mælir orkunotkun íþróttamanna í þeim tilgangi að gera þeim kleift að ná þeim besta árangri sem hugsan- legur er. „Góða gamla húsmóðirin gerir okkur skömm til“ Þetta litla tæki var fest á bak húsmæðranna með ól, gríma sett yfir munninn og súrefnið serp þær notuðu við heimilisstörfin mælt. Út frá þessum mælingum er síðan reiknað hversu mikil orkuvinnslan hefur verið. Vísindamennirnir störðu undrandi á niðurstöðurnar en þær voru ótvíræðar. „Við urð- um undrandi þegar við sáum niður- stöðurnar, en við vorum líka ofur- lítið skömmustulegir," sagði Ant- onio Dal Monte prófessor. „Hús- móðurstarfið er erfiðasta vinna sem til er,“ sagði hann. „Á ósköp venjulegum degi brennir hún fleiri hitaeiningum en íþróttamaður í keppni á Ólympíu- leikunum. Húsmóðirin er augsýni- lega sérstök tegund, því að hún endurtekur þetta afrek dag eftir dag, og það án þess að hita sig upp eða þjálfa sérstaklega fyrir átökin. Á átta stunda vinnudegi brennir hún 1582 hitaeiningum, og við tókum þá ekki með í reikninginn störf sem t.d. eru aðeins einu sinni í mánuði eins og að þvo gluggana, sem er erfiðast af öllum störfunum hennar. Þessi orkunotkun er meiri en Ivan Lendl myndi eyða við að sigra keppinaut í tveggja stunda tenniskeppni. Ég verð að viður- kenna að góða gamla húsmóðirin gerir okkur skömm til,“ segir próf- essorinn. Það má til sanns vegar færa. Karlar sem vinna kyrretustörf brenna ekki nema 830 hitaeining- um á dag, rúmlega helmingi minna en konur þeirra sem halda heimili. 30 mínútna ganga heim frá búð- inni með innkaupin brennir 130 hitaeiningum eða samsvarandi og boðhlaupslið brennir í keppni. Það tekur 36 hitaeiningar að hreinsa baðherbergið á 10 mínútum. Húsmæður ættu ekki að skera matinn um of við nögl t>á er það spurningin hvað þurfi að borða mikið til að búa yfir nægri orku í heimilisstörfin. Húsmæður ættu ekki að skera matinn um of við nögl. 90 hitaeiningar fara t.d. í að sópa í 25 mínútur, samsvarandi hitaeiningamagninu í tveim eplum. Uppþvottur í höndunum sem stendur í eitt korter tekur 41 hita- einingu og að hengja út þvott í 15 mínútur brennir um um 54 hitaein- ingum. Þvottur eftir daginn sam- svarar tveim súkkulaðistykkjum. Tiltekt í 25 mínútur samsvarar 3000 metra sundspretti! Samanburðurinn milli íþrótta og heimilisstarfa virðist furðurverður. t>að getur verið leiðinlegt að taka til, en eftir að hafa unnið við það í 25 mínútur hafa allt að 85 hitaein- ingar verið nýttar, jafnmikið og framúrskarandi sundmaður eyðir í 3000 metrana! Það eru margir í hópi karla sem vefengja þessar niðurstöður. En Maggie Holman er ekki hissa. Hún er í hópi sundfólksins sem Bretar sendu á Ólympíuleikana og helsta þjálfun hennar fyrir keppnina í 100 metra bringusundi var að vinna húsverkin og geta tveggja ára sonar síns, Roberts. „Konur sem hafa eignast börn eru sterkari andlega og líkamlega“ Maggie, sem nú er 32 ára, hætti að keppa í sundi 1980, eftir Ólymp- íuleikana í Moskvu. En þegar hún hitti Ólympíuþjálfarann Frank Dick af tilviljun, fór hún aftur að láta sér detta í hug að keppa fyrir hönd Bretlands. „Frank benti mér á að konur sem hafa eignast börn, séu sterkari líkamlega og andlega, og Iagði til að ég færi aftur að synda,“ segir hún. „Það leikur enginn vafi á því að maður þarf að vera í góðu formi til að vinna heimilisstörfin. Þegar dagurinn hafði liðið við að passa Robert, búa um rúmin, hreinsa til og elda var mig farið að langa ósegjanlega mikið til að komast í sund. Sund er ekki vinna, það er aðferð til að slaka á eftir að hafa unnið allan daginn við erfið störf heima fyrir,“ segir þessi sund- drottning. Erfiðast að passa bam Fyrir Ólympíuleikana var breska sundliðið sent til Marseille í Frakk- landi til þjálfunar. En þó að aðrir í hópnum litu svo á að það væri ákaflega strangt og erfitt að stunda þjálfunina daginn út og daginn inn, fannst Maggie hún bara vera í fríi. „Það var fyrst og fremst vegna þess að ég var laus við streituna sem fylgir því að annast heimilið. Maðurinn minn leit eftir Robert á meðan ég var í burtu - og hann varð að hvfla sig einn dag í rúminu eftir að hafa séð um heimilisstörfin í eina viku,“ segir Maggie. Erfiðast af öllu er að passa barn og þegar Maggie var í lokaþjálfun- inni með hinum Ólympíuförunum brenndi hún fleiri hitaeiningum en félagar hennar vegna þess að hún hafði Robert með sér. „Ég er alls ekkert hissa á niður- stöðunum úr ítölsku rannsókn- inni,“ segir Maggie. „Heimilisstörf eru ákaflega, ákaflega þreytandi. Skipulagið þarf að vera hár- nákvæmt og það er rosalega streitumyndandi að passa hvaða barn sem er. Og maður hefur ekki fyrr lokið við eitt verk en verður að vinna það upp á nýtt.“ Ekki eins erfitt að ganga 3 km á skíðum og vinna heimilisstörf í greininni er líka vitnað í Helen Rollinson, fyrrverandi íþrótta- kennara. Hún er móðir fimm ára dóttur, Nikki, en er fljót að játa að hún gæti ekki hugsað sér að vinna einungis inni á heimilinu. Hún vinnur nú sem íþróttafréttaritari og vann við fréttaflutning frá Ól- ympíuleikunum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst húsverk skelfilega erfið. Frekar vildi ég fara í þriggja kíló- metra skíðagöngu á hverjum degi,“ segir hún. Vísindamennirnir hafa ekki nema eina lausn á því hvernig draga megi úr leiðanum sem heim- ilisstörfin valda og hafa sumir fund- ið hana áður án aðstoðar spreng- lærðra manna. Hún er einfaldlega sú að fólk hjálpist að við að vinna verkin. Báðar íþróttakonurnar sem vísað er til hér að framan, segja að mennirnir þeirra taki sanngjarnan þátt í húsverkunum. „Ég er heppin,“ segir Maggie. „Maðurinn minn er mjög dugleg- ur.“ Af hverju eru húsmæður þá ekki íþrótta- mannslega vaxnar? En hvernig má það vera, að húsmæður upp til hópa hafa ekki sama sköpulag og íþróttastjörnur fyrst þær nota svona mikla orku við húsverkin? Dal Monte prófessor veit svarið við þeirri spurningu. Hann segir það vera vegna þess að íþróttamenn brenni líkamsfitu með því að nota þjálfunarkerfi þar sem skiptast á strangar og hægar æfingar. Vesalings húsmóðirin aft- ur á móti tekur skorpur þar sem hún þarf að afkasta miklu á ör- skömmum tíma, og það er ekki rétta aðferðin ef fólk er að sækjast eftir fögrum líkamsvexti! Prófessorinn leggur líka til að heimilisstörfin séu unnin á þann hátt að á skiptist erfíð verk sem brenna hitaeiningunum og hægari, það gefi líka takt í tilveruna. Þannig myndist ágætt þjálfunar- prógramm úr daglegu og nauðsyn- legu verkunum. Ef heimilisstörfin verða unnin með hugarfari íþróttamannsins rennur kannski einhvern tíma upp sá dagur að ein keppnisgreinin á Ólympíuleikunum verði að strauja þvott! Hvað fara margar hita- einingar til eftirfarandi? Heimilisstörf íþróttir Passa barn (1 Vi klst.) Elda mat í 90 mín. Strauja í 1 klst. Kaupa inn í 1 klst. Sópa gólfin Búa um rúmin Þvo gólf • Leikmaður í einum rugby-leik* Dans í 2 Idst. 10 mín. sundsprett 2 km hlaup Keppa 12 sinnum í 100 m hlaupi 3,5 km skíðagöngu Keppni í 1500 m sundkeppni Carl Lewis er margfaldur gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikum. En samkvæmt útreikningum vísindamannanna eyða húsmæður meiri orku við störf sín en þessi glæsilegi spretthlaupari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.