Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 19
Laugardágúr 15. október 1988 Tíminn 19 ar og dvöl á sjúkrahúsinu kom dauðinn ekki upp í huga okkar. Skyndilegt dauðsfall ömmu kom okkur því í opna skjöldu. Við áttum öll von á að hafa hana með okkur áfram, á næestu jólum, næsta sumar... og í hjörtum okkar bjó sú ósk að hægt væri að finna bót á kvölum hennar. Sú bót hefur nú fengist, en á annan hátt en við hefðum kosið. Söknuðurinn er sár og mikill og eins og'vant er kemur eigingirnin upp í huga okkar. Við spyrjum „af hverju?" En gerum okkur jafnframt ljóst að „eitt sinn verða allir menn að deyja" og senni- lega ber okkur að þakka Guði það að amma þurfti ekki að bera kvalir sínar lengur, þar sem allt benti til að þar væri á ferð eitthvað annað og meira en það sem læknavísindi nú- tímans ráða við. Orð eru svo fátækleg þegar dauð- inn er annars vegar, við verðum svo vanmáttug andspænis honum. Við vildum segja svo margt, þakka svo margt, minnast svo margs. Við þökkum Guði fyrir elsku ömmu okkar og allt sem hún fyrir okkur gerði og allt sem hún miðlaði okkur og kenndi. t>að er okkur dýrmætur fjársjóður. Megi minning- in um ömmu á Sleitustöðum lifa og vera okkur gott veganesti um ókom- in ár. Við biðjum Guð að varðveita hana og afa. Þeirra er sárt saknað en frá þeim höfum við fengið mikinn lærdóm sem við munurn varðveita og miðla áfram. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðasta hlund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Bríem) Guð blessi minningu ömmu. Hvíl í friði. Sigrún, Hrafnhildur, Óskar, Hjördís Edda og Birna Björk. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fulltrúi/félagsráðgjafi óskast í 75% starf (getur verið 50%) hjá Ellimáladeild Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar. Starfið felst í almennri ráðgjöf og upplýsinga- þjónustu við Reykvíkinga, 67 ára og eldri, ásamt ýmis konar meðferðar- og fjárhagsmálum og þátttöku í uppbyggingu öldrunarþjónustu í Reykjavík. Æskileg er menntun félagsráðgjafa eða sam- bærileg menntun. Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Staðan er laus nú þegar og rennur umsóknar- frestur út 23. október n.k. Eyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9. Nánari upplýsingar veita Anna S. Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi og Þórir S. Guðbergsson í síma 25500. |S| DAGV18T BARIVA Umsjónarfóstra Starf umsjónarfóstru með daggæslu á einkaheimil- um er laust til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1989. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. Jólatrés- fóturinn auðveldi Aðeins eitt fótstig og tréð er fast. Stór vatns- geymirheid- ur trénu lifandi Heildsölubirgðir LENKÓ HF. Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 1 - 200 Kópavogi - Sími 46365

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.