Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 15. október 1988 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Húsbyggjendur Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheim- taug aö halda í hús sín í haust eða vetur, er vinsamlegast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost er komið í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar, ef frost er komið í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því hlýst. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaaf- greiðslu Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut34, í síma 686222. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gatnagerð, lagningu holræsa og gröft fyrir vatnslögnum I nýtt íbúðahverfi f Grafarvogi. Verkið nefnist Grafarvogur I, 9. áfangi. Um er að ræða um það bil 1,5 km af götum og um 4,2 km af holræsum. Verkinu skal skila fyrir 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 30.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 27. október n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Ekki á vegum Verndar Að gefnu tilefni skal vakin athygli á því að „Stjórnarfundur“ sem boðaður hefur verið bréflega mánudaginn 17. október n.k. kl. 17.30 í Holiday Inn, er Félagasamtökunum Vernd óviðkomandi. Stjórn Verndar. Landvari Stjórn Landvara boðar til félagsfundar að Hótel Esju, Reykjavík, föstudaginn 21. október n.k. Stjórn Landvara hvorar Nú er skammt um liðið síðan heimurinn fylgdist uppnuminn með Ólympíuleikunum í Seoul. Þar voru að venju saman komnar mestu íþróttastjörnur veraldar, þó að sum Iönd létu sig vanta í hópinn af pólitískum ástæðum, og þar voru sett met á met ofan. Þeir sem sátu í sófanum heima hjá sér fylltust aðdáun þegar þeir fylgdust með íþróttamönnunum sem neyttu sinna ýtrustu krafta til að komast fram úr keppinautum sínum og engum hversdagsmanninum datt í hug að hann kæmist í hálfkvisti við þessi ofurmenni. Og skýringin gat ekki eingöngu legið í ólöglegri lyfjanotkun. Nú er búið að sanna svart á hvítu í virðulegri skýrslu að þó að íþróttamennirnir neyti gífurlegrar orku þegar þeir vinna afrekin er þó annar hópur, sá vinnur störf sín í kyrrþey, sem þarf á enn meiri orku að halda við að koma frá daglegum skyldustörfum. Og hverjir skyldu fylla þann hóp? Það reynist vera hin vanmetna stétt, húsmæður! Það voru mikilsmetnir vísindamenn við íþróttastofnun ítölsku Ólympíunefndarinnar sem rannsóknina gerðu og er gerð grein fyrir henni nýlega í breska vikublaðinu Woman. Húsmóðir, móðir og eiginkona. Þetta allt krefst gífurlegrar orku. Mældur munurinn á orkunotkun húsmæðra og íþróttagarpa Vísindamennirnir vildu mæla muninn á orkunotkun húsmæðra og íþróttagarpa. Þeir vissu að það væri einfalt mál. En niðurstöðurn- ar sem þeir komust að verða áreið- anlega mörgum íþróttaunnandan- um áfall! Á meðan Ólympíuleikarnir fóru fram í Seoul sátu milljónir manna sem límdir fyrir framan sjónvarps- tækin og fylgdust með því sem fram fór. Langflestir nutu þess að horfa á útsendingar frá Ólympíu- leikunum án þess að hafa annað fyrir stafni en að sitja og láta sér líða vel um leið. En fjölmargar konur voru að fást við að strauja þvott, búa til mat, taka til eða gæta barna á sama tíma og þær voru að gefa auga helstu stórviðburðum á íþróttasviðinu. Þegar íþróttamennirnir taka á honum stóra sínum í eftirsókninni eftir gullinu eyða þeir geysimikilli orku. Þeir sterkustu og fótfráustu leggja sig fram til hins ýtrasta, og vel það, og þá verkjar í vöðvana og svitinn rennur af þeim. Þetta hafa húsmæður vitað lengi! Öldum saman hafa konur haldið því fram að húsmóðurstarfið geti tekið allt eins mikið á líkamann og stórvirki í íþróttum. Það var þó ekki fyrr en nýlega, sem þessi skoðun kvennanna fékk stuðning lækna og vísindamanna. Allar þessar konur sem hafa rétt lokið við að strauja í eina klukkustund, hafa beitt við það eins mikilli orku og úrvalssundmaður, sem hefur synt af fullum krafti í Ólympíu- sundlaug í 10 mínútur. Þessu hefur nú verið slegið föstu svo að óum- deilanlegt er“ ítalskir vfsindamenn sem hafa fengist við rannsóknir á íþrótta- mönnum hafa komist að raun um að konur brenna fleiri hitaeining- um á annasömum degi við sín hversdagslegu skyldustörf en íþróttamenn sem skara fram úr á Ólympíuleikjum. Þessi niðurstaða fékkst úr rannsóknum vísinda- manna við íþróttastofnun ítölsku Ólympíunefndarinnar. Rannsókn- irnar stóðu í heilt ár. Einnig voru rannsakaðar 220 venjulegar hús- mæður, allar giftar með tvö börn, 37 ára að aldri og 57 kílóa þungar. Orkueyðslan var mæld með bylt- ingarkenndu, glænýju tæki, sem kallað er K2. Þetta tæki var þróað fyrir Rússa, sem þekktir eru fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.