Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. október 1988 Tíminn 3 Atvinnutryggingarsjóður: Vinnunefnd skoðar umsóknir Reglugerð um Atvinnutryggingarsjóð útflutningsgreina var gefin út í gær og í framhaldi af því er auglýst í dagblöðum í dag eftir lánsumsóknum. Tekið er fram í auglýsingunni að um sé að ræða annarsvegar lán vegna skuldbreytinga útflutningsfyrirtækja og hinsvegar lán vegna hagræðingar þeirra, framleiðniaukningar og endurskipulagningar. Þess er einnig getið í auglýsing- unni að aðeins þau fyrirtæki komi til greina við úthlutun lána úr Atvinnu- tryggingarsjóði sem framleiddu vör- ur til útflutnings á síðasta ári að verðmæti a.m.k. 10 milljónir króna. Þá er tekið fram að fiskeidisfyrirtæki og loðdýrabú komi ekki til greina við lánaúthlutun á þessu ári þar sem stjórnvöld séu nú að kanna sérstak- lega málefni beggja þessara greina. Gunnar Hilmarsson, formaður stjórnar Atvinnutryggingarsjóðs, sagði í samtali við Tímann að fjöl- margir aðilar hafi leitað upplýsinga um lánafýrirgreiðslu sjóðsins og því væri fyrirsjáanlegur mikill fjöldi lánsumsókna. Gunnarsagði aðflest- ar fyrirspumir hefðu borist frá for- svarsmönnum fiskvinnslufyrirtækja en einnig hefðu t.d. fiskeldismenn og iðnrekendur leitað upplýsinga um úthlutun Atvinnutryggingar- sjóðs. Hann sagði að stjórn sjóðsins myndi afgreiða lánaumsóknir að fenginni umsögn sérstakrar vinnu- nefndar. í henni munu eiga sæti fulltrúar atvinnuvegasjóðanna, t.d. Fisveiðasjóðs, Stofnlánadeildar, Iðnlánasjóðs og Byggðasjóðs og bankanna. „Það liggur fyrir að um- sóknir frá fiskvinnslufyrirtækjum munu hafa forgang við fyrstu af- greiðslu lána úr Atvinnutryggingar- sjóði," sagði Gunnar. Atvinnutryggingarsjóður mun hafa aðsetur í húsakynnum Byggða- stofnunar við Rauðarárstíg í Reykjavík. Gunnar Hilmarsson verður starfsmaður sjóðsins. Af þeim sökum hefur hann fengið 6 mánaða ieyfi frá störfum sveitar- stjóra á Raufarhöfn. Þennan tíma mun stjórn Raufarhafnarhrepps deilast á oddvita og starfsmann hreppsskrifstofu. Gert er ráð fyrir að Atvinnutrygg- ingarsjóður fái 2 milljarða króna til ráðstöfunar á næstu tveimur árum. Sjóðnum er heimilt að taka að láni allt að 1 milljarði króna hjá Seðla- banka eða fyrir hans milligöngu. Þá munu renna 300 milljónir króna á ári til sjóðsins af árlegu framlagi ríkis- sjóðs til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. í sameiginlegri yfirlýsingu sem ASÍ og VSl afhentu Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, í gær segir að með skerðingu á lög- boðnum framlögum ríkissjóðs til Avinnuleysistryggingasjóðs sé ein- hliða rofið áratuga samkomulag að- ila vinnumarkaðarins, ríkisvaldsins og sveitarfélaga um uppbyggingu og fjármögnun Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Lögð er áhersla á að þessi ákvörðun ríkisstjómarinnar sé með öllu óviðunandi og gerð sú krafa að ríkisvaldið standi við sinn hluta sam- komulagsins og greiði að fullu um- samið og lögbundið framlag sitt til sjóðsins, ella sé stöðu hans teflt í tvísýnu. óþh Hugsjónir að norðan Nú er Hljóðbylgjan norðlenska á leið suður yfir heiðar. Það er vissulega góðs viti og markar jafnframt kaflaskil í sögu lands- byggðarbaráttunnar. Suðurför Hljóðbylgjunnar og huldumaður Stefáns Valgeirssonar kemur til með að standa hlið við hlið ó spjöldum sögunnar og munu bamaskólakennarar í framtíðinni vitna með lotningu til frumherj- anna sem uppgvötvuðu hagnýta íslandsafbrigðið á arabíska lög- málinu, „Komi fjallið ekki tii Múhameðs þá verður Múhameð að fara til f]allsins“. Með fullri virðingu fyrir þeim Hljóðbylgju- mönnum verður þó afrek Stefáns að teljast öllu meira, þar sem hann seilist inn í helgustu vé borgarastéttarinnar eftir fuUtingi við þingeyska bændur og grasrót- armenn. Framlag Hljóðbylgjunnar til landsbyggðarbaráttunnar skal þó ekki vanmetið, því sú saga gengur fjöllum hærra ’ á Akureyri að ónefndur athafnamaður þar í bæ gangi nú stórlega á eignir rótgró- ins ættarveidis síns til þess að halda rekstri bylgjunnar gang- undi. Hafi hann m.a. selt Borgar- söluna í þeim tilgangi. Það er ánægjulegt til þess að vita að enn skuli vera til hugsjónamenn og nú er bara að biða og sjá hvort eigendaskipti halda áfram í Hafn- arstrætinu með komu Hljóð- bylgjunnar suður. Svart-hvítar Bylgjufréttir Nú er orðið Ijóst að HaUgrímur Thorsteinsson fréttastjóri á Bylgjunni mun hætta um áramót- in. Leita þeir Bylgjumenn nú með logandi Ijósi að eftirmanni Hallgríms en fáir reyndir frétta- menn munu hafa áhuga á starf- inu. Þykir metnaður útvarps- stöðvarinnar í fréttalegu tiUiti heldur rish'tiU og aiveg Utlaus þrátt fyrir auglýsingar um annað. Lítið er af frumsömdum fréttum og því meira af upplestri úr dagblöðum. Þó ber mönnum saman um að í þættinum „Hvað finnst þér?“ risi islensk dagskrár- gerð í sínar hæstu hæðir. Einkum hafa menn faliið fyrir heimspeki- legum umræðum um hamborgara og hamborgarastaði og ber öUum saman um að fáir geti rætt um hamborgara af meiri skilningi en Hallgrímur fréttastjóri. Innan- húsmaður á Bylgjunni er þó tal- inn iíklegur eftirmaður Hail- gríms, en það er Steingrímur Sævarr Ólafsson. Hann er þegar farinn að leysa Hallgrím af í hamborgaraþáttunúm, og þykir jafnvel sína áhyggjufullum hlust- endum enn meiri skilning en sjálfur fréttastjórinn. Sveinn til Sjónvarpsins Sveinn Einarsson, rithöfundur og leikstjóri, hefur verið ráðinn dag- skrárstjóri innlendrar dagskrárdeild- ar Sjónvarps til næstu fjögurra ára, í fjarveru Hrafns Gunnlaugssonar, sem veitt hefur verið leyfi frá störfum. Sveinn er fæddur í Reykjavík 18. september 1934. Frá því hann lauk námi hefur Sveinn starfað sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavík- ur 1963 til 1983, ráðunautur í menn- ingarmálum í menntamálaráðuneyt- inu frá 1983 og verið starfandi leik- stjóri frá 1965. Á fundi Útvarpsráð í gær var mælt með Sveini í stöðuna og fór atkvæða- greiðsla þannig að Sveinn Einarsson fékk 5 atkvæði og Bryndís Schram 1 atkvæði. Aðrir umsækendur um stöðuna voru Björn Emilsson, Guðmundur Kristjánsson, Helgi Ragnar Sverris- son, Hlín Agnarsdóttir, Jón Her- mannsson, Lárus Ýmir Óskarsson, Óli Örn Andreasen, Sigrún Stefáns- dóttir, Sigrún Valbergsdóttir, Sig- urður Snæberg Jónsson og einn ósk- aði nafnleyndar. - ABÓ Obeint gengur þú sjálfur fyrir rafmagni! Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang! Finndu þrjú heimilistæki sem eru ekki rafknúin! RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI 6862 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.