Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 24
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, S 28822 Atján mán. binding SAMVINNUBANKINN Tímimi Niðurstöður könnunar á atvinnuástandi og horfum á vinnumarkaði haustið 1988: Þenslan minnkar Veruleg umskipti hafa orðið á vinnumarkaði síðan í vor. Talsvert hefur dregið úr þenslunni og í heild má ætla að um 500 stöður séu ófylltar í nær öiium aívinnugreinum. i Þetta eru meðal annars niðurstöður könnunar á atvinnu- ástandi og horfum á vinnumarkaði haustið 1988, sem Þjóðhagsstofnun og Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðu neytisins hafa unnið. Nærri lætur að könnunin nái til 75% af atvinnustarfsemi í landinu, en tæplega 200 fyrirtæki tóku þátt í henni að þessu sinni. Þetta er í áttunda sinn sem könnunin er gerð en kannanir sem þessar hafa verið framkvæmdar reglulega vor og haust síðan vorið 1985. Iþessari úrtaksathugun var leitað til fyrirtækja í nær öllum atvinnugreinum, nema landbún- aði, fiskveiðum og opinberri þjón- ustu að sjúkarhússtarfsemi undan-| skilinni. Eins og áður hefur komið fram má ætla að um 500 stöður séu ófylltar í þeim atvinnugreinum sem könnunin nær til. Þetta samsvarar um 0,5% af heildarmannafla þess- ara greina. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra voru lausar stöður í heild 3250 og 2900 við upphaf annars ársfjórðungs þessa árs. Tölur um skráð atvinnu- leysi virðast einnig gefa til kynna að fjöldi atvinnulausra sé meiri en útskýra má með árstíðasveiflu undanfarinna átta ára. í september Fjöldi atvinnulausra og ófylltra staða 1985-88 Mars-apr 85 Sept-okt 85 Mars-apr 86 Sept-okt 86 Mars-apr 87 Sept-okt 87 Mare-apr 88 Sept-okt 88 Svo virðist sem vinnumarkaðurinn sé nær jafnvægi en nokkru sinni fyrr síðan þessar kannanir hófust. samsvaraði atvinnuleysi því að 511 manns hafi verið atvinnulausir í mánuðinum, sem er um 0,4% af heildarmannafla. f september fyrir ári var atvinnuleysi heldur minna eða 203, en þá var minnsta atvinnu- leysi síðan 1980. Það virðist því vera sem vinnumarkaðurinn sé nær jafnvægi en nokkru sinni fyrr síðan þessar kannanir hófust. Vísbend- ingar frá fyrirtækjum um æskilegan starfsmannafjölda benda til þess að starfsmönnum fækki yfir vetrar- mánuðina um 2%, en í vor má ætla að starfsmannafjöldinn verði 1% minni en í september. Þá kom einnig fram í niðurstöð- um könnunarinnar að fyrirtæki í verslun og veitingastarfsemi vilji fækka starfsfólki. Sömu sögu er að segja af samgöngufyrirtækjum almennt. Það kemur hins vegar fram að enn vanti sérhæft starfsfólk til starfa í ákveðnum greinum, en í þeirra stað hefur verið ráðið ófaglært. Á þetta einkum við um sjúkrahússtarfsemi. Þá kemur einnig fram að einhver skortur er á starfsfólki í fiskvinnslu á lands- byggðinni, en á það beri hins vegar að líta að starfsmannafjöldi í fisk- vinnslu hefur þegar dregist veru- lega saman. - ABÓ Stærsti dagur síldarvertíðarinnar Saltað a 15 plönum í gær Saltað var ■ tæplega níu þúsund tunnur í gær, á samtals 15 plönum á Austfjörðum, allt frá Vopnafírði til Hafnar í Hornafíröi. Þetta er jafn mikið og saltað hefur verið allu dagana, frá því að vertíð hófst sl. sunnudag. Samanlagt hefur því verið saltað í tæplega 18000 tunnur. Að kvöldi fimmtudags var búið að salta ( réttar 8800 tunnur af þeim 680(M) tunnum sem búið er að selja til Finnlands og Svfþjóðar. í gær var saltað í um 9000 tunnur til viðbótar og er það stærsti dagur það sem af er vertíðar. Best var veiðin í Viðfirði inn af Norðfjarð- arflóa í fyrrakvöld. Veiðisvæðið er hins vegar mjög dreift og eru bátamir að veiðum á milli Reyðar- fjarðar og Loðmundarfjarðar. Um 25 bátar hafa hafið síldveið- ar, en gefin voru út leyfi til handa 88 bátum. Þar sem venjan er sú að cinn bátur veiði upp í tvo kvóta, þ.e. helmingur framsclur kvótann, má geta nærri að nú hafi hclmingur bátanna sem veiða á þcssari síldar- vertíð, hafið vciðar. Mest hefur verið saltað á Seyðis- firði, en á fimmtudagskvöld var búið að salta í 2300 tunnur. í öðru sæti er Eskifjörður, en þar er búið að salta f 2100 tunnur og í þriðja sæti kemur Fáskrúðsfjörður með 1600 tunnur. Á öðrum stöðum hefur verið saltað minna. Reynir Arason, vclstjóri á Heiðrúnu EA-28 sagði í samtali við Tímann að heldur treglega hefði gengið hjá þeim aðfaranótt föstudags. Hins vegar mun hafa verið dágóður afli sunnar á fjörð- unum, í Viðfirði og fleiri stöðum. Heiðrún var við vciðar við mynni Seyðisfjarðar og fengu þeir um 50 tonn. Þeir voru þarna ásamt sex bátum öörum og fengu hinir svip- aðan afia. Hann sagðist hins vegar hafa heyrt af bátum sunnar á fjörðununt sem höfðu veitt mun meira. Aðspurður sagði Reynir að bátárnir væru dreifðir um alla firði, sérstaklega tvo síðustu sólar- hringa. Rcynir sagði aðspurður að síldin væri snarvitlaus og helstu ástæðurnar sagði hann líklega þær að nú væri stórstreymt og hún að ganga inn á firðina. Hjá Sfldarvinnslunni í Nes- kaupstað fengust þær upplýsingar að Sif SH-3 hefði landað rúmum 100 tonnum af fallegri og góðri síld eftir veiðar á Viðfirði í fyrrakvöld, en Sif var eina skipið sem landaði í Neskaupstað í gær. Fjöldi báta var við veiðar í Viðfírði í fyrra- kvöld, en í gærmorgun fóru bátam- ir í Mjóafjörð og Loðmundarfjörð. Þegar síðast fréttist hafði ekki orðið mikill árangur af þeim veið- um. -ABÓ Frá kvikmyndatökustaðnum Vatnsenda við Elliðavatn Tlmamynd:Áml B|arna Heimsendi á Vatnsenda? Þráinn Bertelsson kvikmyndag- erðarmaður vinnur nú að gerð nýrrar kvikmyndar sem ber nafnið „Magnús“. Við tökur myndarinnar hefur allsérstætt umhverfi verið skapað á Vatnsenda við Elliðavatn, sem í myndinni ber nafnið Heims- endi. Kvikmynd þessi fékk hæsta styrk- inn við síðustu úthlutun Kvikmynda-. sjóðs eða þrettán milljónir en áætlað er að kostnaður við gerð hennar verði um.fjörutíu milljónir. Myndin gerist í Reykjavík og nágrenni. Aðalpersónan er lög- fræðingur að mennt og hestamaður í tómstundum. Á besta aldri fær hann upplýsingar um að hann sé haldinn alvarlegum sjúkdómi en áður en hann getur snúið sér að því að takast á við veikindin þarf hann að leysa ýmis vandamál sem steðja að honum og öðrum í fjölskyldu hans. í stærstu hlutverkunum eru margir þekktir leikarar, þar á meðal Jón Sigurbjörhsson; Egill Ólafsson, Laddi, María Ellingsen og Guðrún Gísladóttir. Hestar koma einnig mikið við sögu, þar á meðal Hrímnir frá Hrafnagili, sem er einn frægasti gæðingurinn á íslandi í dag. Mikill hluti myndarinnar fer fram á svæði Hestamannafélagsins Fáks ( Víðid- al, einnig á Vatnsenda við Ellið- avatn. Upptökur hófust í september og er ráðgert að þeim Ijúki um miðjan nóvember. Frumsýning er áætluð í september á næsta ári. ssh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.