Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. október 1988 Tíminn 11 NORSKAR BÆKUR Randi Bratteli: Videre alene Gyldendal Norsk Forlag, Oslo 1987 128 blaðsí&ur Eftir að Randi Bratteli missti mann sinn, Tryggve Bratteli, er hún aftur ein. „Sorgin er gjaldið sem við verðum að greiða fyrir ástina," segir hún og minnist þess að enn vakni hún oft skyndilega að næturlagi og finnist einhver vera í herberginu. Þarna er ekki aðeins á ferðinni minningabók konunnar sem var gift stjómmálamanninum, sem ýmist var á efsta tindi, í sviðsljósi baráttunnar, eða í fangelsi Þjóðverja og eyðingar- búðum. Af miklum kjarki tekst henni að segja frá svo opið og einlæglega og af slíkri hreinskilni að lesandinn beinlínis staldrar við. Því að þegar hún réttir út handlegginn, ósjálfráð hreyfing sem enn situr eftir, eftir 39 ára hjónaband, er hann þar ekki. Það er tóm. Þú verður að muna að hann er dáinn, segir hún við sjálfa sig. Erling Welle-Strand: Norge Rundt. En guide til várt lands severdigheter Gyldendal Norsk Forlag, Oslo 1987 455 síður og 8 kort Bók þessi fjallar um staði þá í Noregi er ferðamenn sækja helst heim og gefur gott yfirlit yfir þá og lýsingar af. þeim. Mætti helst líkja henni við Landið þitt, nema hvað hún er hvergi nærri eins nákvæm. Bókin gefur hinsvegar gott heild- aryfirlit, bæði yfir merkari staði landsins og hvemig hægt er að komast þangað. Má geta þess að t.d. Fjærland var vegalaust til skamms tíma eða þar til Mondale varaforseti Bandarfkjanna opnaði Mundal göngin, sem eru yfir 6 kílómetra löng og gera það að verkum að íbúarnir komast út til vesturstrand- arinnar undir Jostadalsbreen. Sig. H. Þorsteinsson Marit Bjerkás, Maria Sundal, Ingeborg Thomsen: Gjærbakst pá alle bord Gyldendal Norsk Forlag, NKLS Prövekjökken Oslo 1987 160 blaðsíður í bók þessari er að finna yfir 150 uppskriftir að hverskonar heima- bökuðu brauði, grófum brauðum með geri, fínum brauðum með geri, brauði fyrir fyllingar og sætum ger- bakstri. Þá er mjög góður upphafs- kafli um mál og vog, hráefni og hvernig bökunin fer fram stig af stigi. Má þannig segja að hér sé um að ræða sérstaklega góða kennslu- bók fyrir þá er vilja baka heima, hverskonar brauð og annað, sem þarf að nota ger í. Hans Andreas Fristad: OSLO-Trikken, Storbysjel pá skinner Oslo 1987 144 blaðsíður Allir, sem í Ósló hafa búið, þekkja sporvagna borgarinnar og sérkenni þeirra. Þeir hafa gengið um götur bæjarins allar götur frá 1875 og verið einn hinna föstu dagskrárliða í bæjarlífinu. Fyrst voru þetta spor- vagnar dregnir af hestum, síðan varð rafmagnið afl það sem knúði þá. Sporvagnarnir urðu „Electrik" og þar fengu þeir ailt í einu hið sérkennilega nafn sitt, „Trikken". Þrátt fyrir nöfn eins og Holmenkoll- enbanen, Sognsbanen og svo fram- vegis, þekkir hinn venjulegi maður á götunni þá helst sem „trikken". Hestvagnarnir frá 1875-1905 hétu þá einfaldlega „Hestetrikken". Því nafnið sem dregið var af rafmagninu kom til frá erlendu máli. Ljóð og tilvitnanir í skáldskap, ásamt mikl- um fjölda sögulegra mynda, prýða bókina. Hartwig W. Dannevig og Jo van der Eynden: Fiskeplasser pá Skagerakkysten Gyldendal Norsk Forlag, Oslo 1987 215 bls. í bókinni er lýst 835 fiskimiðum með nafni, miðun, dýpi og ástandi botns. Hvaða fiskitegundir veiðast þar og hvaða veiðarfæri er best að nota. Eru þetta hin þekktu mið á Skagerakströndinni frá Staverns- odden til Hombrusunds. I bókinni er einnig að finna sjókort númer 5, 6, 7 og 8. Efninu hefir verið safnað á nokkr- um árum með samtölum við sjó- menn og fólk sem þekkir til á svæðinu. Þá eru einnig mörg önnur kort í bókinni er sýna hin ýmsu fiskimið og merkja þau. Þá er í bókinni að finna upplýsingar um veiðirétt, skráningu báta, merkingu veiðarfæra, skrá yfir helgidaga sem ekki má fara til veiða á, friðarsvæði sjófugla og almennar umgengnis- reglur á þessum svæðum. Sigurður H. Þorsteinsson FJOLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLTl Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Umsóknir um skólavist í Dagskóla Fjölbrauta- skólans í Breiöholti á vorönn 1989 skulu hafa borist skrifstofu skólans fyrir 1. nóvember n.k. í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er m.a. boöiö fram eftirtalið nám: Almennt bóknámssvið (menntaskóla- nám), heilbrigðissvið (sjúkraliðanám), listasvið, matvælasvið (matartækna- og matarfræðinganám), tæknisvið (málm- iðna-, rafiðna-tréiðnanám), uppeldissvið og viðskiptasvið. Unnt er að Ijúka stúdentsprófi á öllum námssvið- um skólans. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Austurbergi 5, sími 75600. Innritað verður í Kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti í byrjun janúar 1989 og verður það nánar auglýst síðar. Skólameistari Kartöfluframleiðendur. Ef þiö hafið í hyggju að kaupa nýja kartöfluflokkunarvél, sem fer vel með kartöflur, er hljóðlát og deilir í 5 stærðir í einni yfirferð þá ættuð þið að tala við Finnlaug í síma 91-79454. Jólatrésskraut Jólaborðskraut Jólakertastjakar Jólakerti m/glimmer Jóla-glugga-stjörnur m/Ijósi Mikið úrval LEMKÖ MF. Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 1 - 200 Kópavogi - Sími 46365 Jólaglögg-sett úr hvítu keramic Heildsölubirgðir LEMKÓ MF. Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 1 - 200 Kópavogi - Sími 46365

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.