Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 12
 12 Tíminn Laugardagur 15. október 1988 Laugardagur 15: október 1988 Tíminn 13 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Jólavörurnar komnar Aðventuljósin vinsælu, 8 mismunandi gerðir. Jólatré 70 sentimetra, með öllu skrauti, og seríu. Jóla-„glöggsett“ keramik. ; Jólatrésfætur, með patent festingu (nýjung). Lampar í barnaherbergi, (ótrúlega skemmtilegir). Barna leikspil, 11 mismunandi gerðir. Barna hárskraut, 15 mismunandi gerðir. Snyrtisett, hárspennur, tindagreiður. Tískuskartgripir, gott úrval. FerðatÖskur, (3 í setti) eða stakar. Skólatöskur, (skjalatöskuútfærslan) stórgott verð. Ferða-grill. Gasgrill. Rafmagnsgrill. Grillvagnar, (rafmagns). Einfaldir og tvöfaldir. Grillofnar. Vöfflujárn, með og án teflons. Einföld, og einnig tvöföld. Pottar og pönnur, hnífar og skæri, hitabrúsar og könnur. Stórkostlegt úrval leik- fanga. Gjörið svo vel og hafið samband, og/eða lítið inn, alltaf næg bílastæði, og engir stöðumælar. LEMKÖ HF. Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 1 - 200 Kópavogi - Sími 46365 Knattspyrna: Markvarðaraunir hrjá nú enska landsliðið Bobby Robson, landsliðseinvald- ur enska landsliðsins í knattspyrnu á nú í nokkrum erfíðleikum, því mark- verðir enska landsliðsins eiga við meiðsl að stríða. Þeir Chris Woods og David Sea- man, sem verið hafa landsliðsmark- verðir Englendinga uppá síðkastið eru nú báðir meiddir og Robson hefur kallað á Dave Beasant til þess að standa í markinu í HM leik Englendinga gegn Svíum á miðviku- daginn kemur. Það er í fyrsta sinn sem Beasant er valinn í landsliðið, en hann var seldur frá bikarmeistur- um Wimbledon til Newcastle í sumar fyrir 850 þúsund pund, sem er metfé fyrir markvörð. Þá mun Robson einnig þurfa að kalla á gamla refinn Peter Shilton, enska landsliðinu í knattspyrnu. SIMI 96-21400 ■ AKUREYRI sem nú er orðinn 39 ára gamall, til þess að vera með í leiknum gegn! Svíum. Shilton er nú markvörður; Derby County. Þá eru þeir John Barnes og Peter Beardsley Liverpool, báðir meiddir og óvíst hvort þeir geta leikið með á móti Svíum. Þá er beðið eftir því að fyrirliðinn Bryan Robson komi tii liðs við landsliðshópinn, en kona hans er á sjúkrahúsi. Gary Lineker kemur til liðs við hópinn á mánudag, en hann keppir með liði sínu Barce- lona á Spáni á morgun. Nágrannarnir í norðri eiga einnig við vandamál að stríða sökum meiðsla. Lykilmenn í liðinu er meiddir, en Skotland á að leika gegn Norðmönnum á miðvikudag. Brian McClair, Kevin Gallagher og Ri- chard Gough eiga allir við meiðsl að stríða, en fyrir er Ian Durrant meiddur og getur ekki leikið knatt- spyrnu það sem eftir er keppnistíma- bilsins. Þá er óvíst hvort þeir David Speedie og Mo Johnston geta leikið með á miðvikudag, en þeir munu leika með liðum sínum um helgina, Speedie með Coventry á móti Mill- wall og Johnston með Nantes á móti Bordeaux í frönsku 1. deildinni. BL íþróttir helgarinnar Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deUd karla UMSF-UMFL Borgarnesi kl. 14.00. 1. deild karla Snæfell-Reynir Borgarnesi kl. 15.30. Sunnudagur: Flugleiðadeild: íþróttahöllinni Akureyri Þór-Valur Iþr.h. Kennaraháskólans fS-UMFN íþróttah. Sauðárkróki UMFT- Haukar fþróttahús Seljaskóla fR-fBK Mánudagur: 1. deUd kvenna ÍS-ÍR fþróttahús Kennaraháskóla kl. 20.00. Handknattleikur Laugardagur: 2. deild karla Þór-HK íþróttahölUnni Ákureyri kl.14.00. 2. deUd karla ÍH-ÍBK fþróttahósinu Strandgötu kl.14.00. Sunnudagur: 2. deild karla Haukar-ÍR íþróttahósinu Strandgötu kl.14.00. 2. deUd karla Ármann-Selfoss Laugardalshöll kl.20.15. 3. deUd karla Fylkir-HK b íþróttahósi Seljaskóla kl.14.00. 3. deUd karla ÍS-Grótta b íþróttahúsi Seljaskóla kl.15.15. 3. deUd karla Þróttur-FH b fþróttahósi Seljaskóla kl.16.30. 3. deUd karla Valur b-Ögri Valsheimili kl.20.00. 2. deUd kvenna KR-UBK LaugardalshöU kl.19.00. Mánudagur: 2. deUd karla UMFN-UMFA íþróttahósinu Njarðvík kl.20.00. fvar Ásgrúnsson og félagar i Haukum mæta Tindastólsmðnnum á sunnudaginn, en þeir Sigurður Ingimundarson og Jón Kr. Gíslason Keflvíkingar mæta ásamt félögum sínum ÍR-ingum. Þá leika einnig ÍS og UMFN og Þór og Valur. Allir þessir leikir hefjast kl.20.00. á sunnudagskvöld. Timamynd Gunnar. Genf. Framkvæmdastjóm knattspyrnu- sambands Evrópu hefur mælt með því að Svíar fói að halda úrslitakeppnina í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu 1992. Svíar vom teknir fram yfir Spánverja, sem einnig sóttust efir að fá að halda keppnina. Loka- ákvðrðum um keppnisstað verður tekin í desember. Það er langt síðan Svíar héldu stórmót í knattspyrnu, en heimsmeistara- keppnin fór þar fram 1958. London. Einsog menn muna þá fnndust merki þess í þvagprufu breska hlauparans Linford Cristie, að hann hefði neytt örvandi lyfja á Ólympóleikunum í Seoul. Það var eftir 200 m hlaupið að í Ijós kom að leifar af lyfinu pseudeophedrine leyndust í þvagi hlauparans, en eftir að lyQaprófið var endnr- tekið var Cristie sýknaður af öllum ákæram. Nó hafa þvagsýnu ór Cristie, sem tekin vora eftir 100 m hlaupið verið skoðuð að nýju og í Ijós kom að sama lyf fannst þá í prufunni og áður. Það er þó ekki talið það mikið að nokkru máli skipti, en þessar niðurstöður sýna, svo ekki verður um villst hvað ly fjapróf- in eru óöragg og ónákvæm. Madrid. V-Þjóðverjinn Bernd Schuster hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann, eftir að hafa verið vísað af leikvelli í leik Real Madrid og Real Zaragoza. Schuster var þá rekinn út af fyrir að sparka í einn andstæðing sinn og hrinda öðrum. Dómarinn sem dæmdi leik- inn, Juan Brito er yngsti dómari sem dæmir í spænsku deildinni. Hann sagði eftir leikinn að Schuster hefði spurt sig þegar hann vísaði honum út af, „Hvað ertu að gera strákur“? Schuster mun missa af leik Real Madrid, gegn erkióvinunum, Barce- lona, en Schuster lék einmitt með því liði um árabil. Hann mun einnig missa af leik Real gegn Real Valla- dolid á morgun. Schuster hefur þrisvar sinnum verið vikið af leikvelli síðan hann gekk til liðs við Barce- lona 1980. Þá á Schuster yfir höfði sér dóm fyrir stórfelld skattsvik og er jafnvel talað um fangelsisvist í því sambandi, þó líklegra sé að hann fái skilorðsbundinn dóm. New York. 43 ára gamall knapi lét lífið á Belmont kappreið- unum í fyrrakvöld. Knapinn, Mike Venezia, féll af hesti sínum, Mr. Walter K. þegar hlaupið var hálfnað og hesturinn sem á eftir kom, Drums In The Night, sparkaði í andlit Venezia, rqeð þeim afleiðingum að hann lést svo til samstundis. Knap- inn var enginn nýgræðingur á hlaupabrautinni, hafði að baki 21.877 hlaup, hafði sigrað í 2313 skipti og unnið sér inn meira en 33,5 milljónir dala. Rio de Janeiro. Teie sant- ana fyrrum landsliðsþjálfari Brasi- líu, sem þvívegis stýrði liðinu til sigurs í heimsmeistarakeppninni, hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari Flamengo liðsins, fyrir metupphæð. „Öll lið í Brasilíu vilja njóta þeirra forréttinda að hafa Santana sem þjálfara sinn,“ sagði framherji Fiam- engo, sjálf stjarnan Zico, í sjón- varpsviðtali. Marbella. Ron Atkinson hefur skrifað undir samning við spænska liðið Atletico Madrid, en frétt þess efnis mátti heyra í spænskri útvarps- stöð í fyrradag. Nú hefur fréttin verið staðfest, en ekki samningsupp- hæðin. Atkinson, sem nýlegaendur- nýjaði samning sinn við 2. deildarlið West Bromwich Albion í Englandi, mun fylgast með leik WBA og Birmingham í dag, en síðan halda aftur til Spánar og sjá leik Atletico Madrid og Espanol. Með Atkinson, sem lengi var þjálfari Manchester United, fer til Spánar þjálfarinn Colin Addison. Líkamlegt ofbeldi er stór þáttur i íshokkí íþróttinni. I fyrrakvöld var einn leikur í NHL-deUdinni, PhUadelphia Flyers unnu Minnisoda North Stars, 7-6. SUPER 8TIL BORGA VILTU NOTA FERÐINA? til: Kaupmannahafnar fyrir 18.780 kr. Frankfurt fyrir 16.170 kr. Glasgow fyrir 15.370 kr. Gautaborgar fyrir 18.780 kr. Lundúna fyrir 17.750 kr. Luxemborgar fyrir 18.600 kr. Oslóar fyrir 18.020 kr. eða Stokkhólms fyrir 22.500 kr. HVAÐER SÚPER APEX FARGJALD? Hámarksgildistími farseðils er 1 mánuður. Lágmarksgildistími er 1 sólarhringur með því skilyrði að gist sé aðfararnótt sunnudags. Sæti þarf að bóka með a.m.k. 14 daga fyrirvara með þeim undantekningum að í desember er hægt að bóka Súper APEX til Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Oslóar og Stokkhólms íram að brottför. Ávallt skal bóka far báðar leiðir og greiða farseðil um leið. Engar breytingar er hægt að gera á farseðli eftir að hann hefur verið afhentur. Börn á aldrinum 2-11 ára fá 50% afslátt frá Súper APEX verði og börn yngri en 2 ára fá 90% afslátt. Upplýsingarog farpantanir í síma25 100. FLUGLEIDIR AUK/SÍA k110d20-225

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.