Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 15. október 1988 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verft í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Snorrastofa Menn hafa uppi stóra drauma um Reykholt í Borgarfirði og er það vel, enda er Reykholt einna merkastur sögustaður í samanlagðri íslandssög- unni. Þarf ekki stöðugt að búa við að Norðmenn séu að minna okkur á þessa staðreynd. Við hljótum að vita þetta sjálf. Nú eru uppi hugmynd- ir um framtíðarnotkun staðarins, og þá koma til sögu margvísleg sjónarmið bundin geðþótta ein- staklinga og þess sálarljóra, sem þeir vilja aug- lýsa. Einn vill að gamla kirkjan verði ekki hreyfð af því hún hefur hundrað ára sögulegt gildi, annar vill að þarna rísi menntaskóli og sá þriðji vill að héraðsskóla verði haldið áfram á staðnum. Ekkert af þessum hugmyndum byggir á vitund- inni um bústað Snorra Sturlusonar. Það eru aðeins Norðmenn sem láta sig varða hvar hann bjó. í einn tíma var byrjað á safnþró undir fjósi þar sem nú stendur hin stílhreina skólabygging Guðjóns Samúelssonar, og mun sundlaugin undir húsinu vera í stæði safnþróar. Skólinn var byggð- ur á þeim tíma þegar íslendingum lá lífið á að hljóta einskonár skemmri skírn í menntun. Héraðsskólar voru börn síns tíma. Það voru bændaskólarnir líka. Einn var reistur á fornhelgu biskupssetri. En tímar breytast og héraðsskólar eru ekki lengur sú nauðsyn sem þeir voru. Nú eru menntaskólar teknir við af þeim og ber að álíta að menntun sé orðin meiri. Ekkert bendir til þess að skóli sé nauðsynlegur í Reykholti yfirleitt, þótt hann hafi verið þar. Þar er hægt að koma fyrir menntasetri þótt ekki sé það skóli. Mergurinn málsins er að Reykholt verður að hafa þá reisn sem hæfir sögulegu gildi staðarins. Og þótt margvíslegar bylgjur ríði yfir þetta land, bæði menningarlegar og ómenningarlegar, má það ekki bitna á Reykholti í stundarfyrirbærum, sem minnka staðinn. Bygging Snorrastofu er skref í þá átt að nota staðinn í samræmi við upprunann. Nú þegar margar hugmyndir eru á lofti um notkun bygginga á staðnum, sem settar hafa verið þar niður, sumar af lítilli fyrirhyggju, er ekki úr vegi að athuga, að Reykholt á tilvist sína að þakka einum manni, Snorra Sturlusyni. Hefði hann ekki búið þar væri fimmtíu kúa bú í Reykholti og safnþróin fræga í fullri notkun. Vegna Snorra erum við að velta fyrir okkur hvað staðnum hæfir í framtíðinni. Hundrað ára gömul kirkja getur ekki skipt neinu máli í því sambandi. Hana má flytja ef það er þá hægt vegna fúa. Við göngum út frá því að Snorrastofa sé spor í rétta átt. Verði haldið áfram á þeirri braut og stofnsett fræðasetur, sem eflir menningu og tungu og leggur rækt við sögu og söguvitund, þá eignast þessi merkilega jörð í útjaðri norrænnar menning- arheildar sess við hæfi í framtíðinni. M, .ERKASTI atburður vikunnar er án efa setning Al- þingis, að þingið hefur tekið til starfa eftir hefðbundið hlé um sumarmánuðina. Sumarleyfi alþingismanna Stundum heyrast gagnrýnis- raddir varðandi starfstíma Al- þingis. Þá er því haldið fram að sumarhlé þingsins sé of langt og starfstími þess of stuttur. Senni- lega er rétt með farið, að sumar- hlé Alþingis íslendinga sé yfir- leitt lengra en gerist meðal ann- arra þingræðisþjóða. Slíkt er þó bitamunur en ekki fjár, því að í öllum lýðræðislöndum þykir eðlilegt að hafa nokkurt hlé á beinum þingstörfum á sumrin. Minnir það einnig á þá stað- reynd, að starfshlé skóla hér á landi er yfirleitt lengra en gerist annars staðar. Hjá sumum er það gagnrýnisefni að skólaárið skuli ekki vera lengra en það er, en almennt mun sú skipan, sem hér tíðkast, mælast vel fyrir og á sér langa hefð. Ekki er líklegt að lengd sumarleyfis í skólum komi niður á árangri skólastarfs, þegar upp er staðið. Engin ástæða sýnist fyrir því að íslendingar láti af þeim skilningi sínum, að skóla- nemendum sé til góðs að hvíla sig á skólagöngu alllengi á sumr- in og fá tækifæri til þess að kynnast atvinnulífi þjóðarinnar og taka þátt í því með ýmsum hætti. Langt skólahlé á sumrin ætti ekki síður að vera kennur- um til gagns. Kennarastarf er lýjandi umfram mörg önnur störf, sem menn inna af hendi. Af þeirri ástæðu einni er kennur- um gagn að því að fá langt og endurnærandi frí frá erfiðu og slítandi starfi. Ferðir um kjördæmi Þótt störf alþingismanna og kennara séu út af fyrir sig ólík, þá á það ekki síður við, að alþingismönnum er brýn nauð- syn að losna undan skyldustörf- um sínum innan Alþingishússins lengri eða skemmri tíma á ári hverju. Að sjálfsögðu hentar sumartíminn hvað best í því sambandi vegna þess að þá er auðveldast að ferðast um landið, sem er afar mikilvægt fyrir al- þingismenn. Kynni af landshátt- um í víðustu merkingu þess orðs er alþingismönnum hin mesta nauðsyn. Náin þekking á högum fólks og aðstæðum í viðkomandi kjördæmum er grundvallaratriði fyrir hvern þingmann. Með engu getur þingmaður aflað sér þekk- ingar á kjördæmi sínu betur en því að ferðast um það og kynna sér aðstæður af eigin reynd og beint á staðnum. Þessa þörf er alþingismönnum skylt að rækja, enda mun síst ástæða til að væna nokkurn þingmann um að hann standi ekki sómasamlega í stöðu sinni, hvað þetta varðar. Vegna þess hve kjördæmi eru stór og .oft fjölbreytileg, hvað varðar sér- hagsmuni og atvinnulíf, er al- þingismönnum nauðsyn að hafa rúman tíma til þess að ferðast um kjördæmi sín, auk þess sem alþingismenn eiga sitt sumarfrí eins og annað fólk. Hitt er annað mál að hver einstakur alþingismaður spilar úr spilum sínum með sínu lagi, og verður aldrei við því gert. En engin ástæða er til að agnúast út í það, þótt þinghlé á íslandi séu eitthvað lengri en tíðkast annars staðar. Lýðræði og þingræði stafar síst hætta af því, heldur mun hitt sönnu nær, að íslenskir alþingismenn séu í góðum tengslum við kjósendur sína og umbjóðendur, og er það mikils virði frá lýðræðissjónarmiði. Þótt landið sé stórt og langt milli staða, þá er það eigi að síður fámennt miðað við milljóna- þjóðir. Af fámenninu leiðir það, að persónuleg kynni alþingis- manna af kjósendum verða hér miklu meiri en gerist í fjölmenn- um löndum. Er það álit margra, sem ekki þarf að rengja, að varla finnist „persónufróðari“ menn en íslenskir alþingismenn. Þótt þingmönnum sé fundið margt til foráttu, þá ætti að geta orðið samstaða um þá skoðun, að þetta sé alþingismönnum til lofs og í rauninni góðs viti fyrir lýðræðið í landinu, sem auðvitað á sér rætur í „alþýðu landsins“, ef leyfilegt er að nota það orð um alþingiskjósendur almennt og þá samlíkingu að lýðræðið sé lifandi gróður með rætur í alþýð- legum og þjóðlegum jarðvegi. Virðing Alþingis Alþingi er ein af stoðum lýð- ræðisins og auðvitað aðalmátt- arstólpinn. Oft er líka um það talað að Alþingi sé „virðuleg“ stofnun, og skal síst haft á móti því, að þingið gæti virðingar sinnar, svo og hver þingmaður sem þar á sæti. Hinu mega menn ekki gleyma að Alþingi er staður þar sem efnt er til átaka milli andstæðra flokka og hagsmuna- hópa. Um Alþingi blása allir vindar, og þar renna í gegn allir þjóðfélagsstraumar. Alþingi er umræðuvettvangur um mestu deilumál þjóðarinnar, og þar er mönnum beinlínis ætlað að hafa uppi einarðan málflutning og taka afstöðu til umdeildra mála. Þess vegna mega menn ekki gera alltof strangtrúarlegar kröf- ur til Alþingis og alþingismanna um „virðulega“ framkomu, enda yrði Alþingi þá dauflegur staCur og ekki endilega það sem því er ætlað að vera. Á Alþingi verður að ríkja sem fullkomnast málfrelsi, jafnvel svo að þing- mönnum sé ekki bannað að nota sterk orð, ef þeim býður svo við að horfa. Áhættan sem tekin er í slíkum tilfellum er ekki mikil. Veg og virðingu Alþingis er ekki hætta búin af því, þótt fyrir kunni að koma að einhverjum þingmanni hrjóti stór orð af munni. Það eina sem getur lækk- að virðingu Alþingis er fálm og aðgerðarleysi, þegar brýnt er að ráða fram úr mikilvægum þjóð- málum. Á sama hátt eykur Al- þingi virðingu sína, þegar það sameinast um að hrinda þjóð- þrifamálum í framkvæmd, eða málum sem ekki þola bið. . Alþingi við Austurvöll. Hvað gerir st j órnarandstaðan? Það þing, sem nú er að hefja störf, er vissulega sérstætt að því leyti að ríkisstjórnin hefur ekki öruggan meirihluta í neðri deild. Þar ríkir eins konar pattstaða. Þar með hefur skapast ástand, sem minnir á þá þróun sem þekkist frá Norðurlöndum, þar sem minnihlutastjórnir eru al- gengt fyrirbæri. Slíkt ástand er fylgifiskur þess, þegar margir smáflokkar eru fyrir hendi, eins og algengt er að verða í þing- stjómarlöndum. Verði þessi þróun viðvarandi hér á landi, sem vel getur orðið, þá er nauð- synlegt að flokkarnir bregðist við slíku á sama hátt og gerist annars staðar, þ.e.a.s. ljái máls á samvinnu við ríkisstjórnina um einstök þingmál án þess að í því felist yfirlýstur stuðningur við ríkisstjórnina sem slíka. Stuðningur við einstök þingmál nær að sjálfsögðu ekki lengra en tekur til hvers máls út af fyrir sig. Að óreyndu verður að teljast líklegt að Alþingi það sem nú situr, þrátt fyrir stöðuna í neðri deild, standi ekki í vegi fyrir því að ríkisstjórnin komi fram þeirri löggjöf sem hún hefur ákveðið að leggja fram og óhjákvæmilegt er að hljóti stuðning, ef ekki á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.