Tíminn - 15.10.1988, Qupperneq 14

Tíminn - 15.10.1988, Qupperneq 14
14 Tíminn Laugardagur 15. október 1988 WASHINGTON -Aðsögn háttsetts manns innan banda- rísku leyniþjónustunnarCIAþá er gífurleg andstaða við um- bótaáætlun Mikhails Gorba- tsjovs innan Sovétríkjanna og telur leyniþjónustan mjög hæp- ið að hann komi hugmyndum sínum í framkvæmd. SAMEINUÐU ÞJÓÐ- IRNAR - Svo gæti farið að Mikki mús yrði sendiherra Sameinuðu þjóðanna. Hug- mynd þessari hefur skotið upp hjá þeim er standa að Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, en þekktir leikarar sem unnið hafa að málefnum barna hafa áður verið útnefndir sérstakir sendi- herrar Barnahjálparinnar. Má þar nefna Danny Kaye, Audrey Hepburn, Peter Ustinov, Liv Ullmann og Harry Belafonte. LOS ANGELES - George Bush varaforseti Bandaríkj- anna virðist nú á grænni grein eftir seinna sjónvarpseinvígi hans við Michael Dukakis for- setaframbjóðenda Demó- kratafloksins fyrir forsetakosn- ingarnar sem fram fara í Bandaríkjunum 9. nóvember. Bush var talinn hafa staðið sig betur í sjónvarpsviðræðunum, en Dukakis hefði þurft að ná, mun betri árangri til þess að| vinna upp bað forskot sem Bush hefur á hann i skoðana- könnunum vestanhafs. JERÚSALEM - ísraelski herinn sprengdi í loft upp heim- ili fimm Palestínumanna semi grunaðir eru um að að hafa myrt bæjarstjóra í þorpi á vest- urbakkanum, en hann var tal-, inn hafa átt samstarf við ísra- elsk hérnámsyfirvöld. VARSJÁ - Sendinefnd sem Ronald Reagan forseti Banda- ríkjanna sendi til Austur-Evr- ópu hafnaði hugmyndum um nýja Marshalláætlun til að reisa i við efnahag kommúnistaríkja 11 austurblokkinni, en hvatti vold- ug vestræn ríki til að taka þátt [ efnahagslegri uppbyggingu Austur-Evrópu. JÓHANNESARBORG- Kröftug sprenaing skók Van ■ Der Bijl umferðarmiðstöðina í1 Jóhannesarborg í gær. Einn maður að minnsta kosti særð- ist í sprengingunni. WASHINGTON - Banda- rískir embættismenn sögðust telja að Pakistanar muni skýra frá niðurstöðum rannsóknar- nefndar er rannsakað hefuri flugslysið þar sem Mohammad1 Zia ul-Haq forseti Pakistans lét' líf sitt. ÚTLÖND illlllllll Rakowski kynnir nýja ríkisstjórn í Póllandi: Ungir umbótasinnaðir kommar í lykilstöður Hinn nýi forsætisráðherra Póllands, Mieczyslaw Rakowski, tók unga umbótasinna úr kommúnistaflokknm inn í nýja ríkisstjórn landsins, en hlutverk hennar er að vinna bug á þeirri stjórnmálalegu og efnahagslegu kreppu sem ríkt hefur í landinu að undanförnu. Hins vegar höfnuðu stjómarand- stæðingar því að taka sæti í stjórninni, en Rakowski hafði boðið þeim stjórnarþátttöku. Rakowski kynnti nýja ríkisstjórn á fimmtudag og eiga tuttugu og þrír ráðherrar sæti í að henni. Rakowski skoraði á Pólverja að taka höndum saman og vinna í sameiningu að því að koma Póllandi út úr þrengingun- um. Hins vegar sagði hann ljóst að umbótabrautin yrði þyrnum stráð. „RíkisStjórn okkar mun hefja störf með þá trú að leiðarljósi að nauðsyn sé að hrista upp í þjóðinni; að hrista upp í mörgum samlöndum okkar,“ sagði Rakowski í stefnu- ræðu sinni í Sejm, pólska þinginu. Rakowski, sem er 61 árs að aldri, var útnefndur forsætisráðherra 27. september síðastliðinn þegar Zbig- niew Messner var rekinn eftir að hafa mistekist að leysa efnahags- vanda landsins í kjölfar víðtækra verkfalla í apríl og ágúst. Rakowski tjáði Sejm að hann hefði boðið fjórum aðilum úr „upp- byggjandi stjórnarandstöðu" ráð- herraembætti í stjórninni en þeir hefðu neitað. Neitun stjórnarand- stæðinganna gæti orðið til þess að Rakowski takist ekki að reka ríkis- stjómina á þeim breiða grundvelli sem gert var ráð fyrir og átti að leggja grunn að þjóðlegri sam- steypustjórn með nægilegum stuðn- ingi almennings svo hægt sé að knýja á um róttækar umbætur í landinu. Heimildir úr stjórnarandstöðunni segja að þeir menn er Rakowski bauð ráðherraembætti vilji bíða út- komu viðræðna stjórnvalda og ým- issa samtaka stjórnarandstöðunnar um leiðir til lausnar á vandanum í Póllandi áður en þeir taka sæti í ríkisstjórninni. Hringborðsumræðurnar þar sem óháðu verkalýðssamtökin Samstaða og kaþólska kirkjan munu ræða við stjórnvöld um umbætur í efnahags- Iífi og stjórnmálalífi í Póllandi eiga að hefjast í næstu viku. í nýju ríkisstjórninni halda varn- armálaráðherra, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra sætum sínum, en tólf ráðherrar taka pokann sinn. Gamli harðjaxlinn Mieczyslaw Rakowski tók unga umbótasinnaða menn úr kommúnistaflokknum í hina nýju ríkisstjórn Póllands sem hann leiðir. Áfram týna menn lífi í Líbanon: Oflug sprenging í Vestur-Beirút Öflug bílasprengja sprakk í fjöl- mennu íbúðahverfl í borgarhluta múslíma ■ Berlín í gær. Þrír menn létu líflð og rúmlega þrjátíu særðust þar á meðal sýrlenskur hermaður. Að sögn lögreglu var bíll, hlaðinn 50 kg af TNT sprengiefni, sem lagt var nærri bensínstöð í Sabra hverf- inu, sprengdur í loft upp á mesta annatímanum í gærmorgun, greini- lega til að skapa sem mestan usla. Æpandi konur og niðurbrotnir menn hópuðust að svæðinu, þar sem fátækt fólk býr við mikil þrengsli, til að huga að örlögum vina og vanda- manna, en svart ský lá yfir hverfinu nokkra stund eftir sprenginguna. Sýrlenskir hermenn gráir fyrir járn- um girtu af svæðið þar sem sprengjan sprakk. Sjónarvottar segja að björgunar-- lið hafi borið særðan sýrlenskan hermann og slasaða borgara á brott, suma alvarlega særða og að þeir hefðu verið fluttir á Makassed sjúkrahúsið sem er nærri tilræðis- staðnum. Sjúkrahúsið auglýsti í út- varpi eftir blóðgjöfum í kjölfarið. Sprengingu þessari svipar til ann- arra sprengjutilræða undanfarið sem greinilega er beint gegn sýrlensku herliði í Líbanon og eflaust ætlað að grafa undir sveitunum sem gegnt hafa lögregluhlutverki í landinu undanfarin misseri. Alls hafa 114 manns látist í fimm- tán bílasprengjutilræðum í Líbanon á þessu ári, þar af átta sýrlenskir hermenn. Sýrlendingareru sterkasta erlenda aflið í Líbanon, en talið er að um 25 þúsund sýrlenskir hermenn séu nú í landinu. Kristnir harðlínumenn setja sig mjög á móti þeim miklu áhrifum sem Sýrlendingar hafa í landinu og hefur andstaða þeirra harðnað mjög að undanförnu eftir að ekki tókst að ná samstöðu um val nýs forseta í Líbanon til að taka við af Amin Gemayel. Nú eru tvær ríkisstjórnir í landinu, önnur undir stjórn múslíma en hin undir stjórn kristinna manna. Hafa átök stjómanna tveggja um völdin í landinu aukið líkurnar á því að landið klofni endanlega í tvennt. ÚTLÖ Maqnússon BLAÐAMAÐy^ UMSJÓN: Enn kynþáttaólga í Kákasuslýöveldum Sovétríkjanna: Georgíumenn hrella Azera Kynþáttaólgan breiðist um Kákas- uslýðveldi Sovétríkjanna og nú hef- ur soðið upp úr í Georgíu. í kjölfar' þess að stúlku af georgískum upp- runa var nauðgað af Azera á dögun- um hafa Georgíumenn, sem eru kristnir, risið gegn kynþætti Azera, sem eru múslímar, og eru í minni- hluta í Georgíu. f mótmælum sem urðu í Tblisi og í Marneulihéraði, þar sem margir Azerar búa, hrópuðu Georgíumenn þjóðernisleg slagorð og kröfðust þess að skólum Azera yrði lokað. Mótmælendurnir kröfðust þungra dóma yfir Azera sem sakaður hefur verið um að hafa nauðgað átján ára gamalli georgískri stúlku nærri þorp- inu Ordzhonikidze í Marneuli hér- aði. Mótmælin héldu áfram þó Dze- humber Patiahvili hafi reynt að slá á ólguna með því að heimsækja Ord- zhonikidze í kjölfar mótmælanna. Um fimm prósent íbúa Georgíu eru Azerar, en alls munu fimm milljónir mannns búa í lýðveldinu. Flestir eru Georgíumenn, en nokk- uð stór hópur Armena býr í suður- hluta lýðveldisins. Armenar og Ge- orgíumenn eiga það sameiginlegt að vera kristnir en Azerar eru múslím- ar, enda hafa væringar einnig verið milli Armena og Azera, sérstaklega vegna armenska minnihlutans í Az- erbaijan. Ólgan hefur verið mest í Nagorno-Karabakh héraði en Arm- enar sem eru í meirihluta þar vilja segja skilið við Azerbaijan og sam- einast Armeníu. Sovétríkin: Kjarnorku- veri lokað í kjölfar mótmæla Almenningur í Armeníu hefur náð að knýja sovésk yfirvöld til þess að loka kjarnorkuveri nærri Jerevan höfuðuborg lýðveldisins eftir meira en tveggja ára mót- mæli. Leiðtogi kommúnista- flokksins í Armeníu Sureb Arut- yunyan tilkynnti ákvörðun stjómarinnar um lokun kjam- orkuversins í sjónvarpsræðu á dögunum. „Kjamorkuverinu í Armeníu mun verða lokað eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sureb. Hann sagði að yfirvöld í Armeníu væm að snúa sér að „nýjum, öruggum orkulindum" án þess að upplýsa hverjar þær væru. Kjamorkuverið er í Medzamor 25 km utan við Jerevan. Miklar mótmælaaðgerðir hafa,verið gegn því frá því í marsmánuði 1986 þegar • armenskir menntamenn rituðu opið bréf til Mikhails Gor- batsjovs þar sem farið var fram á að verinu yrði lokab yegna þess hve ótryggt það væri. I bréfinu sagði að geislalekf ógnaði heilsu manna á svæðinu og að yfir 150 alvarleg atvik hafi átt sér stað frá því kjarnakljúfarnir vom ræstir tíu ámm áður. Sovésk yfirvöld hafa ákveðið að loka tveimur kjarnorkuverum vegna almennra mótmæla eftir Tsjernobylslysið 1986.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.