Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 15. október 1988 Guöjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, telur að framundan sé meiriháttar upp- stokkun og leiðrétting og nokkurra ára kreppa með talsverðu atvinnuleysi: Neyðarástand í atvinnulífinu Það kom fram í stjórnarmyndunarviðræðunum á dögunum að nokkrír stjórnmálamenn voru ekki að fullu sannfærðir um að ástandið í atvinnulífinu og þó sérstaklega varðandi útflutningsgreinarnar, væri eins slæmt og menn segðu. Hverju svarar forstjóri víðfeðmasta fyrirtækis í landinu? „Ég er undrandi á því hvað fólk í stjórnmálum hefur verið lengi að átta sig á því hvað hefur verið að gerast í þessum efnum. Ég tel að margt af þessu fólki sé einum til tveimur árum á eftir að skilja hvað er að gerast. Ég held því miður að ástandið sé mun alvarlegra en flestir gera sér grein fyrir ennþá. Milljarðar beint í eyðslu Ef við förum örlítið aftur í tímann þá liggur það fyrir að á árinu 1986 hækkaði verð á sjávarafurðum á erlendum markaði svo mikið að sú hækkun skilaði þjóðarbúinu 10 milljörðum króna meira fyrir nánast sama magn afurða og árið á undan. Þessir fjármunir fóru beint inn í eyðsluþáttinn í þjóðfélaginu. Það voru ekki gerðar ráðstafanir af hálfu ríkis- valdsins í þá átt, að a.m.k. hluti þessara fjármuna héldist inni í fyrirtækjunum í sjávarútvegi. Þetta fór út í eyðsiu og út í þenslu. Þetta háa verðlag hélst fram á mitt árið í fyrra. Þegar svo kemur fram á þetta ár fer verð að lækka og þá fara gjaldeyristekjur minnkandi, en þenslan heldur áfram. Það sem hafði gerst á þessu tímabili, þegar sjávarútvegur og vinnsla afurða skilar svona miklum tekjum, var að sjávarútvegi voru búin verri skilyrði. Þetta á við um fiskvinnslu og þó alveg sérstaklega frystinguna. Það hefur átt sér stað meiriháttar eignaupptaka hjá þessum fyrirtækjum í formi þess að þau hafa þurft að selja gjaldeyri sinn á verði sem er undir kostnaði. Þau hafa auk þess þurft að borga fjármagnskostnað sem ég leyfi mér að kalla hæsta fjármagnskostnað í hinum vestræna heimi. Það er enginn möguleiki á því að þessi atvinnuvegur geti staðið undir þeim kjörum sem honum hafa verið búin. Þannig hefur orðið veruleg eignauppfærsla hjá sjáv- arútvegsfyrirtækjunum og fiskvinnsl- unni og öðrum fyrirtækjum sem standa í útflutningi. Þessir fjármunir hafa lent í þenslu sem hefur verið langt umfram það sem eðlilegt er. Þessi þróun hefur leitt af sér offjárfestingu í þjóðfélaginu á öllum sviðum. Ég tel að alls konar offjárfesting á sviði verslunar og þjón- ustu sé af þeirri stærðargráðu að hún mundi nægja þjóðfélagi sem væri helm- ingi fjölmennara en okkar. Verra en margir halda Sé þetta rétt er það deginum ljósara að framundan er meiriháttar leiðrétting á þessum hlutum. Það verður því óhjákvæmilegt að skila aftur til útflutn- ingsgreinanna því sem frá þeim hefur verið tekið. Það verður líka óhjá- kvæmilegt að búa þeim heilbrigðan starfsgrundvöll á ný. Annars fellur bara niður gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Ég held því miður að þessar stærðir séu mun stærri en menn hafa gert sér grein fyrir til þessa og ég spái því að þegar umsóknir fara að berast til nýja atvinnutryggingarsjóðsins, muni menn sjá tölur og dæmi sem eru mun stærri en þeir hafa átt von á.“ Ýtrasta hófs er þörf Er ástandið svo slæmt að þínu mati að forsendur ríkisstjórnarinnar ættu að miðast við að hér sé að skapast neyðar- ástand í atvinnumálum? „Ég held að það sé fyllilega ástæða til þess að fólki verði gerð grein fyrir því að eftir þetta fjárfestingarfyllerí er nauðsynlegt' að sporna við og skera mjög niður allar framkvæmdir. Ég held líka að það taki þjóðarbúið nokkur ár að vinna sig út úr þessum vanda. Á meðan verður að stilla öllum fram- kvæmdum og innflutningi í ýtrasta hóf. Kannski er greiðsluhalli ríkissjóðs og þensla í þeim geira einn aðal vandinn. Nefndin, sem síðasta ríkis- stjórn tilnefndi til ráðuneytis um úr- lausn efnahagsvandans í sumar, lagði t.d. til að ríkisstarfsmönnum yrði fækk- að nánast strax um eitt þúsund. Þessi nefnd benti á að það hafði orðið fjölgun í ríkisgeiranum um nærri átta hundruð starfsgildi á síðasta ári og er þetta gífurleg útþensla. Hún lagði til að þessari þróun yrði snúið við.“ VIII sjá raunhæfari leiðir Hvernig líst þér á niðurstöðu stjórn- málamanna núna eftir allt sem gengið hefur á síðan þú sast í þessari nefnd sem oft var kölluð „forstjóranefndin“? „Ég hefði viljað sjá raunhæfari að- gerðir í þá átt að í stað verulegra lánveitinga og skuldbreytinga kæmi raunhæfari og varanlegri bót á rekstrar- grundvelli. Útflutningsgreinar verða að geta starfað með hagnaði í þessu landi og það á að vera frumforsenda allra aðgerða í efnahagsmálum.“ Hvað kallar þú raunhæfari leiðir? „Ég er fyrst og fremst að tala um að það hafi forgang hjá stjórnmálamönn- um að sjá gjaldeyrisöflun borgið og það verði lögð hámarks áhersla á þennan þátt. Það verði beitt hvers konar hvatn- ingu og komið verði á viðunandi rekstr- arskilyrðum fyrir þau fyrirtæki sem standa í framleiðslu fyrir erlenda mark- aði og skapa gjaldeyri fyrir þjóðina. Það er stóra málið. Á undanförnum árum hefur stefna ríkisvaldsins í þessum málum verið nánast öfug. Þessar greinar hafa verið neyddar til að selja þann gjaldeyri sem þær afla á lægra verði en þurfti til að standa undir kostnaði og mæta þeirri allt of miklu verðbólgu sem hér hefur verið í gegnum árin. Ég held að númer tvö eigi ríkisvaldið að stefna að því að drepa niður verð- bólguna, þannig að hún verði ekki meiri en 5% og alls ekki meiri en í okkar helstu viðskipta- og samkeppnis- löndum. Þetta tvennt held ég að eigi að vera höfuð viðfangsefni hverrar ríkis- stjórnar. Hvatt til hagræðingar Hitt finnst mér líka sjálfsagt að bæði í útflutningsgreinum og öðrum greinum beri 'að hvetja til hagræðingar. í því sambandi verð ég að geta þess að tölur sýna að fjöldi fyrirtækja á íslandi er ótrúlegur. T.d. voru á árinu 1985 starfandi á íslandi nærri því 20 þúsu-nd fyrirtæki. Það þýðir að meðal starfs- mannafjöldi fyrirtækja er tæplega sex manns. Það hefur iðulega verið talað um að brjóta niður risana og þá sérstaklega samvinnurisann á íslandi. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að eitt af því sem ísland vantar í dag eru fleiri myndarleg fyrirtæki sem geta starfað af alvöru markaðssókn á erlendum mörkuðum. Þau gætu skapað við- skiptalegt og stjórnunarlegt átak á erlendum mörkuðum sérstaklega. Ég held að okkur vanti miklu meira af sæmilega stórum og myndarlegum fyrirtækjum til að geta keppt við þessi frekar öflugu fyrirtæki sem við mætum á öllum helstu útflutningsmörkuðum þjóðarinnar. Það segir sig sjálft að svona urmull af litlum fyrirtækjum þýðir að við verðum aldrei megnugir þess að standa undir verulegu átaki í þessa átt. Kraftarnir dreifast allt of mikið og möguleikar skapast ekki í svona litlum fyrirtækjum fyrirþekkingu og langtíma skipulagningu, markaðs- þekkingu eða vöruþróun, en það eru einmitt forsendur þess að skapa meiri verðmæti til lengri tíma.“ 10 sinnum of hár fjármagnskostnaður Nú minnist þú á Sambandið og myndug fyrirtæki. Hvernig er fjár- hagsstaða þess sem dæmi um afkomu stórra fyrirtækja? „Því miður er því ekki að leyna að rekstursafkoma Sambandsins á þessu ári er mjög slæm og hún endurspeglar ástandið í þjóðfélaginu. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs er halli á rekstri þess um 550 milljónir króna. Gengis- tapið á sama tíma er nánast sama upphæð. Fjármagnskostnaður á sömu mánuðum er rúmlega einn milljarður. Þessi fjármagnskostnaður er um tíu sinnum meiri en eðlilegt myndi teljast hjá sambærilegum fyrirtækjum erlend- is. Sambandið hefur því ekki farið varhluta af þeirri stjórnarstefnu undan- farinna ára, sem hefur verið mjög andstæð atvinnurekstri. Ég hef séð rekstrartölur fjölda frystihúsa hér á landi þar sem nettó fjármagnskostnað- ur er á bilinu tíu til tuttugu og fimm prósent af heildarsölu. Ég veit það að t.d. í Danmörku er það talið mjög alvarlegt mál ef fjármagnskostnaður frystihúss fer yfir 2% af heildarsölu. Ég fullyrði að ef keppinautar okkar í öðrum löndum þyrftu að búa við þessi skilyrði þá væri þessi iðnaður þar búinn að vera. Enginn atvinnurekstur á ís- landi hefur skilyrði til að borga tíu sinnum hærri fjármagnskostnað en sambærilegur rekstur í öðrum löndum, vegna þess að flest annað í rekstrinum er óhagstæðara sökum smæðar og annars. Iðnaður Sambandsins Sambandið hefur í gegnum árin verið fyrirtæki sem hefur býsna mikla sölu en frekar litlar eftirtekjur vegna þess að 60% af allri sölu Sambandsins er um- boðssala á afurðum. Umboðssalan hef- ur í gegnum árin skilað hlutfallslega litlum tekjum þótt hún hafi aldrei verið baggi á rekstrinum eða framkallað halla. Hin 40% eru fólgin í iðnaðar-, verslunar- og skiparekstri. Iðnaðurinn hefur tapað stórfelldum tekjum á undanförnum árum. Ullariðn- aðurinn tapaði mjög miklu á sfðasta ári og þrátt fyrir sameiningu Ullariðnaðar Sambandsins og gamla Álafoss í nýja Álafoss, hefur tapreksturinn verið verulegur áfram. Þannig er sá hluti útflutningsgeirans ennþá í mjög mikl- um vanda. Á sama hátt og af svipuðum ástæðum kemur fram mjög umtalsverð- ur halli á skinnaiðnaði Sambandsins. Það hefur og verið á allra vitorði að verslunarreksturinn hefur ekki gengið vel í allmörg undanfarin ár. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Umhverfi þessarar starfsemi, þ.e. húsnæðið við Sunda- höfn, er stærra og dýrara en nauðsyn- legt hefur verið miðað við þann rekstur sem þar á sér stað. Þannig er kostnaður þar tiltölulega mikill og umfang ekki í takt við kostnaðinn. Stóri möguleikinn sem við höfum þar er að auka verulega umsetningu, sem aðeins er mögulegt með aukinni þátttöku kaupfélaganna í sjálfum verslunarrekstri Sambandsins. Við erum að gera okkur vonir um að þessi þáttur geti færst verulega í rétta átt á næstunni. Verslunardeildin Innanhúss í verslunardeildinni erum við að gera miklar breytingar. Við erum að fækka vörunúmerum stórlega og fækka heilum vörutegundum og skera niður. Við erum líka að staðla vöruval og höfum hug á því að sú stöðlun verði útfærð í kaupfélagsversl- unum kringum landið. Einnig teljum við að smásöluverslun þurfi að taka verulegum breytingum allt í kringum landið. Þar þarf að samræma mun meira alla ákvarðanatöku um vöruval, þjónustu og annað. Þar er mikið verk að vinna og verslunardeildin hefur að mínu mati möguleika á að ná sér út úr þessum rekstrarhalla, sem verið hefur í allmörg undanfarin ár, með svona samstilltu átaki. Árangur af slíku átaki yrði að koma í ljós fyrir lok næsta árs. Þá er eftir skipareksturinn. Hann hefur ekki skilað nægilegum hagnaði mörg undanfarin ár vegna þess að skipakosturinn var orðinn óhagkvæm- ur. Á stuttum tíma hafa verið seld minni og eldri skip félagsins. Nú er t.d. komið stærra og hagkvæmara Helga- fell. Jökulfellið hefur verið visst vanda- mál, en það var smíðað til sérstakra flutninga sem mjög hefur dregið úr, eins og freðfisksflutninga til Bandaríkj- anna. í Skipadeildinni erum við núna með verulegar hagræðingaraðgerðir til að laga okkur að þessum breyttu að- stæðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.