Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 23
BSS.I •ec'c*:>'- -0.' citri!ri.vj js j
Laugardagur 15. október 1988
n;viv'i
'
Tíminn 23
Amold Schwarzenegger setti konu sinni þá kosti að eignast bam eða hypja sig.
Tom Selleck óttast að verða brátt of gamall til að verða pabbi.
Pabbadraumar sem
skilnað
gætu kostað
Karlar eru víst alltaf eðli sínu
trúir, þó svo að þeir séu orðnir
stórstjörnur. Þegar þeir kvænast
vilja þeir venjulega eignast af-
kvæmi fljótlega. Vandinn er þó sá
að í mörgum tilvikum er eiginkon-
an ekki samþykk slíku.
Þetta er ástæðan fyrir því að þrjú
af athyglisverðustu hjónaböndum
sfðari ára riða nú til falls. Bruce
Springsteen, Arnold Schwarzeneg-
ger og Tom Selleck hafa allir
uppgötvað sér til hrellingar að
Ifúrnar kjósa frama fremur barn-
eignum.
Bruce, sem er 39 ára fékk að vita
þetta fyrr á árinu. Julienne kona
hans neitaði staðfastlega að eignast,
barn og nú sér fram á skilnað.
Vinir hans segja að hann þrái barn
svo mjög að það sé orðið honum
mikilvægara en tónlistin.
Kona Bruce, Julienne Phillips
var sýningarstúlka og nú bendir
allt til að hún sé að verða kvik-
myndastjarna, eftir að hafa farið
með aðalhlutverk í tveimur mynd-
um á móti ekki ómerkari mönnum
en Chevy Chase og Beau Bridges.
Hún hefur aðra sögu að segja um
ágreininginn en bóndi hennar: -
Mig langaði að eignast fjölskyldu
strax eftir að við giftum okkur, en
Bruce var aldrei heima. Hann
skemmti sér oft alla nóttina með
félögum sínum.
Leikframi minn var ekki neitt
neitt fyrr en í lok síðasta árs.
Fyrstu tvö ár hjónabandsins vildi
ég ekkert annað en vera móðir og
húsmóðir, segir Julienne og bætir
við að fyrst þegar hún fór að fá
tilboð um hlutverk hafi hann allt í
einu farið að heimta barn, en þá
var það of seint.
Líkamsræktartröllið Arnold
Schwarzenegger varð frægur fyrir
að leika villimanninn Conan en
vinir hans kalla hann ljúfmennið
Arnold. Kona hans er hin 32 ára
Maria Shriver, systurdóttir Kenn-
edys heitins forseta. Fyrir tveimur
árum þegar þau giftu sig bjuggust
allir við að brátt kæmi barn, en
ekki bólar á því.
- Ég geri eins og konan vill,
sagði hinn ástralskættaði Arnold
fyrir nokkrum mánuðum, en í
sumar brast hann þolinmæði og
setti Mariu kosti: Annaðhvort
eignaðist hún barn eða hypjaði sig.
Þar sem frami hennar í sjónvarpinu
blómstrar mjög er líklegt að hún
velji seinni kostinn.
Sjóvarpshetjan Tom Selleck tel-
ur eins og fleiri að rökrétt sé að
barn komi á eftir brúðkaupi, en
konan hans er sögð ósammála því.
Hún heitir Jillie Mack, er 29 ára og
breskættuð. Hún er að koma undir
sig fótunum sem leikkona í Holly-
wood, en Tom hefur meiri áhuga á
fjölskyldulífi.
- Ég kæri mig ekki um að verða
pabbi eldgamall, segir hann, þó
hann sé ekki nema 43 ára. - Mig
langar að leika mér í boltaleik við
son minn, áður en gigtin meinar
mér allar hreyfingar. Hann segir
að það mikilvægasta í lífi sínu sé
að eignast lítinn Tom og löngu sé
mál til komið.
Springsteen, Schwarzenegger og
Selleck hafa sem sagt komist að því
að tímarnir eru breyttir. Á níunda
áratugnum er það eiginkonan sem
ræður hlutunum.
Julienne segir Bruce hafa klúðrað
tækifærinu til að verða pabbi á
sínum tíma.