Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 15. október 1988 Hafnarfjörður Páll Pétursson ræðir baksvið stjórnmálaumróts síðustu mánaða og spáir í framtfðina á fundi í Hafnarfirði þriðjudagskvöldið 18. þ.m. ki. 21 að Hverfisgötu 25. Fundur, opinn öllum liðsmönnum Framsóknarflokksins, verður hald- inn af Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. október að Hverfisgötu 25. Fundarefni: I. Innri mál, kl. 20.30 til 21. Formaður fulltrúaráðsins setur fundinn og kynnir fulltrúaráðsmönnum m.a. tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum, sem fyrirhugað er að leggja fyrir aðalfund fulltrúaráðs- ins, sem haldinn verður í byrjun nóvember. Formaður Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi ræðir um undirbúning Kjördæmisþings, sem haldið verður sunnudaginn 13. nóvember, og flokksþings, sem haldið verður dagana 18. til 20. nóvember. II. Stjórnmálaumræður. Páll Pétursson þingflokksformaður mætir kl. 21 og ræðir m.a. ástæður stjórnarslita, myndun og stefnumörkun nýrrar ríkisstjórnar og viðfangsefnin á nýbyrjuðu þingi. Má vera að frummælandi og framkvæmdastjóri fulltrúaráðsins lumi á einhverjum stjórnarmyndunar-kveðskap og þingvísum handa mönnum með kaffinu. Almennar umræður og fyrirspurnir meðan kvöldið endist. Brýnt er fyrir fulltrúaráðsmönnum að mæta stundvíslega kl. 20.30 og öðrum fundarmönnum að mæta eigi síðar en kl. 21. Stjórnin Framsóknarfélag Kjósarsýslu Fundarboð Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn að Hlé- garði, Mosfellsbæ, sunnudaginn 23. okt. n.k. kl. 17.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, þar með talið kjör fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Kjör heiðursfélaga. Að aðalfundi loknum er gert hlé til skrafs og viðræðna til kl. 19.00, en þá hefst kvöldverður. Gestir fundarins verða: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Jóhann Einvarðsson, alþingismaður, og eiginkonur þeirra. Fólki, sem ekki hefur tök á að sitja aðalfundinn, er bent á, að það er velkomið til kvöldverðarins. Vinsamlega hafið samband vegna matarpantana eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn við: Gylfa, vs. 985-20042, hs. 666442. Helga, vs. 82811, 985-21719, hs. 666911. Stjórnin Árnesingar Hin árlega 3ja kvölda framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstudaginn 21. okt. n.k. kl. 21.00 að Flúðum, föstudaginn 28. okt. í Þjórsárveri og lýkur 11. nóv. í Aratungu. Aðalvinningur er ferð fyrir 2 með Samvinnuferðum/Landsýn. Einnig vegleg kvöldverðarlaun. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn að Eyrar- vegi 15, Selfossi þriðjudaginn 25. okt., n.k. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur launþegaráðs Aðalfundur launþegaráðs framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi verður haldinn laugardaginn 15. okt. kl. 14, að Eyrarvegi 15, Selfossi. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, kosning fulltrúa á kjördæm- isþing og önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Rangæinga verður haldinn að Hvolsvelli fimmtu- daginn 20. október n.k. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Suðurlandskjördæmi Kjördæmisþing verður haldið í Vestmannaeyjum 4. og 5. nóvember n.k. Þingið hefst kl. 19.30 föstudaginn 4. nóv. Athugið breyttan tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Sigrún Sigurðardóttir Fædd 16. október 1910 Dáin 23. september 1988 Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldreigi hveim sér góðan getur. Við viljum með fáum orðum minnast móðurömmu okkar sem lést á Landspítalanum aðfaranótt föstudagsins 23. sepember. sl. eftir skamma banalegu. I dag hefði amma orðið 78 ára ef hún hefði lifað. Hún var lögð til hinstu hvílu við hliðina á afa í Miklabæjarkirkjugarði þann 8. október sl. Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta. Amma okkar fæddist á ísafirði þann 16. október 1910, dóttirsæmd- arhjónanna Guðrúnar Sigurðardótt- ur og Sigurðar Þorvaldssonar. Sig- urður lifir dóttur sína á 105. aldursári og dvelur nú á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki. Amma var elst af 8 systkinum sem upp komust, 6 eru á lífi. Hún var ung að árum þegar hún fluttist með foreldrum sínum að Sleitustöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hún giftist Óskari Gíslasyni frá Miðhúsum í Blöndu- hlíð og þau hófu búskap á Minni- Ökrum í Blönduhlíð, en fluttu fljót- lega að Sleitustöðum. Afi og amma stunduðu hefðbundinn búskap á Sleitustöðum og lifðu farsælu hjóna- bandi alla tíð. Þau eignuðust tvö börn; Þorvald Gísla bifvélavirkja Sleitustöðum, kvæntur Sigurlfnu Eiríksdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn og Arndísi Guðrúnu hús- móður Framnesi gift Brodda Skag- fjörð Björnssyni bónda og oddvita og eiga þau fimm börn. Á Sleitustöðum myndaðist byggð- arkjarni. Bræður ömmu tveir byggðu sér þar hús og komu á fót bílaútgerð og verkstæði. Sá þriðji bjó í sama húsi og afi og amma og langafi og langamma og stundaði ulu llalllI tll uaulla. búskap. Síðar byggði sonur ömmu Amma bjó áfram á Sleitustöðum og afa sér hús þarna og bróðurdóttir ásamt föður sínum og hugsaði um hennar einnig og loks reis þarna hann þar til hann fór á sjúkrahúsið sumarhús. Það var því alltaf mann- á Sauðárkróki, 100 ára gamall. margt á Sleitustöðum. Og gjarnan Sennilegahefurenginngertsérraun- safnaðist allur mannskapurinn sam- verulega grein fyrir því hversu mikið an í stóra eldhúsinu hennar ömmu. álag það var á ömmu að hugsa um 1 augum okkar krakkanna var alltaf hann síðustu árin hans heima, en Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing verður haldið dagana 29. til 30. okt. n.k. í félagsheimil- inu á Blönduósi. Þingið hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. KFNV Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Aðalfundur F.R. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudag- inn 24. október að Nóatúni 21 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 19. október að Nóatúni 21. Fundurinn hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 5. nóvember n.k. að Hótel Lind og hefst kl. 10.00. Dagskrá fundarins nánar auglýst síðar. Stjórnin Sleitustöðum ævintýri líkast að fara í heimsókn til afa og ömmu. Þar var alltaf hópur af krökkum og mikið hægt að leika sér. Og þó við hefðum fjós heima þá var miklu meira spennandi að fara í fjósið hjá afa og ömmu. Það var mikið flottara en fjósið heima á Framnesi. Bestu ferðirnar á Sleitu- staði voru á haustin. Þá fórum við systkinin með mömmu og gistum hjá afa og ömmu. Þær ferðir lögðust reyndar niður fyrir mörgum árum, en þær hafa lifað í minningunni. Afi lést snögglega fyrir rúmlega 11 árum, þann 27 júlí 1977, þá nýlega orðinn 80 ára. Það var ömmu mikill missir og okkur öllum. Afi var einlægur og góður maður sem öllum vildi gott eitt gera. Við sáum hann aldrei skipta skapi. Hann var ein- stakt ljúfmenni. Hversu oft setti hann okkur ekki á hné sitt og sagði okkur ýmislegt fróðlegt og skemmti- legt eða fór með okkur í gönguferð um túnið. Afi var vinnuþjarkur mik- ill og segir það sína sögu að hann var að moka hey þegar hann fékk slag hún lét engan bilbug á sér finna. Hann var samt orðinn meiri hjúkr- unarsjúklingur en margan grunaði þegar hann loks fékk fast pláss á sjúkrahúsinu fyrir 4 árum síðan. Amma var hörkudugleg og kven- skörungur mikill. Eitt lýsandi dæmi um atorkusemi hennar og ákveðni er að hún fór alltaf í fjós klukkan 6 á morgnana á meðan hún bjó og hafði kýr. Ófá kjötlærin hengdi hún amma upp í reykkofann sinn og reykti þar hið allra besta hangikjöt sem við höfum smakkað. Hún reykti þarna kjöt fyrir alla fjölskylduna Fyrir um 4 árum brann kofinn henn- ar og þá hætti amma að reykja kjöt. Það var alltaf gott að koma til ömmu og seint gleymist kakóið hennar og kleinurnar, enda bjó hún til heimsins bestu kleinur. Hún heklaði ógrynnin öll af dúkum og púðum og víða liggja eftir hana listaverkin og prýða mörg heimili. Prjónabolirnir og bux- urnar frá henni fylgdu okkur gegnum æskuárin. Hvítu lopasokkarnir hennar voru líka í miklu uppáhaldi. Og enginn stagaði eins vel í og amma, það var hreint listaverk. f vor var hún orðin svo slæm heilsu að hún varð að hætta að vinna í höndunum eins og hún var vön, það þótti henni slæmt. Minningin lifir í hlutunum sem eftir hana liggja á heimilum barna hennar, barnabarna, systkina og systkinabarna og víðar. Heimili ömmu á Sleitustöðum var alltaf mannmargt og heimilisrekstur- inn stór í sniðum. Hún tók þátt í uppeldi fleiri barna en sinna eigin. Margir eiga ljúfar minningar eftir sumardvöl hjá henni og afa á Sleitu- stöðum. Kaffið stóð á borðum mik- inn hluta dagsins og allir sem litu við fengu sopa og með því. Síðustu þrjú árin dvaldi amma mestan hluta vetrar hjá dóttur sinni og tengdasyni á Framnesi. Þegar voraði og fólkinu fjölgaði á Sleitu- stöðum fór hún þangað. Síðustu tvö jól var amma á Framnesi. Á þessum síðustu árum kynntumst við krakk- amir á Framnesi ömmu enn betur en áður. Við vorum meira með henni og kynntumst því betur krafti hennar og ekki síst yndislegum húmor henn- ar sem oft fól í sér kaldhæðni mikla ekki síst í eigin garð. Amma lét umhverfi sitt sig miklu varða. Hún vildi hafa hreint og þrifalegt úti jafnt sem inni. Og ófá vorin gengum við krakkarnir með ömmu í nágrenni bæjarins og tíndum rusl í poka. Vorið 1986 fór amma í aðgerð á Landspftalann vegna krabbameins í brjósti. Amma hafði alla tíð verið heilsuhraust og líklega hefur þetta verið fyrsta vera hennar á sjúkra- húsi. Hún var ótrúlega fljót að ná sér eftir þessa aðgerð. Næstu tvö árin átti hún eftir að dvelja tíma og tíma á sjúkrahúsi. Hún þurfti að fara nokkrar ferðir til Reykjavíkur til að fara í rannsóknir. Að fara til Reykja- víkur var fyrir ömmu jafnmikið mál eða meira og fyrir okkur að fara til útlanda. í júnílok fór amma á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Hún var farin að hafa stöðuga verki. Reynt var allt sem hægt var til að finna orsök og reyna að draga úr kvölunum. Þetta bar því miður takmarkaðan árangur. Þrátt fyrir vanlíðan hélt hún góða skapinu sínu og húmornum. Hún reyndi yfirleitt að gera lítið úr verkj- unum og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Henni leið vel á sjúkrahúsinu, þó það hafi kannski ekki verið sá staður sem hún hefði helst kosið að eyða sumrinu á. Við viljum þakka öllu hjúkrunarfólki og læknum á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki fyrir alla hjálpina sem henni var veitt. Sérstaklega viljum við þakka Snorra Ingimarssyni lækni fyrir hans þátt. Amma kunni svo sannarlega vel að meta þegar Snorri kom og settist hjá henni og spjallaði við hana um allt milli himins og jarðar. Hún minntist oft á hann og við fundum vel hvað hún mat hann mikils. Og mikið langaði hana að heimsækja Snorra að Ásgarði þó ekkert yrði úr því. Þrátt fyrir slappleika ömmu í sum-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.