Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 15. október 1988 HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD Útbod Fáskrúðsfjörður Stjórn verkamannabústaða Búðahrepps óskar eftir tilboðum í byggingu þriggja íbúða í annarri húseiningu tveggja hæða sambýlishúss úr stein- steypu, verk nr. 0.02.03, úr teikningasafni tækni- deildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 274 m2 Bróttórúmmál húss 842 m3 Húsið verður byggt við götuna Garðaholt nr. 3, Fáskrúðsfirði, og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Búða- hrepps, Skólavegi 53, 750 Fáskrúðsfirði, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá fimmtudeginum, 20. október 1988, gegn kr. 10.000.00 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 1. nóvember 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. cR] rTkisíns HUSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI 77101 REYKJAVÍK SIMI 696900 LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Nemendaráð grunnskólanna þinga: Félagsstarf í grunnskólunum Nemendaráð grunnskóla Reykja- víkur héldu fyrir skömmu fraeðslu- fund fyrir forystumenn í félagslífi skólanna fyrir skömmu. Fundinn sátu um 80 unglingar og fjallað var um hlutverk og viðfangs- efni nemendaráða, gerð starfsáætl- ana, lög og reglugerðir sem tengjast félagsstarfi skólanna. Þá var kynnt spurningakeppni framhaldsskólanna og framkvæmd hennar sem er í höndum starfsfólks félagsmiðstöðva borgarinnar og full- trúar skólanna sögðu frá áætlunum um félagsstarf vetrarins hver í sínum skóla. í lok fundarins voru almennar umræður um frístundastarf á vegum skólanna. - sá Nefnd kannar málefni RÚV Að frumkvæði Svavars Gests- sonar menntamálaráðherra hefur verið sett á fót starfsnefnd til að kanna stöðu Ríkisútvarpsins og gera tillögur um eflingu þess. Verkefni nefndarinnar miðast að því að finna afgerandi lausn á fjárhagsvanda Rfkisútvarpsins og leiðir til að tryggja fjárhag þess til frambúðar. Einnig mun nefndin leita svara við þeirri spurningu hvert hlutverk Ríkisútvarpsins eigi að vera með hliðsjón af breyttri fjölmiðlalöggjöf og breytingum innan stofnunarinnar á síðustu árum. f því sambandi mun nefndin kanna í hvaða mæli sjálfstæði Ríkisútvarpsins verður eflt, þá með tilliti til í þágu hverra það eigi að vera og með hvaða markmið. Formaður nefndarinnar er Ög- mundur Jónasson, formaður Starfsmannafélags sjónvarps. Auk hans eiga sæti í nefndinni: Arn- þrúður Karlsdóttir, fjölmiðla- fræðingur, Eiður Guðnason, al- þingismaður, Erna Indriðadóttir, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Ak- ureyri og Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins. Með nefndinni starfar ennfremur Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ráðgert er að starfsnefndin Ijúki störfum fyrir lok nóvembermánað- ar. ssh Námsgagnastofnun: Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 SÆNSKU AÐVENTULJÓSIN VINSÆLU mismunandi litirog gerðir. Mjög gott verð. Umboðs- og heildverslun 5miðjuvegi 1 - 200 Kópavogi - 5ími 46365 ÞATTAGERÐ FYRIR BÓRN 0G UNGLINGA Barnastarf í Fríkirkjunni Fríkirkjan í Reykjavík hefur nú hafið barnastarf vetrarins og stefnir að því að ná sem mestum friði eftir átökin að undanförnu. Fyrirhugað er að barnastarfið verði á hverjum sunnudags- morgni kl 11 og hafa þau Þóra Ólafsd. Hjartar og Daníel Á. Haraldsson verið fengin til að hafa umsjón með starfinu. Eins og raunar kom fram í blaðinu í fyrradag er fermingarundirbún- ingur að hefjast hjá Fríkirkjus- öfnuðinum og hafa væntanleg fermingarbörn og forráðamenn þeirra verið boðuð til messu í Fríkirkjunni á sunnudag og sam- verustundar á eftir. Sem kunnugt er hefur sr. Gunnar Björnsson einnig boðið væntanlegum ferm- ingarbörnum úr Fríkirkjusöfn- uðinum sína þjónustu. - BG Sýning sem nefnist „Markaður möguleikanna“ og fyrirlestrar, verða haldnir í Kennslumiðstöð Náms- gagnastofnunar, vikuna 17.-21. október næstkomandi. Norræni starfshópurinn um börn og barna- menningu á frumkvæði að sýning-' unni og ákvað að þessu sinni að fjalla um þemað: börn og lifandi myndir. Starfshópurinn sem vann að sýningunni, ákvað að leggja megin- áherslu á að safna dæmum um verkefni, sem unnin hafa verið á dagheimilum og í skólum og greina frá starfsemi kvikmyndaklúbba og kvikmyndahúsa fyrir börn. Sýningunni er ætlað að benda á leiðir til þess að vinna með börnum á skapandi hátt með lifandi myndir, til mótvægis við einhliða neyslu myndefnis. Elk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.