Tíminn - 14.04.1989, Síða 5

Tíminn - 14.04.1989, Síða 5
r.nim' r h Tíminn 5 Föstudagur 14. apríl 1989 V-þýski sjávarútvegsráðherrann lýsir vanþóknun sinni vegna viðskiptaþvingana í hvalamálinu: Harmar rangar sakir á hendur íslendingum Dr. Wolfgang von Geldern, sjávarútvegsráðherra V- Þýskalands, lýsti því yfir á blaðamannafundi í Bonn í gærmorgun að ríkisstjórn landsins harmaði hvers kyns viðskiptaþvinganir sem stundaðar hafa verið vegna hval- veiðimálsins og sagði það slæmt að rangar fuliyrðingar hafí verið hafðar í frammi gegn íslandi í því máli. Benti hann í því samhengi á að íslendingar tækju ekki hvali af neinum þeim tegundum sem væru taldar í útrýmingarhættu. Á sama fundi lýsti Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, því yfir að vegna þess að fjögurra ára vísinda- áætlun íslendinga lyki í ár, yrðu ekki stundaðar neinar hvalveiðar við ísland árið I990. Á því ári verður innan Alþjóðahvalveiði- ráðsins ákveðið hvort hvalveiðar af einhverju tagi verða leyfðar og þá í hvaða mæli. Yfirlýsing Halldórs Ásgrímsson- ar var undirbúin í sjávarútvegs- ráðuneytinu fyrir nokkru og var ekki talið rétt að ögra ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sumarið 1990, með því að ákvcða einhliða veiðar það sama ár. Mál þetta hefur ekki verið rætt á þessum nótum í ríkisstjórn íslands, enda er hún ákvörðun sjávarútvegsráð- herra. Niðurstöður vísindaáætlun- arinnar munu liggja fyrir snemma á næsta ári og verða þær lagðar fyrir vísindanefnd ráðsins. Það sem þar kemur fram verður sá grund- völlur sem íslendingar munu standa á innan ráðsins, er framhald hvalveiða verður ákveðið. Yfirlýsingar sínar ítrekuðu ráð- herrarnir síðan á fundum og í ræðum sem þeir héldu í heimsókn sinni til Cuxhaven síðar í gærdag. Halldór var ánægður með fundi er hann hefur átt með þarlendum stjórnvöldum. Að sögn Guðna Bragasonar, sendiráðsritara, sem er með í för ráðherra, kom skýrt fram á þessum fundum að v-þýsk stjórnvöld hafa verið íslendingum haukur í horni gagnvart viðskipt- um okkar við Evrópubandalagið. M.a. mun hafa verið rætt um enn frekari samvinnu og samskipti þjóðanna og kom fram að þarlend stjórnvöld hyggjast styðja íslend- inga í væntanlegum samningavið- ræðum við EB-löndin sameiginlega varðandi sjávarútvegsmál. KB Halldór Ásgrímsson. Leiðir gæludýraeigendur fara út í Kapelluhraun: Kanínum Þess eru nokkur dæmi að fólk hafi sleppt lausum á víðavangi kanínum sem það kærir sig ekki lengur um að eiga. Kanínurnar geta lifað villtar hér á landi og til skamms tíma voru villtar kanínur í Kapelluhrauni við Straumsvík, samkvæmt upplýsingum sem Tím- inn fékk hjá starfsmanni gæludýra- verslunarinnar Amazon. Ástæða þess að Tíminn leitaði upplýsinga af þessu tagi í gæludýr- aversluninni er sú að fyrir nokkrum dögum fann Sigurður Ólafsson kanínu í innkeyrslunni við heimili sitt í Garðabænum. Sigurður sagði að kanínan hefði verið hin spræk- asta, hann hefði gefið henni að éta en þegar hann kom úr vinnu seinna um daginn var hún horfin. Hjá starfsfólki Amazon fengust þær upplýsingar að kanínur gætu aðlagast því að lifa villtar ef þær hefðu ekki verið hafðar í upphituð- um húsum en margir hafa kanín- urnar í óupphituðum kofum yfir vetrartímann. Kanínur lifa á jurtum, grasi og berjum þannig að um sumartímann ættu þær að hafa nóg æti hér á landi. Einnig naga þær börk af trjám einkum að vetrarlagi. í bókaflokknum „Undraveröld dýranna" kemur m.a. fram um kanínur að: „Við ólík skilyrði í búrum, sérstaklega af því að þær eru vandar á að éta kjarngóða fæðu, svo sem korn og brauð, hafa tamdar kanínur tekið breytingum, svo að þær virðast vera orðin ný tegund, skynfærin eru vanþroskuð, heili og hjarta léttari og ristill og garnir styttri, svo dýrið hefur misst alla hæfni til að lifa villilífi. Þó kemur fyrir, að tamin dýr sleppa úr gæslu og geta aðlagað sig á ný lífinu í náttúrulegu umhverfi, en nokkrar kynslóðir þarf til að af- kvæmi þeirra verði á ný að venju- legum villikanínum." Frjósemi kanína er með ólíkind- um og eiga þær 4-14 unga í einu 5-7 sinnum á ári, ein kanína getur því jafnvel átt 98 unga á ári! SSH Forseti ASÍ skerpir tóninn í bréfi til aðildarfélaga ASÍ: Verkfallsheimildir ef VSÍ tregðast við „Það er óhjákvæmilegt að við gerum tilkall til þess að kaup ASÍ félaga hækki a.m.k. um það sama og gerst hefur með samningum BSRB. Jafnframt hljótum við að leggja áherslu á að tryggja sem bestan kaupmátt með því að knýja á um ráðstafanir til að halda aftur af verðhækkunum,“ segir Ásmundur Stefánsson í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum ASÍ í gær. Engar formlegar samningaviðræð- ur hafa farið fram um sinn milli ASl og VSÍ meðan VSÍ hefur beðið eftir mati Þjóðhagsstofnunar á BSRB samningunum og áhrifum þeirra á almenna vinnumarkaðinn og af- komu atvinnuveganna. Það svar verður tilbúið í dag og er þess að vænta að viðræður hefjist aftur upp úr helginni. í bréfinu til aðildarfélaganna segir Ásmundur að samningsvilji atvinnu- rekenda ætti að sýna sig innan skamms og verði hann með minna mótinu hljóti að verða að knýja á með auknum þrýstingi. Nú séu stærstu hóparnir innan ASf, Verkamannasambandið og Landssamband iðnverkafólks með lausa samninga og því séu allar forsendur til aðgerða fyrir hendi hjá félögunum og sýni atvinnurekendur ekki samningsvilja á næstu dögum, hljóti félögin að afla sér verkfalls- heimilda. - sá Frumvarp til breytinga á rekstri tónlistarskóla Osamkomulag Ekki tókst að ná samkomulagi í nefnd sem fjallaði um æskilegt fyrir- komulag reksturs tónlistarskóla landsins. Nefndin var skipuð af mennta- málaráðherra í byrjun febrúar síð- astliðins. Tilefni skipunarinnar var frumvarp til laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. En þar er gert ráð fyrir að rekstur skólanna flytjist algjörlega yfir á sveitarfélögin. Tónlistarfólk telur að fyrirkomu- lag reksturs tónlistarskólanna, eins og það er í dag sé heppilegast og líklegast til að tryggja áfram blóm- legt starf skólanna. Fulltrúarsveitar- félaga og félagsmálaráðuneytisins telja aftur á móti að farsælla yrði að færa reksturinn í hendur sveitarfé- laganna. Bendir formaður nefndar- innar á að skólarnir séu settir í þá stöðu að geta kollvarpað frumvarp- inu, sem gæti reynst þeim illa síðar. í lokaniðurstöðu nefndarinnar er lögð áhersla á að hlúð verði að tónlistarfræðslu í landinu. Einnig að stefnt verði að auknu samstarfi milli tónlistar- og grunnskóla. En tónlist- í nefnd arfræðsla í grunnskólum á, sam- kvæmt athugunum nefndarinnar, víða undir högg að sækja. Loks er lagt til að hafist verði handa við að endurskoða lög um tónlistarfræðslu í heild sinni. Nefnd- in telur æskilegt að sá hluti verka- skipta frumvarpsins sem snýr að tónlistarskólunum komi ekki til framkvæmda fyrr en í ársbyrjun 1991, þar sem góðan tíma þurfi til að fara ofan í kjöl þessara mála. jkb 3000. Zetorinn Það er varla til sá bóndi á íslandi, eða kaupamaður, sem ekki hefur ekið eða kynnst Zetor-drátt- arvélum á einn eða annan hátt. Nú í vikunni afhenti Glóbus hf. þrjú þúsundasta Zetorinn og er varla að nokkur önnur dráttarvélartegund hafi selst í jafn mörgum eintökum. Fyrir miðri mynd má sjá hjónin Helgu Búadóttur og Erlend Ey- steinsson, bændur að Stóru Giljá þegar þeim var afhent þessi merkis vél. Þeim á hægri hönd eru forstjór- inn Þórður H. Hilmarsson og full- trúi Motokov-verksmiðjanna, en lengst til vinstri er Árni Gestsson stjórnarformaður Glóbus.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.