Tíminn - 14.04.1989, Qupperneq 9

Tíminn - 14.04.1989, Qupperneq 9
Föstudagur 14. apríl 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR lllttllllllMlllllllllllllillllllllIi Gunnlaugur Júlíusson, hagfræöingur Stéttarsambands bænda: Kartöf lubænaur, kaup- menn og prófessorar, eöa: þarf aö flytja inn fleira en kartöflur? Hinn frægi bandaríski prófessor, Jacop Viner, sagði eitt sinn er hann var spurður að því hvernig hann skilgreindi hagfræði: „Hagfræði er það sem hagfræðingar fást við hverju sinni“. Miðvikudaginn 15. mars birtir Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla íslands í Reykjavík, grein í Morgunblaðinu þar sem hann íjallar um hvað það kostar neytendur aukalega að framleiða matarkartöflur hérlendis miðað við hagræðið af innllutningi. Skilgreining Viners á vel við þann málflutning sem hagfræðiprófessorinn lætur frá sér fara um þessi mál. Forsendur fyrir þessu reiknings- dæmi og sú umræða sem á eftir hefur fylgt hefur verið með slíkum ólíkindum að erfitt er að finna hliðstæðu þar um. Rangfærslur, hálfsannleikur og beinar álygar hafa dunið á kartöflubændum og öll meðöl notuð til að draga þá niður í svaðið sem þjóðníðinga og afætur sem væru dæmigerðar fyrir þá aðila í þjóðfélaginu sem standa í vegi fyrir eðlilegum efnahagsleg- um framförum. Hér á eftir mun ég fjalla nokkuð um þá umræðu sem prófessorinn hefur hrundið af stað, forsendur þær sem hann notar eða sleppir að nota þótt svo þær skipti máli og fleira er viðkemur þessum málum og ekki hefur verið minnst á. Forsendur fyrir niður- stöðum prófessorsins Prófessorinn reiknar með 40 kg kartöfluneyslu á hvern einstakling eða 10.000 tonnum samtals. Nú rengi ég þessa neysluspá ekki en athyglisvert er að Framleiðsluráð landbúnaðarins tók á móti sjóða- gjöldum á sl. ári fyrir kartöflusölu sem svarar til 21 kg neyslu á einstakling. Hér er eitthvað sem ekki stemmir. Inn í tölum prófessorsins er t.d. öll heimaræktun og er hún reiknuð fullu verði. Hann reiknar með 115 kr/kg jafnaðarverði út úr búð og er það rétt metið því að verð á kartöflum er frá 106 kr. upp til um 130 kr. (í eins og tveggja kg pokum). En síðan kemur rúsínan í pylsuendanum. Takið nú eftir: „Kaupmenn hafa sagst mundu geta boðið kartöflur fyrir 35 kr. hvert kíló, ef innflutningur væri gefinn frjáls.“ Með þessari setningu er viðmið- unin fyrir verði á innfluttum kart- öflum út úr búð fundin og á henni byggist röksemdafærslan fyrir því að rökrétt sé að leggja niður kart- öflurækt á íslandi. „Kaupmenn hafa sagst mundu...“ Það er hreint með ólíkindum að maður sem flaggar prófessorsnafn- bót í hagfræði við Háskóla íslands í Reykjavík skuli byggja rök- semdafærslu sína fyrir því að leggja niður heila atvinnugrein, gera hundruð manna gjaldþrota og hrekja þá af heimilum sínum á öðrum eins forsendum. Ekki er haft fyrir því að sannreyna hlutina heldur hlaupið eftir orðrómi eða því sem einhver úr kaupmannastétt hefur slegið fram á góðri stund. Pað er ekki einu sinni haft fyrir því að kanna hvað þær kartöflur kosta sem nú eru fluttar inn, heldur er byrjað að reikna. Það væri hægt að búast við svona vinnubrögðum hjá óvönduðum blaðamanni sem vant- aði uppsláttarfrétt og upphrópanir, en að prófessor í hagfræði við Háskóla íslands skuli láta annað eins frá sér fara er hreint með ólíkindum. Verðmyndun íslenskra kartaflna Til upplýsingar fyrir hagfræði- prófessorinn og aðra lesendur er verð á kartöflum til neytenda byggt upp af fjórum megin þáttum. Þeir eru sem hér segir: Verð til bænda Heildsöluálagning Smásöluálagning Söluskattur Tölulega lítur þetta út á eftirfar- andi hátt, sett upp bæði fyrir stóra og litla verslun miðað við eins og tveggja kílóa pakkningar. Verð til bænda er 42,37 kr/kg (haustverð á 1. flokki). Heildsöluverð hefur að jafnaði verið 85 kr/kg, en frá því eru gefnir afslættir með hliðsjón af því magni sem keypt er. 20% afsláttur frá 85 kr. gerir 68 kr. Tafla 1. Verðmyndun kartallna a) Stór verslun. Verð til bónda Heildsöluálagning (42,37+25,63=68 kr.) Smásöluálagning 68 kr. '25% (68+17=85 kr.) Söluskattur 85 kr. *25% = 42,37 kr. 25,63 kr. = 17,00 kr. = 21,00 kr. Samtals 106,00 kr. b) Lítil verslun. Verð til bónda = 42,37 kr. Heildsöluálagning = 42,63 kr. (42,37 + 42,63 = 85) Smásöluálagning 85 kr. *20% = 17,00 kr. Söluskattur 102 kr. *25% = 26,00 kr. Samtals 128 kr. Það er athyglisvert að smásölu- álagning er ekki lægri í stórverslun- um þar sem mikið magn rennur í gegn en í litlum verslunum, heldur liggur munurinn í afslætti á heild- sölustigi. Prófessorinn telur að 10.000 tonn af kartöflum séu seld á 1.150 milljónir króna. Þessi upphæð mun þá skiptast á eftirfarandi hátt: Tafla 2. Hvernig er skiptingin? Söluskattur .................. 230 millj Smásöluálagning............... 170 millj Heildsölukostn................ 326 millj Bændur........................ 424 millj Samtals......................1.150 millj Sýnilegt er að einhvers staðar þurfi að taka til hendinni áður en bændur eru reknir af jörðum sínum. Að það skuli kosta meira að þvo kartöflurnar, setja þær í plastpoka og láta þær standa í rekka úti í horni verslunarinnar þar til þær seljast heldur en að yrkja jörðina, setja útsæði niður, kaupa öll aðföng, sjá um garðana yfir sumarið, taka upp og geyma kartöflurnar fram á vetur, er hreint ótrúlegt. Hér er eitthvað sem ekki stemmir. Hvað varð um söluskattinn? Það er athyglisvert að hagfræði- prófessorinn minnist aldrei á að söluskattur er lagður ofan á smá- söluverð á kartöflum. Söluskattur- innnemur20% afendanlegu verði. Sé miðað við 10.000 tonn og 115 kr/kg er söluskatturinn 230 milljón- ir. Það er ekki vansalaust að ekki sé minnst á hann, en þess í stað er fullyrt að lækka megi útgjöld neyt- enda um 800 milljónir, væri inn- flutningur á kartöflum gefinn frjáls. Hér eru hreinar blekkingar á ferðinni. Hví skyldi ríkisvaldið lækka skattlagningu við það eitt að hætta að framleiða kartöflur hér- lendis? Ef þessi skattheimta myndi falla niður, þá yrðu aðrir skattar vitaskuld hækkaðir sem þessu næmi til að ríkið héldi óbreyttum tekjum. Fyrri grein Þess í stað er fullyrt að hægt sé að skila 800 milljónum milliliða- laust til almennings ef innflutning- ur á kartöflum væri gefinn frjáls. Hér má strax draga 230 milljónir frá 800 milljóna sparnaði hagfræði- prófessorsins. Hvað gerir ríkið við þann söluskatt sem innheimtur er í gegnum kartöfluverð? Varla legg- ur það hluta söluskattsins inn á bók og geymir til mögru áranna. Af hverju er ekki minnst á söluskattinn? Dró það úr áhrifamætti fullyrð- inganna? Er þetta traustvekjandi mál- flutningur? Er þetta dæmi um staðalinn í hagfræðikennslu í Háskóla íslands núna? Hvað kosta innfluttar kartöflur? Kartöflur eru núna fluttar inn erlendis frá til vinnslu. Hvert kíló í sendingu sem kom til landsins í byrjun mars kostaði rúmar21 kr/kg komið á hafnarbakkann. Sundur- liðað verð lítur út á eftirfarandi hátt: Tafla 3. Verð á innfluttum kartöflum Verð erlendis .....................9.45 kr. Flutningur ....................... 7.02 kr. Tollur.............................4.95 kr. Samtals....................... 21.42 kr. Verslunin (les Hagkaup skv. grein hagfræðiprófessorsins í Morgunblaðinu frá því 22. mars) segist geta selt kartöflur út úr búð; fyrir 35 kr/kg. Hagfræðiprófessor- inn telur það mjög sennilegt að aðrar verslanir geti boðið sama verð, óháð stærð og staðsetningu. Að halda slíku fram þegar verð- munur á kartöflum er í smásölu allt að 30 kr/kg í dag er ekki sæmandi manni í prófessorsembætti. Því skyldi flutningskostnaði, dreifing- arkostnaði og álagningu verslunar- innar skyndilega haldið í lágmarki þegar varan er flutt inn erlendis frá? Af hverju ætti að vera svo mikið auðveldara og ódýrara að meðhöndla erlenda vöru en ís- lenska? Af fyrrgreindu verði, 35 kr/kg, fara 7 kr. t' söluskatt. Þar af leiðandi yrði smásöluverð fyrir söluskattsálagningu 28 kr/kg (7 kr. í söluskatt) Álagning fyrir heild- sölu og smásölu yrði því samkvæmt þessu 7 kr/kg eða 70 millj. á 10.000 tonn. Þá er eðlilegt að spurt sé: Því er hægt að dreifa og selja 10.000 tonn af erlendum kartöflum fyrir 70 milljónir, þegar það kostar um 490 milljónir að dreifa og selja jafn mikið magn af íslenskum kartöfl- um? Þar af cr smásöluálagning um 170 milljónir. Þetta virðist verðugt rannsóknarverkefni fyrir hagfræði- prófessorinn fyrst hann er farinn að grauta í málefnum kartöflunnar á annað borð. Ef þessi álagning er of há, getur verslunin lækkað álagningu strax í dag um 100 milljónir en selt kart- öflur samt sem áður sér að skað- lausu. Ef þessi álagning er ekki of há, þá þarf verslunin á þessum peningum að halda til að standa undir kostnaði við fjárfestingar og mannahald. Til að mæta lækkaðri álagningu á kartöflum þá mun álagningin á aðra hluti einfaldlega hækka og neytendur borga fyrr- greinda upphæð samt sem áður í hækkuðu vöruverði á öðrum teg- undum enda þótt kartöflur yrðu ódýrari. H vað segir hagfræðiprófessorinn um þetta? Hvað hefur útrýming kartöfluræktar hérlendis í för með sér? Prófessorinn telur ársverk í kart- öflurækt vera um 100, og ber Hagstofu íslands fyrir því og hnýtir aftan við að hann viti ekki til að Hagstofa íslands hafi nokkurn tíma gefið rangar upplýsingar. Því skal ekki haldið fram hér að Hagstofa íslands gefi vísvitandi upp rangar upplýsingar, en í sum- um tilvikum er varðar landbúnað eru þær upplýsingar sem liggja fyrir hjá Hagstofunni ekki ná- kvæmar. Líklegt er að ársverk fyrir kartöflurækt séu milli 150 og 180, en þeir bændur er búa eingöngu við kartöflurækt eru mun færri. Sem betur fer eru fleiri en einn starfandi á flestum búum þótt svo að hagfræðiprófessorinn leggi að jöfnu ársvcrk og bændafjölda. Einnig er kartöflurækt hlutastarf hjá fjölda bænda s.s. í Eyjafirði og Skaftafellssýslum. Þetta mat er byggt á allnákvæmri könnun á vinnuþörf í kartöflurækt sem var gerð í sambandi við verð- lagningu þeirra fyrir nokkrum árum. Þó ber að geta þess að vitaskuld breytist vinnuþörf við kartöflurækt verulega eftir upp- skerumagni, sem er töluvert breyti- legt milli ára þannig að það er engin ein tala alveg rétt í þessu dæmi. Fyrir framleiðslu 10.000 tonna af kartöflum á ári fá bændur nú samtalsum 415 milljóniref reiknað er með meðalverði allra gæða- flokka. Þessi upphæð fer síðan til að greiða rekstrarliði, laun og ýms- an fastan kostnað. Til upplýsingar eru hér gefin dæmi um þá veltu sem er í kringum kartöfluræktina: Tafla 4. Velta í sambandi við kartoflurækt Áburður .................... 47,0 millj. Lyf.......................... 9,5 millj. Umbúðir..................... 14,0 millj. (t.d. pokagerð Baldurs á Eyrarbakka) Bilakostn. ofl............... 8,2 millj. Flutningur ................. 30,2 millj. Olía......................... 2,6 millj. Varahl. og viðg.............. 8,5 millj. Rafmagn...................... 3,2 millj. Ýmislegt ................... 20,5 millj. Opinbergjöld................. 5,4 millj. Laun........................121,0 millj. Þótt fyrrgreind velta sé kannski ekki mikil í augum manna hinna stóru ákvarðana, þá er hér samt sem áður um að ræða verslun og þjónustu scm skiptir hinar dreifðu byggðir tnáli. Af þessari veltu eru einnig greiddar skattar og skyldur. Fjárfesting er áætlaður um einn milljarður í vélum og tækjum. Ef þessar fjárfestingar yrðu verðlaus- ar vegna þess að kartöflurækt legð- ist niður, myndu bankar tapa stórfé vegna þess að lán fengjust ekki greidd vegna gjaldþrota hjá bændum. Þar er um að ræða fleiri hundruð milljónir króna. Það skal tekið fram að hér er ekki reiknað með fjárfestingum í íbúðarhúsnæði. Að skapa atvinnutækifæri og útvega húsnæði fyrir eina fjöl- skyldu kostar u.þ.b. 14 milljónir króna. Sé eingöngu miðað við Þykkvabæinn, þar sem um 60-70 fjölskyldur hafa kartöflurækt sem aðalatvinnu, þá myndi það kosta milli 900 milljónir og einn milljarð kr. að koma þeim annars staðar fyrir og útvega þeim atvinnu (á tímum atvinnuleysis). Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá borgarbúa í þægilegri að- stöðu sem vilja leggja niður heila atvinnugrein í dreifbýlinu, hvaða áhrif það óhjákvæmilega mundi hafa, bæði fjárhagslega og félags- lega.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.