Tíminn - 14.04.1989, Síða 10

Tíminn - 14.04.1989, Síða 10
10 Tíminn Föstudagur 14. apríl 1989 ÍÞRÓTTIR Lyftingar: Lóðum lyft á Akureyri Nú um helgina verður mikið um að vera í íþróttahöllinni á Akurcyri er Norðurlandamótið í lyftingum fer þar fram. Mótið verður mjög sterkt og þjóðirnar senda sína sterkustu menn til keppni. Fyrir íslands hönd keppa 7 lyft- ingamenn á mótinu. Þeir eru: 60 kg flokkur Snorri Arnaldsson 67.5 kg flokkur Tryggvi Heimisson 82.5 kg flokkur Þorsteinn Leifsson 82,5 kg flokkur Haraldur Ólafsson 90 kg flokkur Guðm.Sigurðsson 100 kg flokkur Guðmundur Helga- son 110 kg flokkur Agnar Már Jónsson Okkar bestu menn, þeir Haraldur Ólafsson og Guðmundur Helgason, munu án efa verða í toppbaráttunni Körfuknattleikur: Unglinga- landsliðið heldur til Finnlands Islenska unglingalandsliðið í körfuknattleik er farið áleiðis til Finnlands, þar sem liðið mun taka þátt í Norðurlandamóti. Mótið fer fram í horginni Forssa, en leikið verður gegn Dönum í kvöld, Svíum og Finnum á morgun og Norðmönn- um á sunnudag. íslcnska liðið er skipað eftirtöld- um leikmönnum: Hörður Gauti Gunnarss. fyrirl. . KR Friðrik Ragnarsson .... UMFN Georg Birgisson ............ UMFN Jón Páll Haraldsson .... UMFG Sveinbjörn Sigurðsson . . UMFG Nökkvi Már Jónsson .......... ÍBK Guðni Hafsteinsson............ÍBK Björn Bollason................ ÍR Jón Arnar Ingvarsson . . Haukum Aðalsteinn Jóhannsson.......Val BL NBA-deildin: Detroit sigur í fyrrakvöld léku efstu liðin í miðriðli austurdeildarinnar, Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers. Det- roit hafði betur 107-95, en liðið hefur nú tapað fæstum leikjum allra liðanna í deildinni. Úrslit leikja síðustu daga hafa verið þessi: Þriðjudagur: Cleveiand Cava.-Philadeiphia ........ 92-90 Houston Rockets-Indiana Pacers .... 108-99 Milwaukee Bucks-N.J.Nets.............125-93 Golden State Warr. Miami Heat........114-98 Portland Trail-L.A. Clippers........126-102 Miðvikudagur: Detroit Pist.-Cleveland Cava.........107-95 Charlotte Homrte-N.Y. Knicks.........104-99 Washington Bull.-Milwaukee B.......111-107 Phoenix Suns-Dallas Mavricks.........109-94 L.A. Lakers-San Antonio Spurs .... 107-100 Utah Jazz-Denver Nuggets ...........107-102 BL Isiah Thomas lék ekki með Detriot ■ á miðvikudagskvöld er liðið vann helsta keppinaut sinn í austurdeild- inni, Cleveland Cavaliers. á mótinu. Guðmundur mætir besta og sterkasta lyftingamanni Dana, Frank Strömbo og búast má við hörku baráttu milli þeirra, en þeir hafa náð svipuðum árangri fyrir mótið. Haraldur Ólafsson á við ramman reip að draga í 82,5 kg flokknum, þar sem Finninn Jaarli Pirkkiö er, en hann er einn besti lyftingamaður Norðurlanda. Sigurlíkur Haraldar eru ekki ýkja miklar og líklegt er að hann berjist um silfrið við Danann Kenneth Nilsen. Varla er við miklu að búast af hinum íslensku keppendunum á mótinu, nema ef vera skyldi af gamla brýninu Guðmundi Sigurðs- Daninn Frank Strömbo er margfald- ur danskur methafí. Skyldi Guð- mundi Helgasyni takast að skjóta honum ref fyrir rass. syni. Hann hefur sýnt það nú síðustu dagana að hann er að nálgast sitt gamla form og er til alls líklegur. Þeir Snorri Arnaldsson ogTryggvi Heimisson keppa nú á sínu fyrsta stórmóti, en þeir eru heimamenn og afsprengi mikils starfs Haraldar Ólafssonar við kynningu á lyftingaí- þróttinni. Þorsteinn Leifsson keppir nú á ný eftir langt hlé vegna meiðsla og Agnar er óþekkt stærð, en hann mun hafa æft mjög vel fyrir þetta mót. Akureyringar og nærsveitamenn eru hvattir til þess að fjölmenna í íþróttahöllina á Akureyri um helg- ina til þess að berja kappana augum og hvetja okkar menn til dáða. Á morgun verður keppt í 52 kg til og með 82,5 kg flokkum en á sunnudag verður keppt í þyngri flokkunum. Mótið hefst kl 14.00 á laugardag og kl. 13.00 á sunnudag. BL Jaarli Pirkkiö er einn sterkasti lyftingamaður á öllurn Norðurlöndum. Hann verður á meðal keppenda á Akureyri um helgina. 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!! Sprengipotturinn mikli s.l. laugardag gekk ekki út, enginn var með 12 rétta og því verður tvöfaldur pottur í boði á morgun ■ íslcnskum getraunum. Pottur- inn verður óvenju stór, þar sem sprengipottur var í síðustu viku. Það má gera ráð fyrir því að potturinn verði á við þrefaldan venjulegan pott. Tæpar 2 milljónir koma til með að bætast við 1. vinning á morgun, eða nákvæmlega 1.919.946 kr. Það má því fastlega búast við að fyrsti vinningur verði eitthvað á fjórðu milljón. Tólf raðir komu fram með 11 leikjum réttum í síðustu viku og fékk handhafi þeirra í sinn hlut góðan vinning, eða 68.560 kr. Sú upphæð er hærri en 1. vinningur var í 13. leikviku. Fram var söluhæsta félagið enn eina vikuna með 11,66% af heild- aráheitum, Fylkir var sem fyrr í öðru sætinu með 10,50% en næstu félögstóðu þessum tveimur nokkuð langt að baki. KR er þó að sækja í sig veðrið með 6,01 % af áheitum. Þá vekur athygli að Haukar eru komnir í 10. sætið á listanum. I í fyrirtækjakeppni getrauna eru nú 32 fyrirtæki eftir af þeim II 128 sem hófu keppni. Spennan fer því að magnast fyrir alvöru. í hópleiknum eru ROZ og BIS enn efstir og jafnir með 104 stig, en Júmbó kemur næstur með 103 stig. Stöð 2 stóð sig best fjölmiðla í síðustu leikviku, var með 7 leiki rétta. DV og Bylgjan komu næst með 6 rétta. Ekki var gengi okkar Tímamanna til fyrirmyndar, 3 réttir og kominn tími til að endur- skoða vel og vandlega hvað lagt CM í X2 er til grundvallar spánum. Staðan í fjölmiðlaleiknum er nú sú að Mbl. hefur enn örugga forystu með 76 stig, Bylgjan hefur 70 stig, DV 66, RÚV 65, Þjóðviljinn 63, Stöð 2 62, Stjarnan 58 og Tíminn og Dagur reka lestina með 56 stig. Sjónvarpsleikurinn í dag er mjögskemmtilegur. Liverpoolog Nottingham Forest eigast við í undanúrslitum ensku bikar- keppninnar. Bein útsending hefst frá leiknum kl. 13.55 og Bjarni Fel. verður í eigin persónu á leiknum sem fram fer á Hillsbor- ough í Sheffield, heimavelli Wednesday-liðsins. Ef leiknum lýkur með jafntefli, þá verður framlengt og á getraunaseðlinum gilda úrslit að lokinni framleng- ingu. Þess má geta að íslendingar fá einir Norðurlandabúa að sjá þennan leik í beinni útsendingu og er þar fyrir að þakka vasklegri framgöngu íþróttadeildar RÚV. Munið að sölukassarnir loka kl. 13.45. En snúum okkur að leikjunum og spánni góðu. Everton-Norwich: 1 Norwich hefur gengið illa að undanförnu og meistaradraumur- innerúrsögunni. Evertonliðið er því líklegra til að krækja í sigur á heimavelli sínum Goodison Park. Nottingh. Forest-Liverpool: 2 Stórleikur dagsins í undanúrslit- um bikarkeppninnar, sem sjón- varpsáhorfendur fá að fylgjast með í beinni útsendingu hjá RÚV. Bæði þessi iið hafa verið nánast ósigrandi að undanförnu, en vart verður framhjá því gengið að Liverpool-liðið er líklegra til afreka í þessum leik. Ætli 10. sigurleikurinn í röð verði ekki staðreynd. Arsenal-Newcastle: 1 Heldur léttari dagur hjá Arsenal, en keppinauti þeirra Liverpool. Lið Newcastle berst vonlítilli bar- áttu fyrir áframhaldandi veru í 1. deild, en Arsenal lætur ekki deig- an síga í toppbaráttunni gegn botnliðinu á Highbury. Arsenal tekur þvi' á ný við toppsætinu, en Liverpool á leik til góða. Luton-Coventry: x Heimavöllurinn hefur löngum verið eitt sterkasta vopn Luton. Leikmönnum Coventry gengur illa að fóta sig á gervigrasinu og Luton nær í dýrmætt stig í fallbar- áttunni. Manchester United-Derby: 1 Bæði liðin eru á svipuðu róli í deildinni og heimaliðið nær óvænt í bæði stigin. QPR-Middlesbro: x Middlesbro þarf á stigum að halda í fallbaráttunni og þeir sækja annað stigið til Lundúna á Loftud Road. Wimbledon-Tottenham: x Tottenham-liðinu er vart treyst- andi í meiri stórræði en að ná jafntefli í Wimbledon. Blackburn-Manchester City: 1 Heimamenn hirða öll stigin í þessum leik, enda er Manchest- erliðið með það góða stöðu fyrir að þeir slaka óvart á. Bournemouth-Stoke: 1 Heimamenn eru harðir í horn að taka á heimavelli sínum og því fá leikmenn Stoke að kynnast óþyrmilega í þessum leik. Bradford-Ipswich: 2 Loks útisigur á blessuðum seðlin- um, en leikmenn Bradford eru frekar lánlausir þessa dagana. Leicester-Chelsea: x Leicester nær öðru stiginu af 1. deildar kandídötunum og nýtur til þess aðstoðar heimavallar. Swindon-Watford: 2 Leikmenn Watford eru ekki bún- ir að gefa upp alla von um að endurheimta 1. deildarsætið sitt | og í þessum leik taka þeir Swind- on í nefið. skúli lúðvíks. FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR15. APRÍL ’89 J CD s > O TÍMINN Z z 3 > s 2 cr 3 O < o 9 Q- cc < <n * cc | BYLGJAN CN g | STJARNAN SAMTALS 1 X 2 Everton - Norwich 1 1 1 1 2 1 2 2 1 6 0 3 Nott. Forest - Liverpool 2 1 2 2 X 1 2 2 2 2 1 6 Arsenal - Newcastle 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 Luton - Coventry 1 1 X X 2 2 1 X X 3 4 2 Man. Utd. - Derby 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 Q.P.R. - Middlesbro 1 1 X 2 1 1 1 X X 5 3 1 Wimbledon - Tottenham X X X 2 1 2 2 X 2 1 4 4 Blackburn - Man. City 2 X 1 2 2 X 2 2 1 2 2 5 Bournemouth - Stoke 1 1 1 1 X 1 2 2 X 5 2 2 Bradford - Ipswich 2 X 2 X X X 2 X 2 0 5 3 Leicester - Chelsea 1 2 X 2 2 X 2 X 2 1 3 5 Swindon - Watford 2 X 2 X X 1 X 1 LÍ 3 4 2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1 x2 1 x2 1x2 1 x M

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.