Tíminn - 14.04.1989, Page 13
Föstudagur 14. apríl 1989
Tíminn 13
Li Peng í Japan:
Akihito keisara
boðið til Kfna
Kínverski forsætisráðherrann Li
Peng sem nú er í opinberri heimsókn
í Japan hefur boðið Akihito hinum
nýja keisara Japan í opinbera heim-
sókn til Kína. Er þetta talið mikil-
vægt skref í átt til stórbættra sam-
skipta þessara tveggja stóru Asíur-
íkja, en grunnt hefur verið á því
góða á milli þeirra frá því Japanar
hernámu Kina og drápu milljónir
Kínverja fyrir og í síðari heimsstyrj-
öldinni.
Keisarinn sem tók við af Hirohito
föður sínum 7. janúar síðastliðinn
hefur oft sýnt áhuga á því að heim-
sækja Kína. Nú getur sú ósk orðið
að veruleika.
Akihito þakkaði Li Peng einstak-
lega vel fyrir boðið ef marka má
yfirlýsingar talsmanna keisarahallar-
innar, en Li og Akihito ræddust við
nokkra stund í gær.
Opinberri heimsókn Hirohitos
keisara var frestað á sínum tíma þar
sem talið var að heimsókn hans gæti
skaðað viðkvæm samskipti ríkjanna.
Hinn nýi keisari Akihito.
t>að er ekki að undra þar sem
Hirohito var í raun yfirhershöfðingi
innrásarliðs Japana í Kína á sínum
tíma og Kínverjar ekki búnir að
fyrirgefa þær hörmungar.
Embættismenn keisarahallarinnar
sögðu að Akihito muni sækja Li
Peng og aðra Kínverja heim um leið
og lokið er árs sorgartímabili vegna
fráfalls gamla Tenno, en það nefna
Japanar keisara sinn.
- Hans hátign keisarinn skýrði frá
eigin viðhorfum til þróunar og 2000
ára sögu samskipta Japana og Kín-
verja. Hann sagðist vonast eftir
friðsamlegum samskiptum í framtíð-
inni, sagði í yfirlýsingu talsmanns
keisarahallarinnar eftir fundinn.
Prátt fyrir oft stirð samskipti þá er
Japan langmikilvægasta viðskipta-
land Kínverja og stærsti hluti er-
lendrar efnahagsaðstoðar Japana
fara til Kína. Japanar hafa boðist til
að lána rúmlega 700 milljónir
Bandaríkjadala til ellefu þróunar-
verkefna í Kína og eru allar líkur á
þvf að Kínverjar taki því með
þökkum.
Vestur-Þýskaland:
Kohl hristir upp
ríkisstjórn sína
Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands hristi upp í
ríkisstjórn sinni í gær, enda hafa vinsældir hennar farið
mjög dvínandi að undanförnu og litlar líkur á að stjórnin
hljóti meirihluta eftir næstu kosningar fari fram sem horfir.
Kohl útnefndi nýjan varnar-
málaráðherra, innanríkisráðherra
og fjármálaráðherra í von um að
vinsældir aukist.
Breytingarnar eru þær róttæk-
ustu sem Kohl hefur gert á ríkis-
stjórn sinni frá því hún var mynduð
árið 1982.
Það var Rupert Scholz varnar-
málaráðherra sem þurfti að taka
pokann sinn, en í stól hans kemur
Gerhard Stoltenberg sem verið
hefur fjármálaráðherra undanfarin
sjö ár.
í stað Stoltenbergs kemur Theo
Waigel formaður Kristilega jafnað-
armannasambandsins í Bæjara-
landi, en það er systurflokkur
Kristilega demókrataflokksins sent
er flokkur Kohl. Auk þessara
flokka eru Frjálslyndir demókratar
með í ríkisstjórninni.
Það hafa verið deilur hinna
íhaldssömu Bæjara í Kristilega
jafnaðarmannasambandinu og
hinna Frjálslyndu demókrata sem
helst hafa skaðað ríkisstjórnina,
auk afstöðu Ruperts Scholz varn-
armálaráðherra til lágflugs NATO
orrustuþotna sent farist hafa í tuga-
45 drepnir
Skæruliðar aðskilnaðarsinnaðra Tamíla drápu fjörtíu og
fimm manns í sprengjutilræði á Sri Lanka í gær. Tamflarnir
komu öflugri sprengju fyrir í bíl á fjölmennu markaðstorgi
í Trincomalee sem er bær á austurhluta eyjarinnar.
Fimmtíu og fimm manns særðust einnig alvarlega.
Sprengjutilræðið var framið í
byrjun tveggja daga hátíðarhalda
vegna nýja ársins sem er nú að
ganga í garð samkvæmt tímatali
tólf milljóna Shinalesa sem aðhyll-
ast Búddatrú og tveggja milljóna
Tamíla sem játa Hindúisma.
Flest fórnarlömbin voru Shina-
lesar, en fimm Tamílar, þar af
fjórar konur voru myrtar annars
staðar í Trincomalee eftir
sprengjutilræðið. Annars er nokk-
uð jafnvægi milli Shinalesa, Tamíla
og múslíma í bænum.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá hér á síðunni á stjórnarherinn
á Sri Lanka bæði í höggi við
skæruliða Tamíla á norðurhluta
eyjarinnar og skæruliða vinstri-
sinnaðra Shinalesa á suðurhluta
Sri Lanka. Hafa tólf þúsund manns
látið lífið í átökum þessara aðila
síðastliðin sex ár.
Á miðvikudag voru sjö indversk-
ir hermenn og fjórir skæruliðar
Tamíla drepnir í bardaga við Va-
vuniya á norðurhluta eyjarinnar.
Hófust bardagarnir strax eftir að
öryggissveitir ríkisstjórnarinnar
lýstu yfir einhliða sjö daga vopna-
hléi til að gefa skæruliðum kost á
að gefast upp og hljóta sakarupp-
gjöf í staðinn.
Báðar skæruliðafylkingarnar
höfnuðu tilboði stjórnvalda nær
samstundis en segjast tilbúnar til
viðræðna ef 45 þúsund manna
herlið Indverja á Sri Lanka haldi
heim, en hersveitirnar voru sendar
til eyjarinnar til að stöðva skæru-
hernað Tamíla eftir samkomulag
við yfirvöld á Sri Lanka sem sam-
þykktu miklasjálfsstjórn ásvæðum
Tamíla í norðri.
tali yfir Vestur-Þýskalandi að
undanförnu. Scholz er mikill harð-
línumaður í varnarmálum og vildi
ekki draga úr lágflugi. Má telja nær
öruggt að Stoltenberger muni njóta
meiri vinsælda, enda er hann mjög
virtur í Þýskalandi.
Innanríkisráðherrann Friedrich
Zimmermann er færður til og tekur
við embætti samgöngumálaráð-
herra, en í stað hans kemur Wolf-
gang Schaeuble, náinn samstarfs-
maður og ráðgjafi Kohls, bæði í
innanríkismálum og utanríkismál-
um.
Þá mun kona, Gerda Hasselfeldt
taka við ráðuneyti opinberra
starfsmanna. Þá eru þrjár konur í
vestur-þýsku ríkisstjórninni og
hafa konur aldrei áður verið svo
fjölmennar þar.
Baneitruð
Bandaríki
Sérstök rannsókn sem gerð hefur
verið um Bandaríkin vítt og breitt
sýna að efnamengun náttúrunnar
þar í landi er mun meiri en svartsýn-
ustu menn töldu. Þetta kom fram í
skýrslu rannsóknarnefndar Banda-
ríkjastjórnar sem kannað hefur eit-
urmengunina.
Bandarískar verksmiðjur slepptu
rúmlega 10 milljörðum kílógramma
af eiturefnum út í náttúruna árið
1987 og fór nær helmingur þessa
eiturs í ár og vötn þess víðfeðma
ríkis.
- Þessar tölur sýna hversu mikil
þörf er á mun harðari mengunarlög-
gjöf. Við getum ekki litið framhjá
slíkum tölum, sagði Linda Fischer
forstjóri Stofnunar um stefnu og
áætlunargerð í umhverfisvernd, sem
sérum þessi mál fyrirríkisstjórnina.
Rúmlega hundrað þessara eitur-
efna eru krabbameinsvaldandi að
sögn Lindu.
Líkur eru á að enn meira af
eiturefnum sé sleppt út í náttúruna,
því ekki fengust skýrslur frá fjórð-
ungi þeirra fyrirtækja sem leitað var
upplýsinga hjá.
BÍLAR DAGSINS
ÚRVAL NOTAÐRA LADA SPORT
OG LADA SAMARA
Tegund Árgerð Ekinn
LadaSportög. 1988 9.500 km.
LadaSport4g. 1988 15.000 km.
LadaSport5g. 1987 30.000 km.
LadaSport4g. 1987 20.000 km.
LadaSport5g. 1986 31.000 km.
LadaSportög. 1986 56.000 km.
LadaSport4g. 1986 34.000 km.
LadaSport4g. 1986 50.000 km.
LadaSport4g. 1985 31.000 km.
Lada Samara 1500 5 g. 1988 16.000 km.
Lada Samara 1300 5 g. 1988 15.000 km.
Tökum vel með farna Lada bíla upp í nýja.
Opið kl. 9-18 virka daga
og laugardaga kl. 10-14.
Heitt á könnunni.
Vélsleóasalan
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
8 40 60 'S. 68 12 00
Suðurlandsbraut 14
Arnarflug hf.:
Hlutafjársala
Á aðalfundi Arnarflugs hf. í dag var stjórn félagsins
heimilað að hækka hlutafé félagsins um allt að 315
millj. kr. með áskrift nýrra hluta. Hlutafjáraukningin
má fara fram í áföngum samkvæmt nánari ákvörð-
un stjórnarinnar.
Á fundi sínum í dag samþykkti stjórn Arnarflugs
hf. að hækka hlutaféð í félaginu um 155 millj. kr.
á nafnverði.
Hluthöfum í félaginu er hér með boðinn forkaups-
réttur að hlutafé í félaginu, og gildirforkaupsréttar-
boðið til 21. apríl nk.
Hluthafar og aðrir, sem óska að kaupa hlutafé í
félaginu, eru beðnir að gjöra svo vel að hafa
samband við Þórð Jónsson skrifstofustjóra í
skrifstofu félagsins að Lágmúla 7, Reykjavík, sími
29511.
Reykjavík, 12. apríl 1989
Stjórn Arnarflugs hf.
t
Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi
Þorsteinn Vilhjálmsson
f.v. bóndi Syðri-Hömrum, Ásahreppi,
er lést hinn 7. apríl s.l. verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Holtum
laugardaginn 15. apríl kl. 14.00. Rútuferð verður frá Umferðarmið-
stöðinni í Reykjavík kl. 12.00 á hádegi.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna
Jón Þorsteinsson
Vigdís Þorsteinsdóttir Björn Guðjónsson
Sölvi Magnússon Karla M. Sigurjónsdóttir
og barnabörn hins látna.