Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Föstudagur 14. apríl 1989
lllllllllJllllllllllllll LEIKLIST llllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllll
„Hvað gerðist í gær?“
Alþýðuleikhúsið frumsýndi
leikritið „Hvað gerðist í gær?“, í
Hlaðvarpanum, á sunnudaginn var.
Leikgerðin er unnin upp úr endur-
minningabók Isabellu Leitner. En
hún er ungverskur gyðingur sem
lifði af dvöl í fangabúðum nasista,
meðal annars Auschwitz og fleiri
staða og er nú búsett í Bandaríkjun-
um.
Guðrún Bachmann þýddi leikrit-
ið, tónlistin er samin af Lárusi H.
Grímssyni, Egill Örn Árnason sér
um lýsingu, Viðar Eggertsson um
leikmynd og búninga, Gerla leikstýr-
ir og henni til aðstoðar er Erla B.
Skúladóttir. Guðlaug María Bjarn-
adóttir fer með hlutverk Isabellu
sem er eina hlutverkið í leiknum.
í byrjun verksins er drepið á
aðstæður stórrar gyðingafjölskyldu í
Kisvardá í Ungverjalandi. Fjöl-
skyldu Isabellu, móður hennar, föð-
urogfimmsystkinum. Einnmorgun-
inn er gettóið tæmt og allir sendir til
Auschwitz. í yfirfullum gripavagni
hefst skelfingarsaga ungrar stúlku,
sem að lokum hefur misst megnið af
fjölskyldu sinni og gengið í gegn um
meiri þrautir en þann sem ekki hefur
reynt, gæti órað fyrir. Fjórar systr-
anna héldu hópinn í fangabúðunum
en hinum var stíað frá þeim. Þær
börðust í níu mánuði við þá tak-
markalausu grimmd og niðurlægingu
sem ríkti allt í kring. Börðust fyrir
sínu eigin lífi og studdu hver aðra.
Reyndu að halda í trúna á hið góða,
mannlega reisn, mannúð og annað
það sem móðir þeirra hafði kennt
þeim að trúa á sem börnum. Þegar
leið að stríðslokum, tæmdu nasist-
arnir fangabúðir sínar og fluttu þá
sem ekki var þegar búið að myrða til
Bergen-Belsen. Á leiðinni tókst
þremur systranna að flýja en sú
fjórða lét lífið í nýju búðunum.
Þessi sýning er áberandi vel og
nosturslega unnin. Texti verksins er
mjög erfiður í meðförum, hann er
einfaldur en jafnframt ljóðrænn, til-
finningaríkur og gífurlega sterkur.
Mikið er hlaupið fram og aftur í tíma
þannig að ef ekki er vel með farið
gæti áhorfandinn misst samhengið,
eða leikurinn virkað ósannfærandi.
En Guðlaug skilar textanum þannig
að ekkert orð fer fram hjá þeim sem
fylgist með. Hún bregður greinilega
og yfirvegað upp mynd af lífshlaupi
ungrar skelfingu lostinnar stúlku
sem á skömmum tíma eldist um
mörg ár og losnar aldrei við skugga
minninganna.
Tónlist og lýsing hafa mikil áhrif í
sýningunni og hefur tekist einstak-
lega vel upp með hvoru tveggja.
Bæði til að undirstrika þær tilfinning-
ar sem leikarinn tjáir og eins upp á
ímyndað umhverfi og strauma frá
því að gera. Leikmynd og búningar
eru einföld að gerð og að flestu leyti
vel. En ef til vill má kenna sterkum
áhrifum frá öðrum þáttum verksins
um, að mér fannst stundum eitthvað
vanta upp á að þessi atriði veittu
nægan stuðning eða væru út af fyrir
sig nógu áhrifarík.
Leikskráin segir hvert orð Isabellu
standa fyrir hundruð annarra orða
sem of sárt var að skrifa. Sársaukinn
situr eftir þegar Hlaðvarpinn er
yfirgefinn að sýningu lokinni og
fylgir áhorfandanum lengi. Sagt er
að hláturinn lengi lífið „Hvað gerðist
í gær?“ er ekki til þess fallin að
skemmta mönnum mikið. En hvers
virði er lífið ef það mikilvægasta
týnist og gleymist. Til þess að svo
verði ekki er nauðsynlegt að rifja
upp öðru hvoru og reyna að læra af
reynslu annarra. Það er kjörið að
gera í Hlaðvarpanum um þessar
mundir. Sýningin er án nokkurs vafa
rós í hnappagat Alþýðuleikhússins.
Jóhanna Kristín Birnir
Úr sýningu Alþýðuleikhússins á verkinu „Hvað gerðist í gær?“ Guðlaug
María Bjarnadóttir leikur höfund verksins sem er ema pcrsona leikritsins.
Keflavíkurgrín
Hilmar Jónsson og Þór Helgason fara leikandi létt með hlutverk lækna
í Keflavíkurrevíunni.
Leikfélag Keflavikur:
Revían, „Við kynntumst fyrst I Keflavik"
Höfundur: Ómar Jóhannsson.
Leikstjórl: Hulda Ólafsdóttir.
Húsfyllir var í Félagsbíói í Kefla-
vík, þegar L.K. frumsýndi revíuna,
„Við kynntumst fyrst í Keflavík" s.l.
föstudagskvöld og var leikendum
vel fagnað af áhorfendum, í leikslok.
Langt er síðan frumsýning hjá L.K.
hefur verið svo vel sótt og menn
hljóta því að spyrja hvað veldur?
Svarið er einfaldíega það, að Leik-
félag Keflavíkur er að komast upp
úr öldudal og er það vel á 40 ára
afmæli bæjarins og svo sannarlega
góð afmælisgjöf frá menningaröflum
þessa staðar og auðvitað flutti leik-
hópurinn verk tengt sögu bæjarins
og þeim persónum sem settu og setja
svip á bæinn, - allt í léttu gamni með
ljúfum tónum, sem gerðu hvort
tveggja að ylja áhorfendum um
hjartaræturnar og kitla hláturkirtlana
í þá tæpu tvo tíma sem sýningin stóð.
En til að sýning lánist þarf margt
til. Góða og áhugasama stjórn leik-
félagsins, leikstjóra, höfund, sviðs-
menn og aðstoðarfólk, sem vilja
fórna tíma, næstum ótakmörkuðum,
í þágu Thalíu, og sá hópur sem
stendur að „Við kynntumst fyrst í
Keflavík" hefur svo sannarlega upp-
skorið góðan ávöxt erfiðisins.
Reyndar mátti sjá það s.l. haust á
verkefni því sem L.K. flutti, að
ýmislegt var í flytjendur spunnið,
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef-
ur gefið út leikritið Haustbrúði eftir
Þórunni Sigurðardóttur. Þjóð-
leikhúsið frumsýndi leikritið hinn
10. mars s.l. undir leikstjórn höfund-
ar.
Útgefandi kynnir höfundinn og
leikritið á eftirfarandi hátt á bókar-
kápu:
Leikritið Haustbrúður fjallar um
efni úr íslenskri sögu frá öndverðri
18. öld, um sakamál sem af eirihverj-
um ástæðum hefur fyrnst yfir meira
en ætla mætti þó að þar ætti hlut að
máli æðsti yfirmaður landsins á þeim
tíma. En á söfnum hér á landi og í
Danmörku er að finna málsskjöl frá
sem góður leikstjóri gæti unnið
meira úr, - og sú reynsla sem af
þeirri sýningu fékkst, myndi nýtast
með fleiri verkefnum. Huldu Ólafs-
dóttur leikstjóra hefur svo sannar-
lega tekist það, enda stjórnaði hún
einnig fyrra verkinu, sem hún reynd-
ar samdi að mestu leyti.
Að þessu sinni er höfundurinn
annar, Ómar Jóhannsson. Hollur er
heimafenginn baggi, segir máltækið.
Ómar er heimamaður og ekki er
annað að sjá en að þessi frumraun
hans, sem höfundi heillar revíu,
bragðbætt með Ijóði eftir Kristin
Reyr, - hafi tekist vel. Gamanmálin
voru laus við rætni, Ijóðin þjál í
flutningi og persónurnar úr bæjarlíf-
inu vel valdar, þótt við sem eldri
erum höfum saknað sumra þeirra sem
settu svip á bæinn á árum áður. Hins
vegar má skoða Gvend þribba, sem
samnefnara þeirra flestra. Hann var
leikinn af Árna Ólafssyni, sem tjáði
þennan góðvin Bakkusar, dansar-
ann, munnhörpusnillinginn, vin æsk-
unnar og lögreglunnar, á meistara-
legan hátt. Engu var líkara en að
„þribbinn" væri kominn á sviðið
endurborinn í sínum skrautlegu ein-
kennisklæðum.
Revían samanstendur af stuttum
þáttum, með söngívafi, þar sem
farið er mildum höndum eða öllu
heldur orðum um ýmsa þætti í
bæjarlífinu, sem ýmist gerist inn á
leiksviðinu, eða á palli sem gengur
langvinnum réttarhöldum sem af því
spruttu. Úr þessum efniviði hefur
Þórunn Sigurðardóttir unnið verk
sitt um þau Níels Fuhrmann amt-
mann og Appoloníu Schwartzkopf
heitmey hans sem lést með óútskýrð-
um hætti á Bessastöðum árið 1724.
Margar fleiri eftirminnilegar persón-
ur koma við sögu í þessu verki sem
lýsir miklum ástríðum, kjarki og
kjarkleysi.
Þórunn Sigurðardóttir er enginn
byrjandi í leikritagerð og Haust-
brúður er þriðja verk hennar sem
sýnt er á íslensku leiksviði. Áður
hefur hún skrifað Guðrúnu, sem
sækir efni sitt í Laxdælasögu og
fram í áhorfendasalinn. Skemmtileg
tilhögun, sem auðveldar sviðskipt-
ingu, en hefur þann ókost, að ekki
heyrist nógu vel í leikendum, þegar
fram á pallinn er komið. Nokkuð
sem auðvelt er að laga, með því að
hækka örlítið róminn. Leikmyndirn-
ar voru haganlega unnar, og féllu vel
að efninu. Hljómsveitin var vel með
á nótunum, en þar gáfu tóninn
nokkrir ungir piltar, þeir Veigar
Margeirsson, Ari Daníelsson, Björn
Árnason og Júlíus Guðmundsson.
Revían fór hægt af stað, -en undir
lokin var orðið aldeilis líf í tuskun-
um, enda komið meira við samtím-
ann. Þekktar persónur í bæjarlífinu
blönduðust beint í málin. Vakti það
mikla kátínu áhorfenda, sem vænta
mátti, hvort heldur verið var að
gantast með ráðamenn bæjarins eða
aðra embættismenn. Þar mátti
greina Þór Gils Helgason og Hilmar
Jónsson í hlutverkum lækna, sem
þeir gerðu skemmtileg skil. Hjördísi
Árnadóttur í hlutverki endur-
skoðandans - alltaf jafn viðfeldin á
sviði. Gísla Gunnarsson, sem brá
sér í eitt gervið enn, eins og reyndar
margir aðrir og skilaði því vel.
Af öðrum leikendum má nefna
Dagmar Róbertsdóttur, sem var al-
veg „ekta“ sjoppukerling og þau
Höllu Sverrisdóttur og Sverri Gísla-
son, fyrirgóðan söngog leik, þareru
góð efni á ferðinni. Eggert Ólafsson
var myndugur í hlutverkum lögreglu-
fjallar um ævi og ástir Guðrúnar
Ósvífursdóttur, og í smásjá, sem
gerist í Reykjavík okkar daga en
fjallar um efni sem er í hæsta máta
alþjóðlegt.
Þó að leikrit Þórunnar gerist á
ólíkum tímum eiga þau margt sam-
eiginlegt. Konur eru aðalpersónur í
þeim öllum og öll fjalla þau um hin
stóru dramatísku yrkisefni: um ást
og afbrýði, um metnað og niðurlæg-
ingu, um manninn andspænis dauð-
anum. Þórunn er mjög vaxandi höf-
undur eins og þetta nýja leikrit
hennar ber glögglega vitni um.
Haustbrúður er þriðja leikritið í
ritröð Bókaútgáfu Menningarsjóðs,
mannsins og bankastjórans, enda
sviðsvanur og leikreyndastur allra
leikenda í hópnum.
Heildarsvipur sýningarinnar var
fágaður og vandaður. Bar hún glögg
merki um handbragð Huldu Ólafs-
dóttur, sem þegar hefur sett á svið
mörg verk á Suðurnesjum, þótt hún
hafi búið syðra skamman tfma. Tak-
Þórunn Sigurðardóttir.
ist LK að virkja þann kjarna sem
skapast hefur undanfarin tvö ár, má
vænta mikils á næstu árum. Efnivið-
urinn er fyrir hendi. Spurningin
verður um úthald og aðstöðu, en
hvort tveggja fer saman. Framtíðin
ein getur víst svarað því, - en við
vonum hið besta.
Magnús Gíslason
íslensk leikrit, en út eru komin
Dansleikur eftir Odd Björnsson og
Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragn-
arsson. í útgáfunefnd íslenskra
leikrita eru: Úlfur Hjörvar (Mennta-
málaráð Islands), Stefán Baldursson
(Leiklistarráð) og Árni Ibsen (Félag
íslenskra leikritahöfunda).
Haustbrúður er 129 blaðsíður.
Leikritið er unnið í Prentsmiðju
Hafnarfjarðar h.f. en kápu gerði
Sigurður Örn Brynjólfsson.
ÓKEYPIS
hönnun auglýsingar
þegar þú auglýsir í
TÍMANUM
AUGLÝSINGASIMI 680001
Haustbrúður
- Leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur